Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Mál Sambands tónskálda og eig-
enda flutningsréttar, Stefs, gegn
fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone,
Hringdu og Tal var tekið fyrir í
héraðsdómi í gær. Eldra mál Sím-
ans bíður kröfu um endurupptöku í
Hæstarétti.
Krefst Stef lögbanns á þjónustu
fyrirtækjanna sem veitir aðgang að
skráardeilisíðunum deildu.net og
Piratebay.org. Telur Stef að
deildu.net og Piratebay.org brjóti
gegn lögum um höfundarrétt og
krefst Stef þess að fjarskiptafyrir-
tækin loki fyrir aðgang að efnis-
veitunum í samræmi við ákvæði í
höfundarlögum.
Ekki tekin efnisleg afstaða
Fosaga málsins er sú að Samtök
myndrétthafa á Íslandi, Smáís, SÍK,
FHF og Stef höfðuðu mál á hendur
fjarskiptafyrirtækjunum á sömu
forsendum á síðasta ári. Málinu var
vísað frá í tilviki annarra rétthafa-
samtaka en Stefs án þess að til efn-
islegrar niðurstöðu kæmi í héraðs-
dómi sökum þess að þau nutu ekki
viðurkenningar menntamálaráðu-
neytisins. Stef nýtur hins vegar við-
urkenningar og gat málið því hald-
ið áfram.
„Það er ekki hægt að höfða mál
gegn síðum eins og Piratebay sem
vistaðar eru erlendis og skipta að
auki reglulega um lén og skráning-
arstað,“ segir Guðrún Björk
Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
Stefs. Af þeim sökum var gefin út
Evróputilskipun sem auðveldar
þeim sem standa vörð um höfund-
arrétt að skylda milliliði til að loka
aðgangi að höfundarréttarvörðu
efni. „Ég held að Evróputilskipunin
hafi ekki verið rétt innleidd í ís-
lensk lög því það á ekki að vera
svona erfitt fyrir rétthafa eða rétt-
hafasamtök að leita réttar síns. Það
á ekki að skipta máli hvort þau hafa
viðurkenningu eða ekki,“ segir
Guðrún Björk.
Stef vill láta loka
fyrir deildu.net
og Piratebay
Mál á hendur fjarskiptafyrirtækjum
tekið fyrir í héraðsdómi í gær
Morgunblaðið/Ómar
Mál Stef gegn Vodafone, Hringdu
og Tal var tekið fyrir í gær.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta hefur verið í á annað ár í und-
irbúningi og rannsóknum, þangað til
við sáum að þetta virkar. Ákveðið
var að setja upp tanka um allt land,“
segir Sigurður Eiríksson, stjórn-
arformaður Íslensks eldsneytis ehf.,
sem í gær prufukeyrði á Sauðár-
króki fyrstu stóru lífdísilstöð fyrir-
tækisins sem sett verður upp hér á
landi. Einnig verður hægt að hlaða
rafmagnsbíla á stöðinni. Olían er
unnin úr innfluttri repju en fram-
leidd í Reykjanesbæ. Þar verður
dísilstöð opnuð fljótlega en fyr-
irtækið áformar að setja upp sam-
bærilega tanka víða um land. Auk
Sauðárkróks og Reykjanesbæjar
eru það m.a. Akureyri, Selfoss, Ísa-
fjörður, Egilsstaðir og Höfn í
Hornafirði.
Gefist vel hjá Allrahanda
Lífdísilolían verður seld á 20-40
krónum lægra verði en hefðbundin
dísilolía hjá olíufélögunum. Hægt
verður að dæla olíunni á flesta dís-
ilknúna bíla. Að sögn Sigurðar er
ætlunin að bjóða lítrann á 199 krón-
ur á Sauðárkróki út árið.
Rútufyrirtækið Allrahanda
hefur verið að nota
repjuolíu frá Íslensku
eldsneyti og gefist vel,
að sögn Sigurðar. Hann
á fyrirtækið ásamt
Herði Þór Torfasyni
framkvæmdastjóra
og fleiri fjárfestum, innlendum sem
erlendum.
Tankurinn á Sauðárkróki tekur
nærri 50 rúmmetra og segir Sig-
urður að eftir um mánuð muni al-
menn sala hefjast þegar búið verður
að ganga frá öllum búnaði og um-
hverfinu í kring. Á flestum öðrum
stöðum verður 25 rúmmetra tankur
settur upp og einnig hleðslutæki fyr-
ir rafknúna bíla.
Sigurður segir fyrirtækið hafa
frekari áform um aukna framleiðslu
hér á landi, m.a. í samstarfi við
heimamenn í Skagafirði. Er þar m.a.
stefnt að vinnslu eldsneytis úr þör-
ungum í samvinnu við Perstorp. Sjá
menn fyrir sér aukaafurðir úr
vinnslu þörunga sem hægt yrði að
nýta í lyf, snyrtivörur, áburð, fóð-
urbæti og fleira. Íslenskt eldsneyti
ehf. hefur rætt við skagfirsk fyrir-
tæki um samvinnu við rannsóknir og
þróun fyrir lífeldsneytisframleiðslu
og tengdar afurðir.
„Framtíðarstefnan er að nota inn-
lent hráefni í framleiðslu á líf-
eldsneyti. Við sjáum mikla mögu-
leika í því og Svíarnir líka, sem og
heimamenn hér í Skagafirði,“ segir
Sigurður, sem hefur verið búsettur
erlendis í 20 ár og m.a. komið að fjár-
festingum og ráðgjöf í lífeldsneyt-
isframleiðslu. Hann áformar að setj-
ast að á Sauðárkróki, svo vel líst
honum á Skagafjörðinn, enda skein
sólin glatt þegar prufukeyrslan fór
fram í gær með formlegri athöfn.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Lífdísilstöð Nýja stöðin prófuð í gær á Sauðárkróki, f.v. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem sýndi
gamla takta á dælunni, Johan Mattsson, Energifakbriken í Svíþjóð, Sigurður Eiríksson, stjórnarformaður Íslensks
eldsneytis, Agnese Rizika, Green Line Equipment í Lettlandi, Susanne Eckersten, Perstrop í Svíþjóð, og Hörður
Þór Torfason, framleiðslustjóri Íslensks eldsneytis. Olían er unnin úr repju og verður mun ódýrari en dísilolía.
Repjuolían verður allt
að 40 krónum ódýrari
Fyrsta lífdísilstöðin prufukeyrð á Sauðárkróki í gær
Komum á slysa- og bráðamóttöku
Sjúkrahússins á Akureyri hefur
fjölgað mikið á undanförnum árum
eða um 19% frá árinu 2009. Árið
2009 voru skráðar rúmlega 12.000
komur á slysa- og bráðamóttöku en
árið 2013 var sá fjöldi kominn upp í
rúmlega 14.500. Breytilegt er eftir
mánuðum hver aðsóknin er en á
tímabilinu var mest að gera í júlí.
Munur er svo á því hvort það er
virkur dagur eða helgi en mikil
aukning er í komum um helgar. Sú
tala var hæst í apríl á þessu ári þeg-
ar komur voru að meðaltali 105 tals-
ins um helgar. Þegar horft er til
kynja eru hlutföllin nokkuð jöfn en
að jafnaði leituðu aðeins fleiri karlar
sér aðhlynningar.
Munur eftir búsetu
Greinilegur munur er á þeim sem
leita sér aðhlynningar þegar horft
er til búsetu. Mikill meirihluti þeirra
býr á Akureyri eða í Eyjafjarðar-
sýslu en merkjanlegur munur sést
einnig þegar horft er til aldursdreif-
ingar. Árið 2013 voru komur rúm-
lega 1600 í hópnum 5 ára og yngri af
rúmlega 14.500. Til samanburðar
voru rúmlega 700 komur í hópnum
45-49 ára og um 500 komur í hópn-
um 75-79 ára.
Útlendingum fjölgaði einnig tölu-
vert á þessu tímabili en fjöldi þeirra
náði hámarki árið 2012 þegar rúm-
lega 300 komur á slysa- og bráða-
móttöku voru skráðar á útlendinga,
úr 200 árið 2009. Á seinasta ári
lækkaði talan svo lítillega þegar 280
komur skráðust á útlendinga.
pfe@mbl.is
Komum útlendinga fjölgar
Komum á slysa- og bráðamóttöku á Akureyri fjölgar Aukið álag um helgar
Ekki mikill munur milli kynja Komur yngri kynslóðarinnar mun fleiri
Bráðamóttakan
» Aukið álag er á sumrin á
slysa- og bráðamóttöku FSA.
» Flestir þeirra sem þurfa á
aðhlynningu að halda eru með
heimili skráð á Akureyri eða í
Eyjafjarðarsýslu.
» Komum útlendinga fjölgaði
um 100 milli 2009 og 2012.
Íslenskt eldsneyti ehf. er í samstarfi við sænska efnavinnslufyrirtækið Per-
storp, sem hefur sex ára reynslu af sölu þessa eldsneytis í Svíþjóð og er
leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum í framleiðslu lífeldsneytis. Ársfram-
leiðslan er um 130 þúsund tonn og hefur stöðugt farið vaxandi.
Á vegum fyrirtækisins hefur verið sett upp verksmiðja í Reykjanesbæ
sem getur framleitt allt að 1,2 milljónir lítra á ári af vistvænu lífeldsneyti.
„Við erum mjög ánægð með að aðstoða Sigurð og þá hjá Íslensku elds-
neyti við að koma upp þessum stöðvum hérna á Íslandi,“ segir Susanne
Eckersten, framleiðslustjóri Perstorp. Hún segir markaðinn fara
ört vaxandi í Svíþjóð, einkum í sölu til stærri ökutækja, og svip-
uð þróun muni eiga sér stað hér á landi. Fyrirtækið Energifabri-
ken hefur unnið með Perstorp og tankarnir eru framleiddir
af Green Line Equipment í Lettlandi.
Framleiða 1,2 milljónir lítra
ÍSLENSKT ELDSNEYTI EHF. Í SAMSTARFI VIÐ PERSTORP
Tankurinn á
Sauðárkróki.
Kosningakaffi
á kjördag
Kæru borgarbúar!
Við bjóðum ykkur að líta við á kosningamið-
stöðvum okkar á morgun. Þær eru opnar
frá kl. 9 til 22 og boðið er upp á veitingar.
Kosningamiðstöðvar okkar eru á eftirfarandi
stöðum:
Stórhöfða 19
Mjóddinni (Álfabakka 14a)
Skeifunni 19
Laugavegi 96
Valhöll
Allir velkomnir – hlökkum til að sjá ykkur!
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
Flugmenn hjá Icelandair sam-
þykktu kjarasamning sem gerður
var við félagið á dögunum. Tæp-
lega 77% þeirra félagsmanna Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna
sem afstöðu tóku samþykktu samn-
inginn. Hann gildir til 30. sept-
ember nk.
Samningurinn var gerður eftir
að Alþingi hafði samþykkt lög sem
bönnuðu verkfallsaðgerðir flug-
manna.
Flugmenn hjá Atlanta hafa einn-
ig samþykkt samninga við vinnu-
veitanda sinn. Hann var sam-
þykktur með sama hlutfalli og hjá
flugmönnum Icelandair en gildir út
árið.
Flugmenn Icelandair
samþykktu
kjarasamninginn