Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 8

Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 2. júní, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg ValtýrPétursson Verkin verða sýnd laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Perlur Einstakt uppboð á íslenskum meistaraverkum Halldór Jónsson ritaði í gærnokkurs konar minning- argrein um Reykjavíkurflugvöll, en hann segir að í dag verði „dauðadómur Reykjavíkurflug- vallar innsiglaður með stórsigri Samfylkingarinnar, S. Björns og hins nýja borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar í kosningunum.“    Halldór segirskiptin á dán- arbúinu þegar haf- in með breytingum í Fluggörðum, „en flugskýlin í Flug- görðum hafa nú greitt skatta og skyldur í áratugi án þess að fá nokkra þá þjónustu sem bæj- arfélög veita skattþegnum sínum.“    Og hann heldur áfram: „Fram-kvæmdir eru þannig þegar hafnar á Fluggarðasvæðinu án þess að minnsta samráð hafi verið haft við þá sem fyrir eru. Búið er að gefa út heimild til að rífa fé- lagsheimili flugmanna að Þorra- götu án þess að þeim hafi svo mik- ið sem verið gert viðvart um hvað til standi. Þetta er hinn nýi stíll stjórnmála sem birtist vel í orðum oddvita arftaka Besta flokksins, þegar hann var spurður að hvert kennsluflug ætti að fara. Lærið þetta bara í útlöndum, sagði þá S. Björn. Og bætti við að nú hefðu þeir völdin og ætluðu að nota þau.“    Á meðan aðrir stunda sam-ræðustjórnmál hafa borgaryf- irvöld stundað það að hunsa vilja borgarbúa og lýsingin á hinum nýja stíl er ófögur.    Orðin „ég á þetta, ég má þetta,“þóttu til marks um ótrúlegan yfirgang fyrir fáeinum árum. Þau birtast nú lítið breytt en með sömu lítilsvirðingunni í garð ann- arra. Halldór Jónsson Nýi stíllinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 16 léttskýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 11 alskýjað Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 16 skýjað París 17 alskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 18 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 13 skýjað Moskva 20 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 22 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 25 skýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 17 skýjað New York 21 heiðskírt Chicago 23 heiðskírt Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:25 23:27 ÍSAFJÖRÐUR 2:45 24:17 SIGLUFJÖRÐUR 2:26 24:02 DJÚPIVOGUR 2:45 23:06 „Nafnið, Bílasala Selfoss, er einfalt og skýrt og tryggð fólks við okkur er mikil. Viðskiptin byggjast mikið á því að per- sónuleg sambönd eru til staðar. Þetta gerist vegna þess að til staðar er 100% traust og þar búum við að grunni sem Sverrir lagði,“ segir Rögnvaldur Jó- hannesson framkvæmdastjóri. „Mér er nær að halda að all- margir í hópi okkar við- skiptavina hafi alltaf keypt bíl- ana sína hjá okkur. Þá er nokkuð um að fólk af höfuðborgarsvæð- inu komi hingað austur sé það í bílahugleiðingum – og finnst þá kostur að allar bílasölurnar eru á sama stað, þegar ekið er inn í bæinn í átt að Ölfusárbrú.“ Alltaf keypt bíl- ana hjá okkur 100% TRAUST MIKILVÆGT Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég lærði fljótt í bílaviðskiptum að sölumaður þarf að vera sáttasemj- ari. Þegar ég hóf mína starfsemi voru þetta stundum – svo ég segir eins og er – alveg örlagadruslur sem verið var að selja og sumir keyptu köttinn í sekknum. Urðu ósáttir og því þurfti stundum að setjast niður með fólki og finna lausn, sem gat verið sú að seljandinn útvegaði þeim sem keypti varahluti eða hjálpaði til með viðgerð. Og alltaf tókst að leysa mál,“ segir Sverrir Andrésson bíla- sali á Selfossi. Moskvich, Wuxhall og Willis Nú í maí eru 50 ár síðan Sverrir stofnaði Bílasölu Selfoss. Vorið 1964 voru vinsælustu bílarnir Moskvich, Wuxhall, Willis, Ford Consul og Austin árgerð 1946 var sá fyrsti sem Sverrir seldi. Með því fór boltinn að rúlla sem hann gerir enn – hálfri öld síðar - og verður tímamótanna minnst fljótlega. Fyrstu tuttugu árin, til 1984, rak Sverrir Andrésson bílasöluna á heimili sínu. Var trésmiður að að- alstarfi og sala á bílum var aukageta. Það var fyrst 1989 þegar fyrirtækið var orðið 25 ára sem Sverrir lagði hamarinn á hilluna og gerði bílasölu að aðalstarfi. Þá var starfsemin kom- in í glæsilegt húsnæði í útjarði Sel- fossbæjar – og þar er enn höndlað með notaða bíla – og nýja frá Heklu. Arkitekt bílabæjarins Rúmur áratugur er síðan Rögn- valdur Jóhannesson eignaðist fyr- irtækið að fullu, en Sverrir er þó ekki langt undan. „Ég kem við að minnsta kosti vikulega og spjalla við strákana. Bíladellan er söm við sig,“ segir Sverrir sem er 83ja ára að aldri. Rök má fyrir því færa að Sverrir hafi með starfsemi sinni verið arkitekt að því að Selfoss varð í margra vitund bílabær Ís- landis. „Bílaviðskipti voru einföld í gamla daga. Í gamla daga tíðkaðist í Reykjavík að menn auglýstu í blöðum að þeir væru með bíl til sölu og yrðu um kvöldið með gripinn til sýnis við styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholti. Þar var gjarnan gengið frá kaupunum. Það var eig- inlega þetta sem kveikti í mér. Get- um sagt því sagt að Leifur heppni hafi haft sín áhrif,“ segir Sverrir sem í bílavafstrinu þótti farsæll. Jafnvel heppinn – rétt eins og Leif- ur í landafundaferðum. sbs@mbl.is Leifur heppni hafði áhrif  Bílasala Selfoss 50 ára og Sverrir ekki langt undan Bílamenn Rögnvaldur Jóhannesson og Sverrir Andrésson. „Þegar ég hóf mína starfsemi voru þetta stundum alveg örlagadruslur,“ segir Sverrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.