Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Það er ástæðulaust að látasér leiðast þegar fólk hætt-ir að vinna. Þetta er ekkinýr sannleikur en sjálfsagt
að rifja upp endrum og sinnum.
Eldri borgurum á Akureyri stendur
fjölmargt til boða og má þar meðal
annars nefna ýmiss konar námskeið
tengd handverki sem haldin eru í
Víðilundi.
Það var á einu slíku námskeiði
sem Hildur Marinósdóttir lærði
listina að orkera. „Þetta var mikið
gert með skyttu í gamla daga. Þá
voru gerðar blúndur framan á
peysuföt,“ segir Hildur um þetta
áhugaverða handverk sem er afar
fíngert. Hildur notar skyttuna ekki
mikið heldur er það nýjasta nálar-
orkeringin. „Hún er að sumu leyti
einfaldari en skyttan og það má
segja að þetta sé nokkurs konar
kappmelling, þá er kappmellað utan
um nálina. Þegar maður er kominn
með eins marga hnúta og maður vill
hafa í mynstrinu þá er nálin dregin í
gegn,“ útskýrir hún. Nálin sem Hild-
ur notar er nokkuð mjó og löng. Þær
eru til fínni og gófari þannig að þessi
er svona tiltölulega venjuleg.
Mynstrin sem hnútarnir mynda geta
verið margvísleg og hefur Hildur á
síðastliðnum tveimur árum prófað
sig áfram með þau og gert ýmiss
konar hálsmen, dúka, jólaskraut,
armbönd og fleira.
„Ég nota bómullargarn mikið
því það er bæði mjúkt og létt.“ Á
sumu skartinu er segull notaður og
það verður að segjast eins og er að
það er þægilegra þegar armband er
fest.“
Miðlar þekkingunni
Þó svo að orkeringin sé nýjung í
handavinnu Hildar er hún reynslu-
mikil hannyrðakona og rak sauma-
stofu ásamt tveimur vinkonum um
nokkurra ára skeið. Henni er mikið í
mun að hin aldagamla aðferð við að
orkera gleymist ekki. Þess vegna
hefur Hildur kennt öðrum og haldið
námskeið heima hjá sér. „Þá erum
við ekki fleiri en sex í einu og ég hef
sett auglýsingu í Dagskrána,“ segir
Hildur sem finnur að áhuginn er
mikill.
Í sumar mun hún koma við á
hinum ýmsu mörkuðum víða um
land og selja orkerað skart. „Ef fólk
er með sérstakar óskir um liti eða
mynstur þá er velkomið að hafa
samband,“ segir listakonan á Ak-
ureyri. Hægt er að finna handverkið
á Facebook undir Hm handverk.
Skart búið til úr or-
keruðum blúndum
Orkering er ævagömul hannyrðaaðferð sem hefur verið notuð hér á landi í nokkr-
ar aldir. Áður fyrr var orkering notuð til að skreyta föt og punta heimilið. Hildur
Marinósdóttir hætti að vinna fyrir fáeinum árum og notar tímann vel til að
hanna og búa til skartgripi og beitir hún hinni aldagömlu aðferð að orkera. Hið
gamla handbragð vekur athygli og er vinsælt að punta sig með orkeruðu skarti.
Skapti Hallgrímsson
Listakona Hildur Marinósdóttir
nýtur þess að orkera skartgripi.
Fjölbreytt Skartgripirnir eru margskonar og litirnir eins margir og
ímyndunaraflið leyfir. Hildur býr gjarnan til hálsmen og armbönd í stíl.
Íslenski hesturinn er gegnheilt ein-
kenni þjóðararfsins, hvort sem hann
er í lausagöngu á hálendinu, taminn
til að vinna verkin eða bera okkur á
bakinu. Hann er óendanleg upp-
spretta andagiftar, sem brýst út í
menningarsögu Íslands, skáldskap
og samtímalist. Á morgun hefst í
Norræna húsinu kl 15 sýningin Tölt,
óður til íslenska hestsins, þar sem ís-
lenskum samtímalistamönnum og
hönnuðum er gefinn laus taumur til
að skapa og sýna listaverk sem inn-
blásin eru af íslenska hestinum; feg-
urð hans og þokka; litum og örlögum.
Vefsíðan www.norraenahusid.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Íslenski hesturinn Stór hluti þess hvernig Íslendingar skilgreina sig sem þjóð.
Tölt, óður til íslenska hestsins
Kærustuparið María Birta og Elli
Egilsson ætla að vera með fatamark-
að á morgun sunnudag í Gym & To-
nic-salnum á KEX hosteli við Skúla-
götu frá klukkan 12-17. Þau ætla að
vera með fullt af flottum fatnaði,
bæði fyrir stelpur og stráka, skó og
gríðarlega mikið af „vintage“ skart-
gripum. Gera má ráð fyrir að þarna
verði úr mörgu skemmtilegu að
moða, María Birta á jú og rekur fata-
verslunina MANIA við Laugaveg og er
auk þess fræg fyrir að vera mikil
tískudrottning. Á fatamarkaði sem
þessum gildir sannarlega: Fyrstur
kemur, fyrstur fær.
Endilega …
… skellið ykkur
á fatamarkað
Morgunblaðið/Golli
Tískudrottning María Birta.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Kanadamaðurinn Guy Stewart segir
það hafa verið skyndiákvörðun þeg-
ar hann fór í inngangsnámskeið í ís-
lensku í Manitoba-háskóla á sínum
tíma. „Það sem orkaði sterkast á
mig þegar ég fór að kynnast Íslend-
ingum í háskólanum og afkom-
endum Íslendinga, voru djúpstæð
tengsl þeirra við bókina. Ég er
áfjáður í að vita hvort heimsmenn-
ingin meti bóklega hugsun svo mik-
ils að sérstakur tími verði helgaður
henni. Einkum og sér í lagi langar
mig þó að vita hvort Íslendingar eigi
eftir að gera það,“ segir Guy sem
hefur búið á Íslandi síðan 1994.
Hann hefur unnið sem leikari,
grunnskólakennari og hönnuður. Á
morgun sunnudag kl 15 hefst sýn-
ing á Flugdrekabók Guy í aðalsafni
Borgarbókasafnsins við Tryggva-
götu. Yfirskrift sýningarinnar er
„Sjáum-k eg meir um Munin“ og
veltir Guy fyrir sér þeim breytingum
sem eiga sér stað á því hvernig við
hugsum með tilkomu nýrra miðla
eins og internetsins.
„Lestur minn á Internetinu hófst
með því að ég fór að glugga í alls
konar greinar. Það tók mig dágóðan
tíma að viðurkenna minnisleysið
sem smám saman gerði vart við sig
samfara lestrinum. Að hverju var ég
aftur að leita? Sögur herma að slíkt
minnisleysi sé algengur og út-
breiddur fylgifiskur lesturs á Inter-
netinu. Minnisleysinu fylgdi brengl-
un á tímaskyninu. Er klukkan
virkilega orðin tvö? Tíminn sem Int-
ernetið byrjaði að éta upp voru
stundirnar sem ég var vanur að lesa
bækur. Að fljúga flugdreka er ekki
að fljúga eins og fugl en með að-
stoð ímyndunaraflsins líkist það því.
Þannig er það með bókina; þótt hún
sé ekki reynslan sjálf, þá líkist hún
sjálfri reynslunni með aðstoð
ímyndunaraflsins.“
Minnisleysi er algengur fylgifiskur lesturs á Internetinu
Að fljúga flugdreka er ekki það
sama og að fljúga eins og fugl
Guy Stewart Pælir í bókum og neti.
Viðskiptavit er ekki meðfætt
- það er lært
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD
BS nám í viðskiptafræði
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á
metnaðarfullt, fjölbreytt og framsækið nám. Deildin
hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda
og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í sjö áratugi.
Þetta er nám sem gerir kröfur samhliða því að veita
góða fræðilega undirstöðu, virkja sköpunarkraftinn
og hvetja til agaðra vinnubragða. Það er metnaður
Viðskiptafræðideildar að tryggja nemendum góða
menntun sem nýtur trausts í samfélaginu og hefur
á sér gæðastimpil.
Umsóknarfrestur er til 5. júní
Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is.
Umsókninni þarf að fylgja afrit af stúdentsprófsskírteini.
Boðið er upp á fjögur kjörsvið til BS gráðu
í viðskiptafræði:
• Fjármál
• Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti
• Reikningshald
• Stjórnun
www.hi.is