Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 12

Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Erlendir ferðamenn keyptu vörur og þjónustu fyrir 24,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins, borið sam- an við 19,2 milljarða á sömu mán- uðum í fyrra og 14,3 milljarða 2012 á verðlagi hvers árs. Hefur veltan því aukist um 10 milljarða á aðeins tveimur árum. Þetta má lesa út úr nýjum töl- um Rannsókna- seturs verslunar- innar (RSV) á veltu erlendra kredit- og debet- korta á Íslandi. Er þróunin sýnd á myndrænan hátt hér til hliðar, en tekið skal fram að tölur fyrir árin 2008-2011 koma frá Hagstofunni og vísa til kortatíma- bila. Tölur rannsóknasetursins mið- ast hins vegar við almanaksmánuð. Minnkun á hvern ferðamann Að sögn Emils B. Karlssonar, for- stöðumanns rannsóknasetursins, hefur orðið raunminnkun á útgjöld- um erlendra ferðamanna á síðustu árum, sé þeim deilt niður á hvern ferðamann. „Annars vegar er talið að það megi rekja til skattsvika í greininni og hins vegar til þess að ferðamenn eru farnir að nota pen- ingana sína í annað en hefðbundnar túristavörur. Þar má nefna dagvöru- verslanir og annað sem hingað til hafa ekki verið taldar hefðbundnar verslanir fyrir ferðamenn.“ Vikið er að spá Landsbankans um aukna einkaneyslu á miðopnu Morg- unblaðsins í dag. Samkvæmt spánni mun einkaneyslan aukast um 3,7% í ár, 3,2% á næsta ári og 3% 2016. Emil segir aðspurður að þessi þró- un, auk aukinnar verslunar við er- lenda ferðamenn, sem viðbúið er að muni aukast enn frekar, eigi þátt í að nýting á afkastagetu verslunarinnar fari batnandi. Má í því efni nefna þá spá Samtaka ferðaþjónustunnar að 2 milljónir erlendra ferðamanna komi hingað árið 2020, ríflega tvöfalt fleiri en áætlað er að komi á þessu ári. Þá bendir Emil á að verslunin hafi aðlagað sig að breyttu umhverfi eftir efnahagshrunið, fjölmargar verslan- ir geri nú gagngert út á ferðamenn. Fram hefur komið að Svisslendingar hafi eytt mest af erlendum ferða- mönnum fyrstu mánuði ársins. „Svisslendingar skera sig úr. Þeir keyptu vörur og þjónustu með greiðslukortum fyrir 314 þús. í apríl sl. en meðaltal erlendra ferðamanna var þá 212 þús. krónur.“ »26 Tíu milljarða aukning frá 2012  Erlendir ferðamenn keyptu vörur og þjónustu fyrir 24,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins  Miðast við kortaveltu  Forstöðumaður RSV segir kaup ferðamanna á dagvöru hafa verið vanmetin Kortavelta erlendra ferðamanna Á verðlagi hvers árs í milljónum króna* *Tölur fyrir 2008-2011 eru sóttar á vef Hagstofunnar. Tölur fyrir 2012-2014 koma hins vegar frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Tölur Hagstofunnar miðast við uppgjörstímabil en tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar við almanaksmánuð. Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknasetur verslunarinnar. 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 2008 2010 20122009 2011 2013 2014 Jan. Jan. Jan. Jan. Jan. Jan. Jan.Feb. Feb. Feb. Feb. Feb. Feb. Feb.Mars Mars Mars Mars Mars Mars MarsApr. Apr. Apr. Apr. Apr. Apr. Apr. 1. 27 0 1. 22 0 1. 51 6 2. 0 57 1. 94 7 1. 92 5 2. 17 1 2. 78 5 2. 33 3 2. 44 5 2. 92 7 2. 90 5 2. 63 5 2. 62 1 3 .4 73 4. 0 0 1 2. 87 9 3. 13 0 3 .9 41 4. 38 9 4. 28 2 4. 46 1 5 .3 39 5. 15 2 5. 43 7 5. 67 1 6. 82 3 6. 65 3 Aukning í apríl milli ára Hækkun á vísitölu neysluverðs milli ára í apríl 35,4% 11,9% 4,3% 8,3% 37,7% 2,8% 9,7% 6,4% 17,4% 3,3% 29,1% 2,3% Emil B. Karlsson ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Tilboð í júní - Camembertbeygla Camembert ostur, sólþurrkað tómatpestó, rauðlaukur, basilolía, papriku chili sulta og slatblanda. 995,- NÚ 695,- FRÍTT Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þessar pöddur komu til landsins með sendingu af spínati í lokuðum pakkningum svo það er ljóst að eitt- hvað er að í framleiðslunni,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en stofnunin hefur að undanförnu feng- ið þrjár tilkynningar frá neytendum um bjöllur sem fundust á milli spí- natblaða í sendingu sem kom frá matvælaframleiðanda vestanhafs. Heldur ólíklegur landnemi Paddan sem um ræðir nefnist gúrkuglytta, eða Diabrotica unde- cimpunctata á latínu, og lifir að sögn Erlings í öllum ríkjum Bandaríkj- anna og allt norður til Kanada. Þótt paddan séu ekki skaðleg mönnum getur hún reynst gróðri hin versta plága. „Hún er mikill skaðvaldur og víða er hún á lista yfir þær tegundir sem ber að varast að flytja inn,“ seg- ir Erling þó hann eigi ekki beinlínis von á því að gúrkuglytta gerist hér landnemi. „Hún þarf að vera í grennd við maísræktun því lirfurnar lifa fyrst og fremst á rótum maís- plöntunnar.“ Á vef Náttúrufræði- stofnunar kemur m.a. fram að gúrkuglytta sé tegund af ætt lauf- bjalla og lifir hún á fjölda matjurta í ræktun. Helst vill hún þó komast í plöntur af graskersætt á borð við gúrkur, grasker og vatnsmelónur. Bjöllurnar herja fyrst á blómin og skaða þau þannig að ávextir hætta að þroskast en því næst eru laufblöð plöntunnar nöguð. Er því um mikinn skaðvald að ræða. Alls er vitað um þrjú tilfelli hér á landi þar sem gúrkuglyttur skriðu lifandi út úr matvælapakkningum auk þess sem Erling segist hafa heyrt af því fjórða. Pöddur skriðu um á milli spínatblaða  Komu hingað frá Bandaríkjunum Ljósmynd/Erling Ólafsson Lifandi Þessi gúrkuglytta kom hingað til lands með spínati. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun yrði matvæla- eftirliti í viðkomandi landi gert viðvart kæmi upp tilvik þar sem fjöldinn allur af lifandi pöddum fyndist í matvælasendingu sem flutt væri inn til landsins. Fram til þessa hafa komið upp nokkur tilfelli hér á landi þar sem talin var þörf á að grípa inn í. Í einu var um að ræða lifandi kópra- bjöllur og -lirfur, necrobia ruf- ipes á latínu, sem nýverið fund- ust í hundafóðri sem flutt var hingað til lands í lokuðum um- búðum frá Svíþjóð. Þessi teg- und bjallna hefur nokkrum sinn- um áður fundist í innfluttu hundafóðri. Þegar lífrænt ræktað salat á borð við spínatblöðin frá Bandaríkjunum er annars vegar má alltaf gera ráð fyrir stöku bjöllu. Bjöllur í hundafóðri FERÐALANGAR FYLGJA OFT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.