Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Nýr og fullkominn vélarrúmshermir
var vígður í málmdeild Verkmennta-
skóla Austurlands í Neskaupstað á
mánudag. Viðstaddir vígsluna voru
starfsmenn skólans og fulltrúar
þeirra fyrirtækja sem styrktu kaup-
in á herminum en það voru Síldar-
vinnslan, Samvinnufélag útgerðar-
manna og Olíusamlag útvegsmanna.
Hermirinn er tölvubúnaður þar
sem með nákvæmum hætti er unnt
að líkja eftir starfsemi véla í skipum
og framkalla allskonar bilanir í vél-
búnaðinum. Hann mun nýtast við
kennslu á vélstjórnarbraut sem mun
taka til starfa við skólann í haust.
Við brautina verður boðið upp á
nám sem veitir réttindi til að gegna
starfi yfirvélstjóra og á skipum með
vélarafl 1.500 kW og minna og undir-
vélstjóra á skipum með 3.000 kW
vélarafl og minna. Einnig er stefnt
að því að nemendur á vélstjórnar-
braut geti að námi loknu gengist
undir sveinspróf í vélvirkjun.
Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni,
framkvæmdastjóra SVN, að þessi
áfangi sé mjög ánægjulegur fyrir at-
vinnulífið á Austurlandi. „Með til-
komu þessa nýja og öfluga vélar-
rúmshermis skapast traustur
grundvöllur fyrir nám í vélstjórn í
heimabyggð og það er afar þýðing-
armikið … Tel ég að það gæti verið
áhugavert framhald á samvinnu
Verkmenntaskólans og atvinnulífs-
ins að taka frumkvæði í því að skapa
starfsþjálfunarpláss úti í atvinnulíf-
inu fyrir nema í vélstjórn bæði um
borð í fiskiskipum og í framleiðslu-
fyrirtækjum í landi,“ er m.a. haft eft-
ir Gunnþóri.
Kennsla á vélstjórnarbraut
Ljósmynd/Hákon Viðarsson
Vélarrúmshermir í VA Gestir skoða tæki og tölvuskjái verkmenntaskólans.
Fullkominn
vélarrúmshermir í
VA í Neskaupstað
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Á góðum degi er yndislegt að vera
úti á Skjálfandaflóa, verst hvað það
hefur verið léleg veiði,“ segir Bragi
Sigurðsson á Húsavík. Hann gerir út
trilluna Árna ÞH 127 og hefur gert í
44 ár. Hann gagnrýnir tvískinnungs-
hátt í umræðum um sjómennsku og
sjávarútveg. Sjómannadeginum ætl-
ar Bragi að fagna með fjölskyldu
sinni.
Bragi segir lítið æti hafa verið á
miðum Húsavíkurbáta undanfarið.
Það hafi ekki aðeins komið niður á
afla netabáta, heldur einnig þeirra
sem eru með línu eða á strandveiðum.
Veðrið hafi alls ekki truflað veiði-
skapinn, þessa vikuna hafi veður ver-
ið einmuna gott og í gær var flóinn
eins og spegill og sól og hiti á Húsa-
vík.
Um þetta leyti árs hefur Bragi oft-
ast síðustu áratugi verið kominn
langt á grásleppuvertíðinni, en
sleppti þeim veiðiskap í ár vegna lágs
verðs og dræmrar veiði. Hann segir
að grásleppuafli hafi aðeins glæðst
síðustu daga, en aðeins tveir Húsa-
víkurbátar eigi eftir að ljúka sínum
veiðidögum.
Fisklaust í þrjár vikur
„Venjulega hef ég verið á grá-
sleppu á vorin og svo á línu, en ég
ákvað að prófa þorskanetin í ár,“ seg-
ir Bragi. „Það hefur ekki gengið neitt
sérstaklega og upp úr sjómannadegi
fer ég að huga að línunni aftur. Hér
hefur verið nánast fisklaust í einar
þrjár vikur og það er eins og ætið
vanti alveg í flóann.
Það gæti verið að breytast því ég
frétti af hval vestur undir Kinnar-
fjöllum og hugsanlega er ætið komið
þangað. Svo er það oft þannig að þeg-
ar hvalurinn kemur hreinsar hann
ætið og fiskurinn forðar sér.“
Aflaheimildir á Árna ÞH eru tæp-
lega 27 tonn í þorskígildistonnum og
segist Bragi sækja á vorin og fram á
haust. Smábátar eigi ekkert erindi út
á sjó yfir háveturinn og til þess hafi
hann tekið tillit öll þau 44 ár, sem
hann hafi verið með bátinn. Vetrar-
tímann notar hann til að sinna við-
haldi á bátnum og huga að grásleppu-
netum og öðru sem fylgi útgerðinni.
„Svo verð ég löggiltur á næsta ári svo
maður er farinn að hægja á sér,“ seg-
ir Bragi.
Hann segir sjómannadaginn á
Húsavík verða með hefðbundum
hætti. Kappróður, koddaslagur,
skemmtisigling, ræður, heiðranir og
sjómannahóf á laugardagskvöldi.
Reynt sé að sinna öllum aldurshópum
og margt sé um að vera á Húsavík
eins og annars staðar. Sjálfur reri
hann ekki í gær og ætlar að taka því
rólega um sjómannadagshelgina með
fjölskyldu sinni.
Síðasta brauðsneiðin
tekin af sjómönnum
„Ég var alltaf með menn með mér,
en með niðurskurði varð maður að
minnka við sig og hagræða,“ segir
Bragi. „Vitleysan í kringum kvóta-
kerfið fer illa með marga og svo eru
allar þessar afætur. Það heimta allir
sitt, hvort sem það er ríkið eða bær-
inn, svo lítið verður eftir. Ég er
hræddur um að það verði víða erfitt á
þessum minni bátum seinni hlutann á
árinu.
Það þarf að borga veiðigjöld,
hafnagjöld, skatta og hvað þetta heit-
ir allt. Svo er búið að taka af okkur
360 þúsund krónur á ári sem við höfð-
um í sjómannasaflátt. Á sama tíma fá
opinberir starfsmenn yfir 20 þúsund
krónur í dagpeninga og gistingu ef
þeir fara bæjarleið. Undir það síðasta
höfðum við sjómenn 260 krónur á dag
í sjómannaaflsátt, en nú er búið að
taka þá brauðsneið af okkur líka.
Við Íslendingar skiljum það ekki
alltaf, og þá síst stjórnmálamenn-
irnir, að þú veiðir ekki sama fiskinn
nema einu sinni. Byggðarlög sem eru
kvótalítil heimta að fá kvóta frá
Byggðastofnun. Þá kemur einhver
stærri útgerð og kemur með kvóta á
móti, en þá er verið að taka aflaheim-
ildir frá þeim stað sem þær voru á áð-
ur og minna hráefni verður til að
vinna úr á þeim stað.
Pottarnir í fiskveiðikerfinu hafa
verið að stækka, en þeir verða ekki til
af sjálfu sér. Fiskurinn í þeim er tek-
inn frá einhverjum öðrum eins og til
dæmis í strandveiðunum.
Þær sveitarstjórnir sem jarma
mest eru margar stærstu kvótasal-
arnir og seldu kvóta frá sér á sínum
tíma. Bæjarútgerðirnar eru farnar og
núna er verið að heimta þær til baka.
Hér á Húsavík og víða á landsbyggð-
inni eiga heimamenn færri fyrirtæki
en áður og svo standa menn vælandi
og vilja að ríkið komi og hjálpi þeim,“
segir Bragi Sigurðsson að lokum.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Rjómablíða Bragi Sigurðsson og Jakob Þór Bergþórsson, dóttursonur hans, draga netin á Skjálfanda á þriðjudag.
Gagnrýnir tvískinnungsháttinn
„Á góðum degi er yndislegt að vera úti á Skjálfandaflóa,“ segir Bragi Sigurðsson á Húsavík
Margar afætur í kerfinu „Bæjarútgerðirnar eru farnar og núna er verið að heimta þær til baka“
Árni ÞH 127 er 7,6 brúttótonna,
tæplega 10 metra trébátur,
byggður 1961 í skipasmíðastöð
Svavars Þorsteinssonar á Akur-
eyri. Bragi eignaðist bátinn
1970 ásamt Sigurði bróður sín-
um og fékk báturinn þá nafnið
Árni ÞH. Bragi hefur gert hann
einn út frá árinu 1985.
Upphaflega bar báturinn
nafnið Hafræna EA 42 og var
gerður út frá Árskógssandi. Í
febrúar 1962 fékk hann nafnið
Bára ÞH 127 og var gerður út frá
Flatey á Skjálfanda af feðgun-
um Hermanni Jónssyni og son-
um hans, Jóni og Ragnari. Bragi
lét taka bátinn í gegn veturinn
1987-8 og fékk hann þá það útlit
sem nú er á honum. Stýrishús-
inu var breytt, öll bönd voru
endurnýjuð og hann var hækk-
aður um eitt borð. Breyting-
arnar annaðist Trausti Adams-
son skipasmiður á Akureyri.
Reri frá Flat-
ey um tíma
MIKIÐ BREYTT 1987
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Á bryggjunni Bragi stígur léttan dans við hrognatunnu fyrir fimm árum.
Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur fasteignasali
Verð: 41,9 millj.
Sandavað1 1 0Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir
Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi
jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958
Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Samtals að stærð 126,3 m²
Sér hannaðar allar innréttingar
Mikil lofthæð og innfeld lýsing
Útgengi út á svalir úr stofu og
baðherbergi
Stæði í bílakjallara
Glæsileg íbúð með útsýni allan hringinn