Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 15

Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Kynntu þér öll stefnumálin okkar á xdreykjavik.is Kæru Reykvíkingar Í dag kjósum við um hvernig við viljum haga stjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. Þar er verk að vinna, enda margt sem við getum gert svo miklu, miklu betur. Skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hafa til að mynda hækkað um 400.000 kr. á fjórum árum. Þessar byrðar borgarbúa ætlum við sjálfstæðismenn að minnka. Við ætlum jafnframt að: – lækka leigu og húsnæðisverð með auknu framboði á lóðum fyrir fjölbýlishús en ekki á kostnað borgarbúa – efla heimaþjónustu eldri borgara og bjóða upp á aukið val um þjónustu – breyta skólakerfinu og setja nemandann í fyrsta sæti – stuðla að alvöru íbúasamráði – bæta þjónustu í hverfum borgarinnar – tryggja foreldrum val á milli dagvistunarleiða – bæta þjónustu í öllum hverfum borgarinnar – taka til hendinni, þrífa, slá gras, sinna viðhaldi og hugsa vel um borgina okkar Í dag biðjum við um stuðning þinn til góðra verka. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Setjum X við D. Dásamlega Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Annað tímabil strandveiða hefst um hádegi á mánudag að loknum há- tíðahöldum sjómannadagsins. Á þremur svæðanna taka bátarnir talsverðar fyrningar með sér frá maímánuði yfir í júní og eykst leyfi- legur afli í mánuðinum sem því nemur. Nú hafa verið gefin út 543 leyfi til strandveiða og 508 þeirra voru notuð í maí. Á svæði A frá Arnarstapa til Súðavíkur náðist leyfilegur afli á sjö dögum í maí, en þaðan róa flestir bátanna. Á B-svæði frá Norðurfirði til Grenivíkur vantaði rúmlega 100 tonn upp á, rúmlega 200 tonn á svæði C frá Húsavík til Djúpavogs og 130 tonn á svæði D frá Horna- firði til Borgarness. Fram kemur á vef Landssam- bands smábátaeigenda að aflabrögð í maí í ár hafi verið betri en í fyrra. Mestur meðalafli í róðri er 603 kíló á svæði A. Á svæðum C og D var hann um hálft tonn og á B-svæðinu 457 kíló. Meðalafli í róðri í maí var 522 kíló og heildaraflinn í maí nam 1.938 tonnum. Á þriðjudag var Ásdís ÓF 9 á svæði B komin með mestan afla eða 10,3 tonn, á svæði C var Birta SU 36 aflahæst með 8,9 tonn og á D-svæð- inu var Hrappur GK 6 með 8,8 tonn. Á svæði A var Jóhannes á Ökrum AK 180 með mestan afla í maí eða 5,9 tonn. aij@mbl.is Fá að veiða meira í júní  Viðmiðun maímánaðar náðist aðeins á vestursvæði  Aflabrögð á strandveiðum betri í maí í ár en í fyrra Morgunblaðið/Alfons Finnsson Vertíð Strandveiðimenn koma til hafnar í Ólafsvík með góðan afla. Skipulögð dagskrá hófst á Eskfirði að kvöldi 28. maí og lýkur á morg- un. Ekki er aðeins verið að halda upp á sjómannadaginn, heldur er þess líka minnst að í ár eru 70 ár frá stofnun Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Fyrirtækið var stofnað 8. maí 1944 og var tilgangurinn með stofnun þess að skjóta stoðum undir fábreytt atvinnulíf bæjarins, að því er segir á heimasíðu Eskju. Stofn- endur félagsins voru nokkuð á þriðja hundrað einstaklingar og fyrirtæki á staðnum. Fljótlega eftir stofnun félagsins var hafist handa við byggingu frystihúss og hófst vinnsla þar 1947. Árið 1960 komu þeir bræður Að- alsteinn og Kristinn Jónssynir með nýtt hlutafé inn í félagið og eign- uðust 2/3 hlutafjár. Aðalsteinn Jónsson tók þá við starfi forstjóra og Kristinn varð stjórnarformaður. Forstjóri í 40 ár „Það er ekki ofsögum sagt að for- stjóratíð Aðalsteins hafi verið tími mikillar uppbyggingar hjá fyrir- tækinu þar sem kjarkur og áræði eldhugans breytti nánast gjald- þrota félagi, sem aðeins átti frysti- hús í fjörukambinum á Eskifirði, í eitt stærsta og öflugasta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins með fjöl- breytta og sterka starfsemi,“ segir á heimasíðunni. Aðalsteinn gegndi forstjórastarfinu til áramóta 2000/ 2001 eða í alls 40 ár. Núverandi forstjóri er Þorsteinn Kristjánsson. Fyrirtækið gerir út uppsjávarskipin Aðalstein Jónsson og Jón Kjartansson og línubátinn Hafdísi SU 220. Fullkomin fiski- mjölsverksmiðja er á Eskfirði og fé- lagið rekur einnig bolfiskvinnslu í Hafnarfirði. Stórtónleikar Stórtónleikar verða á Eskjutúni í kvöld í tilefni af afmælinu. Fram koma Raggi Bjarna, Guðrún Gunn- arsdóttir, Matthías Matthíasson, Egill Ólafsson, Erna Hrönn og Bubbi Morthens. Eskifjarðarhljóm- sveitin Lion Bar hitar upp og kynn- ir verður Sólmundur Hólm. Á heimasíðu Fjarðabyggðar er fólk hvatt til að taka með sér sólstóla. aij@mbl.is Dagskrá í fimm daga á Eskifirði  Haldið upp á 70 ára afmæli Eskju Morgunblaðið/Golli Eskifjörður Mikið er um að vera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.