Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 Glóðarsteiking og gott hráefni – gerir steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 Andarungar sjást nú víða á ferli með foreldrum sínum en þeir koma úr eggjum sínum um þetta leyti. Þeim mun fara fjölgandi á næstu vikum en borgaryfirvöld í Reykjavík vilja biðja gesti við Tjörnina um að gefa fuglunum ekki brauð yfir sumartím- ann. Brauðið laðar að sílamáva en þá skapast hætta á að þeir tíni upp and- arungana og éti þá. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, segir að mikilvægast sé að gefa fuglunum ekki brauð í júní og júlí á meðan ungarnir eru að komast á legg. Þeg- ar líða fer á sumarið eru ungarnir orðnir of stórir fyrir sílamávana til að gleypa. Á sumrin hafa endurnar næga fæðu í Tjörninni til að geta fram- fleytt sér og ungum sínum en á þess- um tíma þurfa ungarnir próteinríka næringu sem þeir fá ekki úr brauði, en helst éta þeir ýmis smádýr svo sem skordýralirfur. Jóhann segir mælingar sínar hafa sýnt að aðeins lítill hluti sílamáva leggur sér andarunga til munns, jafnvel einn af hverjum hundrað, sem sé þó næg ástæða til að láta af brauðgjöfum yfir þessa mánuði. Sílamávurinn er farfugl en þeim fer fækkandi frá því sem áður var. „Venjulega eru þeir á landinu frá apríl og fram í október en þegar varpið bregst eins og hefur gerst síðustu ár þá vilja þeir oft fara fyrr,“ segir Jóhann. Árið 2009 hófst uppbyggingar- starf í friðlandinu í Vatnsmýri eftir að rannsóknir leiddu í ljós verulega hnignun lífríkisins en að sögn Jó- hanns hefur það gengið mjög vel. sh@mbl.is Hvetja fólk til að hætta að gefa brauð Morgunblaðið/Ómar Brauðveisla við Tjörnina Lengi hefur tíðkast að gefa fuglunum við Tjörnina brauð en á sumrin mun vera nóg af annarri fæðu fyrir fuglana. Því er engin ástæða til að gefa öndunum brauð sem laðar að sílamávana.  Hætta á að sílamávar éti andarunga Frá árinu 2008 hefur fasteignaverð í Bolungarvík tvöfaldast. Árið 2008 var meðalverð á fermetra íbúðarhús- næðis í Bolungarvík 55.440 krónur en verðið tók mikinn kipp árið 2011 og hefur verið stöðugt upp á við síð- an. Mesta hækkunin varð milli ár- anna 2013 og 2013 þegar fermetra- verð fór úr 77 þúsund krónum í 110 þúsund krónur. Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir ýmislegt skýra þessar breytingar en að opnun Bol- ungarvíkurganga í september árið 2010 eigi stóran þátt í þróuninni. „Ástæðan fyrir hærra fasteignaverði er ekki síst sú að tekin voru í notkun jarðgöng sem gera Bolungarvík og norðanverða Vestfirði að einu at- vinnusvæði. Við spáðum því að fast- eignaverð myndi hækka þegar jarð- göngin kæmu og myndi mjög líklega nálgast verðið á Ísafirði. Það gerðist svo og nú er fasteignaverðið svipað á þessum tveimur stöðum,“ segir Elí- as. Fleiri hlutir spila þó einnig inn í. „Það hefur orðið uppgangur í út- gerðinni. Úgerðirnar hafa verið að stækka, bátunum að fjölga og menn hafa aukið við kvótann. Fiskvinnsl- unni hefur einnig gengið vel og það sem er kannski ánægjulegast er að fjölbreytnin í atvinnutækifærum hefur verið að aukast. Við erum t.d. komin með mjólkurvinnslu og fljót- lega hefst lýsisframleiðsla og fleiri sprotar eru komnir af stað sem eru farnir að dafna. Allt þetta ýtir á fjölgun fólks sem gerir fasteigna- verðið hærra. Það er farið að vera erfitt að fá húsnæði í Bolungarvík og það sem gerir stöðuna svolítið erfiða er að fastveignaverðið er samt ekki orðið jafn hátt og það sem kostar að byggja ný hús,“ segir Elías. pfe@mbl.is Skortur á húsnæði í Bolungarvík  Fasteignaverð hefur tvöfaldast Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bolungarvík Fasteignaverð hefur hækkað með tilkomu ganganna. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu lagði hald á þýfi og talsvert af kannabisefnum, auk amfetamíns og illa fenginna lyfja í nokkrum húsleitum sem framkvæmdar voru í Hafnarfirði undanfarið. Þýfið samanstendur m.a. af tölvum, myndavélum og skartgripum, en árangur húsleit- anna er m.a. sá að tekist hefur að upplýsa innbrot í Hafnarfirði. Í þessum málum hafa komið við sögu karlar á aldrinum 20-60 ára. Þá stöðvaði Lögreglan á Suður- nesjum í vikunni för ökumanns sem reyndist við sýnatöku hafa neytt amfetamíns, metamfetam- íns, kókaíns, ópíumblandaðs efnis og kannabis. Að auki var hann ökuréttindalaus og á stolnum bíl. Í ljós kom að hann er eftirlýstur vegna afplánunar og yfir- heyrslna. Hald lagt á þýfi og fíkniefni í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.