Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 SIXTIES LÍNAN BETINA Eikarskenkur kr. 151.700 Bakkaborð kr. 23.900 Unfurl Deluxe Svefnsófi kr. 128.900 Pillar ljós 14x20 kr. 21.900 Retro Klukka 3 litir kr. 7.990 Mynd 53x53 kr. 4.500 Flinga Tímaritahilla 20x160 cm kr. 16.900 Flinga Tímaritahilla 20x80 cm kr. 9.900 Um daginn sat ég með 14 ára dóttur minni að lesa sam-félagsfræði og ræða hugtakið þjóðerniskennd, að fólkfyndi til samkenndar vegna búsetu, trúarbragða, menn-ingar, sögu og tungumáls og að þannig hefðu orðið til hópar sem kölluðust þjóðir … uns dótturinni fór að leiðast þófið og vildi fá rétta svarið. Í bókinni stóð: Til að sameina ólíka þjóð- félagshópa innan landamæra reyna stjórnvöld að skapa ákveðna þjóðerniskennd meðal íbúa þjóðríkisins. Sums staðar hefur það tekist með ágætum en annars staðar hefur það haft skelfilegar af- leiðingar. Hér var ekki átt við íslenskan málskilning heldur hugtak úr fræðilegri umræðu um þjóðríkjastefnuna sem varð áberandi á 19. öld. Þá datt fólki í hug að stofna þjóðríki utan um eina þjóð í einu ríki. Í engu þjóðríkja heimsins hefur þó bara bú- ið ein þjóð og því urðu alls staðar til herraþjóðir sem urðu ofan á við mótun þjóðerniskenndar og þjóð- tungu. Oft er t.d. haft á orði að háþýska sé fyrsta erlenda málið sem flest skólabörn læri í Þýskalandi. Ísland var eina stóra landsvæðið sem var nálægt því að þar byggi ein þjóð með eina sögu og eitt tungumál – eftir aldalanga einangrun. Í önd- verðu hafði mótast hér fyrsta fjölmenningarlega landnáms- samfélag Nýja heimsins þegar menningarstraumar runnu saman frá Noregi og Bretlandseyjum svo úr varð nýstárlegt þjóðfélag. Ekki er vandalaust að skilgreina þjóðir og hvað búi til þá sam- kennd að þetta hugtak eigi við. Sjálfsmynd ræðst af mörgu eins og í sögunni af Indíánanum í Manitoba sem Haraldur Bessason sagði frá að hefði mælt við Einar Ól. Sveinsson á góðri vest- uríslensku svo Einar spurði hvort Indíáninn væri Íslendingur. Nei, sagði Indíáninn, ég er Skagfirðingur. Frá því að hið einsleita íslenska þjóðríki var stofnað hefur fjöl- menningin komið upp á yfirborðið með þátttöku kvenna í opinberu lífi, út úr skápunum og frá útlöndum með námsmönnum og fólki af ólíkum uppruna með ólíka siði, venjur og trúarbrögð, allt frá trú til vantrúar. Gamla hugmyndin um einsleita 19. aldar þjóð- kirkjuþjóð í einu landi á því ekki við í því samfélagi sem við erum nú hluti af. Það fallegasta við hugmyndina um sameiginlega sjálfsmynd þjóðar tekur til samfélagsins sem við bindumst um ábyrgð á far- sæld meðborgaranna og að hver og einn gegni sínu hlutverki: „Haltur ríður hrossi, hjörð rekur handarvanur …“. Að fornu skipulögðu menn þessa samábyrgð í kringum hreppana og síðan hefur hún tekið á sig ýmsar myndir, ekki þó alltaf fallegar eins og þegar fólk var flutt hreppaflutningum. Hinn menningarlegi grunn- ur er sá siður að ekki sé hægt að varpa af sér sameiginlegri ábyrgð. Sem þýðir að ekki er hægt að hafa eina þjóð í landinu sem rýnir í excel-skjöl og aðra sem lætur skáka sér til með músar- smellum á tölvuskjá. Með slíkum samfélagsskilningi slítum við ekki bara í sundur lögin, heldur líka vinnufriðinn. Hver erum við? Og hver eru hin? Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Úrslit kosninganna til Evrópuþingsins hafavaldið uppnámi um alla Evrópu. Almenn-ingur er að gera uppreisn gegn ráðandiöflum, gegn hefðbundnum stjórn- málaflokkum og forystumönnum þeirra, gegn elítu í mörgum flokkum, sem telur sig útvalda til að stjórna, gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem með ólýðræðislegum hætti reynir að knýja fram stofnun Bandaríkja Evrópu, gegn stórbönkum, sem telja sjálfsagt að skattgreiðendur borgi tap þeirra en eigendur þeirra og æðstu stjórnendur taki hagnaðinn til sín, gegn stórfyrirtækjum sem beita fjármagni og pólitískum áhrifum til að tryggja sér ívilnanir um- fram aðra. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar eru löngu hættir að endurspegla almanna viðhorf. Þeir eru orðnir tæki fámennra hópa í eigin röðum og sérhagsmunahópa til þess að tryggja eigin völd og áhrif. Danski íhalds- flokkurinn, sem á sér merka sögu er að hverfa. Danski Þjóðarflokkurinn er að taka við hans hlut- verki. Flokkurinn sem myndaðist í kringum Charles de Gaulle, leiðtoga Frjálsra Frakka í heimsstyrjöldinni síðari á í vök að verjast gegn Þjóðfylkingu Marine Le Pen. Bæði Íhaldsflokk- urinn og Verkamannaflokkurinn í Bretlandi standa frammi fyrir nýrri ógn sem er Ukip. Þessir nýju flokkar á hægri kantinum ná til kjósendahópa, sem flokkar jafnaðarmanna gátu áður gengið að sem vís- um. Þá er átt við ófaglært fólk, sem áður gekk undir samheitinu „verkalýður“. Jafnaðarmenn og sósíalistar eru að missa fylgi þessara kjósenda. Nýju hægri flokkarnir í Danmörku, Bretlandi og Frakklandi eru að ná til þeirra. En uppreisnin er ekki bara á hægri kantinum. Hún er líka til vinstri. Á Spáni fékk flokkur, sem var stofnaður í marz um 1,2 milljónir atkvæða. Hann heitir Podemos og spratt upp úr mótmælahreyfing- unum, sem fylltu stræti Madrid á árinu 2011. Sá flokkur er lengst til vinstri. Það er SYRIZA, banda- lag vinstri manna í Grikklandi líka, sem nú er stærsti flokkurinn þar í landi. Sú ákvörðun hinnar pólitísku yfirstéttar á meg- inlandi Evrópu að knýja þjóðirnar þar inn í Banda- ríki Evrópu er kveikjan að þessu uppnámi en fleira kemur til eins og alltaf, þegar byltingar fara af stað. Í dag er kosið til sveitarstjórna hér á Íslandi. Skoðanakannanir benda til að undir yfirborðinu séu þungir straumar á ferð hér sem stefni í sömu átt og umbrotin í Evrópu. Að nú skuli ráðandi öflum til margra áratuga ögrað svo um munar. Hverjum hefði dottið í hug eftir borgarstjórnarkosningarnar 1990, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 60% atkvæða að aldarfjórðungi síðar stæði sami flokkur frammi fyrir því að fylgi hans í höfuðborginni væri hugsanlega komið niður í 20%?! Richard Nixon varð að segja af sér forsetaembætti í Bandaríkjunum, ekki vegna innbrotsins í Watergate heldur vegna viðbragða hans sjálfs við innbrotinu. Það kemur dagur eftir þennan dag. Sjálfstæð- isflokkurinn getur náð sér á strik verði úrslitin í Reykjavík í kvöld eins og kannanir benda til. En það byggist á viðbrögðum flokksins við slíkum úrslitum. Nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að skynja og skilja hvað er að gerast í kringum hann geta örlög hans orðið hin sömu og Danska íhaldsflokksins, sem er að hverfa. Hvað er að gerast í okkar samfélagi? Það sama og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. Fólk er orðið þreytt á hefðbundnum flokkum og stjórnmálamönum, sem hlusta ekki á fólk. Þreytt á flokkum sem taka sérhagsmuni fram yfir almannahag. Þreytt á auglýs- ingamennsku og yfirborðsmennsku stjórnmálanna. Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur. Samfylkingin veit ekki hver hún er og hvað hún vill. Sá árangur, sem kannanir benda til að hún nái í Reykjavík byggist á því að oddviti hennar, Dagur B. Egg- ertsson, hefur náð til fólks betur en aðrir. Það getur verið tilvilj- anakennt hverjir verða fyrir valinu í það hlutverk við aðstæður sem þessar. Bjartri framtíð hefur ekki tek- izt að útskýra fyrir fólki hver stefnumál hennar eru en þykir líklega skárri valkostur en gömlu flokkarnir, sem fólk upplifir með réttu eða röngu að segi eitt en geri annað. Vinstri græn klúðruðu tækifæri, sem blasti við eftir síðustu þingkosningar sem var að VG tæki forystu fyrir vinstri hreyfingunni í landinu. Moskumál tryggja ekki framtíð Framsóknarflokksins. Líkur á því að verulegar breytingar verði í kosn- ingunum sjálfum frá þeim straumum, sem kannanir hafa mælt eru ekki miklar. Stóra spurningin er sú hvernig forystumenn stjórnarflokkanna bregðast við. Jafnvel þótt Framsóknarflokkurinn nái inn manni í Reykjavík hefur þessi kosningabarátta afhjúpað mikil innanmein í flokknum. Forystumenn stjórnmálaflokka hér standa í meg- inatriðum frammi fyrir áþekkum vanda og starfs- bræður þeirra í Evrópu. Fólkið er að svipta þá og flokka þeirra völdum og horfir til nýs fólks og nýrra flokka. Sameiningarþróunin í Evrópu er að stöðvast, ein- faldlega vegna þess að fólkið í Evrópulöndunum vill ekki sameiningu. Framkvæmdastjórn ESB og emb- ættismannakerfið í kringum hana mun hamast og hamast en skrifstofuveldið í Brussel ræður ekki við þessa þróun. Það mun koma í ljós strax um þessa helgi, þegar viðbrögð forystumanna flokka og framboða koma fram, hvort þeir þekkja sinn vitjunartíma. Í því sam- bandi er hyggilegt fyrir þá að átta sig á að þótt breytingar komi oft að ofan er ekki óþekkt að gras- rótin innan flokka og utan taki völdin. Hverju er fólk að mótmæla? Stóra spurningin er hvernig forystumenn flokka bregðast við Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Franski hagfræðingurinn Thom-as Piketty gaf nýlega út bókina Fjármagn á 21. öld (Le capital au XXI siècle). Nafnið skírskotar ber- sýnilega til bókar Karls Marx, Fjár- magnsins, en fyrsta bindi þess kom út 1867. Piketty telur eins og Marx, að hinir ríkari verði sífellt ríkari, en að hinir fátæku verði ef til vill ekki fátækari, en hlutur þeirra í heildar- tekjum minnki sífellt. Þeir verði því fátækari tiltölulega. Bilið breikki, uns skipulagið gliðni, nema lagðir verði ofurskattar á auðmenn. Breska viðskiptablaðið Financial Times hefur að vísu fundið nokkra alvarlega galla í talnameðferð Piket- tys, en þeir breyta ekki miklu, þótt kenning Pikettys sé af öðrum ástæð- um hæpin. Piketty vitnar oft í franska rithöf- undinn Honoré de Balzac, enda telur Piketty þá veröld, sem við séum að hverfa inn í, líka hinni, sem Balzac lýsti í skáldsögum sínum á 19. öld, þegar eina leið fátæks fólks til að komast inn í yfirstéttina frönsku átti að vera, að fagrar dætur giftust auð- ugum mönnum. Ein ummæli Balzacs í skáldsögunni Föður Goriot eru fleyg: „Le secret des grandes fortu- nes sans cause apparente est un crime oublié, parce qu’il a éte proprement fait.“ Á bak við mikil og illskýranleg auðæfi leynist jafnan glæpur, sem er gleymdur, af því að hann var fimlega framinn.) Bandaríski rithöfundurinn Mario Puzo hóf skáldsöguna Guðföðurinn (1969) á svipuðum orðum (og vitnaði til Balzacs): „Behind every great fortune there is a crime.“ Á bak við mikil auðæfi leynist ætíð glæpur. Piketty virðist þrátt fyrir allt heldur hallast að hinni einföldu út- gáfu Puzos en landa síns, því að Bal- zac setti þann fyrirvara, að auðæfin þyrftu að vera illskýranleg, til þess að um glæp væri að ræða. Piketty tæki sennilega líka undir það, sem haft er eftir bandaríska háðfuglinum Dorothy Parker: „Vilji fólk komast að því, hvað Guði finnist um peninga, þá ætti það að virða fyrir sér þá, sem hann hefur veitt þá.“ En Piketty er áreiðanlega ósammála bandarísku leikkonunni og fegurðardísinni Zsa Zsa Gabor, sem er af ungverskum ættum og enn á lífi, 97 ára gömul. Hún hefur alltaf verið kona hagsýn og sagði eitt sinn: „Ríkur maður er aldrei ljótur.“ Piketty virðist hins vegar telja, að ríkur maður sé alltaf ljótur. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ríkur maður alltaf ljótur? Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.