Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Höfum fengið í sölu 1.825,8 fm eða 75,53% af fast- eigninni Rauðarárstíg 23 ásamt hlutdeild í byggarrétti og bílastæðum. Aðkoma að húsinu er mjög góð. Sá hluti sem verið er að selja er jarðhæð, 2. hæð, 3. hæð og kjallari sem er 1.825,8 birtir fm. Auk þess fylgir hlutdeild í sameign. Einnig er leitað eftir tilboðum í 4. og 5. hæð. Fjórða hæð er 342 fm og fimmta hæð er 115,2 fm, samtals 457,2 fm eða 24,47% af fasteigninni ásamt hlutdeild í byggingarrétti og bílastæðum. Lyfta er í húsinu. Mjög stórar svalir eru á 5. hæðinni. Á 4. hæðinni eru svalir allan hring- inn. Útsýni er glæsilegt. Til sölu Rauðarárstígur 23 - Heil húseign og byggingarréttur Tveir matshlutar ásamt 2.760 fm byggingarrétt auk 1.000 fm bílakjallara Heildarstærð húseignar eru samtals 2.425 fm. Sveitarfélögin Garða- bær og Álftanes sam- einuðust aftur 1. janúar 2013 eftir 135 ára að- skilnað. Nú er bráðum liðið eitt og hálft ár frá sameiningu og ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig til hefur tekist. Öðru hverju höfum við íbúar í þessu „nýja“ sveitarfélagi fengið upplýsingar í fjöl- miðlum um sameininguna, en nánast eingöngu um fjárhagsmálin – þ.e. hvernig skuldastaða sveitarfélagsins hefur þróast o.s.frv. En sameining, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, fé- lagasamtök eða stofnanir eins og sveit- arfélög, snýst um miklu meira en pen- inga. Það sem skiptir öllu máli er að sameiningin leiði til heildar sem verði helst á öllum sviðum öflugri en báðar eldri einingarnar hvor í sínu lagi. Vandinn við sameiningu er alltaf meiri þegar annar aðilinn er stærri og öflugri. Hættan sem sérstaklega þarf að varast við þær aðstæður er að sam- einingin þróist ekki yfir í hreina yf- irtöku. Ég bý á Álftanesi og greiddi bjartsýnn atkvæði með sameiningu við Garðabæ. Ég taldi líka eðlilegt að „nýja“ sveitarfélagið héldi nafni þess stærra – þó að margir teldu að við þyrftum nýtt nafn fyrir „nýtt“ sveitarfé- lag. Persónulega tel ég reyndar að víðtækari sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gæti leitt til enn betri árangurs - til enn „bjartari framtíðar“. En það mál er ekki á dagskrá núna. Það sem skiptir höf- uðmáli við sameiningu er að báðir að- ilar setji sig í spor hins og geti þannig leitað lausna í hverju máli sem er best fyrir heildina. Hvernig myndu t.d. íbúar „gamla“ Garðabæjar upplifa sameiningu við Hafnarfjörð eða Kópavog – og að nafn stærra sveitar- félagsins myndi haldast fyrir það „nýja“? Sameining er aldrei einfalt eða auðvelt verkefni og það þarf að vanda sig í hverju skrefi. Sameining er líka langt ferli og það er mikilvægt að átta sig á því. Hún gerist ekki á einni nóttu. Við megum vænta þess að sameining Garðabæjar og Álfta- ness verði ögrandi verkefni næstu misseri og ár. Það er því hættulegt að sofna á verðinum og ímynda sér að sameiningin sé um garð gengin. Við sem bjóðum okkur fram til áhrifa fyrir hönd „Bjartrar fram- tíðar“ leggjum áherslu á virðingu fyr- ir fjölbreytileika og á mikilvægi far- sæls sveitarfélags fyrir „alla“ – en slíkt krefst einmitt þess að geta sett sig í annarra spor og að hafa einlæg- an vilja til að efla heildina. Reynsla mín af forystuhlutverkum við sameiningu björgunarsveitanna í landinu í ein öflug landssamtök – og sameiningu tveggja háskóla, KHÍ og HÍ, í einn öflugan og leiðandi háskóla – hefur kennt mér að slíkar samein- ingar eru langt ferli sem þarf að sinna af alúð, einlægni og virðingu. Það sama á við um sameiningu sveitarfé- laga. Sameining eða yfirtaka? Eftir Ólaf Proppé Ólafur Proppé » Sveitarfélögin Garðabær og Álfta- nes sameinuðust og það sem skiptir öllu máli er að hin nýja heild verði öflugri en eldri eining- arnar hvor í sínu lagi. Höfundur er fv. prófessor og rektor KHÍ. Skipar 22. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ. Í dag er gengið til kosninga í sveit- arstjórnum landsins. Íbúar hafa flestir fjöl- breytt val um fulltrúa til að sjá um sinn hag næstu fjögur árin. Í gegnum tíðina hafa margir upplifað ósætti, sundrung, spillingu og stútfulla lista af innihalds- lausum loforðum. Margir hafa því miður misst traust til stjórnmálamanna og jafnvel áhuga á kosningum yfirhöfuð. Í augum margra snúast kosningar um valda- baráttu og leiðindi. En kosningar eiga fyrst og fremst að snúast um það að fólk hafi val. Með því að kjósa höf- um við áhrif. Ég hvet íbúa til að nýta kosningarétt sinn og kjósa eftir eigin sannfæringu. Björt framtíð í Garða- bæ er valkostur. Garðabær er því miður bara fyrir suma en ekki alla. Vald spillir til langs tíma og reglu- leg endurnýjun í stjórn- málum er nauðsynleg. Nýir tímar kalla á nýtt fólk og nýja hugsun. Björt framtíð býður nýja nálgun sem virkjar hugmyndir og krafta íbúanna. Við viljum hlusta, læra og leysa.Við erum ekki með lista langra loforða en við lof- um því að gera okkar besta til að gera Garða- bæ að betri bæ að búa í. Við viljum hlusta á íbúa og framkvæma í sam- vinnu og sátt við aðra. Við sjáum tækifæri til hagræðingar í rekstri bæjarins til að veita meiri þjónustu án meiri tilkostnaðar. Garðabær er með hæstu tekjur á íbúa en inn- heimtir einnig hæstu þjónustugjöldin í flestum málaflokkum. Við viljum styðja lífsréttindi íbúa og jafnt að- gengi allra að þjónustu og lífs- gæðum. Það á að vera réttur allra að geta tjáð fjölbreyttar skoðanir sínar um málefni bæjarins. Hlutir þurfa að vera uppi á yfirborðinu og hér þarf að vera til vettvangur til að ræða þá. Taka á ákvarðanir og fram- kvæma í sátt og samvinnu við aðra. Í samvinnu við íbúa og aðra flokka með heiðarleika, einlægni og heilindi að leiðarljósi. Við bjóðum okkur fram til þjón- ustu við bæjarbúa næstu fjögur árin. Veljum Bjarta framtíð og kjósum Æ í Garðabæ. Björt framtíð – Garðabær fyrir alla Eftir Guðrúnu El- ínu Herbertsdóttur Guðrún Elín Herbertsdóttir »Ég hvet íbúa til að nýta kosningarétt sinn og kjósa eftir eigin sannfæringu. Björt framtíð í Garðabæ er valkostur. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 1. sæti á lista Bjartrar fram- tíðar í Garðabæ. Hver kannast ekki við síbyljuna um að flugvöllurinn í Vatns- mýrinni „verði að víkja“? Og hver hefur ekki heyrt þennan: „Flugvellir eru hvergi í miðborgum líkt og hér.“ Skoðum þetta nánar: Fyrir það fyrsta er Reykjavík- urflugvöllur ekki í mið- borginni heldur skammt fyrir utan hana! Þannig háttar einnig til í ótal borgum heims. Lítum á nokkur dæmi í Evrópu: London státar af fjórum flug- völlum og er London City Airport nánast í miðri borginni. Völlurinn í Belfast á Norður-Írlandi er í aðeins 3 km fjarlægð frá borgarmiðju (centrum). Stokkhólmsflugvöllurinn Bromma er í 7 km fjarlægð frá centrum; völlurinn í Lúxemborg er í 6 km fjarlægð; völlurinn í Inn- sbruck í 4 km fjarlægð; Berlín Te- gel flugvöllurinn 8 km; völlurinn í Kiel 7 km; völlurinn í Hamborg 8 km; völlurinn í Nürnberg 5 km; Za- ventem-völlurinn í Brussel 10 km; Kastrup 11 km frá miðborg Kaup- mannahafnar; Malmi-völlurinn í Helsinki 10 km, völlurinn í Nice 7 km; völlurinn í Álaborg 6 km; völl- urinn í Salzburg 4 km og svo mætti lengi telja. Víðast hvar er lögð áhersla á að hafa flugvellina innan borgarmarka og sem næst miðju nema alstærstu millilandaflugvellina. Dagljóst er að tvíeykið Dagur B(löndal) mun girða af neyð- arbrautina fljótlega nái fyrirbærið meirihluta í kosningunum. Með ný- samþykktu aðalskipulagi var höfð- inu stungið í sandinn (eða öllu held- ur í Vatnsmýrina) og blásið á lengsta undirskriftalista Íslands- sögunnar (um 70 þúsund manns!). Kosningabrellunni dýrustu, „3.000 nýjar leiguíbúðir!“, sem lenda skal á herðum útsvarsgreið- enda með litlum 75 milljarða þunga, er vitaskuld fyrst og síðast ætlað að beita í formi blokkakumbalda í kæf- ingarherferðinni gegn vellinum. Og hverjir hafa ekki heyrt þessa barnalegu réttlætingarklisju úr sömu átt: „Ekkert mál að flytja innanlands- flugið til Keflavíkur og sætta sig við aðeins lengri ferðatíma til og frá velli.“ Upp í hugann koma ummæli er birtust í ritstjórnargrein 17. september 2005: „Um leið og komið er út úr Hafnarfirði tekur ekki nema 15-20 mínútur að aka til Keflavíkur.“ Vegalengdin er um 40 km og þar sem ritstjórinn taldi í lagi að aka hana á korteri þýðir það 160 km hraða á klst. Vonandi fær ekki nokkur lifandi sála tækifæri til að mæta slíkri ofsaumferð á Kefla- víkurveginum og enda túrinn hinum megin við „móðuna miklu“. Árlega ferðast hátt í hálf milljón farþega um Reykjavíkurflugvöll sem svarar til þess að næstum hvert mannsbarn á Íslandi fari um völlinn tvisvar á ári. Höfum í huga að banaslysin og limlestingarnar verða í bílaumferðinni en ekki í far- þegafluginu. Flugvallafyrirkomulag höfuðborgar Svíþjóð- ar, með Bromma- og Arlandaflugvöllinn, svarar til Reykjavík- ur- og Keflavík- urflugvallar hér heima. Það sama er upp á teningnum í Finnlandi með Hels- inki-flugvellina Malmi og Vaanta. Í höf- uðborg Danmerkur er alþjóðaflugvöllurinn Kastrup í aðeins 11 km fjarlægð frá centr- um. Norðmenn sitja hins vegar uppi með stóru skipulagsmistökin, Gar- demoen-flugvöllinn um 50 km frá Ósló, eftir að hafa lagt af Fornebu- völlinn í borginni. Dagur B(löndal)-tvíeykið tilheyrir þeim hópi sem vill ganga svo langt að leggja Reykjavíkurflugvöll niður þó svo að ekki yrði byggður annar í staðinn. Það er í raun ótrúlegt að þetta annesjasjónarmið skuli yfirhöfuð fá einhvern hljómgrunn í nútímaborg. Í því sambandi yrði það að teljast mikið lán fyrir Reykvíkinga og alla landsmenn að fánaberum þessara sjónarmiða yrði hafnað í kosning- unum. Það er svo til að misbjóða alger- lega brjóstvitinu þegar áróðurs- meistarar þessara afturhaldssjón- armiða halda því fram að létta muni á umferðarþunganum í vesturhluta borgarinnar við það að reisa tug- þúsunda manna viðbótarbyggð í Vatnsmýrinni. Er meiningin að íbúarnir verði að skila inn ökuskírteininu og megi að- eins eiga reiðhjól? Á að banna íbú- unum að sækja vinnu utan Vatns- mýrarinnar? Hvað umferðarmengun viðvíkur þá mun þorri borgarbúa ferðast um á mengunarlausum rafbílum fyrr en marga grunar og vonandi heyrir notkun nagladekkja brátt sögunni til. Hvernig stendur á því að stein- aldarfólkið í borgarstjórninni virðist halda að eina ráðið til að losna við mengunina í náinni framtíð sé að koma borgarbúum á reiðhjól í stað bíla þegar við blasir aðeins þarf að uppræta notkun nagladekkja eftir að rafbílarnir hafa að mestu tekið yfir? Það er huggun harmi gegn að hirðuleysi sömu aðila um viðhald gatnakerfisins kemur ekki niður á leiðum háloftanna enda ekki mal- bikaðar. Látum ekki misvitra stjórn- málamenn koma í veg fyrir að við getum áfram leyft okkur skjótvirk- an og öruggan ferðamáta um loftin blá eins og verið hefur í okkar stóra landi. Nýtum til þess kosningarétt- inn! Borgarstjórn úti í mýri Eftir Daníel Sigurðsson » Víðast hvar er lögð áhersla á að hafa flugvellina innan borg- armarka og sem næst miðju nema alstærstu millilandaflugvellina. Daníel Sigurðsson Höfundur er sjálfstætt starfandi vél- tæknifræðingur. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.