Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Ég hef lengið verið að hugsa um að skrifa yður með eftirfarandi fyr- irspurn vegna öryrkja, ellilífeyr- isþega og þeirra sem eru í dag með ca. 200.000 með skatti, þ.e. lægst launuðu Íslendinga á Íslandi í dag. 1. Af hverju lækkuðuð þér skatta hjá öllum landsmönnum en ekki hjá þeim með lægstu launin? 2. Hvenær á að leiðrétta skerð- ingu (bóta) launa frá TR samkvæmt reglugerð 1052/2009 þar sem mán- aðartekjur eru ca. 200.000 með skatti og ekki þar yfir? 3. Áramótin 2012/2013 var almenn launahækkun 3,9%. Hjá mér var hækkun 3,9% hjá TR en umönn- unarbætur teknar í burtu. (Var ör- yrki 1987 en ellilífeyrisþegi frá 67 ára aldri, er tæplega 82 ára í dag.) 4. Áramótin 2013/2014 var almenn launahækkun 2,8% hjá öllum laun- þegum landsins, og greiðslur frá TR en uppbót lyfjakostnaðar var lækk- uð frá kr. 10.055 í kr. 1.820. Ég, Guðrún Einarsdóttir, spyr yð- ur, hvað eruð þér að hugsa? Eða vit- ið þér ekkert um þetta? Það er til skammar að slík árás skuli gerð á okkar kynslóð sem ól ykkur upp! Hvernig er hægt að ætlast til að við höldum lífi? Opið bréf til hr. fjár- málaráðherra, Bjarna Benediktssonar Eftir Guðrúnu Einarsdóttur » Það er til skammar að slík árás skuli gerð á okkar kynslóð sem ól ykkur upp! Höfundur er húsmóðir, launþegi, framkv.stj., öryrki og ellilífeyrisþegi. Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926 D U X ®, D U X IA N A ® a n d P a sc a l® a re re g is te re d tr a d e m a rk s o w n e d b y D U X D e si g n A B 2 0 12 . Mercedes Benz E200 Árgerð 2007 Ekinn 69.000 Sjálfskiptur Ný vetrardekk Fallegur bíll Verð: 3.650.000,- Upplýsingar í síma 698 9898 til sölu Efst á blaði stefnu- skrár Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skyn- samleg fjármálastjórn hefur skilað. Niður- greiðsla skulda mun auka fé til ráð- stöfunar í framtíðinni um 80–100 milljónir á ári fyrir hvern milljarð sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál ein- hverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskar- andi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snert- ir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópa- vogi hvernig staða bæj- arsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari eru stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þús- und. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síð- ustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldr- inum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissu- lega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til nið- urgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogs- bæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verð- tryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5-3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hags- munamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verði lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu að- stæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skyn- semi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækk- unar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur! Áfram lækkun skulda og skatta í Kópavogi Eftir Jón Finnbogason »Kópavogsbær stend- ur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efna- hagslífinu. Jón Finnbogason Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi. Það er svolítið súrt að vera kjósandi og geta ekki valið sér kost við hæfi og smekk úr flokkaflórunni hverju sinni, heldur telja sig þurfa að kjósa ein- hvern illskástan kost. Vera á móti stefnu sumra flokka í grund- vallaratriðum, t.d. ann- aðhvort til hægri eða vinstri, vantreysta enn öðrum og eiga þá kannski einn eða tvo eftir sem helst koma til greina. En þá er enn eitthvað sem truflar, e.t.v. eitt- hvert eitt málefni, nógu stórt og mikilvægt til að þessir síðustu kostir eru því miður ekki nógu góðir held- ur. Sem sagt, engir góðir kostir heldur aðeins illskástir. Eins og t.d. þar sem kjósendur eru að miklu leyti sammála um tiltekið málefni en fæst framboðin virðast ætla að fara að vilja þeirra í því. Þegar svona er komið fyrir stórum hluta kjósenda gerist yfir- leitt tvennt. Annars vegar að sumt af þessu fólki kýs þessa illskástu valkosti og lætur þá yfir sig ganga eitthvað sem það er þó ekki sátt við. Hins vegar munu margir sitja heima og ekki kjósa neitt. Sem verð- ur þó til þess að einhverjir flokkar og frambjóðendur, sem telja sig standa með pálmann í höndunum eftir þessar kosningar, telja sig iðu- lega þess umkomna að túlka vilja þeirra sem sátu heima sér í hag að sjálfsögðu. Eins og t.d. flugvall- arandstæðingar í Reykjavík, sem virðast skv. orðræðunni hafa haft umboð fyrir þá 2/3 hluta kjósenda sem ekki mættu á kjörstað í flug- vallarkosningunni árið 2001. Vilji þess fólks sem hefur kjörgengi en mætir ekki til að kjósa virðist því alltaf vera ákaflega opinn fyrir hár- toganir. Það á hins vegar ekki við um það þegar atkvæði hefur verið greitt, án þess þó að nokkurt framboðanna njóti góðs af því. Auður atkvæðaseð- ill stendur nefnilega alveg fyrir sínu. Það er ekkert hægt að hártoga það sem hann segir. Og hann segir full- um fetum að viðkomandi kjósanda líki ekki við neitt framboðanna. Það eru firnasterk skilaboð. Sér í lagi ef umtalsverður fjöldi atkvæða er greiddur með þessum hætti. Þessi pistill á sér tilefni í þeirri staðreynd að borgaryfirvöld hafa með markvissum hætti gengið fram gegn flugvellinum í Vatnsmýrinni í blóra við vilja mikils meiri- hluta borgarbúa, eins auðsýndur og sá vilji hefur verið með margí- trekuðum afgerandi niðurstöðum skoðana- kannana sem og stærstu undir- skriftasöfnun hér á landi til þessa. En svo mikið er hallæri fram- boðanna í borginni að tvísýnt er um að borg- arbúum verði leyft að eiga síðasta orðið í þessu máli. Þau öfl sem tíðast kenna sig við lýðræði og segja æ of- an í æ að flugvallarmálið sé ekki kosningamál núna, eru einmitt þau hin sömu og hafa unnið hörðum höndum að eyðileggingu flugvall- arins bak við tjöldin, með því að skipuleggja burtu stóra og mikil- væga hluta hans næstu misserin, þrátt fyrir undirritun samnings milli ríkis og borgar um að láta kyrrt liggja uns Rögnunefndin lýkur störfum. En það segir sitt um stöðu annarra framboða að þau virðast, þegar þetta er ritað, flest heillum horfin í viðleitni sinni til að fá kjós- endur til að blása þeim byr í segl. Þess vegna er hér með minnt á að mæting á kjörstað felur ekki í sér neina skyldu til að kjósa eitthvert framboð. Atkvæði í kjörkassanum verður ekki véfengt, rangtúlkað eða hártogað þó autt sé. Það er því miklu sterkara en ógreitt atkvæði. Og það flytur sterk skilaboð. Ég get ekki látið hjá líða að minna á annan möguleika sem eru útstrikanir. Til að slíkt beri árangur þarf nokkurn fjölda útstrikana yfir sama frambjóðandann, en dæmi eru um að slíkt hafi tekist. Og þá er um að ræða áhrifaríka leið kjósenda til að hreinsa listann og greiða þannig fyrir málstað sem e.t.v. einn eða tveir frambjóðendur þar standa í vegi fyrir. Ég hvet kjósendur til að nýta sér þessa möguleika til að nálgast sem best ásættanlega niðurstöðu. Autt atkvæði flytur sterk skilaboð Eftir Þorkel Á. Jóhannsson » Atkvæði í kjörkass- anum verður ekki véfengt, rangtúlkað eða hártogað þó autt sé. Og það flytur sterk skila- boð. Þorkell Á. Jóhannsson Hófundur er flugmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.