Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 34

Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 ✝ Steinunn Guð-laug Jónsdóttir Snædal fæddist á Eiríksstöðum á Jökuldal 4. nóv- ember 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 20. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Jón Gunn- laugsson Snædal, frá Eiríksstöðum, f. 5. maí 1885, d. 13. desember 1931 og Stefanía Katrín Carls- dóttir, frá Stöðvarfirði, f. 28. nóvember 1893, d. 9. júlí 1956. Steinunn eða Unna, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp á Ei- ríksstöðum. Systkini hennar þeirra: a) Guðjón Bragi, maki Harpa Hrönn Stefánsdóttir, barn, Úlfur Stefán, b) Steinrún Ótta, maki Óðinn Gunnar Óð- insson, börn, Dögun og Sól, börn Óðins af fyrra hjónabandi: Dagur Skírnir og Dagrún Sóla, c) Stefán Númi, unnusta Kol- brún Þóra Sverrisdóttir. 2) Birna Snærún, f. 1961, maki Sigurður Þór Harðarson, barn Anna Guðlaug. Unna og Bragi bjuggu á Surtsstöðum frá 1950 til 1981 en þá fluttu þau í Fellabæ. Þar vann hún um tíma hjá Versl- unarfélagi Austurlands. Árið 2006 fluttu þau í Egilsstaði þar sem hún bjó síðustu árin. Hún stundaði nám við Hússtjórn- arskólann á Hallormsstað og starfaði lengi með Kvenfélagi Hlíðarhrepps í Jökulsárhlíðinni. Útför Steinunnar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 31. maí 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. eru Karen Petra, f. 26. ágúst 1919, d. 14. júní 2005, Gunnlaugur Einar, f. 13. október 1924, d. 7. september 2010, Jóna Stefa Nanna, f. 9. apríl 1932, d. 7. mars 1993. Hálfbróðir þeirra sammæðra er Karl Jakobsson, f. 25. júlí 1937. Eig- inmaður Steinunnar var Gunn- steinn Bragi Björnsson, frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, f. 28. nóvember 1929, d. 25. febr- úar 2011. Börn þeirra eru: 1) Stefán Snædal, f. 1953, maki Anna Björk Guðjónsdóttir, börn Ein sú hjartahlýjasta og besta kona og vinkona sem ég hef kynnst kvaddi þennan heim þann 20. maí, umvafin fólkinu sem henni þótti hvað vænst um, þó örfáa vantaði nú samt. Það var fal- leg og róleg stund þegar hún Unna amma mín, Steinunn Guð- laug Jónsdóttir Snædal, kvaddi eins og hennar var von og vísa. Þó söknuðurinn sé sár yljum við okk- ur við góðar minningar um þá dá- semdar konu sem hún var. Sjálf væri ég ekki „ég“ ef ekki væri fyr- ir hana ömmu mína og allt það sem hún hefur alið upp í mér og kennt mér síðustu 30 árin eða svo. Hún vildi alltaf öllum hið besta og fylgdist ótrúlega vel með því sem í gangi var. Ávallt var hægt að reiða sig á hjálp hennar hvort sem það var saumaskapur hér áð- ur fyrr, bakstur, prjón, sáluhjálp í formi kaffibolla og spjalls eða nú síðast þar sem hún átti stóran part af lokaverkefninu mínu úr Listaháskólanum. Án hennar visku hefði það orðið tómlegt og þó að amma væri hálf kvíðin fyrir þriggja ára námsdvöl minni í Reykjavík fylgdist hún alltaf spennt með öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur þar. Við bár- um líka ósjaldan saman Reykja- víkur-árin okkar beggja, hún sem ung og óreynd sveitastúlka í Reykjavík á tímum seinni heims- styrjaldarinnar og ég svo örlítið eldri, en þó ung, móðir í námi árin 2010-2013. Það gladdi mig óendanlega fyr- ir tæpum 6 árum þegar ég gat, þann 4. nóv. 2008, gefið henni litla Sól í afmælisgjöf, enda voru þær miklar vinkonur afmælissysturn- ar. Dögun og amma voru líka ákaflega góðar vinkonur og alltaf gátu þær systur blikkað lang- ömmu til að gefa þeim íspinna eða súkkulaði. Enda stutt að fara þar sem við litla fjölskyldan búum í annarri íbúð í sama húsi og amma. Þvílík forréttindi sem það hafa verið að búa við hlið ömmu síðasta árið hennar, enda veitti það henni styrk og innri ró að vita af okkur hinum megin við vegginn og for- eldra mína í næsta húsi við hlið- ina. Hún var því umvafin fjöl- skyldunni á alla kanta auk vinkvenna hennar og systradætra sem heimsóttu hana reglulega í litlu íbúðina. Það lýsir Unnu ömmu best að í mars síðast liðinn leit ég inn í kaffi til hennar, líkt og flesta daga, og þessi flotta 92 ára kona (með litla sjón og heyrn og slæm í mjöðm) stóð upp úr sætinu sínu, greip hækjuna og sagði: „Æ, nú hita ég þér gott kaffi, sestu og slakaðu á, þú ert búin að vera á þeytingi í all- an dag, ertu ekki þreytt?“ Svo arkaði hún að bekknum og hellti upp á könnuna með reisn og ég man að ég hugsaði: „Ætli það komi sá dagur að amma mín hugsi ekki um aðra fyrst og bjóði gest- um sínum allt það besta sem hún á?“ Hún amma var sannarlega sú allra, allra besta. Takk fyrir allt, elsku amma Steinrún Ótta Stefánsdóttir Það er ekki oft að maður kynn- ist fólki sem ekki einungis sér glasið alltaf hálffullt, heldur hefur einnig óbilandi trú á gæsku ein- staklingsins. Unna var ein af þessu fólki og ég held að sjaldan hafi gælunafn átt jafn vel við nokkurn og í hennar tilfelli. Góð- mennska Unnu var altöluð í sveit- inni og mér er það minnisstætt, þegar ég var að stama því upp við mína eigin ömmu hvaða unga mann ég væri að gera mér dælt við, hversu fljót hún var að sam- þykkja ráðahaginn og röksemdin var þessi: „Hún Unna er alveg einstaklega góð manneskja.“ Þar af leiðandi var augljóst að sonar- sonurinn hlaut að vera það líka. Ást Unnu á fjölskyldunni, verk- efnum hennar og starfi, var mikil og alltumvefjandi. Og það átti ekki bara við um innsta hringinn. Hún fylgdist vel með ættingjum og vinum og ef einhver átti í vand- ræðum á einhvern hátt, var hugur hennar þar. Aftur á móti fannst henni óttalegur óþarfi að fólk væri að veita henni of mikla athygli eða eftirtekt og átti alveg til að finnast hún vera til hálfgerðra vandræða ef maður reyndi að dekra aðeins við hana. Æ, það var nú alltof mik- il fyrirhöfn að hennar mati. Það giltu að sjálfsögðu aðrar reglur þegar kom að henni að dekra gesti og gangandi. Maður var ekki fyrr kominn inn um dyrn- ar, en hún var farin að tína fram veitingar og hún var yfirleitt með það á hreinu, hvaða góðgæti fólk var sólgið í. Þannig var það regla að baka rúsínukökur í hvert skipti sem Guðjón Bragi, og síðar Úlfur Stefán, voru væntanlegir í heim- sókn. Langömmudrengurinn var heldur ekki hár í loftinu þegar hann vissi hvert hann átti að fara til að fá bestu veitingarnar. Mig minnir hann hafa verið tveggja ára þegar hann kallaði, nýstiginn yfir þröskuldinn hjá langömmu eftir flug frá Danmörku: „Amma, kex?“ Þetta þótti Unnu ekki ónýtt og gætti þess að vera með fulla skápa í hvert skipti sem von var á drengnum í heimsókn. Daginn eftir andlát Unnu ræddum við Úlfur Stefán saman um lang- ömmu og hvað okkur dytti í hug þegar við hugsum um hana. Það stóð ekki á svari hjá honum: „Langamma vildi alltaf að ég væri saddur af kökum.“ Um þessar mundir eru tæp fimmtán ár síðan ég var fyrst dregin yfir á Lagarfellið að hitta þríeykið, Unnu og bræðurna tvo. Á meðan Bjössi og Bragi virtu varlega fyrir sér þessa ungu, framhleypnu stúlku, spjölluðum við Unna saman eins og við hefð- um þekkst lengi. Í lok heimsóknar var ég dregin í fangið og kysst bless. Þetta er mér ógleymanlegt, því svona hefðu ekki allir kvatt stúlku, sem reyndi allt hvað hún gat að stela hjarta ömmustráksins eina. Að sama skapi er þetta lýs- andi dæmi um hvernig manneskja Unna var. Hún tók fólki eins og það kom og trúði alltaf á það besta í fari hvers og eins. Þó hún sé far- in úr þessari jarðvist, vona ég að hún sé ekki mjög langt undan að fylgjast með sínu fólki, því ég veit að ef hún hefur einhver tök á, mun hún styðja við þegar þess er þörf og reyna að stýra málum í réttan farveg. Elsku Unna, takk fyrir dásam- leg kynni. Ég mun gæta þess að á þessu heimili verði alltaf bakaðar rúsínukökur til heiðurs Unnu ömmu. Harpa. Ein sú ljúfasta og notalegasta kona sem við höfum þekkt hefur kvatt okkur hinsta sinni. Hún Unna ömmusystir okkar var ein- stök, svo falleg jafnt að utan sem innan og sama er að segja um allt sem frá henni kom. Nú við leið- arlok leita margar minningar á hugann og erum við ríkar að dásamlegum minningum um Unnu frænku. Fyrst frá Surts- stöðum, svo úr Lagarfellinu og nú síðustu árin af Mánatröðinni. All- ar eru þessar minningar fullar af hlýju og góðmennsku, jákvæðni og áhuga. Þannig var Unna, alltaf svo einlæg og hugulsöm, sá allt það góða í öllum, sýndi svo mikinn áhuga á því sem hennar fólk var að aðhafast og samgladdist okkur unga fólkinu svo innilega yfir þeim tækifærum sem nútíminn hefur upp á að bjóða. Frá því við munum fyrst hefur Unna alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá okkur og með því besta sem við, sem lítil stelpuskott, munum var að fara í heimsókn til frændfólksins á Lag- arfelli. Þar var allt á vísum stað: rauðu og hvítu Legókubbarnir, gómsætar veitingarnar sem nostrað hafði verið við og skemmtilegt spjall við kaffiborðið. Allt var svo nett og fínt hjá Unnu, eins og hún sjálf, svuntan alltaf slétt og fín, vel lagt á borð, smurða brauðið svo vel smurt, hornin og snúðarnir svo miklu betri en ann- arsstaðar, smákökurnar svo fal- legar og vel lagaðar og jólakakan jafngóð og hjá ömmu Kaju svo fátt eitt sé nefnt. Nú í seinni tíð var það svo vissan um notalega stund með skemmtilegu og inni- haldsríku spjalli sem laðaði okkur systur í heimsókn til Unnu. Hún hafði einstakt minni og gott lag á að glæða frásagnir lífi. Það var engu líkt að sitja í eldhúskróknum á Mánatröðinni og hlusta á Unnu segja frá gamla tímanum, ljóslif- andi lýsingar frá því þegar hún og amma voru litlar stelpur á Eiríks- stöðum, hún ung kona í vist í Reykjavík, þær systur að hefja búskap með bræðrunum frá Surtsstöðum, mamma og systur hennar að stíga sín fyrstu skref og um uppruna og tilurð dýrmætra hluta í eigu fjölskyldunnar. Allt þetta gat hún rakið án þess að hika. Þetta voru einstakar stundir sem við geymum sem gull í hug- um okkar. Síðustu heimsóknir okkar til hennar voru eins og hin- ar fyrri, sama hlýjan, jákvæðnin og áhuginn og hún svo falleg og fín. Börnin okkar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þessari einstöku uppáhalds- frænku og langömmusystur og fyrir það erum við afar þakklátar. Hún heillaði þau líka enda hafði Unna einstakt lag á að laða til sín fólk á öllum aldri og hafði hún ein- hverju sinni á orði að sér fyndist hún alltaf jafn gömul þeim sem hún talaði við hverju sinni. Þannig var það líka. Þá bar hún gælunafn sitt svo sannarlega með rentu. Gyða og Linda. Steinunn Snædal, eða Unna frænka, hefur alltaf átt alveg sér- stakan stað í hjarta okkar bræðra. Og verður svo enn um sinn þó hún hafi nú yfirgefið þessa jarðnesku tilveru. Það verður að viðurkennast að erfitt er að skrifa minningarorð um hana án þess hreinlega að vera væminn. En, þeir sem hana þekktu, þeim mun hvergi bregða við. Unna var elskuð af öllum sem henni kynntust og fráleitt að láta svo mikið sem hvarfla að sér þann möguleika að einhver hafi haft horn í síðu hennar – hún vildi öll- um vel. Unna var sjálf gæskan í okkar huga. Þannig var það bara og hef- ur alltaf verið, allt frá því við kom- um fyrst sem strákar að Surts- stöðum í Jökulsárhlíð þar sem Unna bjó, ásamt Braga Björns- syni heitnum, manni sínum, og fjölskyldu. Að koma inn í fjósið þar sem Unna var við mjaltir; ró- lyndislegar kýr og marglitir kettir í gluggasyllum sem svo vöfðu sig um fætur hennar í fullkominni vissu þess að um þá yrði líka hugs- að, er mynd sem ekki er hægt að lesa annað í en fullkomna ró, æðruleysi og tæra væntumþykju í garð manna og málleysingja. Og þannig var öll hennar framganga; elskusemin og hin blíða lund var gegnheil. Hún var segull og fólk laðaðist að henni. Atli Geir var svo lánsamur að vera í sveit á Surts- stöðum, ein átta sumur og öfund- aður af bræðrum sínum fyrir að fá að njóta samvista við Unnu frænku. Þau voru fimm systkinin, ættuð frá Eiríksstöðum á Jökuldal; Kæja, Unna, Gunnlaugur, Nanna (mamma) og Mansi. Sá yngsti er einn eftir þeirra – fulltrúi þess- arar kynslóðar sem hefur verið að kveðja. Sá er þungur niður tím- ans. Samband Nönnu mömmu og Unnu frænku var ætíð einstakt og gott. Og þær voru býsna líkar í lund og útliti, systurnar. Þó örlög- in höguðu því svo til að sú yngri færi suður og setti sig niður þar en sú eldri byggi nær rótunum eystra skrifuðust þær alltaf á og breyttust í stelpur þegar þær hitt- ust. Alltof sjaldan, náttúrlega. Og þannig er það nú þegar traust og innilegt samband er milli ætt- menna og vina, að þó samveru- stundir geti reynst stopular er alltaf eins og þau hafi hist síðast í gær þá er leiðir liggja saman. Elsku Stefán og Snærún og fjölskyldur, vinir og vandamenn Unnu, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur, Jakob Bjarnar, Atli Geir og Stefán Snær Grétarssynir. Nýja byrði á herðar hátíð hver með starfsins linnuleysi leggur þér. Og þó að væri önnin áður ærið brýn Við það tvöföld verða og meira verkin þín. Að hreinsa, fegra, fjarlægja hvert fis, hvern blett, öllu raða og yfirfara að allt sé rétt. Af hreinni list og litlum efnum lærðir þú að gera mikið, gerðir allt í góðri trú. Þegar húsið ljómabjart í ljósum skín og allir eru farnir í fínu fötin sín, þá stendur þú við matargerð með brosi á brá því á borði veislukostur vera á. Þú miðlar öllum mat og drykk svo mild og sterk og metur ei til endurgjalds þín unnin verk. Þitt stolt er allt, að öðrum gagn og yndi sé að því sem þú af ljúfum huga lést í té. Að sinna fólksins þörfum er þitt helgihald, að horfa á aðra glaða er þér endurgjald. Þér er öllum öðrum fremur önnin vís, er heimilisins heiður, sómi og heilladís. Þótt skorti orð að þakka þér samt þakka vil sem verðugt er og vera ber þín verk og yl sem deilir þú af dyggð og trú við dagsins strit. Í návist þinni breytir allt um blæ og lit. (Bragi Björnsson frá Surtsstöðum í Jök- ulsárhlíð) Stefán S. Bragason. Steinunn Guðlaug Jónsdóttir Snædal HINSTA KVEÐJA Elsku Unna! Þú ert uppáhalds gamla frænkan mín. Bestu kveðjur, þinn nafni, Unnar. Unnar Aðalsteinsson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson ✝ Elskuleg eiginkona mín og ástkær móðir, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG ERLA JÓHANNESDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Gauksstöðum í Garði, Þorragötu 9, Reykjavík, lést miðvikudaginn 28. maí á heimili sínu. Útför hennar verður fimmtudaginn 5. júní kl. 13.00 frá Neskirkju. Jón G.Tómasson, Helga Matthildur Jónsdóttir, Rafn B. Rafnsson, Tómas Jónsson, Áslaug Briem, Sigríður María Jónsdóttir, Björn Bjartmarz og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT RAGNA JÓHANNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Markar, 0701-05-302955, kt. 600510-0100. Reynir Óskarsson, Berglind Guðmundsdóttir, Hróbjartur Æ. Óskarsson, Lilja Arnardóttir, Kristín Óskarsdóttir, Agnar Ívar Agnarsson, Gunnar Óskarsson, Sigurbjörg B. Ólafsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Ragnar B. Bjarnarson, Hallgrímur Óskarsson, Gyða Árný Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar og vinkona, GUÐRÚN DÓRA BERNHARÐSDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð sunnudaginn 25. maí. Hún verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 3. júní kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð og Lögmannshlíð. Ættingjar og vinir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Miðleiti 5, lést miðvikudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. júní kl. 13. Jóhann Geir Guðjónsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Stefán Sigurður Guðjónsson, Helga Ottósdóttir, Guðjón Hólm Guðjónsson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.