Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Þorbjörg Erla Halldórsdóttir fagnar 24 ára afmæli sínu í dag.Af því tilefni hyggst hún fá nánustu vinkonurnar í kökuboðog að sjálfsögðu bakaði Þorbjörg allt sjálf frá grunni. „Ég er mikið afmælisbarn í hjarta og mér finnst að hver og einn eigi að upplifa góðan afmælisdag,“ segir Þorbjörg. Hana langar ekki í neitt sérstakt í afmælisgjöf. „Mig langar bara að njóta dagsins með góð- um vinum.“ Þorbjörg starfar sem lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu auk þess að vera aðstoðarkona Nínu Kristínar Sigurbjörnsdóttur sem glímir við NPA-sjúkdóminn. „Ég útskrifaðist sem lögreglumaður í desember og byrja að vinna sem almennur lög- reglumaður hjá lögreglunni í Kópavogi á sunnudag,“ segir Þor- björg sem stundaði nám í Borgarholtsskóla. Hún segir að vinnan muni taka mestan hennar tíma í sumar en í haust stefnir hún að því að fara til Bandaríkjanna í þriggja vikna ferðalag með kærasta sín- um. „Ég ætla að keyra frá San Fransisco niður til Sacramento, Los Angeles og Las Vegas og fleira. Þessu er maður búinn að safna fyrir í langan tíma,“ segir Þorbjörg sem mun ferðast með kærastanum Borgþóri Stefánssyni. Foreldrar Þorbjargar heita Helga Jóhannes- dóttir og Halldór Þorsteinn Þórólfsson. Þá á Þorbjög fimm systkini, Jónu, Halldór, Bjarna, Nikola og Aron. vidar@mbl.is Þorbjörg Erla Halldórsdóttir er 24 ára í dag 24 ára Þorbjörg Erla Halldórsdóttir er 24 ára í dag. Hún ætlar sér að bjóða vinkonum sínum heim til sín í kökuboð. Lengi safnað fyrir Bandaríkjaferð Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sigurbjörg Birta Jónas- dóttir (á mynd) og Anna Rakel Arnardóttir, nem- endur í 4. bekk Blöndu- skóla, héldu tombólu og færðu Rauða krossinum, A-Húnavatnssýsludeild, ágóðann, 3.000 kr. Hlutavelta Hafnarfjörður Kristófer Ingi fæddist 8. október kl. 3.47. Hann vó 2.590 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Harpa Mjöll Ingadóttir og Hjalti Þór Guðmundsson. Nýir borgarar Reykjavík Ágúst Kári fæddist 2. júlí kl. 7.09. Hann vó 3.220 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Emilía Rós Sigfúsdóttir og Atli Rafn Björns- son. A rnbjörn fæddist í Gerð- um í Garði í húsi sem hét Sjólyst. Hann flutti þaðan til Hafnarfjarðar árið 1952. „Þessi fyrstu ár bernskunnar í Garðinum eru af- skaplega skemmtileg og dýrmæt í minningunni. Þetta var í raun sveita- líf.“ Arnbjörn ólst upp á þessum ár- um bæði í Sjólyst og að Skeggjastöð- um þar sem móðurafi og amma bjuggu. „Skammt frá Sjólyst var eina verslunin í Garðinum og þar réð ríkj- um oddvitinn sjálfur, sá merkis- maður Björn Finnbogason. Ein minning er mjög sterk í huga mínum tengd Gerðaverslun, en það er mat- arkexið sem var alltaf í trékössum og selt í lausu á þessum tíma. Það var oft gaukað að mér einni og einni kex- köku. Ég á það sennilega að þakka fóstrum mínum sem voru tvær ungar stúlkur, Helga Tryggvadóttir og Björg Björnsdóttir, dóttir Björns Finnbogasonar.“ Stutt var í fjöruna sem hafði mjög sterkt aðdráttarafl. Mikið landflæmi var í kring sem var óbyggt og þýft svæði. „Þarna var hægt að hlaupa um og atast að vild. Þar var einnig m.a. beitiland fyrir skepnur. Leikfélagar voru ekki margir, en ég minnist þó krakkanna frá Brekku, sem var næsta hús við Skeggjastaði, en ein- mitt þar dvaldi ég á stundum.“ Ein skemmtileg minning er Arn- birni ofarlega í huga frá þeim tíma. „Ég var þá sennilega 4-5 ára. Póst- kassar fyrir mörg býlin voru við þjóð- veginn sem lá í gegnum þorpið. Heimreiðin að Skeggjastöðum var u.þ.b. 300-400 metra vegslóði sem lá í gegnum Skeggjastaðatúnið. Þegar afi minn trítlaði á stundum eftir póst- inum vildi stráksi trítla með. Á þess- ari leið átti afi það stundum til að kasta af sér vatni meðan á göngunni stóð. Stráksi vildi apa þetta eftir afa sínum og meðan ég trítlaði í kjölfar afa míns reyndi ég að gera það sama oft með misgóðum árangri.“ Flutti húsið frá Garði Arnbjörn flutti til Hafnarfjarðar árið 1952. Faðir hans réðst í það stór- virki þess tíma að flytja húsið Sjólyst, hæð og ris, í heilu lagi til Hafnar- Arnbjörn Leifsson, heilari og fyrrverandi lögreglumaður – 70 ára Heilun Arnbjörn fór að snúa sér að andlegum málum rétt fyrir aldamótin og hefur tekið ýmis námskeið í þeim. Ljúfar æskuminningar úr Garði og Hafnarfirði Hjónin Arnbjörn og Sjöfn, kona hans, á Kanaríeyjum árið 2007. Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.