Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 48

Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í Háteigskirkju í dag, laug- ardag, og hefjast þeir klukkan 17. Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega framkomu og er efnisskrá tónleikanna samkvæmt því. Á dagskránni eru íslensk þjóð- lög og kórverk, í bland við popp- smelli frá ýmsum tímum. Þá mun kórinn frumflytja útsetningu tón- smiðsins Halldórs Smárasonar á Gleðibankanum, en Halldór útsetti lagið sérstaklega fyrir Hinsegin kór- inn. Vortónleikarnir er lokahnykk- urinn í undirbúningi kórsins fyrir ferð sína á alþjóðlegt mót hinsegin kóra, Various voices, sem haldið er í Dublin en kórinn heldur utan fimmtudaginn 12. júní. Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir. Hinsegin tónleikar Hinsegin kórinn Fordómalaus vett- vangur til að njóta söngs saman. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég var sleginn þegar ég heyrði í Sharon Van Etten í fyrsta skipti. Sleginn, en ég var samt ekki hissa. Vegna þess að ég var búinn að sjá umslagið á plötunni sem hýsti tón- listina (svarthvít mynd af söngkon- unni, hrá og nálæg, svipurinn fjar- rænn og auðnulaus) og líka titilinn (Tramp. Titill sem rímar full- komlega við umrætt umslag). Tón- listin á þessari þriðju plötu Van Et- ten (2012) er svo algerlega á þessum slóðum. Myrk, angistarfull en um leið falleg og hún dregur mann lengra inn eftir því sem á líður. Svona hefði Ian Curtis hljómað hefði hann verið ný-þjóðlagasöngkona gerandi út frá Brooklyn. Tramp er magnað verk og ekki furða að spenna hafi verið allnokkur fyrir nýjustu afurðinni sem út kom í þess- um mánuði. Þróun Van Etten fæddist í New Jersey árið 1981 og er komin af tónelsku fólki, foreldrarnir áttu risavaxið vínylplötusafn sem hún og fjögur systkini hennar gátu sótt í að vild. Tónlistarhæfileikarnir komu snemma í ljós, hún söng af þrótti með kirkjukórnum og í menntaskóla kenndi hún sjálfri sér á gítar og fór jafnframt að semja lög. Hún fór svo einsömul til Tennesse og stundaði háskólanám í fimm ár, hélt áfram að spila og syngja en gerði ekkert op- inberlega, fyrst og síðast vegna slæms sambands sem hún var í. Vængbrotin fór hún því aftur til Jer- sey, hreiðraði um sig í kjallara for- eldranna og hóf að læra til vínþjóns. Tónlistin lagðist hins vegar aldrei af og dag einn átti hún örlagarík sam- skipti við Kyp Malone úr TV On The Radio. Hún þekkti hann sem bróður vinar síns og lét hann hafa brenndan disk með lögunum sínum. Malone hreifst af, fóstraði hana í framhald- inu og hvatti óspart til dáða. Fyrsta „alvöru“ hljóðversplata Van Etten, Because I Was In Love, kom út árið 2009 á smámerkinu Language Of Stone (en um dreifingu sá Drag City). Það var Greg Weeks Frækið ferðalag Ljósmynd/Dusdin Condren Hrein Vegur Sharon Van Etten fer vaxandi með hverri plötu. (úr hinni mikilhæfu ný-þjóðlagasveit Espers) sem vann með henni plöt- una, sem er berstrípuð nokk. Næsta plata, epic (með litlu e-i), kom út ári síðar á ögn stærra merki, Ba Da Bing Records, en Van Etten vann þar um hríð. Hljómurinn var nú fyllri og flóknari, Van Etten styðst hér við hljómsveit og var nú tekinn að vinna með þjóðlagatóninn sem einkenndi frumburðinn á nokkuð framsækinn hátt. Áðurnefnd Tramp kom síðan út á Jagjaguwar (alltaf verða merkin „frægari“) og um upp- tökustjórn sá Aaron Dessner úr The National. Hljómurinn þróaðist enn, fram var kominn einkennishljómur og gagnrýnendur féllu velflestir kylliflatir. Óvissa Eins og sjá má (og heyra) er Van Etten lítið fyrir endurtekningar. Hver plata hefur borið með sér nýj- ar áherslur og eins er með Are We There. Annað lagið, „Taking Chan- ces“, segir sitt um þann þáttinn. Og hjartað er enn á ermunum eins og sjá má í lagatitlum eins og „Your Love Is Killing Me“ og „I Love You But I‘m Lost“. Í þetta sinnið stýrði hún sjálf upptökum með fulltingi frá Stewart Lerman (St. Vincent/ Regina Spektor) og segir hún titil verksins fela í sér vísbendingar, lög- in séu um ákveðið glundur og óáreið- anleika sem marki líf hennar nú um stundir, hún viti ekki hvar hún sé né hvert á að fara. Á meðan hinar plöt- urnar þrjár hafi falið í sér endurlit sé nýja platan um það sem sé að gerast akkúrat núna. Textarnir feli ekki í sér hryggð eða eftirsjá, miklu frem- ur umrót og óvissu gagnvart því sem er handan við hornið. Þar sem ég skrifa þetta ómar hið hádramatíska en aldrei tilgerðarlega „Your Love Is Killing Me“ undir. Mér svellur móður. Ég heyri í PJ Harvey, Anne Briggs, Patti Smith. Það er eitthvað hreint við hana Sharon Van Etten og það heillar. Ég myndi tékka á þessu ef ég væri þú. » Svona hefði IanCurtis hljómað hefði hann verið ný-þjóðlaga- söngkona gerandi út frá Brooklyn.  Are We There er fjórða plata Sharon Van Etten  Þjóðlagaskotnar, kaldhamraðar borgarvísur frá Brooklyn Traust og góð þjónusta Í 17 ÁR HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 Umgjarðir í miklu úrvali Er ekki kominn t ími á sjónmæl ingu –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sumarblað um Tísku og förðun föstudaginn 6. júní 2014 Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. júní. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2014 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira SÉRBLAÐ VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR! — WWW.MIDBORGIN.IS — Kjólar og konfekt, Laugavegi 92 Kokka, Laugavegi 47 Gleraugnamiðstöðin, Laugavegi 24 Íslenski barinn, Ingólfsstræti 1a KOMDU Í MIÐBORGINA Í DAG Gómsæt fiskisúpa í boði á eftirtöldum stöðum, frá klukkan 13:00:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.