Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Skjaldborg, hátíð íslenskra heim-
ildamynda, verður haldin í áttunda
sinn núna um hvítasunnuhelgina.
Venju samkvæmt verður hátíðin á
Vestfjörðum, í hinum fallega bæ Pat-
reksfirði. Hafsteinn Gunnar Sigurðs-
son, einn skipuleggjenda hátíð-
arinnar, segir úrval mynda á ár mjög
gott en 13 nýjar íslenskar heimilda-
myndir verða frumsýndar á hátíðinni.
„Auk þess að frumsýna nýjar íslensk-
ar heimildamyndir verður sýnt brot
úr fimm verkum sem eru í vinnslu.
Þar gefst gestum færi á að fá innsýn í
vinnubrögð ólíkra kvikmyndagerð-
armanna,“ segir hann.
Galdur stafrænu tækninnar
Hátíðin var fyrst haldin árið 2007
en þá var óljóst hvort hægt væri að
halda heimildamyndahátíð á hverju
ári. „Á þeim tíma vissum við ekki
hvort það væri grundvöllur fyrir há-
tíð þar sem frumsýndar væru íslensk-
ar heimildamyndir á hverju ári,“ seg-
ir Hafsteinn sem þakkar stafrænu
tækninni gróskuna í íslenskri heim-
ildamyndagerð. „Stafræna tæknin
hefur gjörbylt kvikmyndagerð og
heimildamyndagerð er einfaldari en
áður hvað tæknina varðar.“
Auk íslensku myndanna verða
sýndar þrjár myndir eftir heiðurs-
gest hátíðarinnar, rússneska heim-
ildamyndagerðarmanninn Victor
Kossakovsky.
Matur, skemmtun og bíó
Heimildamyndahátíðin á Patreks-
firði er meira en bara uppskeruhátíð
íslenskra heimildamyndagerðar-
manna. „Gestir hátíðarinnar koma
aftur á hverju ári ef þeir geta enda
margt í boði. Hér mun kvenfélagið á
staðnum bjóða upp á plokkfisk og þá
verður auðvitað sjávarréttaveisla,
ekta sveitaball og ókeypis aðgangur í
sundlaugina fyrir gesti hátíðarinnar.“
Patreksfjörður er einstakur staður
og því ættu Skjaldborgargestir að
finna sér margt að gera á milli þess
að njóta þess besta sem íslenskur
heimildamyndaheimur hefur upp á að
bjóða á árinu.
Í lok hátíðarinnar verður svo kosið
um áhorfendaverðlaunin en þar velja
gestir bestu myndina. Verðlaunagrip-
urinn nefnist Einarinn, eftir Einari
smíðakennara á staðnum.
Heimildamynd Úr kvikmyndinni Finnboga Péturssyni í leikstjórn Hákons
Más Oddssonar en hún fjallar um samnefndan hljóð- og myndlistarmann.
Heimildamyndir á Patró
Frumsýndar
verða 13 íslenskar
heimildamyndir
Áhrifamikill bandarískur tónlist-
armaður, Arto Lindsay, kemur
fram á tvennum tónleikum í menn-
ingarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2, nú
um helgina. Á fyrri tónleikunum, á
laugardagskvöld, mun Lindsay
flytja eigið efni sem er einskonar
blanda af tilraunakenndum gít-
arspuna í sambland við viðkvæmari
og munúðarfulla tóna ættaða frá
Brasilíu.
Á seinni tónleikum, á sunnudags-
kvöld, hyggst Lindsay spinna tón-
list í félagi við íslenska spunatónlist-
armenn. Hver útkoman verður er
ómögulegt að segja til um en fullyrt
er að það verði áhugavert enda um
að ræða listamann sem hefur haft
djúpstæð áhrif á fjölda annarra
listamanna.
Nafn Arto Lindsay er órjúfanlega
tengt þeim tilraunakenndu tónlist-
arstraumum sem létu á sér kræla í
kjölfar pönksenunnar í New York
og fengu á sig „no wave“ stimpilinn.
Áhrif brasilískrar tónlistar hafa
alla tíð verið sterk í verkum hans og
meðal listamanna sem hann hefur
unnið með má nefna David Byrne,
Laurie Anderson, John Zorn, Jean-
Michel Basquiat, Andy Warhol og
Matthew Barney.
Áhrifamikill spuna-
meistari í Mengi
Ljósmynd/Marcelo Krasilcic
Fjölhæfur Arto Lindsay hefur unnið
með fjölda kunnra listamanna.
Listahátíð í Reykjavík 2014
Fyrir rúmri viku var fyrsta opnun af
fjórum á verkefninu The Five Live
Lo Fi í Kling & Bang við Hverfis-
götu. Um er að ræða fjórskipt verk,
unnið í samstarfi íslenskra lista-
nmanna og listahópsins E.S.P. TV
frá New York, sem vinnur sjón-
varpsefni og sendir út beint frá
gjörningum Íslendinganna.
Á laugardag klukkan 17 er komið
að fjórðu og síðustu opnuninni. Þar
er verkefnið sagt ná fyllingu sinni
þegar rýmið
rennur saman í
eina heild og
raddirnar koma
saman. Lista-
mennirnir eru
Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Kol-
beinn Hugi Hös-
kuldsson, Helgi
Örn Pétursson og
Rebekka Moran.
Fjórða og síðasta opnun
The Five Live Lo Fi
Ásdís Sif
Gunnarsdóttir
L
L
L
16
12
★ ★ ★ ★ ★
ÍSL
TAL
ÍSL
TAL
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 5:35 - 8 - 10:30
TÖFRALANDIÐ OZ 3D Sýnd kl. 1:50
TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 2 - 3:40
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 4:10 - 5 - 8 - 10:40
BAD NEIGHBOURS Sýnd kl. 8 - 10:10
RIO 2 2D Sýnd kl. 1:50
„Meinfyndin og heldur húmornum alla leið“
T.V. - Bíóvefurinn
★★★
14
„Besta íslenska kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið
20.000
manns á aðeins
10 dögum
TÖFRANDI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
EDGEOFTOMORROWKL.3D:3-5:30-8-10:302D:4-6:30-9
EDGEOFTOMORROWVIP2DKL.3-5:30-8-10:30
GODZILLA3D KL.2:30-5:20-8-10:40
WALKOFSHAME KL.3:40-5:50-8-10:10
BADNEIGHBOURS KL.3:40-5:50-8-10:10
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.1:30
JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.1:30
UNDRALANDIBBA ÍSLTAL2DKL.2
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
SPARBÍÓ
MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU
KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT
EDGEOFTOMORROW2DKL.5:30-8-10:30
X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST2DKL.2:20-5:10-8-10:50
GODZILLA2D KL.2:40-5:20-8-10:40
FROZENENSTAL2D SINGALONGKL.3
EDGEOFTOMORROW3DKL.5:30-8-10:30
AMILLIONWAYSTODIEINTHEWESTKL.5:30-8-10:30
X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.2:30-5:15-8-10:45
WALKOFSHAMEKL.5:50
GODZILLA2D KL.8-10:40
FROZENENSTAL2D SINGALONGKL.2:30
THELEGOMOVIEÍSLTAL2DKL.3
JÓNSIOGRIDDARAREGLANÍSLTAL2DKL.3:40
AKUREYRI
EDGEOFTOMORROW3DKL.5:30-8-10:30
GODZILLA2D KL.8-10:30
WALKOFSHAME KL.5:50
FROZENENSTAL2D SINGALONGKL.3
THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.3:40
KEFLAVÍK
EDGEOFTOMORROW3DKL.8-10:30
AMILLIONWAYSTODIEINTHEWESTKL.8-10:20
X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST2DKL.5
VONARSTRÆTI KL.5:30
LEGENDSOFOZ ÍSLTAL3D KL.1:30-3:30
RÍÓ2 ÍSLTAL2D KL.2
SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE
T.V., BÍÓVEFURINN OG S&H
KLIKKUÐ SKEMMTUN STÚTFULL AF HÚMOR OG HASAR!
EMPIRE
VARIETY
TOTAL FILM
BIOGAGNRYNI VALDIMARS
CHICAGO TRIBUNE
ROGEREBERT.COM
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 300 KR.
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 300 KR.
FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 300 KR.