Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Heiðmörk 38 810 Hveragerði Sími 483 4800 Fax 483 4005 www.ingibjorg.iS ingibjorg@ingibjorg.iS GRÓÐURINN Í GARÐINN fáið þið hjá okkur: Sumarblóm Tré og runnar Matjurtaplöntur Rósir Fjölær blóm Skógarplöntur Þetta er líka góður tími til að hefja gróðursetningu á hvers kyns gróðri og alltaf gaman að bæta ein- hverju nýju í garðinn. Plöntur sem eru forræktaðar í gróðrarstöðvum og ræktaðar plöntur í pottum má setja niður allt sumarið og langt fram eftir hausti. Þessum plöntum þarf að fylgja alveg sérstaklega eftir með góðri vökvun á meðan þær eru að róta sig.“ Vökvum ekki nógu vel Spurð um algeng mistök ís- lenskra garðræktenda nefnir Val- borg að vökvun sé oft áfátt hjá V orið er annasamur tími hjá garðyrkjufólki enda þarf að mörgu að huga. Valborg Einarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Garðyrkjufélags Ís- lands og veit hvað þarf að gera til að halda garðinum fallegum. Hún segir vorið hafa verið óvenjuhlýtt á suðvesturhorninu og því ættu margir garðyrkjunör- darnir, eins og hún kallar þá, að vera búnir með öll helstu og stærstu vorverkin. „Allur gróður er kominn vel af stað, laukarnir sem settir voru niður í haust eru í blóma, túlípanar, krókusar að ógleymdum páskaliljunum farin að setja svip sinn á garðana. Stóru klippingarnar ættu að vera búnar og aðeins eftir fínni snyrting og minni klippingar, s.s. að klippa af kalsprota ef einhverjir hafa orðið eftir og snyrta rósirnar,“ segir hún og bætir við að í raun megi klippa allt árið en stórtækar aðgerðir séu heppilegastar snemma árs og allt fram á gróandann. Gott að raka mosann „Flestir eru væntanlega búnir að slá a.m.k. einu sinni, jafnvel tvisv- ar. Þeir sem enn hafa ekki þurft að slá eru væntanlega í mosavand- ræðum. Borgar sig þá að reyna að raka mosann hressilega upp eða leigja mosatætara. Á eftir er gott að setja kalk, skeljasand eða áburðarkalk og fylgja því eftir með áburðargjöf. Mosinn er samt alltaf mest áberandi snemma á vorin og minnkar eftir því sem líður á sum- arið.“ Hún segir vorið líka heppileg- asta tímann til að gera fyrstu hreingerninguna og taka ofan af fjölæringum. „Auðveldast er að reyta illgresið snemma á vorin og regluleg umhirða minnkar illgres- isvandann. Flest illgresi er yfirleitt einært eða tvíært þó það sé oft ansi duglegt að sá sér. Ef illgresið er reytt áður en það blómstrar nær það ekki að sá sér og umhirð- an verður þá enn léttari næsta vor. okkur. „Við vökvum yfirleitt of lítið en bæði er góð vökvun og góð áburðargjöf mjög mikilvæg fyrir ásýnd garðsins. Um miðjan maí er komið að fyrri áburðargjöf og gott að hafa áburðargjafirnar yfir sum- arið tvær eða þrjár minni frekar en eina stóra. Alhliða tilbúinn áburður eða lífrænn húsdýra- áburður hentar vel. Sá lífræni stuðlar að auknu örverulífi í jarð- veginum sem er gagnlegt og eykur lífrænt innihald hans. Í dag vilja margir eingöngu nota lífrænan áburð, og þá sérstaklega í mat- jurtagarðinn.“ Valborg segir garðyrkju ekki vera dýrt áhugamál en til að spara tíma og peninga sé samt vissara að huga vandlega að skipulaginu áður en ráðist er í smærri eða stærri breytingar á garðinum. „Skipu- lagning er alltaf nauðsynleg ef vel á að takast til og borgar sig að leita upplýsinga t.d. í góðum garð- yrkjubókum um val, staðsetningu og umhirðu plantna sem á að bæta í garðinn.“ Hún segir að á undanförnum ár- um og áratugum hafi mikill vöxtur verið í áhuga á garðyrkju meðal Íslendinga og sjáist það vel þegar ekið er um borg, bæi og sveitir. „Öll umhverfisvitund hefur breyst mikið, há tré og runnar eru farin að veita gott skjól sem aftur gerir mögulegt að rækta fágætari plöntur sem þurfa vernd gegn veðri og vindum. Stærstu mistökin hjá flestum eru að hafa ekki byrjað að rækta fyrr.“ Mælir Valborg með því að byrj- endur í garðyrkju stígi fyrstu skrefin með harðgerðari plöntum nema skjólið í garðinum sé þeim mun betra. „Þegar skjólið er orðið gott er hægt að velja fágætari plöntur og tré sem í dag er til mik- ið úrval af.“ Námskeið og klúbbar Bæði byrjendur og lengra komn- ir ættu að hafa gagn og gaman af að skrá sig í Garðyrkjufélag Ís- lands. Félagið var stofnað árið 1885 og fagnar 129 ára afmæli sínu 26. maí. „Garðyrkjufélag Íslands er áhugamannafélag og geta allir orðið félagsmenn. Við fluttum á síðasta ári í Síðumúla 1 og höfum í kjölfarið getað eflt starfsemi fé- lagsins mikið og eins bókasöluna. Auk þess starfs sem fram fer í höf- uðstöðvunum í Reykjavík reynum við að halda uppi virku starfi í deildum félagsins á landsbyggð- inni. Fræðslufundir og námskeið eru haldin reglulega, fimm klúbbar starfandi með áherslu á ólík und- irsvið garðyrkju, haldnir eru plöntuskiptadagar, staðið fyrir garðaskoðun, garðagöngum, fræðslu- og skoðunarferðum.“ ai@mbl.is Ljósmynd/Stefán Sæmundsson Iðja „Stóru klippingarnar ættu að vera búnar og aðeins eftir fínni snyrting og minni klippingar,“ segir Valborg. Á suðvesturhorninu ættu vorverkin í garðinum að vera komin vel af stað Óvenjuhlýtt vor á suðvest- urhorninu þýðir að það ætti að vera búið að klippa tré, hreinsa beð og slá grasflötina. Regluleg um- hirða auðveldar að fást við illgresisvandann. Morgunblaðið/ÞÖK Prýði Gott dæmi um fallegan garð og vel snyrtan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.