Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ
Þróttur – Til allra verka
• Mold og sandur
• Grjót og
grjóthleðsla
• Fellum tré
• Fjarlægjum
garðaúrgang
Vörubílastöðin Þróttur • Sævarhöfða 12 • Sími 577-5400 • www.throttur.is
G
rasagarður Reykjavíkur í
Laugardal er ekki bara sér-
lega fallegur staður sem
gaman er að rölta um.
Garðurinn er líka eitt af söfnum
borgarinnar og þar er unnið merki-
legt safn- og fræðslustarf.
„Grasagarðurinn er lifandi safn,“
segir Hildur Arna Gunnarsdóttir
verkefnastjóri fræðslu og miðlunar
hjá garðinum. „Hér eru plöntur
ræktaðar í átta safndeildum og mjög
forvitnilegt fyrir áhugamenn um
garða og plöntur að svipast þar um.
Ein safndeildin er tileinkuð flóru Ís-
lands og önnur helguð fjölæring-
unum, erlendu garðplöntunum. Þá
er safndeild fyrir lyngrósir og rósir,
skógarbotnsplöntur, steinhæða-
plöntur og svo trjásafn Grasagarðs-
ins, að ógleymdum nytjajurtagarð-
inum.“
Stendur garðurinn fyrir fjöl-
breyttri dagskrá í allt sumar og
raunar allt fram á vetur. Hófst við-
burðadagskráin 1. maí með opnun
Café Flóru í hjarta garðsins og verð-
ur eitthvað við að vera flestar vikur
út september, og loks aðventu-
dagskrá í desember.
Spennandi hlutir að
gerast í skógarbotninum
Hildur segir safnið verða fjöl-
breyttara og fallegra með hverju
árinu. Nú er t.d. svo komið að skóg-
arbotnsplöntusafnið er farið að sýna
nýja og fjölbreyttari hlið á íslensku
garðplöntulífi. „Til þessa hefur trjá-
gróður í görðum landsins ekki verið
það hávaxinn að aðstæður hafi verið
réttar fyrir skógarbotnsgróður –
þennan hóp undirgróðurs sem best
þrífst í skugga og hálfskugga.“
Auk þess að höfða til þeirra sem
hafa brennandi áhuga á eðli og ein-
kennum blóma og trjáa er garðurinn
tilvalinn áfangastaður fyrir fag-
urkera enda eru þar margar íðilfagr-
ar plöntur. „Inn á milli má finna í
safninu plöntur sem eru mjög
áhugaverðir einstaklingar, eiga sér
óvenjulega sögu eða eru sérlega fal-
legar jurtir. Þannig fékk t.d. Grasa-
garðurinn að gjöf árið 2011 silf-
urreyni sem er vefjaræktað eintak
af stæðilegu og gömlu tré sem stóð í
Fógetagarðinum á sínum tíma. Í
garðskálanum er núna í blóma písl-
arblóm, kallað passiflora caeruela á
fræðimálinu. Er um að ræða óvenju-
lega plöntu sem tekur að blómstra í
kringum páska og þykir hafa ýmis
útlitseinkenni sem hafa sterka vísun
í píslargöngu Krists, enda nafnið á
plöntunni þannig til komið.“
Aðrar plöntur í safni garðsins eru
merkilegar fyrir þær sakir að hafa
átt óvenjulegt lífshlaup. „Í Grasa-
garðinum er að finna volduga selju
sem plantað var árið 1928. Seljan er
margstofna, hafði því skert burð-
arþol þegar mikið óveður skall á árið
1991 og hætt við að hún félli í sund-
ur. Biðu starfsmenn garðsins ekki
boðanna heldur tóku til við að festa
stofninn saman með steypustyrkt-
arjárnum. Hefur plantan lifað góðu
lífi síðan og er móðurplanta ótrúlega
margra selja í borginni.“
Ófeimnir fuglar
Svo er einfaldlega gaman að koma
í garðinn hversdags, rölta í róleg-
heitum eftir stígunum, jafnvel finna
kyrrlátan lund og breiða þar út
teppi, fá sér nesti eða stuttan blund í
sólinni. „Við eigum marga fastagesti
sem koma í garðinn í leit að ró, friði
og endurnærandi upplifun. Það eru
aldrei nein læti hér í garðinum og
mikill fuglasöngur alla daga. Fugl-
arnir eru líka spakir enda hafa þeir
lært að það getur verið gagnlegt að
fylgja starfsmönnum garðsins þegar
þeir róta í beðum og láta bústna
jarðorma koma í ljós.“
Segir Hildur að Grasagarðurinn
eigi þess vegna sérstakan sess í
hjörtum borgarbúa og sumir geti
ekki hugsað sér að láta sumarið líða
án þess að fara a.m.k. einn göngutúr
um garðinn, og kannski staldra við í
kaffihúsinu til að narta í kökusneið
eða smurbrauð.
Upplagt er líka að heimsækja
garðinn þegar þar er haldinn
fræðsluviðburður eða listræn uppá-
koma. „Frá og með föstudeginum
23. maí höldum við t.d. Garð-
bókaviku í samstarfi við Sól-
heimasafn, hverfisbókasafnið okkar.
Blöð og bækur frá safninu verða í
sérstökum kistlum í Café Flóru fyrir
gesti garðsins að lesa á meðan nytja-
plöntur frá garðinum og grænar
bækur verða kynntar á bókasafninu.
Höldum við matjurtafræðslu á Sól-
heimasafni 27. maí og sögustund í
Grasagarðinum 28. maí,“ segir Hild-
ur.
„Þá verður fjallað um ræktun og
nýtingu mat- og kryddjurta laug-
ardaginn 31. maí frá kl. 11-13. Garð-
yrkjufræðingar sýna gestum mat-
jurtaræktina og fræða um
plönturnar og starfsemi Garðyrkju-
félags Íslands verður kynnt. Margt
fleira er um að vera í sumar, s.s.
námskeið um meindýr á trjágróðri,
tálgunarnámskeið fyrir börn, mynd-
listarsýningar, ljósmyndasýningar
og tónleikar.“
ai@mbl.is
„Það eru aldrei nein læti hér í garðinum“
Margir koma í Grasagarð-
inn til þess eins að njóta
fegurðarinnar, fuglasöngs-
ins og rólegheitanna.
Finna má margt áhugavert
í plöntusafninu og fjöl-
breytt viðburðadagskrá
fram á haust.
Morgunblaðið/Ómar
Undur Gestir Grasagarðsins eru á öllum aldri. Þessir spræku krakkar vildu
gjarnan skoða betur gullfiskana í tjörninni í garðskálanum
Friður Ekki er amalegt að taka með teppi í garðinn, finna afvikinn stað og breiða úr
’Inn á milli má finna ísafninu plöntur semeru mjög áhugaverðireinstaklingar, eiga séróvenjulega sögu eða eru
sérlega fallegar jurtir
Morgunblaðið/Þórður
Sæla „Við eigum marga fastagesti sem koma í garðinn í leit að ró, friði og
endurnærandi upplifun,“ segir Hildur Arna Gunnarsdóttir .
Morgunblaðið/Þórður
Garðdjásn Ýmissa fallegra og sérkennilegra grasa og blóma kennir í
Grasagarðinum. Eitthvað nýtt ber fyrir augu í hverri heimsókn.