Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ
T
ískan í hellulögnum er
mjög margvísleg um þess-
ar mundir, að sögn Ás-
björns Inga Jóhann-
essonar. Ásbjörn er sölustjóri
hellna og garðeininga hjá BM
Vallá.
„Í dag virðist fólk einfaldlega
fylgja sinni eigin sannfæringu og
smekk þegar kemur að því að
helluleggja garðinn, innkeyrsluna
eða sólpallinn, frekar en að fylgja
einhverjum tískustefnum. Í dag er
ekkert eitt útlit sem einkennir
óskir fólks og hugmyndir,“ segir
hann. „Skiptir þá miklu fyrir
framleiðanda eins og okkur að
hafa sem breiðast vöruúrval svo
allir geti fundið þá hellutegund
sem þá langar mest í.“
Ásbjörn segir jafnvel hægt að fá
eldri tegundir steinhellna sér-
framleiddar ef þess er óskað. „Ef
mótin eru enn til og óskemmd þá
er vel hægt að koma til móts við
slíkar sérpantanir.“
Fallegt og létt í viðhaldi
Ýmsar áhugaverðar nýjungar
eru í helluframboðinu í sumar.
Nefnir Ásbjörn t.d. viðbót við Mo-
dena-hellulínuna. „Nýja Modena-
hellan er 30x60 cm að stærð en
fyrir eru í línunni hellur sem eru
30x30 og 30x10. Með þessum
stærðum er hægt að skapa mjög
stíhreint útlit, sem kemur til
dæmis vel út á sólpallinum,“ segir
hann. „Í fyrra bættist líka við ný
hellutegund, Arena, sem er 50x50
cm á stærð og með léttri stein-
flöguáferð. Þessi hella hentar
sömuleiðis mjög vel fyrir sælureit
fjölskyldunnar í garðinum og kem-
ur vel út í svörtum lit.“
Segir Ásbjörn að honum virðist
sem æ fleiri velji að helluleggja
sólpallinn frekar en að smíða á
hann timburgólf. „Er fólk þá bæði
að velja hellurnar fyrir útlitið, en
líka vegna þess að þær kalla á
mun minna viðhald. Að bera á
stórt sólpallsgólf úr viði getur ver-
ið krefjandi og tímafrek vinna sem
mörgum þykir gott að sleppa við.“
Sumar hellutegundirnar eru svo
snotrar að þær gera pallinn nán-
ast að framlengingu á stofunni.
„Terra-hellurnar eru t.d. með-
höndlaðar með svokallaðri terraso-
slípun og yfirborð þeirra svo fín-
gert að þær eru nánast eins og
flísar inni í húsum.“
Getur „poppað upp“ garðinn
Að mati Ásbjörns er alltaf gott
að taka hönnun heimilisins með í
Leyfa eigin smekk að ráða í garðinum
Mikill fjölbreytileiki er um
þessar mundir í því hvernig
fólk vill hafa garðana sína.
Hellurnar hafa þann kost
umfram timburpalla að
vera auðveldari í viðhaldi.
Morgunblaðið/Heiddi
Sjálfstæði „Í dag virðist fólk einfaldlega fylgja sinni eigin sannfæringu og smekk þegar kemur að því að helluleggja garðinn, innkeyrsluna eða sól-
pallinn, frekar en að fylgja einhverjum tískustefnum,“ segir Ásbjörn Ingi Jóhannesson sölustjóri hellna og garðeininga hjá BM Vallá.
Tiskusveiflurnar má stundum greina
eftir því hvað fólk vill hafa í garðinum.
Á sínum tíma var t.d. mjög vinsælt að
koma fyrir lítilli tjörn, mögulega með
rómantískri brú yfir og jafnvel gull-
fiskum á svamli. Ásbjörn segir að í dag
séu tjarnirnar ekki svo ofarlega á óska-
listanum en margir spái í að láta hlaða
arin eða útigrill í garðinum.
„Mér er minnisstætt mjög vel heppn-
að eldstæði sem við hönnuðum fyrir
viðskiptavin fyrir tveimur árum þar
sem blandað var saman grilli og arins-
tæði. Var þessu valinn staður úti á ver-
öndinni þannig að eldurinn sást vel
þegar horft var út um stóra stofuglugg-
ana. Arinstæðið gefur þá sólpallinum
mjög hlýlegt og rómantískt yfirbragð
og bæði birtan og varminn af eldinum
lengir það tímabil ársins sem hægt er
að láta fara vel um sig úti í garði.“
Eldstæði gefur garðinum annað yfirbragð
Miðpunktur Eldstæðið góða er ekki amaleg smíði. Væri ekki
gaman að hafa eitt slíkt í garðinum, til að monnta sig af?