Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 31

Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ | 31 Fæst í verslunum um land allt – í héraði hjá þér – Sendum um allt land www.fodur.is Fóðurblandan hf Korngörðum 12 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9809N Ý PR EN T eh f. Íslenska áburðarfjölskyldan Góður alhliða áburður fyrir alla ræktun og uppgræðslu. Áratuga reynsla og árangur. ÝJUNG sem skila góðumárangri reikninginn þegar garðurinn er hannaður og hellurnar valdar. Oft er útkoman góð þegar gamaldags og rómantískar hellur eru valdar við eldri hús en stílhreinu og nú- tímalegu hellurnar við nýjar bygg- ingar, teiknaðar í funkis-stíl. Einnig geti komið vel út að blanda saman stílum. „Landslags- arkitektar okkar eru boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini við hönnun á garðinum og hjálpa til við að ná fram því útliti sem sóst er eftir. Nútímalegar hellur við gamaldags hús geta t.d. „poppað upp“ garðinn, á meðan gamaldags hellur við nýbyggingu geta skapað mýkra og hlýlegra útlit og skemmtilega blöndu.“ Þegar kreppan var hvað dýpst þurftu margir að fara mjög var- lega í hvers kyns framkvæmdir á garðinum enda geta þær kostað sitt. Ásbjörn segir hægt að greina merki um umskipti í hagkerfinu í því að fleiri eru farnir að ráðast í gagngerar endurbætur á garð- inum þar sem allt er tekið í gegn í einu. „En ef peningarnir eru af skornum skammti er gott ráð að skipta garðframkvæmdunum niður í nokkra áfanga sem síðan má dreifa á nokkur sumur. Er þá áföngunum forgangsraðað, t.d. byrjað á innkeyrslunni til að draga úr óhreinindum sem heim- ilismeðlimir draga inn með sér á skónum. Svona má smám saman reisa skjólveggi, leggja gang- stéttir og planta í beð þangað til garðurinn er fullskapaður.“ Þarf að vanda til verka Segir Ásbjörn að það sé hins vegar ekki alltaf sniðugt sparnað- arráð að ætla að leggja hellurnar sjálfur. „Til að hellulögnin endist vel verður að vanda til verka og það kallar á ákveðna sérþekkingu að leggja gott undirlag, þjappa og svo raða hellunum fallega. Það er mun frekar óhætt að dunda sér við að helluleggja á eigin spýtur á stöðum eins og uppi í sumar- bústað, en í kringum heimilið sjálft er betra að taka enga áhættu og leita til fagmanna.“ ai@mbl.is ’Er fólk þá bæði aðvelja hellurnar fyrirútlitið, en líka vegna þessað þær kalla á munminna viðhald. Að bera á stórt sólpallsgólf úr viði getur verið krefjandi og tímafrek vinna sem mörgum þykir gott að sleppa við.Aðkoman Ef penn- ingarnir eru af skornum skammti má skita endurnýj- un garðsins í áfanga og byrja t.d á innkeyrslunni. Samvera Fallegur garður með vandaðri stétt hreinlega kallar á eftirminnilegar samverustundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.