Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ | 35 MarkisurogMeira.is | Starmýri 2a, 108 Rvk Sala Reykjavík s. 898-0508 og 893-6337 | Sala Akureyri s. 868-0886 | sala@markisurogmeira.is Viltu skjól á veröndina Markísur og Meira Komum á staðinn þér að kostnaðarlausu og gerum tilboð Skjólveggur Þ að er eitthvað svo krúttlegt við fallegt fuglahús. Blessaðir smá- fuglarnir eru þakklátir fyrir að eiga öruggt skjól til að gera sér hreiður og þakka fyrir sig með söng- lögum og lífi, og gott ef þeir hjálpa ekki líka til við að halda óskemmtilegum pöddum í skefjum. Það eina sem þarf að passa er að velja fuglahúsinu örugglega góðan stað – ekki alveg upp við híbýli mannanna né þannig að kettirnir í hverf- inu geti kíkt í heimsókn hjá fuglunum. En fuglahús getur líka verið stáss fyr- ir garðinn. Fuglahúsin þurfa nefnilega ekki að vera látlausir litlir kassar með gati og er hægt að smíða, eða finna til sölu, mjög fagurlega hönnuð og bráð- skemmtileg fuglahús sem eru svo snotur að mann langar helst að stækka þau upp í fulla stærð og flytja inn sjálfur. Húsgagna- og heimilisvöruvefurinn Houzz.com er með mjög fjölbreytta vef- verslun þar sem m.a. má finna úrval fuglahúsa frá ýmsum framleiðendum. Myndirnar hér til hliðar tala sínu máli. Sum fuglahúsin eru eins og lítil sveitaóð- öl í suðurríkjastíl, önnur eins og gamlar amerískar kirkjur, enn önnur í got- neskum anda og eitt minnir helst á piparkökuhús. Sum þeirra eru smá og rúma bara eina fugla- fjölskyldu en önnur eru gerð til þess að þar geti gert sér hreiður fjöldi fugla. Ekki fylgir sögunni hvort húsin eru gerð til að þola íslenskt veðurfar eða hvort þau eiga bara heima í amerískum görðum þar sem veður eru mildari. Fuglahúsin á myndunum með greininni kosta frá 19 dölum, aðeins um 2.100 kr, upp í rösklega 46.000 kr og á þá eftir að bæta við sendingarkostnaði og öllum þeim sköttum og vörugjöldum sem leggjast á sendinguna í tollinum. ai@mbl.is Hugguleg húsakynni fyrir fuglana Huggulegt Það væri ekki leiðinlegt að fytja þarna inn. ’Sum fuglahúsin eru eins og lítilsveitaóðöl í suðurríkjastíl, önn-ur eins og gamlar amerískar kirkjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.