Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 46

Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 46
46 | MORGUNBLAÐIÐ Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. ODORITE ÖRVERUHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR WIPEOUT OFNAOGGRILLHREINSIR NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN SEPT-O-AID ÖRVERURFYRIRROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR ERTUÁ LEIÐ Í BÚSTAÐINN ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! E in helsta breytingin í görðum landsmanna undanfarið er að grasflatirnar eru að minnka og pallarnir að stækka, og með pöllunum hafa blóma- og trjá- beðin minnkað en ræktun í kerjum aukist í staðinn. Þá hefur mat- jurtaræktun aukist mikið. Á tímabili hurfu nánast allir kartöflu- og kál- garðar en eru núna að sjást æ víðar og er t.d. mikil eftirspurn eftir for- ræktuðu grænmeti fyrir garðinn,“ segir Ingbjörg Sigmundsdóttir garðyrkjubóndi. Það var árið 1981 að Ingibjörg tók, ásamt eiginmanni sínum Hreini Kristóferssyni, við rekstri garð- yrkjustöðvar í Hveragerði. For- eldrar Ingibjargar, þau Sigmundur K. Guðmundsson og Kristín Jóns- dóttir lögðu grunninn að starfsem- inni árið 1953 og því óhætt að segja að garðyrkjustöðin sé rótgróin. Garðyrkjustöð Ingibjargar (www.ingibjorg.is) er í dag nokkuð stórt fyrirtæki, með samtals um 6.000 fermetra af rækt undir gleri, 4.000 fermetra í plasthúsum, rækt- unarsvæði á vermireitum, að ógleymdri sjálfri versluninni. Fastir starfsmenn eru tíu talsins árið um kring en þegar mest er að gera yfir sumartímann er Ingibjörg með allt að 30 manns á launaskrá. Þægilegra að nota forræktað Um matjurtaræktina segir Ingi- björg að það hafi ýmsa kosti að kaupa grænmetið forræktað. Á flestum heimilum séu aðstæður ekki nógu hentugar fyrir slíka ræktun, og með því að nota forræktað sé fólk því að spara tíma, vinnu og losna við ákveðna óvissu í ræktuninni. Hún segir vinsældir mat- jurtaræktunar bæði stafa af því að fólki þyki gott að spara í matarinn- kaupunum en líka að æ fleiri leggi á það áherslu að borða afurðir sem eru ferskar og lífrænt ræktaðar. „Mjög algengt er að viðskiptavinir garð- yrkjustöðvarinnar spyrji hvort plönturnar hafi nokkuð verið úðaðar með eitri eða tilbúnum næringar- og vaxtarefnum, en allar okkar mat- jurtaplöntur eru ræktaðar á nátt- úrulegan hátt. Með því að rækta eig- ið grænmeti getur fólk verið alveg visst um hvað það er að láta ofan í sig.“ Jurtirnar sem landinn ræktar sér til matar eru margar þær sömu og lesendur spreyttu sig á að rækta í skólagörðunum þegar þeir voru og hétu. „Blómkál, hvítkál og hnúðkál er vinsælt, og sömuleiðis grænkálið sem nota má til að gera heilsu- samlegt og bragðgott snakk. Alls konar salöt eru líka tilvalin í mat- argarðinn og seljum við tíu mismun- andi gerðir af forræktuðu salati. Er t.d. hægt að hafa salatplöntu í potti úti á svölum og einfaldlega tína lauf- blöð í salatið eins og þarf í hvert sinn.“ Ingibjörg segir ræktun matjurta ekki þurfa að vera flókna. „Það er alltaf smávegis hætta á að kálfluga komist í kálið eða lús í salatið en hægt er að bregðast við án notkunar eiturefna. Lúsina má einfaldlega skola af salatblöðunum og breiða yf- ir kálið þann stutta tíma árs sem kál- flugan er á sveimi, og kemst hún þá ekki að plöntunni.“ Á í basli með allar plómurnar Þeir sem hafa þekkinguna og metnaðinn til að rækta meira krefj- andi matjurtaplöntur ættu kannski að spreyta sig á berjarunna eða ávaxtatré. „Eplatré, kirsuberjatré, perutré og plómutré eru mjög vin- sæl söluvara hjá okkur og komin í marga garða, og sömuleiðis amer- ísku bláberjarunnarnir. Er meira að segja hægt að rækta hér á landi goji- berin eftirsóttu. Eru það sérlega næringarrík ber sem margir leggja sig fram við að hafa sem fastan hluta í mataræði sínu.“ Segir Ingibjörg að aðstæður til ræktunar ávaxtatrjáa séu sumstaðar á landinu svo góðar að fólk geti átt í mestu vandræðum með að ráðstafa allri uppskerunni. „Sjálf er ég með plómutré í mínum garði og fyrstu 10- 15 árin var ég bara að fá nokkrar plómur á ári. Skyndilega gerðist það svo að ávöxtunum fór að fjölga mjög og í dag þarf ég aðstoð nágrannakonu minnar við að tína og nota alla ávext- ina af trénu, svo margir eru þeir.“ ai@mbl.is Hægt að tína í salatið af svölunum Segir vinsældir matjurtagarða m.a. stafa af því að margir leggja áherslu á að borða mat lausan við öll skaðleg aukaefni og vilja vita upp á hár hvað þeir láta ofan í sig. Snoturt „Bæði mamman, pabbinn og ekki síður börnin hafa skoðun á þvi hvað á að kaupa.“ Hollusta Vinsældir matjurtarækt- unar stafa af því fólk sparar í inn- kaupum en krafan um lífrænt eykst líka, að sögn Ingibjargar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.