Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 159. tölublað 102. árgangur
NÆSTSTÆRST
Í FLUGLEIÐUM
TIL ÍSLANDS
NEIL YOUNG
ROKKAÐI
Í HÖLLINNI
HÁTÍÐIN ACT
ALONE HALDIN
Á SUÐUREYRI
STRENGJAHRÆRA 30 FRÍTT INN 33EASYJET 14
Morgunblaðið/Einar Falur
Kjalvegur Stórbrotin náttúra blasir við.
Haraldur Teitsson, fram-
kvæmdastjóri Teits Jónassonar,
segir ástandið á veginum yfir Kjöl
nú vera „hreint út sagt skelfi-
legt“. Að sögn hans er leiðin frá
Blöndulóni og upp að Seyðisá
einna verst. Vegurinn yfir
Sprengisand er opinn fyrir um-
ferð en ástand hans er einnig sagt
slæmt.
„Það er mikil drulla í honum og
vegurinn er bara vondur eins og
alltaf. Það var svo sem alveg vitað
að Vegagerðin ætlaði ekki að
gera mikið þar en þeir lofuðu hins
vegar öllu fögru með Kjöl. Það
hefur þó ekki skilað sér sem
skyldi,“ segir Haraldur. »6
Aðstæður á vinsælli
leið yfir hálendið
sagðar skelfilegar
Ný hótel þurfa pláss
» Pétur Guðmundsson, for-
stjóri Eyktar, segir fjölgun hót-
ela í miðborg Reykjavíkur hafa
orðið til þess að gengið hafi á
birgðir ónýtts atvinnu-
húsnæðis á svæðinu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði
miðsvæðis í Reykjavík hefur aukist
mikið og stefnir í að þar verði senn
skortur á atvinnuhúsnæði.
Þetta er mat Garðars Hannesar
Friðjónssonar, forstjóra Eikar, en
félagið undirbýr byggingu 5-6 hæða
atvinnuhúsnæðis á Suðurlandsbraut.
Offramboð var af atvinnuhúsnæði
eftir efnahagshrunið og er eftir-
spurnin nú enn ein vísbendingin um
að slakinn í hagkerfinu sé að hverfa.
Garðar segir styttast í að það svari
kostnaði að byggja nýtt atvinnuhús-
næði miðsvæðis í Reykjavík.
Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram-
kvæmdastjóri Smáralindar, segir
skort á góðu verslunarhúsnæði sem
er vel staðsett í miðbæ Reykjavíkur.
Erlendar verslanakeðjur sem hann
hafi rætt við að undanförnu hafi vilj-
að opna í Smáralind og líka í miðbæ
Reykjavíkur en hins vegar ekki
fundið viðunandi verslunarrými í
miðborginni sem er á lausu. Hann
telur að þörf hafi skapast fyrir nýtt
og vandað verslunarhúsnæði í mið-
borginni sem uppfylli nútímakröfur.
Ásókn er í atvinnuhúsnæði
Forstjóri Eikar segir stefna í skort á atvinnuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur
Erlendar verslanakeðjur vilja opna í miðbænum en finna ekki leiguhúsnæði
MAtvinnuhúsnæði orðið »4
Múmínálfar Fjölskyldan nýtur mikilla vinsælda.
Í ár eru hundrað ár frá fæðingu finnska rithöfundarins
og myndlistarmannsins Tove Jansson og af því tilefni
flutti Hildur Ýr Ísberg erindi um bókina Eyjuna hans
Múmínpabba eftir Jansson á ráðstefnu í Varsjá í Pól-
landi, sem haldin var í tilefni tímamótanna.
„Ég fjallaði um kynhlutverk Morrans og Míu litlu í
samskiptum þeirra við Múmínsnáðann í sögunni,“ segir
Hildur. „Tove skrifaði Morrann sem kvenkyns persónu
en af einhverjum ástæðum er hann karlkyns í íslenskri
þýðingu bókarinnar, kannski hefur þýðandanum fundist
Morran, eins og hún heitir á sænsku, vera of hræðileg til
að vera kvenkyns.“ »10
Múmínálfarnir í sviðsljósinu
Öld frá fæðingu Tove Jansson
Þýskaland spilar til úrslita á heimsmeistara-
mótinu í Brasilíu eftir sögulegan sigur á sjálfum
gestgjöfunum í undanúrslitum mótsins í gær.
Lokatölur urðu 7:1 fyrir þýska liðið en þetta er í
fyrsta sinn í 64 ár sem lið skorar sjö mörk í und-
anúrslitum keppninnar. Brasilía var einmitt síð-
asta liðið sem það gerði árið 1950.
Miroslav Klose skoraði eitt marka liðsins og
varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu
keppninnar, en markið var hans sextánda á
fjórða heimsmeistaramóti kappans. » Íþróttir
Þjóðverjar skoruðu sjö gegn gestgjöfunum í Brasilíu
AFP
Þýskaland spilar til úrslita í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu eftir sögulegan sigur
Sandfok og
gosefni stuðla að
því, frekar en
mengun af
mannavöldum,
að íslenskir jökl-
ar bráðna nú
hratt.
Kolefnis-
mengun frá iðn-
aði og umferð
hefur hins vegar
mikil áhrif á hafísinn á norður-
skautinu og Grænlandsjökul þar
sem hann er hreinni en íslensku
jöklarnir. »16
Sandur á jöklunum
flýtir fyrir bráðnun
Hafís við strendur
Grænlands.
Vextir á
skuldabréfum
ríkisins í evrum,
sem gefin voru út
í gær, eru um
það bil 1% lægri
en á þeim lánum
sem ríkið fékk
frá Norðurlönd-
unum árið 2008.
Evrubréfin bera
2,5% fasta vexti en meðaltalsvextir
Norðurlandalánanna eru rúmlega
3,5%. »14
Lánskjör íslenska
ríkisins hafa batnað
Ríkið gaf út 750
milljóna evra bréf.
bólgueyðandi
LIÐAKTÍN QUARTO
verkjastillandi
www.gulimidinn.is