Morgunblaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
PARKETFLÍSAR
ekkert að pússa og lakka
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands
hafa sannreynt að um minniháttar
jökulhlaup sé að ræða í Múlakvísl, en
óvissustigi var lýst þar yfir í gær. Bið-
ur almannvarnadeild ríkislögreglu-
stjóra ferðafólk að fara að öllu með
gát á svæðunum í kringum Jökulsá á
Sólheimasandi og Múlakvísl vegna
hættu á aukinni brennisteinsvetnis-
mengun.
Hlaupið hófst 2. júlí og jókst þá
rennsli árinnar auk þess sem hækk-
andi rafleiðni gaf til kynna að jarð-
hitavökvi hefði blandast bræðsluvatni
við botn Mýrdalsjökuls, þar sem
hlaupið á upptök sín.
Rafleiðni í Múlakvísl tvöföld
Reynir Ragnarsson, fyrrverandi
lögregluvarðstjóri í Vík, hefur mælt
rafleiðni í ám á
svæðinu frá árinu
1999, þegar lítið var
um sjálfvirkar mæl-
ingar. Hann mældi
rafleiðni í Múlakvísl
í gærkvöldi.
„Rafleiðnin var
230 μS/cm í gær-
morgun og var hún
komin í 237 í gær-
kvöldi. Ef allt er
með felldu er leiðnin
undir 100. Í venju-
legum jökulhlaupum eins og í Skeið-
arárhlaupinu fer leiðnin upp í 600-
700. Þegar brúin fór hérna 2011 fór
leiðnin upp í 400 rétt áður. Hún var í
250 og svo fór hún snögglega upp í
400 þegar hlaupið kom,“ segir Reynir.
Rafleiðni hefur einnig aukist í Jök-
ulsá á Sólheimasandi samkvæmt
gögnum úr mæli Veðurstofunnar.
Hinn 5. júlí tók leiðni að aukast úr 80
μS/cm í ~160 μS/cm og hélst stöðug í
því gildi í gær.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni
kom fram að ekki væri óvenjulegt að
leki eða lítil hlaup af þessu tagi kæmu
úr Mýrdalsjökli að sumarlagi, en
hugsanlegt væri að vatnsmagnið yk-
ist enn frekar. Gögn sem aflað hefur
verið benda ekki til þess að stærri at-
burðir séu í vændum en þó er hugs-
anlegt að stærra flóð gæti komið
skyndilega og verður viðbragðstími
þá mjög skammur.
Hlaupið árið 2011
í fersku minni
Magnús Tumi Guðmundsson, pró-
fessor í jarðeðlisfræði, segir hlaupið í
Múlakvísl fyrir þremur árum vera
mönnum í fersku minni. „Þarna fer
saman töluverð jarðskjálftavirki og
jarðhitavatn að koma í árnar. Þetta
þarf ekki að leiða til neins sérstaks en
mönnum er í fersku minni hlaup sem
kom í Múlakvísl fyrir þremur árum
sem tók brúna þar. Við þekkjum ekki
svæðið til hlítar og töldu menn rétt að
vera á varðbergi og því var þessu
óvissustigi lýst yfir,“ segir Magnús.
Hann segir að einstaka sinnum hafi
komið hlaup á svæðinu sem hafi vald-
ið skaða og því sé rétt að fylgjast með
ástandinu á næstunni.
Óvissustig almannavarna þýðir að
aukið eftirlit er haft með atburðarás
sem á síðari stigum gæti leitt til þess
að heilsu og öryggi fólks, umhverfis
eða byggðar yrði ógnað. Almanna-
varnayfirvöld fylgjast vel með fram-
vindu mála á næstu dögum.
Minniháttar jökulhlaup er hafið
Rafleiðni jókst í Múlakvísl og í
Jökulsá á Sólheimasandi Varað við
hættu á brennisteinsvetnismengun
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Við mælingar Reynir Ragnarsson, fyrrv. lögregluvarðstjóri í Vík, mældi
rafleiðni í Múlakvísl í gærkvöldi. Hún mældist þá rúmlega tvöföld.
Mæling Rafleiðni
fór í 237 μS/cm.
Celebrity Eclipse, og sátu margir þeirra úti á
svölum káetna sinna og virtu fyrir sér mannlífið
á hafnarsvæðinu. Celebrity Eclipse er eitt
stærsta skemmtiferðaskip sem hingað kemur í
sumar en það er 317 metrar á lengd, álíka og
þrír fótboltavellir. Í sumar koma 90 skemmti-
ferðaskip til landsins en í fyrra komu yfir
100.000 farþegar með skemmtiferðaskipum.
Töluvert fjölgaði á götum Reykjavíkur í gær
þegar þrjú skemmtiferðaskip lágu þar samtímis
við bryggju. Um 7.000 farþegar voru um borð í
skipunum þremur, þar af 2.900 í því stærsta,
Sjö þúsund farþegar komu til landsins í skemmtiferðaskipum í gær
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölbreytt mannlíf í fljótandi hóteli í Reykjavíkurhöfn
Þrír karlmenn,
sem handteknir
voru aðfaranótt
sunnudagsins
vegna líkams-
árásar á mann á
Bústaðavegi
sömu nótt, voru í
gær úrskurðaðir
í gæsluvarðhald
til 18. júlí. Rann-
sókn málsins er
enn í fullum gangi. Sá sem ráðist
var á hlaut alvarlega áverka, en
hefur verið útskrifaður af sjúkra-
húsi.
Aðfaranótt sunnudagsins var
lögreglu tilkynnt um líkamsárásina
á Bústaðavegi og í framhaldi henn-
ar um slasaðan mann sem hafði ver-
ið skilinn eftir á Reykjavíkurvegi í
Hafnarfirði. Í samtali við mbl.is
staðfesti lögregla að árásarmenn-
irnir hefðu ráðist á manninn á Bú-
staðavegi, tekið hann upp í bíl og
skilið hann eftir í Hafnarfirði.
Þegar þangað var komið hafði
hann hlotið alvarlega áverka á
höfði og var fluttur á slysadeild.
Í gæsluvarðhaldi
vegna líkamsárásar
á Bústaðavegi
Lögregla Þrír eru í
gæsluvarðhaldi.
Skúli Halldórsson
Árni Grétar Finnsson
Una Sighvatsdóttir
Rússíbaninn, sem íslenskur piltur
lét lífið í síðdegis á mánudag, var
framleiddur í Þýskalandi. Hann er
sagður í samræmi við ströngustu
öryggiskröfur. Sams konar rússí-
bönum hefur nú verið lokað í
skemmtigörðunum Gröna Lund í
Stokkhólmi og Borgbacken í Hels-
inki. Lögregla rannsakar nú að-
stæður.
Slysið varð um klukkan hálfsex
síðdegis á mánudaginn, í skemmti-
garðinum Terra Mitíca á Benidorm
á Spáni. Pilturinn kastaðist úr
rússíbananum á ferð. Spænska dag-
blaðið El País greinir frá því að lög-
regla reyni nú að skera úr um hvort
öryggisbeltið hafi losnað eða hvort
það hafi brotnað. Þá hefur spænska
blaðið El Mundo eftir upplýsinga-
fulltrúum garðsins að enn sé óljóst
hvað hafi nákvæmlega gerst. „Við
erum slegin yfir þessu, því á 14 ára
starfstíma garðsins hefur aldrei
orðið slys. Þetta er nýjasta tækið
okkar og frá fyrirtæki sem er í far-
arbroddi í heiminum á þessu sviði,“
segir fulltrúi garðsins. Í breska
blaðinu Guardian segir að rann-
sóknardómari í Valencia-héraði bíði
nú eftir skýrslu lögreglu áður en
framhaldið verður ákveðið.
Terra Mitíca-skemmtigarðurinn
var opnaður árið 2000 og er vinsæll
meðal ferðamanna á Benidorm.
Fleiri rússíbönum lokað
Rússíbaninn framleiddur í Þýskalandi 14 ár án slysa
Morgunblaðið/Eggert
Rússíbani Umrætt tæki í skemmtigarðinum Terra Mitíca. Tækið er fram-
leitt í Þýskalandi og sagt vera í samræmi við ströngustu öryggiskröfur.