Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Jurtin skógarkerfill er orðin mjög útbreidd í Eyjafjarðarsveit. Und- anfarin ár hefur verið brugðið á það ráð að beita plöntueitrinu Ro- undup gegn kerflinum en nú hefur verið ákveðið að draga úr eitr- uninni vegna umhverfissjónarmiða. Að sögn Brynhildar Bjarnadótt- ur, náttúrufræðings og fyrrverandi formanns umhverfisnefndar Eyja- fjarðarsveitar, sýna nýlegar rann- sóknir að Roundup hefur óæskileg áhrif á vistkerfið. „Kerfillinn er mjög útbreiddur hér í sveitar- félaginu og er búinn að vera það í mörg ár. Fyrir u.þ.b. fimm árum fór sveitarfélagið af stað með átak til að sporna við útbreiðslu hans. Við höfum verið að kynna okkur plöntuna, þar sem ekki er vitað mikið um hana á Íslandi, og ráð- lagt landeigendum að úða eitrinu á kerfilinn til að sporna við útbreiðsl- unni. Eftir að þær upplýsingar komu fram að þetta efni gæti haft óæskileg umhverfisáhrif höfum við hins vegar aðeins dregið úr notk- uninni. Nú ætlum við bara að bíða og sjá hver framvindan á málinu verður,“ segir Brynhildur. Nokkrir kostir í stöðunni Ekki liggur fyrir hvaða úrræðum verður nú beitt gegn skógarkerfl- inum í Eyjafjarðarsveit en nokkrir kostir koma til greina. „Við höfum verið að skoða hvort hægt sé að beita vægara plöntu- eitri, sem drepur ekki allan gróður. Svo höfum við líka verið að skoða slátt og beit en í raun og veru koma aðeins þessar þrjár aðferðir til greina,“ segir Brynhildur. Hún segir að beit eyði ekki skógarkerfli en geti haldið honum í skefjum. „Sauðfé og hross bíta ker- filinn að vori til af því að hann er það eina græna sem sprettur fyrst á vorin. Vandamálið er svo að þeg- ar komið er fullt af grasi hætta dýrin að bíta hann,“ segir Bryn- hildur. Slætti gegn skógarkerfli hefur áður verið beitt en hann hefur ekki virkað sem skyldi. „Kerfillinn fjölg- ar sér ekki bara með fræjum held- ur líka með rótum. Ef við sláum hann kemur hann bara tvíefldur til baka,“ segir Brynhildur. Draga úr eitrun gegn skógarkerfli Morgunblaðið/Sverrir Eyjafjarðarsveit Ljósgrænar breiður sem þessar hafa orðið meira áberandi.  Skógarkerfill orðinn mjög útbreiddur  Fóru af stað með átak gegn útbreiðslu  Eitrið hefur óæski- leg umhverfisáhrif á vistkerfið  Þrjár aðferðir koma til greina  Sláttur ekki virkað sem skyldi Skógarkerfillinn getur orðið 1–2 metrar á hæð. Hér á landi hefur tegundin á undanförnum árum náð bólfestu í gömlum lúpínu- breiðum, aflögðum túnum, veg- köntum og á grasi vöxnum ár- og lækjarbökkum. Vegna hæðar sinnar og þéttrar laufþekju þríf- ast lágvaxnari tegundir illa þar sem skógarkerfill hefur náð sér á strik. Allt bendir til að kerfill- inn geti viðhaldið sér lengi þar sem hann hefur náð fótfestu, en hérlendis hefur vistfræði hans lítið sem ekkert verið rann- sökuð. Lítið vitað HÁVAXIN PLANTA Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ástandið er í raun hreint út sagt skelfilegt og þá sérstaklega norð- anmegin þar sem ekkert mál er að hefla,“ segir Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf., um ástand vegarins yfir Kjöl. Verst mun vera leiðin frá Blöndu- lóni og upp að Seyðisá en ástandið á veginum um Bláfellsháls er hins veg- ar sagt gott. Nýbúið er að opna veginn yfir Sprengisand og segir Haraldur fyr- irtæki hans þegar hafa sent tvo bíla þar í gegn. Spurður hvort sá vegur sé einnig erfiður yfirferðar kveður Haraldur já við. „Það er mikil drulla í honum og vegurinn er bara vondur eins og alltaf. Það var svo sem alveg vitað að Vegagerðin ætlaði ekki að gera mikið þar en þeir lofuðu hins vegar öllu fögru með Kjöl. Það hefur þó ekki skilað sér sem skyldi.“ Mikið álag á tækjabúnað Rútur Teits Jónassonar sem farið hafa um Kjalveg að undanförnu hafa heldur betur fengið að finna fyrir því að sögn Haraldar. Hafa gúmmífóðr- ingar gefið sig, demparar og fjaðrir brotnað, rúður og dekk sprungið auk þess sem kerra skemmdist nýverið eftir ferðalag um Kjalveg. „Í fyrra var þetta sérstaklega slæmt og tjónið gríðarlegt hjá okkur. Núna er ég bara búinn að skemma eina kerru sem ég veit um. Við sinn- um öllu viðhaldi mjög vel og skiptum um allt sem þarf að endurnýja en hlutir sem eiga að duga 80.000 ekna kílómetra rétt lifa sumarið,“ segir Haraldur. Tjón á rútum og öðrum tækjabúnaði fyrirtækisins vegna aksturs um hálendisvegi landsins nam um 2,5 milljónum króna í fyrra. Mikið vatnsrennsli við Öskju Rúturnar hjá Mývatn Tours aka frá Mývatni að Öskju, eftir Öskju- leið. Gísli Rafn Jónsson rekur fyr- irtækið og segir hann leiðina þokka- lega enda fremur stutt síðan hún var hefluð. „Það vantar þó enn tvo kíló- metra upp á að hægt sé að komast að bílastæðinu við Öskju fyrir snjó.“ Að sögn Gísla Rafns er mjög mik- ið vatnsrennsli á veginum ofan Drekagils. „Þar er þetta fremur háskalegt enda getur getur vatnið sem flæðir eftir veginum verið allt að 40 sentimetrar á dýpt,“ segir hann. Ljósmynd/Stefanía Ragnarsdóttir Kuldalegt Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs í Öskju lentu heldur betur í vetrarfærð um nýliðna helgi. Vegna snjóa var ófært í Öskju en þremur kílómetrum fyrir ofan Drekagil mældist 40 sentimetra djúpur snjór á vegi. Rútur mega sín lítils gegn hálendisvegum  Akstursleiðin frá Blöndulóni og upp að Seyðisá sögð verst Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Eiginnöfnin Christa, Krumma og Gill ásamt millinafninu Eskfjörð voru nýverið samþykkt af manna- nafnanefnd og færð á mannanafna- skrá. Eiginnafninu Íshak var hafn- að. Nafnið var ekki talið fullnægja öllum skilyrðum um mannanöfn. Ágústa Þorbergsdóttir, formaður mannanafnanefndar, segir það mis- skilning að nefndin vilji hafna sem flestum nöfnum, það sé öðru nær. „Við viljum koma sem flestum í gegn. Lögin eru rúm hjá okkur og langflest nöfn eru samþykkt, þau eru miklu færri sem er hafnað,“ segir hún. Umdeild nefnd Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að leggja eigi mannanafnanefnd niður. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fram frumvarp í nóvember á síðasta ári þar sem lagt var til að nefndin yrði lögð niður og öll ákvæði um hana felld brott úr lögum um mannanöfn. Ágústa segir mikilvægt að haldið sé utan um menninguna, en þó þurfi að endurskoða lögin. „Það er vont að vinna eftir þessum lögum því þjóðfélagið er að breytast,“ seg- ir hún. „Samfélagið okkar er orðið fjölþjóðlegra, þetta er ekki jafneins- leitt þjóðfélag og það var.“ Ágústa segir lög um mannanöfn, sem samþykkt voru árið 1991, hafa verið mjög ströng og fæst nöfn hafi komist í gegn. „Það eru þó komin miklu rýmri lög núna. Mörgu af því sem er samþykkt núna hefði verið hafnað með þeim lögum,“ segir hún. Hún telur þróunina þó geta orðið slæma yrði nefndin lögð niður. „Viljum við að fólk geti heitið tölu- stöfum eða sautján nöfnum?“ Nafnabeiðnum sjaldan hafnað  Viljum við að fólk geti heitið tölustöf- um, spyr formaður mannanafnanefndar Friðlýstum svæðum sem Umhverf- isstofnun skilgreinir sem rauð svæði hefur fækkað úr tíu í fimm frá árinu 2010. Rauði listinn, sem gefinn er út annað hvert ár, er byggður á ástandsskýrslu Umhverfisstofnunar sem kemur út árlega. Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, segist vera mjög ánægð með þróun mála. Það sé mikið fagnaðarefni að rauð- um svæðum fækki á milli ára. „Við teljum að þróunin sé í já- kvæða átt og þessi aðferðafræði hef- ur auðveldað okkur forgangsröð- unina. Það er mikilvægt að fara vel með tíma fólks og fjármagn og hefur þessi aðferðafræði skilað okkur því að eftir sumarið munu mörg svæði fara af rauða listanum yfir á þann appelsínugula eða jafnvel út af list- unum. Þar á meðal er svæðið við Gullfoss,“ segir Kristín en í gær var greint frá því í Morgunblaðinu að um 70 milljónum króna verði varið til uppbyggingar svæðisins í kring- um Gullfoss í sumar. Þau svæði sem eru á rauða listan- um í ár voru öll á listanum fyrir tveimur árum, þegar síðasti listi stofnunarinnar var gefinn út. Umrædd svæði eru Friðland að Fjallabaki, Geysir, Helgustaða- náma, Reykjanesfólksvangur og verndarsvæði Mývatns og Laxár. Geysissvæðið er eina svæðið á þessum lista sem er ekki friðlýst að sögn Kristínar en alls eru 113 frið- lýst svæði á Íslandi. ash@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Bæting Gullfoss var á rauðum lista Umhverfisstofnunar árið 2010. Rauður listi Umhverf- isstofnunar styttist Svanur G. Bjarnason, svæð- isstjóri Vegagerðarinnar á suðursvæði, segir nú fljót- lega standa til að leggja nýtt malarslitlag á þann veg- arkafla á Kjalvegi sem liggur frá Blöndulóni og upp að Seyðisá. „Það verður borið í veginn að mér skilst fljótlega í sum- ar. Það er nýbúið að opna veginn og þá var hann hefl- aður [sunnanmegin] alveg inn að Hveravöllum,“ segir Svanur og bætir við að veg- urinn muni skána mjög eftir að búið er að bera í hann slitlag. „Ég fór þarna í fyrra og vegurinn er mjög grófur yfirferðar en hann mun lagast mikið þegar búið er að setja þetta yfir hann.“ Styttist í nýtt malarslitlag VEGAGERÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.