Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
54% þolenda kynferðislegs
ofbeldis verða fyrir misnotkun
oftar en einu sinni.
Sumar 2014
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga frá 10-18
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Útsala
Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir
www.laxdal.is
KLASSÍSK GÆÐAVARA FRÁ GERRY WEBER
TAIFUN - GARDEUR - CREENSTONE -
FUCHS SCHMITT O.FL. O.FL.
ENN MEIRI AFSLÁTTUR
ALLT AÐ 60%
STÓRÚTSALA
40-60%
afsláttur
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Velta á greiðslukortum Visa var 5%
meiri í júní sl. en í júní í fyrrasumar.
Þá jókst notkun íslenskra Visa-korta
erlendis um 13% en aukningin í velt-
unni innanlands var 4%.
Þetta kemur fram í mánaðarlegri
samantekt Visa. Tölurnar miðast við
almanaksmánuð, ekki kortatímabil.
Hefur Visa flokkað veltuna á þann
veg frá áramótum.
Aukningin í veltu Visa-korta í
áfengisverslunum var 6% í júní frá
sama mánuði í fyrra og 1% í mat-
vöru- og stórverslunum.
Emil B. Karls-
son, forstöðumað-
ur Rannsóknaset-
urs verslunar-
innar, segir
verslun í nær öll-
um flokkum hafa
aukist milli ára.
„Við höfum séð
mikinn vöxt í öll-
um tegundum
verslunar, ekki
síst í dýrari vörum. Sala á til dæmis
húsgögnum jókst um 16% fyrstu
fimm mánuði ársins frá sama tíma í
fyrra og sala á raftækjum jókst um
12% að raunvirði. Meira að segja
fataverslun er að ná sér á strik. Á
fyrstu fimm mánuðum ársins hefur
hún aukist um 5% frá því í fyrra. Allt
frá hruni hefur hún verið í mikilli
lægð og að dragast saman. Þetta er
því veruleg breyting,“ segir Emil.
Fram kemur á vef Rannsókna-
seturs verslunarinnar að fataverslun
jókst um 11,5% í maí miðað við sama
mánuð í fyrra á föstu verðlagi.
Verð á fötum var 0,4% lægra í maí
sl. en í maí í fyrra. Velta skóversl-
unar jókst um 12,6% í maí á föstu
verðlagi og um 16,3% á breytilegu
verðlagi miðað við maí 2013. Verð á
skóm hækkaði í maí um 3,3% frá maí
2013.
Velta á Visa-kortum
erlendis eykst um 13%
Nýjar tölur frá júní Íslendingar kaupglaðari en í fyrra
Emil B.
Karlsson
Flugfélagið WOW air auglýsti í gær
lækkað verð á flugi til London og
bauð verð á þessari flugleið á 5.990
krónur aðra leiðina. Ástæða þessa
lága verðs er aukin samkeppni, en
breska flugfélagið easyJet tilkynnti
í gær aukin umsvif sín í flugi á milli
Íslands og Bretlands.
Algengt verð WOW air á þessari
leið er í kringum 13.000 krónur en
þessi lágu fargjöld eru í boði á völd-
um dagsetningum.
EasyJet tilkynnti í gær að það
hygðist tvöfalda fjölda flugferða til
Íslands á næstunni og lítur út fyrir
að félagið verði það næstumsvifa-
mesta í áætlunarflugi til og frá Ís-
landi yfir vetrartímann, á eftir Ice-
landair.
Þá tilkynnti flugfélagið einnig
lækkuð fargjöld frá Íslandi til
London og verða þau frá 6.000
krónum.
Svanhvít Friðriksdóttir, al-
mannatengill WOW air, segir flug-
félagið fagna aukinni samkeppni og
að lækkuð flugfargjöld félagsins
séu beint svar við áætlunum easy-
Jet. „Við erum eina íslenska lág-
gjaldaflugfélagið og það er mark-
mið okkar að bjóða upp á lægstu
flugfargjöldin á Íslandi.“
Spurð um fjölda sæta sem boðin
verða á þessu verði segir hún þær
upplýsingar vera trúnaðarmál en
þau séu nokkur þúsund.
Skúli Mogensen, forstjóri og eig-
andi WOW air, segir samkeppni
vera af hinu góða. „Við mætum allri
samkeppni með bros á vör,“ segir
Skúli. sh@mbl.is
Ljósmynd/ WOW air
Lending Flugfélagið WOW air svarar samkeppni frá hinu breska easyJet.
Svara aukinni sam-
keppni með lækkun
Danmörk, Ísland, Lettland, Nor-
egur og Þýskaland hafa í samein-
ingu tilnefnt margvíslegar minjar
frá tímabili víkinga til heims-
minjaskrár UNESCO.
Eru sjö staðir tilnefndir: Þingvell-
ir á Íslandi, Jelling og Trelleborg í
Danmörku, grafreitir og búsetu-
minjar í Grobina í Lettlandi, skips-
haugar í Vestfold og kvarnarsteins-
námur í Hyllestad í Noregi og
Heiðarbær og Danavirki í Slésvík-
Holtsetalandi í Þýskalandi.
Staðirnir eiga það allir sameigin-
legt að vera meðal mikilvægustu
minja um víkingana, að því er segir í
tilkynningu frá Þingvallaþjóðgarði.
Niðurstöðu heimsminjaráðsins er að
vænta á fundi þess í júní 2015.
Í júní lauk 38. fundi ráðsins og
voru samþykktir 26 staðir á heims-
minjaskrá, þar á meðal þúsundasti
staðurinn til að komast á skrána,
Okavango-árósarnir í Bótsvana.
Tilnefndu
Þingvelli
Ekki af Engeyjarætt
Í frétt í Morgunblaðinu í síðustu
viku um skyldleika Bjarna Bene-
diktssonar og Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar sagði að Benedikt
Sveinsson, faðir Bjarna Benedikts-
sonar, fyrrverandi forsætisráðherra,
hefði verið af Engeyjarætt. Rétt er
að hann giftist inn í ættina þegar
hann gekk að eiga Guðrúnu Péturs-
dóttur frá Engey árið 1904.
Þá kom einnig fram í fréttinni að
Engeyjarættin væri rakin frá Pétri
Guðmundssyni. Rétt er að ættin er
rakin til eiginkonu hans, Ólafar
Snorradóttur frá Engey, en hún
kemur af langri línu Engeyinga.
LEIÐRÉTT
- með morgunkaffinu