Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 11
Múmínfjölskyldan Meðlimir hennar eru sérlega fjölbreyttir og áhugaverðir og hafa glatt marga. hann verður reiður yfir því segir hún að hann sé góður í að blekkja sjálfan sig, hann hafi vitað að hún myndi drepa þá.“ Hildur fjallaði um kynhlutverk Múmínsnáðans sem drengs og karlmanns og kynhlutverk Morr- unnar og Míu sem kvenna í sam- skiptum við hann. „Það er engin tilviljun að þær eru kvenkyns, þetta samspil á milli hans og þess- ara kvenpersóna verður til þess að hann uppgötvar sig á mörkum barns og fullorðins. Morran stend- ur fyrir það að verða fullorðin, hún getur staðið fyrir kynlíf, hrylling og ýmislegt fleira. Hún tjáir sig á mjög frumstæðan hátt, gólar en talar ekki. Hún er algerlega fyrir utan allt sem heitir siðvitund eða samfélag.“ Sumar Múmínbækurnar eru varla við hæfi barna Hildur hefur alla tíð haft mik- inn áhuga á barnabókum, bæði þegar hún var barn og eftir að hún varð fullorðin. „Ég hef lengi safnað gömlum barnabókum og að sjálf- sögðu las ég bækurnar um Múm- ínálfana þegar ég var barn, en sumar þeirra eru samt varla við hæfi barna, bæði Halastjarnan og Eyjan hans Múmínpabba eru mjög dimmar bækur. En Örlaganóttin og Pípuhattur galdrakarlsins eru aftur á móti bjartari, ærslafyllri og fyndnari.“ Tove Hér er hún ung að árum. Skáldkona Tove hefur skapað merkilegan heim með Múmínálfunum. Morran stendur fyrir það að verða fullorðin, hún getur staðið fyrir kynlíf, hrylling og ým- islegt fleira. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Á morgun, fimmtudag, kl. 17 ætla fimm af teymunum tíu sem taka þátt í ár í Startup Reykjavik að kynna hug- myndir sínar, en Startup Reykjavík er viðskiptahraðall sem árlega fjárfestir í 10 hugmyndum. Þátttakendur njóta ráðgjafar og leiðsagnar reynslu- mikilla aðila í þeim tilgangi að ýta úr vör nýjum viðskiptatækifærum. Startup Reykjavík er samstarfsverk- efni Arion banka og Klak Innovit. Grillviðburðurinn fer fram á ann- arri hæð að Laugavegi 120 (við Hlemm) en að því loknu verður boðið upp á grillaða hamborgara, pylsur og meðlæti. Grillmeistararnir Helga Val- fells og Eggert Claessen munu grilla kræsingarnar ofan í gesti og gang- andi. Íslensk/enski dúettinn Sister Sister, stígur á stokk til að skemmt gestum og flytur ljúfa tóna, blöndu af píanópoppi, djassi og indí-tónlist. Grillviðburður Startup Reykjavík Grillmeistari Gera má ráð fyirr að heitt verði í kolunum á grillinu í kvöld. Systur og grill á morgun Hálslón er vatnsmesta lón landsins. Þegar lónið fyllist síðsumars er vatni veitt um yfirfall sem steypist í um 100 metra háum fossi, Hverfanda, niður í Hafrahvammagljúfur. *Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum (milljörðum lítra). Krókslón - 140 Gl. Hágöngulón - 320 Gl. Blöndulón - 412 Gl. Þórisvatn - 1400 Gl. Hálslón - 2100 Gl. Sultartangalón 109 Gl. • Kelduárlón 60 Gl. • Hrauneyjalón 33 Gl. • Sporðöldulón 25 Gl. • Gilsárlón 20 Gl. • Bjarnalón 5 Gl. • Ufsar– og Vatnsfellslón 3 Gl. Málþing verður haldið í Skálholts- skóla á morgun, fimmtudag, kl. 16 um framtíð Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Tónleikarnir standa nú á tímamótum, því að um leið og þeir fagna 40 ára afmæli er mjög óvíst um framtíð þeirra. Styrkir til hátíðarinnar hafa dregist mikið sam- an á undanförnum árum og sem dæmi hefur kirkjan hætt nær öllum stuðningi við hana. Þetta og fleira verður til umræðu á málþinginu, sem Hollvinafélag Sumartónleika í Skálholtskirkju stendur fyrir. Allir eru velkomnir á þingið, sem er ókeypis, en þar verða flutt fram- söguerindi og einnig verða pall- borðsumræður. Þeir sem flytja erindi eru Þorkell Helgason stærðfræðingur, Sigurður Halldórsson, listrænn stjórnandi Sumartónleikanna, Þorbjörg Daphne Hall, lektor og fagstjóri LHÍ, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari og Heiðrún Há- konardóttir og Elín Gunnlaugsdóttir, fulltrúar Hollvinafélagsins. Málþing í Skálholti öllum opið Hver verður framtíð Sumar- tónleikanna í Skálholtskirkju? Tónlist Rík tónlistarhefð er í Skálholti og hafa m.a. óperur verið fluttar þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.