Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 STUTTAR FRÉTTIR ● Flugfélagið Primera Air sett nýtt far- þega- og ferðamet í júnímánuði, en fé- lagið flutti 134 þúsund farþega og flaug alls 912 ferðir í mánuðinum. Um er að ræða 11% aukningu frá því í fyrra og er þetta stærsti mánuður félagsins frá upphafi. Í tilkynningu frá félaginu segir að ljóst sé að júlímánuður verði enn stærri. Flugfélagið rekur í dag átta Boeing 737-vélar, sem fljúga frá Skandinavíu og Íslandi til 68 áfangastaða. Flestir farþeganna koma frá Danmörku og Sví- þjóð. Primera Air er jafnframt með eina vél í flugi frá Íslandi og mun hafa flugvél á landinu í allan vetur, í fyrsta sinn eftir hrunið 2008. Nýtt farþegamet ● Stjórnendur íslenskra fyrirtækja eru bjartsýnni á horfur í íslensku hagkerfi til næstu tólf mánaða en þeir voru í desember í fyrra, samkvæmt niður- stöðum nýrrar könnunar MMR. 81,1% þeirra sem tóku afstöðu telur að íslenska hagkerfið muni vaxa á næstu tólf mánuðum, samanborið við 58,9% í desember 2013. Fleiri stjórn- endur eiga einnig von á að velta, arð- semi og eftirspurn eftir vöru eða þjón- ustu aukist á næstu tólf mánuðum. Stjórnendur bjartsýnni á horfurnar í hagkerfinu Breska flugfélagið easyJet mun rúmlega tvöfalda fjölda flugferða sinna til Íslands á næstunni, en með þessu skrefi verður félagið næst- stærst í flugleiðum til Íslands á kom- andi vetri. Búist er við að félagið muni á næsta ári flytja um fjögur hundruð þúsund farþega til og frá landinu. Flugfélagið hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til Gatwick- flugvallar í London, Genfar í Sviss og Belfast á Norður-Írlandi. Til við- bótar flýgur félagið til fimm áfanga- staða í dag og verða þeir því orðnir samtals átta með fjölguninni. Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet í Bretlandi, segir að flug- félagið muni horfa til þess að fjölga ferðum til Íslands enn frekar á kom- andi árum ef eftirspurnin heldur áfram að vaxa eins og hún hefur gert. Félagið ætlar að fjölga ferðum úr 52 upp í 110 á mánuði og fjölga áfangastöðum um þrjá. Með þessu verður easyJet næststærsta flug- félagið í vetur á eftir Icelandair. Nýju flugleiðirnar þrjár verða starfræktar allt árið um kring. Fyr- ir flýgur félagið til London Luton, Bristol, Manchester, Edinborgar í Skotlandi og Basel í Sviss. Morgunblaðið/Eggert Fjölgun Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet í Bretlandi, segir að félagið muni horfa til þess að fjölga ferðum til Íslands enn frekar á komandi árum. Tvöföldun á ferðum easyJet til Íslands  Verður næststærsta flugfélagið í vetur FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Íslenska ríkið gekk í gær frá samn- ingum um útgáfu skuldabréfa að fjarhæð 750 milljónir evra, sem jafn- gildir um 116 milljörðum króna. Um er að ræða fyrstu opinberu útgáfu ríkisins í Evrópu síðan árið 2006 og fyrstu útgáfu þess á erlendum mörk- uðum í rúm tvö ár. Skuldabréfin bera 2,5% fasta vexti og eru gefin út til sex ára á ávöxt- unarkröfunni 2,56%. Mikil umfram- eftirspurn var í útboðinu en alls nam eftirspurnin um tveimur milljörðum evra. Í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu sagði að fjárfestahópurinn væri vel dreifður og samanstæði af fagfjárfestum frá Evrópu og Banda- ríkjunum. Bankarnir Citibank, Barclays, Deutsche Bank og J.P. Morgan höfðu umsjón með útboðinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði í tilkynningu að útgáfan markaði tímamót. Hún væri afar já- kvætt skref í endurreisn íslensks efnahagslífs. „Ríkissjóður er að sýna fram á fulla burði til þess að fjár- magna skuldir sínar á Evrópumark- aði, þeim markaði sem mestu skiptir fyrir fjármögnun ríkja,“ sagði hann. Hann benti jafnframt á að kjör ríkissjóðs á erlendum mörkuðum hefðu batnað verulega síðustu mán- uði. Það gæfi stjórnvöldum færi á að lækka vaxtagjöld ríkissjóðs og því hefðu þau nýtt tækifærið nú þegar aðstæður skapast fyrir hagstæða lántöku. Hann sagði einnig að eft- irspurnin eftir skuldabréfunum sýndi tiltrú manna á íslensku efna- hagslífi og þeim árangri sem náðst hefur í ríkisfjármálunum. Í Financial Times var haft eftir bankamanni, sem þekkir vel til máls- ins, að fjárfestar hefðu sýnt útboð- inu mikinn áhuga og hvorki haft of miklar áhyggjur af gjaldeyrishöft- unum né stöðu íslensku bankanna. Greitt fyrir bættu aðgengi Eins benti Bjarni á að með útgáf- unni væri greitt fyrir bættu aðgengi innlendra aðila sem sækja í erlent lánsfé. Skuldabréfaútgáfa ríkisins í gær er önnur útgáfa íslenskra aðila í evr- um eftir hrunið 2008. Fyrr á árinu gaf Íslandsbanki út evrubréf að fjár- hæð 100 milljónir evra. Skuldabréfið er til tveggja ára og ber 3% fasta vexti. Arion banki hugðist einnig gefa út skuldabréf í evrum á vormánuðum en þeim fyrirætlunum var hins veg- ar frestað. Stefnan var sett á útgáfu skuldabréfa til þriggja ára að fjár- hæð allt að 300 milljónir evra. Stjórnendur bankans sögðu að þó svo að mikil eftirspurn væri eftir bréfunum væru kjörin sem byðust enn sem komið er ekki viðunandi. „Stóraukið traust á Íslandi“ Andvirði skuldabréfaútgáfunnar í gær verður varið til þess að nýta heimild til forgreiðslu eftirstöðva tvíhliða lána til Íslands frá Norður- löndunum. Þau lán voru tekin í tengslum við efnahagsáætlun stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2008. „Það að við fáum nú á markaði um það bil 1% lægri vexti en okkur stóðu til boða við fjármögn- un efnahagsáætlunarinnar sýnir stóraukið traust á Íslandi,“ sagði Bjarni. Lánskjör á öllum Norðurlanda- lánunum eru þau sömu. Lánin bera breytilega vexti, þriggja mánaða Euribor-vexti (millibankavexti á Evrópumarkaði) að viðbættu 2,75% álagi. Vaxtakjör lánanna breytast því á þriggja mánaða fresti. Afborg- unum lánanna á að vera lokið árið 2021, en nú þegar er búið að for- greiða afborganir áranna 2014 til 2018. Höfuðstóll Norðurlandalánanna hefur breyst nokkrum sinnum frá árslokum 2009. Meðalvaxtaprósenta Norðurlandalánanna frá upphafi til loka októbermánaðar árið 2013 er hins vegar 3,55%. Eins og áður sagði bera evrubréfin 2,5% fasta vexti. Ríkið gaf út skuldabréf að fjárhæð milljarður Bandaríkjadala, jafnvirði 115 milljarða króna, í maímánuði ár- ið 2012. Þau bréf eru til tíu ára og bera 5,875% vexti. Ávöxtunarkrafan á þau hefur lækkað umtalsvert, eða frá 6,2% og niður í 4,3%. Mikil umframeftirspurn í skuldabréfaútboði ríkisins  Skuldabréfaútgáfa að fjárhæð 750 milljónir evra  Sýnir „stóraukið traust“ Ríkið Viðbrögð fjárfesta við útgáfunni voru góð og var eftirspurn nærri þreföld upphæð útgáfunnar. Eftirspurnin var alls tveir milljarðar evra. Morgunblaðið/Jim Smart Þriðja útgáfan » Skuldabréfaútgáfan í gær er þriðja útgáfa ríkisins frá hruni. Í júní árið 2011 gaf ríkið út skuldabréf í Bandaríkjadölum til fimm ára. » Í maí ári síðar gaf ríkið út skuldabréf að fjárhæð einn milljarður Bandaríkjala til tíu ára. » Bréfin voru seld yfir 200 fjárfestum og kom fram í til- kynningu frá fjármálaráðu- neytinu að yfir 90% þeirra væru fjárfestingarsjóðir sem litu á bréfin sem langtíma- fjárfestingu.                                     ! "!" #"$ $ $ " %! #! #% !%%#  $ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ! !! "%! #"!% $ %%# #!$ $ !  $  %# "%  # "%!$ #"!! $ %%! #!  # !%  " #"%% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.