Morgunblaðið - 09.07.2014, Page 15

Morgunblaðið - 09.07.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur farið fram á 3,7 milljarða dollara viðbótarfjárveitingu frá þinginu til þess að bregðast við stríð- um straumi innflytjenda yfir suður- landamærin. Fleiri en fimmtíu þúsund börn, flest þeirra frá Mið-Ameríku, hafa komið yfir landamærin án þess að vera í fylgd með aðstandendum frá október til 15. júní. Fjárveitingin sem Obama hefur beðið um myndi fjármagna störf innflytjendadómara, fangabúðir og lögfræðiaðstoð. Stjórn Obama reynir einnig að fá heimild til að hraða málsmeðferð í málum innflytjenda en núgildandi lög gera ráð fyrir að börn sem koma ekki frá Mexíkó eða Kanada fái áheyrn hjá innflytjendayfirvöldum í stað þess að vera send beina leið til heimalandsins. AFP Mótmæli Aðgerðasinnar mótmæla meðferð yfirvalda á innflytjendum. Bregðast við innflytj- endaöldu  50.000 börn hafa komið síðustu mánuði Tvær konur leita skjóls undan fellibylnum Neoguri sem gekk yfir Okinawa-eyju í gær. Að minnsta kosti tveir menn létust í veðurofsanum í storminum, sem var sá versti í áraraðir. Fellibylurinn olli skemmdum á byggingum og um 70.000 heimili voru án rafmagns eftir hamfarirnar. AFP Versti bylurinn í áraraðir Forsetaframbjóðandinn Abdullah Ab- dullah lýsti í gær yfir sigri í afgönsku forsetakosningunum sem fóru fram í júní þrátt fyrir að niðurstöðurnar bendi til þess að keppinautur hans, As- hraf Ghani, hafi farið með sigur af hólmi. Endanleg úrslit liggja ekki fyrir fyrr en síðar í júlí. Á útifundi með stuðningsmönnum sínum í Kabúl hélt Abdullah því fram að kosningasvik hefðu átt sér stað. Hann myndi aldrei samþykkja „svika- ríkisstjórn“. Abdullah nýtur stuðnings hóps áhrifamikils fólks, þar á meðal ríkisstjóra, héraðshöfðingja, borgar- stjóra og stríðsherra. Abdullah gaf þó ekki í skyn að hann myndi stofna sína eigin klofningsrík- isstjórn eins og ýmsir hafa óttast að gæti gerst. Það gæti ógnað stöðugleika og öryggi í landinu auk þess sem það myndi torvelda alþjóðleg samskipti. „Við viljum ekki borgarastríð, við viljum ekki krísu. Við viljum stöðug- leika, þjóðareiningu, ekki klofning,“ sagði Abdullah við stuðningsmenn sína. Lýsti yfir sigri í for- setakosningunum Abdullah Abdullah Ashraf Ghani  Óttast myndun klofningsstjórnar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sókn Ísraelshers gegn Hamas- samtökunum hélt áfram í gær og hafa hermenn verið settir í við- bragðsstöðu fyrir mögulegan land- hernað á Gasaströndinni. Tólf manns eru sagðir látnir eftir loft- árásir hersins á Gasa í gær. „Við erum á leiðinni í langa að- gerð. Þetta er bara byrjunin,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir háttsettum heimildamanni innan ísr- aelska hersins í gær. Slógu skjaldborg um húsið Talsmaður Hamas lýsti því yfir í gær að allir Ísraelsmenn væru orðnir lögmæt skotmörk andspyrnu Palestínumanna eftir að sjö manns fórust, þar á meðal tveir unglings- piltar, í loftárás Ísraelshers á heimili í borginni Khan Yunis á Gasaströnd- inni. Sjúkraliðar segja að 25 manns til viðbótar hafi særst í árásinni sem er ein af tugum loftárása sem Ísr- aelsmenn hafa gert undanfarna daga. Vitni segja að dróni hafi skotið viðvörunarblysi við húsið sem ráðist var á. Þá hafi ættingjar og nágrann- ar slegið skjaldborg um húsið. Skömmu síðar hafi F-16 orrustuþota skotið flugskeyti sem jafnaði húsið við jörðu, skv. AFP-fréttastofunni. Undirbúa landhernað á Gasa  Hamas segir alla Ísraela skotmörk eftir mannskæða loftárás hersins í gær AFP Árás Reykur stígur upp frá Gasa- ströndinni eftir loftárás Ísraela. Sheer Driving Pleasure BMW X1 www.bmw.is EINN DAGUR Á BMW X1. Og það verður fyrsti góði dagurinn af mörgum. Þú ert í leit að ævintýrum. Við erum í leit að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir fjórhjóladrifskerfið og nýju átta gíra sjálfskiptinguna í BMW xDrive 18d. Njóttu dagsins þótt veður og aðstæður séu óútreiknanlegar. Akstursánægjan í BMW X1 er eitthvað sem þú getur treyst á. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 BMW xDrive 18d, verð:6.590.000 kr. X1 xDrive 18d Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.