Morgunblaðið - 09.07.2014, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Undirritaður hefur
átt viðskipti við Kína
frá árinu 1993, í 21
ár, og hefur dreift
vöru sinni þaðan til
yfir 80 landa. Ástæða
þess að ég rita þessa
grein núna er sú að
ég vil upplýsa þá sem
ekki vita um að Kína
og Kína er ekki það
sama. Það er hægt að
fara afskaplega vel út
úr viðskiptum við Kína en einnig
ber margt að varast. Þar af leið-
andi skora ég á þá sem munu nýta
sér þennan mikilvæga samning
sem hefur verið gerður að und-
irbúa vinnuna sína vel. Ef vara er
til dæmis flutt inn í þriðja ríki, t.d.
til Danmerkur, tollafgreidd þar og
send síðan til Íslands mun þessi
samningur ekki ná yfir þau við-
skipti; eingöngu er um að ræða
vörur fluttar til Íslands beint frá
Kína. Kínverjar eru mjög áreið-
anlegir í viðskiptum og þessi
samningur hentar Íslendingum af-
skaplega vel. Íslendingar eru mjög
framarlega í tækni, nýsköpun og í
tísku en á sama tíma skortir Kín-
verja þessa þekkingu en eru aftur
á móti með mjög áreiðanlegt og
gott vinnuafl og ekki vantar nú
fjöldann. Hins vegar hef ég fylgst
mikið með umræðunni um Kína
hér á Íslandi undanfarin ár og hef
ég jafnvel heyrt mjög vel menntað
fólk ræða um Kína á opinberum
stöðum og fara með svo rangt mál
að greinilegt er að það veit ekkert
um land né þjóð og innviði lands-
ins. Þegar ég hóf viðskipti árið
1993 voru lágmarkslaun kvenna í
verksmiðjum 90 USD mánuðurinn
(amerískir dollarar) en í dag eru
þau 300 USD, sem er meira en
þreföldun á launum. Þætti okkur
það nú nokkuð gott hér ef laun
hefðu meira en þrefaldast í USD á
sama tíma. Aðbúnaði starfsfólks í
verksmiðjum er oft líkt við hálf-
gerðar þrælabúðir en á sama tíma
hef ég heimsótt hundruð verk-
smiðja og er aðbún-
aður til fyrirmyndar.
Einnig hefur sú um-
ræða oft komið upp
að Kínverjar stundi
barnaþrælkun en á
öllum þessum árum
hef ég aldrei séð börn
við vinnu í verk-
smiðjum. Hins vegar
hef ég séð það oft hér
á Íslandi því sjálfur
hóf ég störf með skóla
13 ára gamall í fisk-
vinnslu, svo að þeir
sem tala um að það sé
einhvers konar barnaþrælkun í
Kína vita ekkert hvað þeir eru að
tala um.
Með nýjum leiðtoga í Kína, hr.
Xi-jing-ping, hafa kínversk yf-
irvöld tekið mjög hart á alls konar
spillingu eins og eftirlíkingum og
vændi og hreinsað mjög mikið til
hjá sér. Sem dæmi get ég labbað
mjög öruggur um miðjar nætur á
strætum borgarinnar án þess að
verða smeykur um að verða fyrir
ofbeldi af einhverju tagi. Aftur á
móti finn ég ekki sama öryggi í
Reykjavík á laugardagsnótt. Hvað
refsingar varðar má sem dæmi
nefna að ef þú slærð mann í and-
litið þýðir það sjálfgefið sex mán-
aða fangelsi í Kína og þætti okkur
það nokkuð harður dómur hér á
Íslandi. Auk þess hefur frelsi
manna til að ferðast aukist mjög
mikið eins og Íslendingar geta séð
sjálfir, Kínverjar heimsækja Ís-
land í stórum stíl. Og að það megi
bara eiga eitt barn í Kína á ekki
við rök að styðjast í dag enda á
flest fjölskyldufólk sem ég þekki
2-3 börn.
En snúum okkur nú að
viðskiptasamningnum. Ég vil
byrja á því að hrósa fyrrverandi
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur ásamt ríkisstjórnar Sig-
mundar Davíðs, sem nú er við
völd, fyrir það að gera þennan
samning ekki að pólitísku máli
heldur að vinna sameiginlega að
því að ljúka þessum áfanga. Sér-
staklega hrósa ég fyrrverandi
utanríkismálanefnd og núverandi
utanríkismálanefnd fyrir samstöðu
og góð vinnubrögð. Einnig eiga
ráðamenn í utanríkisráðuneytinu
heiður skilinn fyrir vinnuframlag
sitt, auk forseta Íslands, herra
Ólafs Ragnars Grímssonar. Það er
ekki auðvelt fyrir 330.000 manna
þjóð að gera svo stóran viðskipta-
samning við þjóð sem er sú fjöl-
mennasta í heimi. Og þess ber að
geta að þetta er fyrsti og eini
samningurinn sem Kína hefur
nokkurn tímann gert við evrópskt
ríki. Tækifærin okkar eru gríð-
arlega mikil og liggja ekki ein-
göngu í innflutningi, þau liggja
einnig í útflutningi.
Undirritaður opnaði fyrir tveim-
ur árum skrifstofu í Shenzhen,
sem er einungis í klukkustundar
fjarlægð frá Hong Kong og 1½
klst. fjarlægð frá Guanzhou, sem
er ein stærsta iðnaðarborg Kína,
og einnar klst. fjarlægð frá Dong
Guan, sem er einnig mjög stór
iðnaðarborg. Auk þess hefur við-
komandi aðsetur í Shangdong
Rushan shi, sem er mjög norð-
arlega.
Við fyrirtækið starfa bæði ís-
lenskir og kínverskir starfsmenn.
Ef aðilar vilja fá frekari upplýs-
ingar eða aðstoð er viðkomandi
frjálst að hafa samband endur-
gjaldslaust á netfanginu osk-
ar@x18.is.
Ég vona að við Íslendingar
séum ekki það þröngsýnir að
halda að þetta gefi okkur bara
tækifæri inn á íslenskan markað
því þetta opnar einnig heila gátt
inn á Evrópska efnahagssvæðið.
Auk þess höfum við aðgang á
okkar útflutningsvörum, tollfrjálst
inn á markað sem er með 1,3
milljarða íbúa. Bara millistéttin í
Kína er talin vera yfir 300 millj-
ónir
Virðingarfyllst.
Ein stærsta viðskiptastund
Íslendinga er runnin upp
Eftir Óskar Axel
Óskarsson »Ein stærsta við-
skiptastund Íslend-
inga er runnin upp.
Óskar Axel
Óskarsson
Höfundur er frakvæmdastjóri ICFT.
Bréf til blaðsins
Árið 1944 varð Ísland fullvalda lýð-
veldi og þá var þjóðin samtaka um
að verja sinn rétt til sjálfstæðis án
nokkrar eftirgjafar og enginn ef-
aðist um for-
gangsrétt okkar
til allra landsins
gæða. Þjóðin var
stolt af því að
eiga landið og
það vafðist ekki
fyrir neinum að
við Íslendingar
stjórnuðum að-
gengi annarra að
landinu og um-
gengni um það.
Ef menn hefðu, á þessum tíma,
haldið því fram að erlendir aðilar
væru jafn réttháir okkur eða jafn-
vel rétthærri til umgengni um
landið og menn farið að kenna er-
lendum ferðamönnum að brjótast
inn á lokuð landsvæði, hefðu þeir
verið flengdir á Lækjartorgi að við-
stöddu fjölmenni og mikið klappað.
Nú halda menn því fram að það
séu mannréttindi allra í heiminum
að mega vaða um Ísland án endur-
gjalds, því við eigum að vera al-
þjóðleg og gefa skít í íslenskt þjóð-
erni. Það er ótrúlegt að nú eftir um
sjötíu ár frá stofnun lýðveldisins sé
þjóðin orðin að stjórnleysingja-
viðundri sem telur sig engin for-
réttindi eiga á föðurlandinu.
Það að erlendir ferðamenn borgi
lægri virðisaukaskatt og jafnvel
engan af vörum og þjónustu finnst
mér siðleysi gagnvart þjóðinni og
óskiljanleg framkoma af alþingi.
Við glímum við það að borga þús-
undir milljarða fyrir fjármálageir-
ann, er það ekki nóg? Eigum við
líka að greiða þúsundir milljarða
fyrir ferðaþjónustuna, því skuldir
hennar munu flæða yfir þjóðina
innan tíu ára verði núverandi
stefna látin ganga yfir. Ferðamenn
geta verið þjóðinni búbót ef inn-
flutningnum er stjórnað með þeim
hætti að hægt sé að hafa stjórn á
dvöl þeirra í landinu og skapa þeim
þá þjónustu sem skaðar hvorki
land né þjóð. Nú æðir ferðaþjón-
ustan áfram í stjórnlausu ofstæk-
isgullæði.
Íslenska þjóðin hefur staðið í
hatrömmum deilum um aðgengi er-
lendra þjóða að fiskveiðilögsögu Ís-
lands og haft sigur í þeim deilum,
má að stórum hluta þakka það
samstöðu þjóðarinnar í málinu.
Værum við í slíkri deilu nú myndu
menn telja að við ættum að vera al-
þjóðleg og gestrisin, bjóða alla vel-
komna til okkar, án nokkurra
kvaða af okkar hálfu. Þá gætum við
glatt okkur við að standa á strönd-
um landsins og berja augum fríðan
flota erlendra ryksugutogara skafa
upp hinn alþjóðlega fiskistofn. Þjóð
sem hefur ekki andlega hæfileika
til að bera virðingu fyrir sínu föð-
urlandi eða þjóðerni er ekki lengur
til. Við erum langt komin á þeirri
vegferð.
GUÐVARÐUR JÓNSSON
Valshólum 2
Eiga Íslendingar
ekki Ísland?
Frá Guðvarði Jónssyni
Guðvarður
Jónsson
Mjög skrýtin um-
ræða hefur að und-
anförnu verið um hús-
næðismál okkar
Íslendinga. Í árs-
byrjun var hér á þess-
um stað grein um
stöðu húsnæðismál-
anna, þörf á nýbygg-
ingum nú og á næst-
unni, verð og
fjármögnun þeirra.
Þörf á nýbyggingum
Sé sagan yfir nýbyggingar skoð-
uð vantar nú líklega tvö til þrjú
þúsund nýjar íbúðir á landinu. Sá
lager sem hafði orðið til fyrir
kreppu var uppurinn á árabilinu
2011 til 2012 og hefur magn ný-
bygginga síðan verið u.þ.b. helm-
ingur af líklegri þörf.
Verð nýbygginga
Í fjölmiðlum hefur því að undan-
förnu verið haldið fram að verð á
húsnæði hafi verið og sé að hækka
mikið. Séu tölur Þjóðskrár yfir vísi-
tölu íbúðarverðs skoðaðar segja
þær að verðið hafi hækkað um
4,6% frá des. 2013 og 18,2% frá
des. 2011. Vísitala launa hefur sam-
kvæmt Hagstofunni hækkað á
sama tíma um 3,6% og 14,9% á og
vísitala byggingarkostnaðar um
0,6% og 7,5%. Verð íbúða er þannig
að hækka umfram verðlag almennt
og sérstaka athygli vekur hvað
byggingarvísitalan breytist lítið á
þessu tímabili.
Fjármögnun nýbygginga
Töluvert er kvartað yfir því að
einstaklingar fái neitun um lán til
kaupa á íbúðum á þeirri forsendu
að þeir standist ekki greiðslumat
og að lán megi ekki vera hærri en
80% af íbúðarverði. Þetta er öfugt
við það sem var fyrir kreppu, en þá
var boðið upp á lán
sem voru allt að 100%
af þáverandi íbúð-
arverði. Með þessu
háa lánshlutfalli á
bólutímum urðu lánin
of há miðað við eðli-
legt ástand og með
hjálp verðtrygging-
arinnar voru margir af
þeim sem keyptu íbúð-
ir á þeim tíma gerðir
eignalausir. Þeir sem
áttu inneignir í lífeyr-
issjóðum áttu þær
eignir þó áfram og nú eru lífeyr-
issjóðirnir, sem eins og aðrar lána-
stofnanir lánuðu t.d. eigendum sín-
um lán með verðtryggingu, að
kaupa þessar eignir og byggja nýj-
ar íbúðir til að leigja þessum sömu
aðilum og öðrum.
Fjármögnun nýrra íbúða virðist
nú vera að færast frá ein-
staklingum sem byggt hafa sínar
íbúðir til nota fyrir sig og fjöl-
skyldu sína yfir til fyrirtækja í eigu
banka og lífeyrissjóða sem sitja
þannig beggja vegna borðs, þ.e.
fjármagna þessi fyrirtæki sín með
vinstri hendinni og lána til ein-
staklinga, í samkeppni við þau, með
þeirri hægri. Hvað ætli hvor þess-
ara aðila borgi í vexti?
Er þetta framtíðarfyrirkomulag
húsnæðismála á Íslandi?
Eftir Sigurð
Ingólfsson
» Fjármögnun nýrra
íbúða er að færast
frá einstaklingum yfir
til fyrirtækja í eigu
banka og lífeyrissjóða,
sem sitja þannig beggja
vegna borðs.
Sigurður Ingólfsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.
Hvert stefnum við í
húsnæðismálunum?
Kalk er mikilvægt næringarefni í líkamanum.
Það er ómissandi til að viðhalda sterkum
• Beinum
• Tönnum
• Vöðvum
• Taugaviðbrögðum
• Blóðstorknun
Lífræn jurtablanda sem auðveldar
og eykur upptöku kalks.
Nýtist líkamanum vel.
Nánari upplýsingar á
www.heilsa.is
Fæst í heilsuvöruverslunum
og apótekum
Fljótandi kalk
frá Salus
Inniheldur ásamt öðru þykkni
úr gulrótum, rósaber og mangó.