Morgunblaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Við teljum Ísland til réttarríkja. Meðal annars þurfa Íslend- ingar ekki að þola frelsisskerðingar af hálfu ríkisins, nema farið sé að lögum við ákvarðanir um þær. Ef við erum beitt valdi tilheyrir það rétti okk- ar að fá að vita strax og unnt er hvernig staðið var að valdbeit- ingu og hvort þar var farið að lögum. Hinn 16. júní sl. birtist í Frétta- blaðinu forsíðufrétt um að fyrrver- andi forstjóri Kaupþings hefði kært til lögreglu Benedikt Bogason, nú- verandi hæstaréttardómara, fyrir að hafa á árinu 2010, í embætti sínu sem héraðsdómari, kveðið upp úr- skurð um símahlustun hjá forstjór- anum, án þess að hafa farið að lög- um við meðferð málsins og uppkvaðningu úrskurðarins. Hafði forstjórinn tilgreint í kæru sinni hvað hann teldi að farið hefði úr- skeiðis við meðferðina. Beiðni hans um opinbera rannsókn hafði verið vísað frá meðal annars á þeirri for- sendu að hugsanlegar sakir væru fyrndar. Hinn 19. júní sl. beindi ég í blaða- grein hér í Morgunblaðinu nokkrum spurningum til Benedikts Bogason- ar af þessu tilefni. Þær snerust allar um að hann upplýsti um einfaldar staðreyndir. Nauðsyn- legt var að mínum dómi að fá svör við þeim til þess að geta borið traust til dómarans áfram. Lét ég í ljós von um að hann hefði ekk- ert af sér gert og að svör hans myndu upp- lýsa það. Spurningarnar voru þessar: 1. Hafði hann fengið skriflega beiðni frá sér- stökum saksóknara um símahlustun, áður en hann kvað upp úrskurðinn? 2. Hvaða önnur gögn lágu fyrir honum á því augnabliki? 3. Var málið tekið fyrir á þingstað Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækj- artorg í Reykjavík? 4. Er það rétt sem segir í frétt blaðsins, að lögreglumenn hafi sótt úrskurðinn á heimili dómarans í Reykjavík og þá hafi engar for- sendur fylgt niðurstöðunni? 5. Mætti sérstakur saksóknari á dómþing í málinu? 6. Óskaði hann eftir því við lög- reglumennina sem sóttu úrskurðinn til hans að skrifleg beiðni um síma- hlustunina yrði fengin honum síðar? Engin vandkvæði eru á því fyrir hann að svara þessum einföldu spurningum. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá dómaranum um málið. Á hinn bóginn hafa komið fram skólabræð- ur hans og vinir og boðað okkur það fagnaðarerindi að dómarar í landinu megi ekki svara fyrir sig þó að fram séu settar ásakanir á þeirra hendur um að hafa misfarið með það vald sem þeim hefur verið fengið til skerðingar á frelsi borgara. Þessi kenning er stórbrotin. Hún er auðvitað röng. Sem betur fer. Krafa þess sem valdi er beittur um að fá upplýsingar um atvik við vald- beitinguna gengur fyrir hagsmunum valdsmannsins af að fá að beita valdi sínu án þess að þurfa að svara ein- földum spurningum sem til hans er beint. Sannir vinir Benedikts dóm- ara ættu að hvetja hann til að svara í stað þess að gera honum þann óleik að halda því að honum að hann hvorki geti það né megi. Hvers vegna svarar Benedikt ekki spurningunum? Er það vegna þess að rétt svör myndu sýna að hann hafi ekki hreinan skjöld í mál- inu? Ég trúi því varla. Ég vona líka að þögn hans eigi sér ekki þá skýr- ingu að hann telji sjálfan sig vera orðinn svo merkilegan mann að hann þurfi ekki lengur að virða borgara svars, þó að því sé haldið fram opinberlega að hann hafi mis- farið með vald til að skerða frelsi þeirra. Um skerðingar á frelsi Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gunnlaugsson »Ég vona líka að þögn hans eigi sér ekki þá skýringu að hann telji sjálfan sig vera orðinn svo merkilegan mann að hann þurfi ekki lengur að virða borgara svars. Höfundur er lögfræðingur. Gott gæðastjórn- unarkerfi með straumlínustjórnun (e. lean management) gefur þann ramma sem þarf til að bæta starfsemina á hverjum þeim þáttum sem ósk- að er eftir í fyrir- tækjarekstri. Þar má benda á ISO 9001, sem er eitt stærsta og árangursríkasta gæðakerfi í heiminum í dag. Það er ekki tilviljun að yfir 750 milljónir fyrirtækja í 161 landi hafa innleitt þetta gæðastjórnunarkerfi með góð- um árangri. Stjórnkerfin ISO 9001 og straum- línustjórnun vinna sameiginlega á ferlastjórnun og á aðgerðum starfs- manna til að skapa virði fyrir við- skiptavininn. Sameiginlega skapa kerfin skilvirkara framleiðslu- og þjónustuferli með meiri gæðum og styrkja þannig rekstrar- og markaðsstöðu fyrirtækisins. Eitt af lykilatriðum í öllu þessu ferli er við- skiptavinurinn, sem er forsenda fyr- ir tilveru fyrirtækisins. Þannig skil- ar það viðskiptavininum nákvæmlega því sem hann vill fá, á réttum tíma, í réttri röð, í réttu magni, án frávika og með minnstum mögulegum tilkostnaði. Flest stór fyrirtæki hafa unnið með aðferðafræði ferlastjórnunar á einn eða annan hátt sem snýr bæði að straumlínustjórnun og ISO 9001. Þegar ferlarnir hafa verið einfald- aðir og starfsmenn virkjaðir öðlast starfsmenn meiri ábyrgð, fá aukið hlutverk og meiri skilning á því sem skiptir máli og starfsánægja eykst. Við erum ekki ein í heiminum, samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði. Stjórnkerfin eiga erindi til allra þeirra fyrirtækja sem vilja gera bet- ur með því að eyða sóun, auka sveigjanleika, uppfylla þarfir við- skiptavina og efla virðissköpun. Hvort sem fyrirtækin eru stór eða smá, í þjónustu eða framleiðslu, á aðferðafræði straumlínustjórnunar og ISO-gæðakerfanna vel við að gera betur og ná árangri. Straumlínu- stjórnun og ISO 9001 Eftir Kristínu Þórarinsdóttur og Steingerði Þorgilsdóttur Kristín Þórarinsdóttir » Stjórnendur fyrir- tækja eru ávallt að skoða leiðir til að bæta reksturinn, ná fram betra skipulagi, minnka rekstrarkostnað og há- marka arðsemi. Höfundar eru ráðgjafar í gæðamálum hjá PDCA ráðgjöfum. Steingerður Þorgilsdóttir - með morgunkaffinu Heflar, standborvélar, hjólsagir, bútsagir, loftpressur, sogkerfi og margt fleira. Tæki og tól á flottu verði Zipper trésmíðavélar, öflugar og hagkvæmar Sýningarvélar á staðnum. Einnig lamir, höldur, lím og aðrar vörur fyrir smíðar. Borðsög 250 mm blað 31.776 kr. Pokasog 100 mm barki 29.026 kr. Bútsög 210 mm blað 28.091 kr. Hefill/afréttari 210 mm breidd 50.110 kr. Sambyggð vél 5 stöðvar 178.448 kr. Loftpressa 200 l/50 l kútur 32.335 kr. Súluborvél 13 mm patróna 17.382 kr. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.