Morgunblaðið - 09.07.2014, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Tengdafaðir minn, hlaupa-
félagi, fjallgöngufélagi, bók-
haldsfélagi en síðast en ekki síst
traustur og góður vinur lést um
hádegisbil fimmtudaginn 3. júlí í
faðmi fjölskyldunnar. Ég kynnt-
ist Katli vorið 2003 þegar við
Bára rugluðum saman reytum
okkar. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og naut sín ávallt
vel í öllum fjölskylduhittingum.
Hann var mjög framsýnn og
dugmikill maður og mikil fyr-
irmynd á svo mörgum sviðum.
Um fimmtugt veiktist hann al-
varlega og í framhaldi af því fór
hann að hlaupa með ÍR skokk
hópnum sem reyndist honum
mjög vel, en hann hafði alla tíð
verið mikill útvistar- og íþrótta-
maður. Ég varð þess heiðurs að-
njótandi að fara þrjár hlaupa-
ferðir erlendis með Katli. Sú
fyrsta var til Búdapest haustið
2003, þar sem hann tók þátt í
maraþonboðhlaupi. Vorið 2007
fórum við í fjölskylduferð til
Kaupmannahafnar þar sem við
Ketill hlupum heilt maraþon.
Fjölskyldan var á hliðarlínunni
og hvatti okkur óspart áfram.
Hann var hógvær í markmiðum
og ætlaði að hlaupa á um 6
klukkustundum, en viti menn,
hann fór fram úr björtustu von-
um og kom í mark á 4 klukku-
stundum og 58 mínútum, sem er
frábær árangur hjá manni sem
varð 70 ára síðar sama ár. Árið
eftir fórum við til Gautaborgar
og hlupum hálft maraþon með
hádegisskokkhópnum. Einnig
tók hann þátt í Norðurlanda-
móti öldunga sem haldið var á
Íslandi 2008 og keppti í 3.000 m
hlaupi og hlaut silfur í sínum
flokki. Hann var mikill baráttu-
maður og gaf ekkert eftir fram
til síðustu stundar. Hann var
búinn að skrá sig til keppni í 10
km í Reykjavíkurmaraþoni í
ágúst og ætlaði þá að taka þátt
20. árið í röð. Ekkert verður af
því en fjölskyldan ætlar að
hlaupa honum til heiðurs í
ágúst. Síðast þegar við spjöll-
uðum saman nokkrum klukku-
stundum fyrir andlátið sagði ég
honum að við ættum eftir að
taka marga hlaupatúra saman
þegar hann næði heilsu. Því
miður verður ekki af því að
sinni, kæri vinur, en við hitt-
umst síðar og klífum fjöll og
hlaupum út um allar trissur.
Ketill hélt andlegri reisn og
húmor til síðustu stundar. Hann
er einn hugrakkasti maður sem
ég hef kynnst. Brekkan var
brött niður síðust vikurnar og
það var svo komið að hann átti
ekki marga leiki í stöðunni.
Hann lék þeim eina leik sem var
mögulegur, það er að fara í að-
gerð sem var tvísýn og líkurnar
ekki honum í hag. Aðgerðin
gekk vel og maður trúði því að
hann næði að klífa þessa bröttu
brekku. En allt kom fyrir ekki,
hann gerði allt sem í hans valdi
stóð og uppgjöf var ekki val-
kostur. Aðfaranótt fimmtudags-
ins 3. júlí kom símtalið sem við
höfðum kviðið fyrir. Ketill hafði
lent í hjartastoppi og staðan var
tvísýn. Alla nóttina biðum við
milli vonar og ótta. Undir morg-
un var orðið ljóst að orrustan
væri töpuð. Ketill kvaddi rétt
fyrir hádegi umvafinn fjölskyld-
unni. Það verður skrítið að geta
ekki tekið upp símann og hringt
í tengdapabba og leitað ráða hjá
honum. Við vorum góðir vinir,
náðum vel saman og áttum svo
margt sameiginlegt. Söknuður-
inn er sár en minning um góðan
vin lifir um ókomin ár. Hvíl í
friði, kæri vinur. Þinn tengda-
sonur,
Örn Gunnarsson.
Ég ligg upp í rúmi að hlusta á
lagið gamli góði vinur eftir
Mannakorn, þessi orð minna
mig á hvað þú varst fyrir mér.
Á meðan tárin renna úr augum
mér rifja ég upp allt það sem þú
gerðir fyrir mig og það sem við
gerðum saman. Þegar ég kvaddi
þig og þakkaði þér fyrir að vera
frábær afi sagðir þú dálítið við
mig sem ég mun aldrei gleyma,
„þú varst alltaf góður vinur“.
Eftir samtalið okkar áttaði ég
mig á að þú varst ekki bara afi
minn, heldur einnig kennarinn
minn en fyrst og fremst vinur
minn, gamli góði vinur minn.
Vináttu þinnar mun ég sakna
mest. Þú varst sá sem mættir á
körfuboltaleiki hjá mér og
horfðir á mig spila, mættir á
dansleiki og horfðir á mig leika,
bauðst mér með á kvikmynda-
námskeið, kenndir mér að
keyra, kenndi mér að smíða,
kenndir mér hagfræði, kenndir
mér að laga bílinn og svo margt
fleira sem ég tek með mér út í
lífsleiðina. Þú hrósaðir mér og
sýndir mér hversu stoltur þú
varst þegar ég afrekaði. Þú
varst svo miklu meira en bara
góður afi, þú varst alvöruvinur.
Við áttum margar góðar stundir
saman, allt frá því að stríða
hvor öðrum og hlæja saman yfir
í umræðumikla göngutúra. Við
spjölluðum oft um bústaðinn og
Þjóttuselið því það eru þín af-
rek. Við sátum einnig nokkuð
oft og ræddum um Njálu, þú
unnir sögunni og ég vissi hversu
vel þú kunnir að meta að ég
sýndi því áhuga, það gera al-
vöruvinir, það gerðum við, við
sýndum ástríðu og áhugamálum
hvor annars einlægan áhuga og
stuðning og uppskárum fyrir
það einstaka vináttu, vinátta afa
og barnabarns sem ég mun
aldrei nokkurn tímann gleyma.
Við vorum báðir miklir fjöl-
skyldumenn og mjög aktívir og
kannski var það þess vegna sem
við vorum svona miklir vinir. Þú
hafðir góða nærveru og veittir
mér öryggi. Elsku afi, þú verður
mér ávallt mikil fyrirmynd,
þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig og þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Elsku afi, vitur varstu
stuðnings, trausts og vina gættir.
Elsku vinur, farinn ertu
virtur, vænn þú lífið bættir.
Arnar Jónsson.
Elsku afi minn.
Það eru margar góðar stundir
sem ég fékk að njóta með þess-
um yndislega manni. Hann var
ríkur í hamingju og gaf mikið til
þeirra sem voru í kringum hann.
Hvernig hann kaus að lifa sínu
lífi mun alltaf vera mikil fyr-
irmynd í mínu lífi. Ég hef stund-
að íþróttir alla mína ævi og hef-
ur það alltaf gefið mér mikið að
hugsa til hans, hann hefur sýnt
mér það að allt er hægt ef mað-
ur reynir nógu mikið. Hann var
ein sterkasta manneskja sem ég
hef þekkt. Minningarnar um
hann afa minn eru ein af mínum
bestu eignum. Ég er fullur af
stolti fyrir að hafa þekkt hann
og að hafa átt hann sem afa.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
Svo fallegur, einlægur og hlýr
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða
Við hittumst samt aftur á ný
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma
Gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
Þó kominn sért yfir í aðra heima
Mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Ástþór Arnar Bragason.
Kæri afi. Ég minnist símtal-
anna okkar og ömmu yfir Atl-
antshafið. Það var alltaf frabært
að heyra frá ykkur, vita hvað á
daga ykkar dreif og segja ykkur
sögur af Emmu.
Mer þótti alltaf mjög vænt
um að heyra frá ykkur og
hlakkaði ég alltaf til að heim-
sækja ykkur og drekka með
ykkur kaffi.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért farinn. Þegar ég var yngri
var ég viss um þú myndir lifa að
eilífu. Stóri, sterki og duglegi afi
minn sem lét aldrei neitt stoppa
sig. Þú gerðir alltaf hið ómögu-
lega og sama hvað, þá kvartaðir
þú aldrei.
Fyrir mér vissir þú allt um
heiminn og geiminn, vissir alltaf
hvað ætti að gera og hvað væri
rétt og rangt. Þú kenndir mér
að elska nátturuna og að vera
ég sjálf. Að vera sterk og aldrei
gefast upp. Þú varst fyrirmynd
sem ég mun aldrei gleyma, allt-
af sakna og ég vona að ég geti
kennt Emmu Sóleyju eitthvað af
því sem þú kenndir mér. Að
ekkert er ókeypis í lifinu, að ef
ég vil eitthvað þá þarf ég að
vinna og berjast fyrir því, án
þess að kvarta.
Þetta gerðir þú ... og þú gerð-
ir það med bros á vör.
Tinna.
Elsku afi, þú ert fyrirmynd
mín og hetja. Takk fyrir margar
góðar stundir í gegnum ævina.
Þín verður sárt saknað og þú
verður alltaf með mér.
Hvíldu í friði, elsku afi minn,
ég elska þig.
Þín afadóttir,
Ásdís María Grétarsdóttir.
Baráttumaðurinn, frændi
minn, er fallinn frá. Því fylgir
mikill söknuður og sorg. Ketill
Arnar var í fjölskyldunni alltaf
kallaður Arnar og það var ekki
fyrr en á fullorðinsárum að ég
uppgötvaði að hann var út í frá
alltaf kallaður Ketill.
Það var alltaf hátíð í bæ þeg-
ar að Arnar og fjölskylda komu
í heimsókn. Fullorðna fólkið sat
inni að spjalla yfir kaffi á meðan
við krakkarnir fórum út að
leika. Að sama skapi var æv-
intýri líkast að heimsækja þau í
flotta bústaðinn í Selinu, fá að
leika í læknum, kanna gilið og
baka kökur í krakkahúsinu. Það
var samt í rauninni ekki fyrr en
á fullorðinsárum sem ég kynnt-
ist Arnari betur, sem er eflaust
ósköp eðlilegt. Þá varð fljótt
ljóst að Arnar frændi var ein-
staklega vel liðinn af öllum og
að hann sá oft manngæði í fólki
sem aðrir séu ekki eins auðveld-
lega. Ef hann lofaði einhverju
þá stóð það eins og stafur á bók,
það var hægt að treysta því og
aldrei heyrðist hann hallmæla
nokkrum manni eða kvarta,
þrátt fyrir áföll sem hann og
fjölskyldan urðu fyrir. Meiri
áföll en leggja ætti á eina fjöl-
skyldu.
Þegar hann fór að finna fyrir
heilsubresti og fékk upplýsingar
um að eina leiðin til að halda
sjúkdómnum niðri væri að
hreyfa sig gerði hann það. Hann
varð fyrirmynd okkar allra, fór
að hlaupa, fyrst lítið eins og
vera ber og síðan lengdust
hlaupin alltaf. Svo mikið lengd-
ust hlaupin að þegar kom að
sjötugsafmælinu hélt hann upp
á það með því að hlaupa heilt
maraþon í Kaupmannahöfn. Við
vorum öll svo stolt af honum,
elsta hlauparanum í fjölskyld-
unni.
Árið 2007 stofnuðu dóttir
hans og eiginmaður hennar
fjallgönguklúbbinn Toppfara og
Arnar fór í meira mæli að ganga
á fjöll. Tveimur árum seinna
barst í tal í tengslum við ætt-
armót, að bjóða upp á fjöl-
skyldugöngu á Heklu. Arnar
hafði fyrst gengið á Heklu,
sunnanfrá, árið 1957 og því þótti
okkur þetta góð hugmynd. Í maí
2009 var haldið í þessa ógleym-
anlegu göngu. Það voru ekki
margir úr stórfjölskyldunni sem
mættu, því sennilega fannst
flestum þetta hálfgerð vitleysa,
en auðvitað mætti Arnar og 3
kynslóðir úr hans fjölskyldu.
Það var þungt yfir þegar lagt
var í hann, svolítil súld og allir í
regnfötum. Eins og alltaf gant-
aðist Arnar bara með veðrið,
renndi síðan á einum tímapunkti
niður rennilásnum á buxunum
til að sýna okkur hinum að hann
væri sko bara í regnbuxum og
síðan stuttbuxum innan undir.
Eftir ánægjulega göngu á topp-
inn, í engu skyggni, skemmtum
við okkur konunglega á leiðinni
niður með því að renna okkur á
rassinum niður brekkurnar,
þrjár kynslóðir, sá elsti 71 árs.
Tveimur árum seinna var stór
jöklaganga á Hrútfjallstinda í
Öræfajökli. Þetta þykir ein erf-
iðasta dagsgangan sem farin er
á jökul hér á landi og Arnar gat
ekki látið þessa göngu framhjá
sér fara. Í heiðskíru veðri var
lagt í hann, á broddum og í línu
þegar ofar dró, með þunga bak-
poka. Í þessari göngu varð
manni ljóst í hvers konar formi
Arnar var því hann fór létt með
þetta, blés varla úr nös og ef
það þurfti að bíða eftir einhverj-
um var það mun yngra fólk. Að
standa á einum tinda Hrútfjalls-
tinda þennan dag í heiðskíru
veðri og útsýni eftir því með
Arnari frænda, er ein dýrmæt-
asta minningin um þennan ótrú-
lega baráttu- og útivistarmann.
Það er erfitt að kveðja Ketil
Arnar, sem verður í hjarta mínu
alltaf ein flottasta fyrirmynd
með ég hef kynnst. Óbilandi
bjartsýni var án efa það sem
hjálpaði Arnari á erfiðum tímum
og þegar alvarlegir hlutir bárust
í tal fór Arnar oftar en ekki að
gantast. Þegar veikindi komu
upp var Arnar farinn að skipu-
leggja hvað hann ætlaði að gera
þegar hann væri búinn að ná
sér og farinn að horfa fram á
veginn. Hann sagðist ætla að
fara með stæl og það gerði
hann. Einhvern veginn efast ég
ekki um að það hafa orðið fagn-
aðarfundir með Arnari og syni
hans Hannesi sem kvaddi fyrir
20 árum og þeir eiga án efa eftir
að fylgjast með okkur hinum um
ókomin ár og hvetja okkur
áfram í erfiðum brekkum. Ef ég
fæ á tilfinninguna í einhverri
brekkunni að einhver hvísli í
eyrað á mér að vera ekki með
neinn aumingjaskap er alveg á
hreinu hvaðan þau skilaboð
koma.
Far þú heill, Ketill Arnar.
Hugrún Hannesdóttir.
Ketill, vinur minn, íþrótta- og
fjallafélagi, hefur kvatt þennan
heim. Það er eiginlega erfitt að
átta sig á að það hafi gerst
svona hratt. Það eru ekki nema
nokkrar vikur síðan, nánar til-
tekið 22. maí, að við spiluðum
badminton saman, settumst nið-
ur á eftir með félögum okkar,
fengum okkur gosflösku og
spjölluðum um alla heima og
geima. Hann sagði okkur að
hann hefði nýlega fengið
appelsínugula beltið í austur-
lenskri bardagaíþrótt er Soo
Bakh Do heitir og var hreykinn
af.
Við eigum margs að minnast.
Mér kemur í hug að fyrir aðeins
þrem árum gengur við Ketill
ásamt Toppfarafélögum okkar á
Hrútfjallstinda í Vatnajökli.
Þetta var frekar erfið ganga,
mun erfiðari en Hvannadals-
hnjúkur. Gangan tók um 18
klukkustundir, frá miðnætti til
um sexleytið eftir hádegi. Ketill
var 74 ára þá og lét sig ekki
muna um að skreppa þarna upp.
Á leiðinni niður vorum við tveir
með seinni mönnum, lögðum
okkur til hvíldar á miðri nið-
urleið og fengum okkur kríu-
blund. Um kvöldið tókum við
þátt í sameiginlegum málsverði
með göngufélögum okkar og
skáluðum í rauðvíni fyrir góðum
fjallasigri.
Nú er hann okkur horfinn,
þessi knái útivistarmaður, stolti
faðir og góði félagi. Við sem trú-
um á líf eftir þetta líf getum
verið þess fullviss að Ketill mun
ganga til nýrra verkefna af
sömu einurð og hann gerði í
þessu lífi. Hann mun horfa til
okkar hinum megin frá og fylgj-
ast með okkur þótt við getum
ekki séð til hans. Við hugsum
hlýtt til hans um leið og við
kveðjum hann. Og ég trúi því að
hann meðtaki þá kveðju.
Fyrir hönd félaga minna í
fjallgöngufélaginu Toppförum
flyt ég fjölskyldu Ketils inni-
legar samúðarkveðjur. Hans
verður saknað.
Björn Matthíasson.
Við hittumst í hópi glöðum
en hver fer næst veit enginn.
Enn er úr okkar röðum
einn fyrir leitið genginn.
Þannig orti séra Hjörtur
Pálsson þegar fréttist að dauð-
inn hefði höggvið enn eitt skarð
í hóp skólafélaganna, sem út-
skrifuðust úr Menntaskólanum
á Akureyri á þjóðhátíðardaginn
1961. Við höfum fyrir sið skóla-
systkinin, að hittast á glöðum
stundum tvisvar á vetri og
ferðast saman á hverju sumri til
að treysta böndin hvert við ann-
að og landið okkar. Ketill var
elstur í okkar hópi. Ég kynntist
honum ekki mikið í skóla, og
hópurinn tvístraðist að loknu
stúdentsprófi við nám og störf á
ýmsum sviðum þjóðlífsins. Um
miðjan aldur átti ég um nokk-
urra ára skeið oft erindi á skrif-
stofu bændasamtakanna, þar
sem Ketill starfaði sem lands-
ráðunautur á sviði landbúnaðar-
hagfræði. Einhverju sinni stóð
þannig á að það vantaði mann í
badmintonhóp, sem ég var í. Þá
rakst ég á Ketil á gangi bænda-
skrifstofunnar og bað hann að
hlaupa í skarðið. Þannig hófust
endurnýjuð kynni okkar. Ketill
var hógvær maður í allri fram-
göngu og ekki vanur að brýna
röddina en allt viðmót hans
geislaði hlýju og drenglyndi. Við
badmintonfélagarnir höfðum
fyrir sið að setjast niður eftir
hvern leik og ræða dægurmálin.
Ketill var vandaður til orðs og
æðis og talaði af gætni um
menn og málefni. Oft brosti
hann kíminn þegar við hinir sát-
um þungbúnir og þótti illa horfa
í málefnum þjóðarinnar. Ketill
var góður íþróttamaður, gekk á
hæstu fjöll og stundaði lang-
hlaup fram á síðasta dag. Hann
var vöðvastæltur og algerlega
laus við þann óþarfa sem vill
setjast utan á menn þegar þeir
komast á virðulegan aldur. Því
var ekki létt að mæta honum
þegar þannig stóð á að við vor-
um tveir á badmintonvellinum.
Hann var dulur um einkahagi
sína og því var mér ókunnugt
um, þegar við kvöddumst eftir
síðasta tíma vorsins, ákveðnir að
hittast aftur að hausti, að tví-
sýnt yrði um endurfundi. Fyrir
nokkrum árum leiddi Ketill okk-
ur skólasystkini sín um merk-
isslóðir sýslunnar sinnar, Rang-
árvallasýslu, ásamt Sigurði
Sigurðarsyni dýralækni. Sú ferð
var okkur öllum minnisstæð. Ég
er forsjóninni þakklátur fyrir að
fá að kynnast honum, og veit ég
að þar tala ég einnig fyrir munn
félaga okkar og skólasystkina.
Ég færi Auði Ástu, börnum
þeirra og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Davíð Gíslason.
Elsku amma, nú
hefur þú kvatt
þennan heim. Fjöl-
skyldan öll mun
sakna þín og nær-
veru þinnar óendanlega mikið.
Allar góðu stundirnar, umræður
um gamla tíma og hvernig hlut-
irnir og allt lífið hefur breyst á
gervihnattaöld. Þú sem hafðir
alltaf frá svo miklu að segja og
gast deilt ótöldum reynslusög-
um úr lífi þínu. Umræðuefni
skorti ekki um hin ýmsu málefni
og var hægt að ganga að því
vísu að þú héldir uppi umræðum
svo tímunum skipti. Aldrei kom-
um við að tómum kofunum þeg-
Kolbrún
Ármannsdóttir
✝ Kolbrún Ár-mannsdóttir
fæddist 1. mars
1932. Hún lést 26.
júní 2014. Útför
Kolbrúnar fór fram
4. júlí 2014.
ar við heimsóttum
þig í Funalindina,
svo ötul varstu að
bera í okkur kræs-
ingarnar.
Þú sem hefur
ferðast heimshorna
á milli og stigið
fæti í flestar heims-
álfur varst okkur
fyrirmynd í því
hvernig maður á að
lifa lífinu og taka á
því með jákvæðum og opnum
huga. Maður upplifði þig svo
sannarlega sem sannkallaða
súperömmu, og ég var ekki í
nokkrum vafa um að orðasam-
bandið að „kalla ekki allt ömmu
sína“ mætti rekja til Kollu
ömmu.
Sem barn minnist ég þess
hve gaman það var að fara aust-
ur í heimsókn til ömmu og
Reynis afa á Egilsstöðum. Fá að
upplifa landið, fara í vélsleða-
ferðir, á skíði í Oddsskarði þar
sem amma gaf enga afslætti ef
óharðnað barnabarnið að sunn-
an var með væl. Þegar ég fékk
að koma upp í vinnu til þín á
Pósti og síma, þú hafðir tekið til
öll fötin mín sem ég átti að vera
í þann daginn og þegar ég mót-
mælti og sagði að sokkarnir
pössuðu ekki við þessi föt, þegar
þú gerðir tvöfaldan súkku-
laðibúðing fyrir mig einan, þeg-
ar ég lifði í vellystingum hjá þér
á franskbrauði með osti hituðu í
örbylgjuofni í öll mál og þegar
þú hringdir og ég svaraði og
fékk alltaf að heyra nýjasta
brandarann frá þér.
Já, þau eru ófá augnablikin
sem rifjast upp og sérstaklega
var gaman að fá að fagna 80 ára
afmælinu þínu með stórfjöl-
skyldunni við Apavatn fyrir
nokkrum árum. Það sýndi ríki-
dæmi þitt hve lánsöm við erum
öll að hafa átt þig að og verðum
við að eilífu þakklát fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur.
Þú gortaðir oft af því hvað þú
ættir mörg börn, barnabörn og
barnabarnabörn. Þú varst ein-
staklega góð og kær börnunum
okkar Elísabetar og er það sér-
lega ánægjulegt hversu Kolbrún
okkar var hænd að og hrifin af
ykkur systrum. Hún hefur fund-
ið fyrir örygginu, kærleikanum
og kyrrðinni sem umlék ykkur
alltaf og var gaman að sjá hvað
hún sótti alltaf í ykkur. Sér-
staklega er minnisstætt þegar
við heimsóttum þig á Hrafnistu
fyrir skömmu og Kolbrún
staldraði við á leið inn til þín til
að heilsa upp á Erlu meðan við
hin löbbum framhjá án þess að
taka eftir að hún væri komin á
sömu deild og þú.
Að lokum þá er ánægjulegt
að nefna hversu kyrrlátur og
fallegur dagurinn var þegar þú
kvaddir okkur og verður
ógleymanlegt að við skyldum öll
geta átt fallega lokastund. Og
eins og Elísabet nefndi, þá var
það vottur um hvað þú varst
sterkt afl í okkar fjölskyldu að
nánast allir afkomendurnir náðu
að fylgja þér hinsta spölinn.
Takk, kæra amma, fyrir allt
sem þú hefur gefið okkur. Við
vitum að þú fylgist með okkur
og heldur áfram að gefa góð ráð
hvernig sem þú ferð að því nú.
Þú hefur alltaf fundið leið.
Hilmar, Elísabet og börn.