Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 ✝ Helga Guðna-dóttir fæddist í Stokkseyrarseli í Stokkseyrarhreppi 21. mars 1954. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 28. júní 2014. Faðir Helgu er Guðni Þor- steinsson, f. 16. júlí 1933, móðir hennar er Júlíana G. Ragn- arsdóttir, f. 25. ágúst 1933. Bróðir Helgu er Svavar Guðna- son, f. 9. september 1957. Helga ólst upp í Vestmannaeyjum. Ár- ið 1973 giftist hún Bjarna Rögnvaldssyni, f. 7. maí 1953, d. 24. desember 1999. Þau flutt- ust frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur 1977 og bjuggu lengst af í Vesturbergi í Breið- holti. Börn þeirra eru: 1) Rögn- valdur, f. 11. sept- ember 1972, kvæntur Oddnýju Arnarsdóttur og eiga þau saman eina dóttur, Þór- hildi f. 19. júlí 2013. Fyrir á Rögnvaldur þrjár dætur: Hildi Björk, f. 20. ágúst 1992, Ingibjörgu Helgu, f. 16. febrúar 1995 og Lindu Maríu, f. 19. mars 1998. 2) Anna Margrét, f. 15. september 1977, gift Þorvarði Tjörva Ólafssyni, börn þeirra eru Magnús Ernir, f. 20. sept- ember 2002 , Ari Már, f. 12. júní 2006 og Valdís Inga, f. 25. febrúar 2009. Útför Helgu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 9. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Það verður seint sagt að ævi mömmu hafi verið auðveld. Að veikjast 23 ára og glíma við heilsubrest upp frá því getur ekki hafa verið auðvelt. Aldrei heyrði ég mömmu kvarta eða minnast á heilsuleysi og var eins og hún hefði ákveðið frá byrjun að láta veikindin ekki stöðva sig. Mamma virðist ekki hafa ver- ið gerð úr sömu efnum og við hin því hún tók öllum áföllum með miklu jafnaðargeði og því mesta æðruleysi sem ég hef orðið vitni að. Ef erfiðleikar styrkja mann þá var hún í þungavigtarflokki. Hún var jákvæð út í lífið og mik- ill húmoristi og stríðin var hún. Húmorinn hélt hún í fram á síð- asta dag og veltumst við oft um úr hlátri á spítalanum þessa síð- ustu daga sem við áttum þar. Ég held að manni hætti sjálfum til að tala of mikið um veikindi hennar þegar maður talar um hana, en þá er líka nauðsynlegt að minnast þess að hún var svo miklu miklu meira en þau veik- indi sem hrjáðu hana. Á ég alveg sérstaklega góðar minningar um hana í brúðkaupinu okkar Oddnýjar þar sem við dönsuð- um fram á nótt. Jólin voru henn- ar tími og allt þeim tengt. Alltaf fyrst að spyrja í hvað mann langaði í jólagjöf og farin að huga að jólunum langt á undan öllum öðrum. Mikið var gaman að fá að fara tvisvar með henni á jólatónleika Björgvins Hall- dórssonar og upplifa þá í gegn- um gleðina og aðdáun hennar á tónlist hans. Hún reyndi að láta fötlun sína ekki stoppa sig og handavinnan átti hug hennar allan. Hún bjó til fallegar glermyndir sem flest okkar í fjölskyldunni eigum og ófáar stytturnar hefur hún mál- að. Tölvuna notaði hún svo hin síðari ár til að stytta sér stundir og halda sambandi við allt það fólk sem hún þekkti. Hún tók alltaf brosandi á móti manni hvort sem það var eftir skóla sem barn eða þegar maður kom í heimsókn eftir að ég var fluttur að heiman. Hún og pabbi voru ákaflega góðir foreldrar þó að veikindi þeirra hafi sett mark sitt á fjöl- skyldulífið en þrátt fyrir það eru það ekki veikindi eða barlómur sem standa eftir í minningunni heldur allar þær góðu stundir sem við áttum saman sem fjöl- skylda. Ég hef oft sagt það að ég hefði ekki getað valið mér betri for- eldra og stend við það. Elsku mamma, takk fyrir all- ar góðu stundirnar, mér þykir alveg óendanlega vænt um þig og vona að þú hlaupir um glöð og ánægð með pabba á betri stað. Rögnvaldur Bjarnason. Hláturinn, hlýjan og húmor- inn. Í dag kveðjum við elsku mömmu, sem var nýorðin sextug og fagnaði því innilega. Satt best að segja var ég farin að halda að hún myndi ná markmiði sínu um að verða 100 ára með hvítt hár. Hugsanir reika til baka til æskuáranna í Vesturberginu. Mamma situr inni í eldhúsi þeg- ar heim er komið, alltaf kveikt á útvarpinu og yndisleg íslensk dægurtónlist ómar um íbúðina. Við setjumst niður, spjöllum, með kakómalt, normalbrauð með osti eða jafnvel nýlöguðu rækjusalati. Mamma kenndi mér svo ótal margt, allt frá smáum hlutum og til þess hvernig manneskja mað- ur vill vera í þessu lífi. Hún hefur verið mér fyrirmynd í því hvern- ig á að takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða og þær áskoranir sem því fylgja. Hún hefur kennt mér mikilvægi þess að standa með öðrum, leysa mál- in og vera góð hvert við annað. Þakklæti og trú er tvennt sem var þér svo tamt og innilegt. Þetta hefur líklega hjálpað þér í gegnum margt af því sem þú gekkst í gegnum. Þú varst hreykin af þínu fólki og enda- laust stolt af barnabörnunum og ljómaðir alltaf þegar þú sást þau. Þú gafst mörgum svo mikið, svo miklu meira en þú gerðir þér grein fyrir. Þú varst komin með nóg af spítölum, þú ætlaðir að komast fljótt af kvenlækningadeildinni eftir að þú lagðist þar inn. En þessi mánuður var ótrúlegur, krabbameinið var dreift og lagð- ist hart á þig. Starfsfólk deild- arinnar er englar í mannsmynd, gerði allt til að lækna og hlúa að mömmu og okkur. Þú heillaðir það líka upp úr skónum með brosinu þínu og gríni, þú hafðir það alltaf „fínt“ eða „ágætt“. Enda sagðir þú oft í gegnum tíð- ina ef þú varst spurð hvernig þú hefðir það: „Ég? Það er ekkert að mér, smá beygluð höndin og fótur sem hlýðir ekki alltaf, en ekkert til að kvarta yfir.“ Hlát- urinn, hlýjan og húmorinn. Tómið í hjartanu mínu síðustu daga er ólýsanlegt. Að geta ekki skroppið til þín, heyrt í þér, „hæ gullið mitt“, „hæ ljósið mitt“, þau orð heyri ég ekki á ný. Þú varst líka svo næm á hluti sem voru að gerast, ef eitthvað hvíldi á mér. Þá voru málin rædd fram og til baka. Við ræddum dauðann dagana fyrir andlátið, þegar við vissum í hvað stefndi. Ofboðslega var það erfitt en á sama tíma er ég þakk- lát fyrir að við skyldum gera það. Við Röggi töluðum um pabba og að við bæðum innilega að heilsa honum. Og við sögðum „kysstu hann frá okkur…“. Þá kom glott á þig og þú sagðir: „Jahá auðvit- að, ég kyssi hann í kaf.“ Ég þakka þér fyrir allt, nú ertu hjá pabba, þið eruð sameinuð á ný. Það er óraunverulegt að þið séuð bæði farin, en við lofum að standa við loforðið sem við gáf- um þér á dánarbeðinum, þ.e.a.s. að passa vel upp á hvert annað í fjölskyldunni. Þó mörg sé tárin moldum þínum yfir, Þó mikið skarð oss dauðinn hafi gjört, Það mildar harm, að mynd í hugum lifir, Að minning er svo hrein og sólarbjört. Og líf þitt giftu hefir þegið þessa, að þökk því fylgir síðar eins og nú: Í heiðri mun þig eftiröldin blessa, Er ávöxt ber hvað niður sáðir þú. (Steingrímur Thorsteinsson) Þín Anna Margrét. Í dag leggjum við tengdamóð- ur mína, hana Helgu, til hinstu hvílu. Það var fyrir sjö árum sem ég og sonur hennar Rögnvaldur hófum okkar samband og ég varð hluti af fjölskyldunni. Ég vissi af því að Helga hefði veikst þegar hún var yngri en enginn gerði mikið mál úr því. Þegar ég svo hitti hana þá hálf brá mér því hún var í sjón veikari en ég hafði gert mér í hugarlund en sú til- finning varði stutt því hún var sú sem minnst gerði úr ástandi sínu og þeim heilsufarslegu áföllum sem hún hafði gengið í gegnum. Hvernig hún tókst á við erfið veikindi sín af miklu æðruleysi og húmor er nokkuð sem allir gætu dregið lærdóm af. Við Röggi höfum brallað ým- islegt saman á þessum árum og alltaf fylgdist Helga með og mik- ið sem hún var stolt af Rögga og stelpunum hans þremur. Við vorum oft upptekin við eigið líf eins og gengur og gerist og heimsóttum hana ekki nægilega oft en þá lét hún okkur yfirleitt bara heyra það og innan tíðar vorum við mætt í Breiðholtið heim til ömmu Júllu, þar sem Helga beið okkar, og gæddum okkur á kræsingunum og spjöll- uðum. Þegar við hittum lækninn á Kvennadeild Landspítalans fyrir rétt rúmum fjórum vikum grun- aði okkur ekki að þetta væru síð- ustu vikurnar með Helgu. Það var hreint ótrúlegt að fylgjast með henni. Fréttirnar voru vissulega ekki góðar en þar tók æðruleysið yfirhöndina hjá tengdamóður minni. Þetta væri bara enn eitt skiptið þar sem hún myndi berjast og sigra að lokum. Við dvöldum löngum stundum með henni á spítalanum sem voru afar dýrmætar. Það var mikið hlegið, spjallað, haldist í hendur, laumast út að „kjósa“ og einstaka tár féllu í laumi þegar við sáum hvert stefndi. Við vor- um dugleg að koma með Þórhildi dóttur okkar Rögga í heimsókn á spítalann, Helgu til mikillar gleði, og stoltið skein af ömm- unni. Minningarnar eru margar og er ég þakklát fyrir að hafa kynnst Helgu og þá sérstaklega fyrir þessar síðustu vikur. Oddný Arnarsdóttir. Enginn ratar ævibraut öllum skuggum fjarri. Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. Elsku tengdamamma, enginn var þér fremri í þeirri list sem þessar ljóðlínur Þorsteins Erl- ingssonar vísa til. Þú gladdist ætíð yfir því góða í lífinu og tókst æðrulaus á við þær marg- víslegu áskoranir sem þér var gert að glíma við. Enn í dag er það mér ráðgáta hvaðan þú sótt- ir þennan styrk, sjúkdómar og áföll máttu sín lítils gagvart honum þótt lífsandann fengju þau lagt að lokum. Það eru um tuttugu ár síðan ég hóf komur mínar í Breiðholtið til að vinna hug dóttur ykkar Bjarna. Í fyrstu var þessi ungi óreyndi Haukastrákur nokkuð kvíðinn við komuna á þessar slóðir sem svo ótal sögur fóru af í Firðinum. Kvíðinn hvarf hins vegar fljótt við komuna í Vestur- bergið enda ekki annað hægt en að hrífast með þeim léttleika sem þar ríkti: Bjarni, sólbrúnn í framan, nýkominn úr golfi, segj- andi sögur frá Eyjum með glampa í augum og bros á vör sem hrifu áheyrandann með til baka í galsann sem ríkti á æsku- slóðunum. Og þú, Helga mín, það sem þú gast haft gaman af því að stríða þessum unga óstyrka Hafnfirðingi. Húmorinn var það fyrsta sem ég kynntist hjá þér og hann var það síðasta sem þú varst reiðubúin að láta frá þér, það var morgunljóst undir það síðasta. „Að ferðast er að lifa“ er haft eftir danska ævintýraskáldinu og það duldist engum sem fór með þér í ferðalag að þar naustu þín vel. Mér eru sérstaklega minnisstæðar heimsóknir þínar til okkar Önnu til Danmerkur þar sem við sátum ýmist úti í garði, á kaffihúsi eða vorum á fleygiferð um stræti Árósa og Kaupmannahafnar og spjölluð- um um veðrið, horfðum á mann- fólkið og glöddumst yfir fólkinu okkar. Þú varst hrifin af dönsk- unni, Dönunum og sumarveðrinu þeirra, ekki síst ef hægt var að skola því niður undir sólskyggn- inu með svalandi drykk í hönd. Á ferðalögum innanlands var ljóst að hugur þinn reikaði til baka til fyrri ferða um landið sem barn með fjölskyldunni og fengu barnabörnin að heyra af eftir- minnilegum atvikum á borð við bremsulausa aksturinn niður bröttu brekkuna við Vík. Það var einmitt á ferðalagi sem okkur bárust fregnir af því hversu alvarleg veikindin þín væru. Örfáum vikum seinna var vegferðinni lokið. Arfleifð þín lif- ir hins vegar áfram: fólkið þitt og sú fyrirmynd sem þú varst. Aldr- ei sýndir þú það sterkar en á síð- ustu vikunum. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson) Þinn tengdasonur, Tjörvi. Hvað er betra en vera ungur og ör, eiga vonir og æskufjör, geta sungið, lifað leikið sér, létt í spori hvar sem er (Jón Sigurðsson) Helga vinkona mín var að kveðja. Ég vona að það sem hún sagði eitt sinn við mig hafi geng- ið eftir. Hún hafði verið að lesa bók um lífið eftir dauðann. Í bók- inni var fólki lofað því að eftir dauðann risi það upp heilt heilsu í Sumarlandinu. Hún bætti þó við: „Ég hefði viljað fá að vera upp á mitt besta eitthvað lengur í þessu lífi.“ Það var í fyrsta og eina skiptið, sem ég heyrði vin- konu mína gefa í skyn að hún, sem hafði verið sjúklingur frá 25 ára aldri, hefði átt skilið að njóta lífsins heil heilsu lengur en raun bar vitni. Lífið hafði brosað við ungu hjónunum Helgu og Bjarna á sínum tíma. Þau með orkubolt- ann Rögga lítinn og fallegu Önnu nýfædda. Búin að kaupa sér lóð og ætluðu að fara að byggja. Þá fékk Helga mikla heilablæðingu og öll plön breyttust á svip- stundu. Á næstu árum fékk Helga að auki krabbamein í bæði brjóstin. Álagið var mikið og langvarandi og svo fór að Bjarni veiktist líka, bæði líkamlega og andlega. Andlegu veikindin náðu yfirhöndinni og á aðfangadag ár- ið 1999 varð Helga ekkja, 45 ára gömul. Helga var alltaf dugleg, sterk, þrjósk, þolinmóð, sjálfstæð, dul og glaðlynd. Sem ung stúlka forkur til vinnu með ótrúlegt þrek. Þá var hún algjör listamað- ur í höndunum alla tíð. Þrátt fyr- ir að geta ekki notað aðra hönd- ina, nema til stuðnings, gat hún meira en margur. Hún vann mik- ið í gler síðustu árin. Stærsta glerlistaverkið sem hún gerði var þegar hún skipti út glerinu í svalahurðinni hjá sér fyrir verk eftir sjálfa sig. Ótrúlegt afrek og ótrúlega flott. Helga var orðvör með afbrigðum og trúði á það góða í manninum. Það þurfti mikið til að hún segði eitthvað annað en jákvætt um náungann. Hún var einstök og ein besta manneskja sem ég hef kynnst. Helga kom fram við aðra eins og frelsarinn hefði kosið. Hún fékk þau verstu spil á hönd sem hugsast getur, en hún spilaði vel úr þeim. Hún gerði allt með reisn og tók hverju áfalli sem hetja. Þrátt fyrir mikla og hamlandi fötlun elskaði Helga lífið og þráði að lifa sem lengst. Vildi fylgjast vel með sínum, vera sem mest innan um fólk og hafa ástæðu til að hlæja, já, hlæja innilega sem oftast. Ég kveð mína góðu vinkonu með þakklæti og virðingu. Við Snorri vottum börnum hennar og þeirra fjölskyldum, foreldr- um og bróður okkar dýpstu sam- úð. Vináttan gleður eins og sólargeisli, heillar eins og ævintýri, hvetur sem djarfur leiðtogi og bindur traustar en gullkeðja. (N.D. Hillis) Vertu sæl ljúfust, ég mun horfa lengi á eftir þér. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín . (Guðm. Halldórsson) Þín Hrefna. Með kímni í brúnu augunum og bros á vör, þannig man ég eft- ir Helgu, sitjandi í mjúkum hæg- indastól í Vesturberginu með ró- legt yfirbragð. Jafnvel þó að Helga hafi verið smávaxin og fín- gerð, nánast viðkvæm að sjá, bjó hún yfir meiri styrk en flestir aðrir. Með æðruleysi tókst hún á við þau verkefni sem henni voru gefin. Helga flutti ásamt Bjarna sín- um og syni til Reykjavíkur í kjöl- far gossins í Eyjum. Í Breiðholt- inu hélt hún fallegt heimili og var börnum sínum; Önnu og Rögga, góð móðir þrátt fyrir heilsubrest vegna heilablóðfalls. Húmorinn var hennar helsta vopn. Þegar Bjarni veiktist og dó hélt Helga reisn sinni. Síðustu árin hefur sterkt og innilegt samband hennar við for- eldra sína vakið aðdáun mína, Júlía og Guðni hafa stutt við Helgu með einstæðum hætti eft- ir að Bjarni lést og Anna og Röggi fluttu að heiman. Með innri styrk tókst Helga á við sitt hinsta verkefni í sumar- byrjun. Húmorinn og æðruleysið tók hún með sér um borð í Gull- vagninn. Þannig sé hana fyrir mér núna; með blik í brúnum augum við hlið Bjarna sem spilar á gítar eftirlætislögin hennar. Ég er þakklát fyrir velvild Helgu í minn garð Elsku fjölskylda, ég votta ykkur innilegustu samúð mína við missinn. Agnes Ósk Sigmundardóttir. Elsku Helga. Ég man svo vel daginn sem við hittumst fyrst og til stóð að ég yrði þinn liðveitandi næstu þrjá mánuðina til reynslu og síðan átti að sjá eftir þann tíma hvort þú eða ég hefði áhuga á áframhald- andi samskiptum. Ég var eitt- hvað vandræðaleg í fyrstu svo ég ákvað að smella fram einhverjum aulabrandara sem ég sá jafn harðan eftir að hafa gloprað út úr mér. Þú horfðir á mig eitt augna- blik en svo skelltirðu upp úr og við hlógum báðar. Þetta var upp- hafið af vináttu sem ég var svo lánsöm að vera aðnjótandi ásamt fjölmörgum skemmtilegum stundum sem við áttum saman. Mánuðunum fjölgaði og urðu loks að árum, en á þeim tíma var öll fjölskylda mín búin að kynnast þér þar sem þú varst orðin partur af henni líka því allir sem kynnt- ust þér féllu umsvifalaust fyrir glettni þinni og dillandi hlátri sem smitaði svo auðveldlega út frá sér. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum saman var þegar við fórum á tónleikana með Björg- vini Halldórs. Hann var alltaf þitt uppáhald og hafði ég meira gaman af því að fylgjast með þér lifa þig inn í lögin og syngja með en að hlusta á hann sjálfan. Minningarnar eru margar og er ég og við öll þakklát fyrir þær. Sendum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur ásamt öðrum þeim sem eiga um sárt að binda vegna frá- falls þíns. Kæra vinkona, þú fórst svo snemma, þín verður sárt saknað. Rannveig og fjölskylda. Helga Guðnadóttir Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um vinkonu mína Ingibjörgu, sem var það nafn hennar sem oftast var notað. Ég minnist Ingibjargar með mikilli hlýju og síðast þegar við hittumst var haustið 2012. Þá var að sjálfsögðu boðið upp á lambahrygg með öllu tilheyr- andi, en það haust fór ég í smá- smalamennsku í Fljótsdalnum, sem var bara til að fá smá til- finningu fyrir gömlu göngunum á Fljótsdalsöræfin. Ég minnist heimsóknar minnar í Arnalds- staði á árum áður, þegar þau Þorsteinn bjuggu þar. En þó að það væri þröngt í búi var nægt Kristrún Ingibjörg Fanney Þórhalls- dóttir ✝ Kristrún Ingi-björg Fanney Þórhallsdóttir fæddist á Lang- húsum í Fljótsdal 4. apríl 1939. Hún lést á heimili sínu, Ár- skógum 34, Egils- stöðum, 21. júní 2014. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Val- þjófsstaðarkirkju 28. júní 2014. pláss fyrir gesti. Ég og Þorsteinn fórum í smátúr inn á Selið einu sinni og einnig vorum við með í smáhey- skap inni á Þor- gerðarstöðum, sem var Þorsteini kær, enda uppalinn þar. Ég minnist Ingi- bjargar vel frá mínum árum, sem sveitastrákur á Víðivöllum. Hún var fallegasta stúlkan í Fljótsdalnum og þótt víðar væri leitað. Það var mikill sam- gangur á milli Langhúsa og Víðivalla og fórum við á Múla- rétt til að sækja fé. Þá bauð Þórhallur á Langhúsum í kaffi, en hann var göngu- og rétt- arstjóri á því svæði. Þar á bæ var mikið hjartarúm, margt um manninn, húsakynnin þröng og góðar veitingar. Þótti mér það mikilsvert að vera skyldur þessu góða fólki. Hvíl í friði, kæra frænka, en vegna búsetu erlendis, auðnaðist mér ekki að fylgja þér síðasta spölinn. Magnús Magnússon, Bruksvallarna, Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.