Morgunblaðið - 09.07.2014, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Ketill Sigurður Jóelsson býr á Akureyri og vinnur í uppskipun,en hann er verktaki fyrir Samherja og landar úr flestumskipum Samherja. „Við tökum frosinn og ferskan fisk og
flytjum í flutningaskip. Þá sinnum við einnig gámaskipum. Þetta er
mjög gott starf því ég vinn víðsvegar um landið. Svo fæ ég frídaga
inni á milli sem hægt er að eyða með börnunum.“
Afmælisdeginum verður eytt, að lokinni vinnu, í faðmi fjölskyld-
unnar. „Konan ætlar að elda og baka köku fyrir mig. Síðan förum
við kannski í göngutúr í Kjarnaskógi.“
Ketill les mikið af bókum. „Ég er mikið fyrir vísindaskáldskap.
Nýlega kláraði ég Foundation and Earth, síðustu bókina í Founda-
tion-seríunni eftir Isaac Asimov. Þá les ég einnig mikið af sjálfs-
hjálparbókum, eins og t.d. Dale Carnegie. Annars eru börnin
stærsta áhugamálið og þau taka mest af mínum frítíma, sem er mjög
skemmtilegt.“
Þá er óskaafmælisgjöfin mikil tæknigræja. „LG Gear snjallúr til
að tengja við símann væri óskagjöfin, en úrið kemur reyndar ekki út
fyrr en eftir mánuð. Þetta er mjög sniðug græja.“
Ketill á fjögur börn, þau Gylfa Rúnar, Breka Snæ, Brynhildi
Freyju og Sigríði Lilju. Maki er Edda Ósk Tómasdóttir. isb@mbl.is
Ketill Sigurður Jóelsson er 28 ára í dag
Akureyringur Ketill er fjölskyldumaður og vinnur við löndun.
Vísindaskáldskap-
ur og uppskipun
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Tvíburarnir Davíð Guðmundsson og Bryndís Guðmundsdóttir eiga 40 ára af-
mæli í dag, 9. júlí.
Árnað heilla
40 ára
B
jarni Sigurður Aðal-
geirsson fæddist á
gamla Sjúkrahúsinu á
Húsavík 9.7. 1964. Hann
var ættleiddur sem
kornabarn að Mánárbakka á Tjörnesi
og hefur átt heima þar síðan. „Ég ólst
upp við hefðbundin sveitastörf og á
æskuárunum var mikið um að krakk-
ar kæmu til sumardvalar hjá for-
eldrum mínum bæði tengdir fjöl-
skyldunni og aðrir ótengdir, sumir ár
eftir ár í tíu sumur og var oft mikið
fjör. Hefur haldist vinskapur við
marga þessa krakka alla tíð síðan.
Mikill gestagangur var á mínum
barna- og unglingsárum og oft komu
að vetrum næturgestir sem voru veð-
urtepptir jafnvel dögum saman, en þá
var vegurinn austur Tjörnes ekki
sambærilegur við það sem er í dag og
mokstur fátíður.“
Las ungur á veðurmælana
„Ég byrjaði mína skólagöngu í
Skúlagarði í Kelduhverfi, en sem bet-
ur fer var það ekki lengi. Ég var þá
hálfan mánuð í skólanum og hálfan
mánuð heima. Lá þá leiðin í Hafra-
lækjarskóla í Aðaldal og endaði í
Gagnfræðaskólanum á Húsavík og
ég tók það sem er 10. bekkur í dag
þar, en ekki var boðið upp á hann í
Hafralæk. Ekki varð skólagangan
lengri. Ég tók meiraprófið um leið og
aldur leyfði. Eins og títt er um
krakka í sveit var maður farinn að
vinna um leið og hægt var að hafa
gagn af manni og ekki hávaxinn þeg-
ar ,,litla Dudda“ ( DEUTZ d15 ) var
tekin til kostanna. Veðurathuganir
hafa foreldrar mínir verið með síðan
1956 og var höfð upphækkun á tröpp-
um veðurhússins til að stubburinn
gæti tekið veðrið ef á þurfti að
halda.“
Eftir að Bjarni fékk bílpróf vann
hann á nokkrum stöðum á Húsavík
t.d. nokkur haust á Sláturhúsi KÞ. Á
þriðjudag fyrir páska 1987 byrjaði
hann að keyra rútur fyrir Björn Sig-
urðsson á Húsavík. Það var hans at-
vinna næstu tæp átján ár, síðustu ár-
in fyrir SBA Norðurleið eftir
samruna Björns og SBA. Ók áætlun
Húsavík-Akureyri og austur á Þórs-
höfn á vetrum en með ferðamenn á
sumrum, mest í tjald- og skálaferð-
um um hálendið. „Þetta er ógleyman-
legur tími og margar og góðar minn-
ingar auk alls fólksins sem maður
kynntist. T.d. árið 2000 ók ég 634
ferðir yfir Víkurskarð og kom 194
sinnum til Raufarhafnar. Síðustu tíu
ár hef ég verið kúabóndi og uni því
ágætlega.“
– Þú ert með nyrsta kúabú lands-
ins, er það ekki rétt? „Jú, ég er með
nyrstu kýr landsins, það er alveg á
hreinu. Það er búið að mæla það ná-
kvæmlega og ég er töluvert norðar
en næsti maður.“
Les símaskrána sér til gamans
„Ég hef unnið talsvert að félags-
málum, sat um tíma í hreppsnefnd
Tjörneshrepps en það er eitthvað
sem á ekki við karlinn. Ég hef verið
Bjarni Sigurður Aðalgeirsson, bóndi á Mánárbakka – 50 ára
Fjölskyldan Myndin er tekin þegar dóttirin Sunna Mjöll útskrifaðist sem stúdent og sjúkraliði um jólin 2012.
Nyrsti kúabóndi landsins
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður