Morgunblaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Gott útsýni af
svölum – pottinum – pallinum
SÍ A 196
9
GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is
SKJÓLVEGGIR MEÐ GLERI
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Spennandi tilboð gætu borist þér til
eyrna í dag. Með öðrum orðum munt þú ekki
gera miklar kröfur til fólks í dag og því mun
ekki verða mikill þrýstingur á þig á móti.
20. apríl - 20. maí
Naut Til þinna kasta kemur með mjög við-
kvæmt einkamál. Eftirsjá? Auðvitað, en ekki í
nógu miklum mæli til að nefna það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þegar alheimslögmálið „rusl inn og
rusl út“ er haft í huga er ekki úr vegi að
skreppa í bókabúð og birgja sig upp af ein-
hverju jákvæðu og styrkjandi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Varastu að taka fljótfærnislegar
ákvarðanir í fjölskyldumálunum í dag. Sýndu
öðrum sanngirni. Reynsla þeirra er bæði
hvatning og viðvörun eftir efnum og ástæð-
um.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér gæti fundist einhver vera að senda
þér misvísandi skilaboð í dag. Njóttu þess að
ræða málin og freista þess að fá botn í hlut-
ina.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hugsaðu um að skreyta heimili þitt
með sama útbúnaði og þú myndir vilja gefa
ástvini. Fólk virðist bæði alvarlegt og jarð-
bundið í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er alltaf gaman að koma öðrum
skemmtilega á óvart. En ef einhver lumar á
uppskrift að velgengni, því ekki að slá til?
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Stjörnurnar vilja endilega minna
þig á hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór.
Mikið af því sem það aflar fer í að halda uppi
þeim vana.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fólk reynir að ná athygli þinni og
vill hana alla. Ferð án fyrirheits er vont ferða-
lag. Besta niðurstaðan fæst í beinu framhaldi
af gleði og þeirri von að allt muni fara vel á
endanum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú gefst upplagt tækifæri til þess
að svara pósti og öðrum skilaboðum sem þú
hefur ekki komist yfir að svara í vikunni. Eitt-
hvað tengt fjölskyldunni kemur þægilega á
óvart.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gerðu hvað þú getur til þess að
bæta skipulag þitt í dag. Gættu þess bara að
halda utan um þína nánustu eins og þeir gera
um þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Viljir þú hafa áhrif og koma sjálfum
þér á framfæri skaltu gera það með því að
vera þú sjálfur.
Í Ársriti Sögufélags Ísfirðinga1986 er þessi þula, sem Markús
B. Thoroddsen lærði á barnsaldri í
Tungu í Örlygshöfn:
Finndu kinn mína og gefðu mér
innfiskinn, kinnfiskinn,
úrfiskinn, búrfiskinn,
uggafiskinn, gluggafiskinn,
langfiskinn, drangfiskinn,
álkufiskinn, kjálkafiskinn,
roðið og allar himnurnar,
– svo máttu eiga það sem eftir er.
Þessi vísa af sjónum er skemmti-
leg:
Enginn veit hver yfir moldum
annars stendur
Steinbítsárinn eða Gvendur.
Svo fór að Gvendur bar hærra
hlut eftir harða viðureign.
Í Ársritinu eru vísur eftir Magn-
ús Jochumsson kaupmann á Ísa-
firði. Síðari vísan er sjálfsagt ort
þegar Einar bjó í Hraundal, en
hann hafði ekki ætíð úr miklu að
moða – mætti raunar vera að vísan
væri eftir Einar sjálfan – stendur
þar. Þeir voru bræður séra Matt-
híasar.
Magnús Jochums mögur kann
mótdrægt nokkuð bera.
Lasta eða lofa hann
læt ég aðra gera.
Hraundalur í eyði er
annað má ei segja
fátækur þó fífu ver
fái þar að deyja.
Eins og kunnugt er verður
landsmót hagyrðinga á Hótel
Heklu 20. september, en það er á
Brjánsstöðum á Skeiðum. Vita-
skuld eru hagyrðingar farnir að
brýna tólin, – eða eins og segir í
Hávamálum:
Brandur af brandi
brenn uns brunninn er,
funi kveikist af funa.
26. júní birtist í Vísnahorni
þessi staka Guðmundar Stef-
ánssonar, sem hann orti á Leirn-
um:
Berst hún snjöll um víðan völl
vísan okkar slynga
og hlátrasköll um Skeiðin öll
á skemmtun hagyrðinga.
Hún varð síðan kveikjan að
þessari vísu Jóns Arnljótssonar:
Skellum oss á Skeið í haust
Skírni til að sjá og heyra,
ef það verður eitthvað laust,
ekki hret og fært að keyra.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af fiski og vísnasmiðum
lífs og liðnum
Í klípu
„NEI, EKKERT BRAUÐ FYRIR AFA.
HANN ER Á GLEÐILAUSU FÆÐI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG TAPAÐI MILLJÓNINNI SEM ÞÚ
LÁNAÐIR MÉR. HVERT ER ÞÁ NÆSTA
SKREF HJÁ OKKUR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem gerir
lífið sætt.
MELKORKA UGLA
LOPADÓTTIR!
ÆTLI HÚN SÉ GIFT
OG MEÐ BÖRN?
ÉG ÆTLA AÐ
GISKA Á „NEI“.
ÁR-
BÓK
ÁR-
BÓK
ÁR-
BÓK
ÉG HEF ÁTT MJÖG
ERFITT MEÐ SVEFN
UNDANFARIÐ.
AF HVERJU PRÓFAR ÞÚ
EKKI AÐ TELJA KINDUR?
AF ÞVÍ AÐ ÉG Á EKKI
NEINAR KINDUR.
Það er gaman að koma á Strand-irnar og langt þangað til að land
mun liggja þar undir skemmdum
vegna átroðnings. Engu að síður
hefur umferð aukist þar verulega að
sumarlagi og alls ekki hægt að stóla
á að geta verið einn með sjálfum
sér.
x x x
Trékyllisvík hefur löngum veriðnotuð sem hluti fyrir heild þeg-
ar talað er um afskekkta staði.
Hrafn Jökulsson gerði þessum slóð-
um skemmtileg skil í bók sinni Við
ysta haf: Mannlíf og náttúra í Ár-
neshreppi á Ströndum. Þar stendur
Finnbogastaðaskóli og voru fimm
börn þar við nám í vetur. Skólinn
komst í fréttir í vor þegar Vigdís
Grímsdóttir rithöfundur var ráðin
þar til kennslu næsta vetur.
x x x
Í Trékyllisvík stendur hús eða bær,sem ber nafnið Kört. Þar er
minjasafn og hægt að kaupa ýmsa
minjagripi á borð við pennaveski
með áletruninni Ég er Stranda-
stelpa. Víkverja grunaði strax að
Kört hefði verið einhver útlend-
ingur, sem hingað hefði þvælst, en
það var öðru nær. Nafnið mun dreg-
ið af skeri eins og það var nefnt á
dönskum kortum og merkir stutt.
x x x
Á safninu í Kört kennir ýmissagrasa. Þar eru myndir af fólki,
verkfæri, eitthvað um galdra og
sitthvað fleira. Víkverja fannst
ánægjulegt hvað Jensínu Guðrúnu
Óladóttur ljósmóður (1902-1993) var
gert hátt undir höfði á safninu. Þar
var taskan hennar og tækin og lang-
ur texti um feril hennar og afrek.
Ljósmóðurstarfið hefur verið erfitt
og oft þurfti Jensína að fara langan
veg. Síðan gat bið eftir fæðingu orð-
ið nokkur. Jensína var ljósmóðir í
áratugi, tók á móti á þriðja hundrað
börnum og lifði hvert einasta fæð-
inguna. Síðast tók Jensína á móti
barni þegar hún var orðin áttræð og
hafði ekki gegnt ljósmóðurstörfum
svo árum skipti. „Það var sem hún
færðist öll í aukana og kastaði elli-
belgnum þegar hún kom inn til
sængurkonunnar,“ sagði í afmæl-
isgrein um Jensínu níræða. Og auð-
vitað gekk allt að óskum.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla
hann í lofsöng. (Sálmarnir 69:31)