Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 1
Tækjakosturinn sem vísinda- menn við gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls nota er háþróaður og eru dæmi um að einn radar kosti allt að 250 milljónum króna. Vísindamenn fara hins vegar að öllu með gát og er tækjunum komið þannig fyrir að auðvelt er að fjarlægja þau hratt og vel. Ekki í hættu 250 MILLJÓNA KR. RADAR M Á N U D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  209. tölublað  102. árgangur  BRJÓSTAGJAFA- BOLIR ÚR MJÚKRI MERINÓULL NÝTT ÍSLENSKT LEIKRIT HÉR ER FÁTT Í UMHVERFINU SEM GLEPUR RÓÐARÍ 26 STAÐARFELL 12HÖNNUN SYSTRA 10 Haustið er komið og rigningar þess hellast nú yfir landið. Ungviðið lætur það þó ekkert á sig fá og býr sig út eins og aðstæður bjóða. Þessar ungu hnátur voru að leik í Laugardal í Reykja- vík í gær. Fram eftir vikunni má gera ráð fyrir votviðri um landið sunnanvert, en norðanlands og austan verður veðráttan öllu betri. Hiti verð- ur gjarnan í kringum 10 stig með frávikum til beggja átta. Haustið er komið og rigningin hellist yfir landið Morgunblaðið/Ómar Bleyta verður í borginni fram eftir vikunni Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vísbendingar eru um að askja Bárð- arbungu sé enn að síga og á meðan svo er má ekki búast við því að gosið norðan Vatnajökuls hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings. Syðstu sprungurnar í Holuhrauni hættu að gjósa í gær en hraunið úr upphaflegu sprungunum náði út í farveg Jökulsár á Fjöllum. Ekki var orðið vart við sprengivirkni þar í gær en gufa steig upp af hrauninu. Skjálftavirkni hélt áfram og mældist einn stærsti jarðskjálfti frá upphafi óróans og eldsumbrotanna í gærmorgun. Sá var 5,4 að stærð. Skjálftarnir eru merki um að sig sé enn í gangi. Magnús Tumi segir að sigið nemi um hálfum til einum metra á dag, sé það jafnt. „Bárðarbunga er að síga og kvik- an sem undir er leitar út í kviku- ganginn og Holuhraun. Á meðan askjan sígur er ekki við því að búast að gosið hætti,“ segir hann. Töluvert magn af brennisteins- tvíoxíði kemur upp úr gosinu í Holu- hrauni og hefur blá móða legið yfir hluta Austurlands undanfarna daga. Há gildi þess mældust á mælum ál- versins í Reyðarfirði á laugardag, þau hæstu sem mælst hafa hér á landi frá því að mælingar á mengun hófust árið 1970. Sambærileg og hærri gildi eru þó þekkt í stórum iðn- aðarborgum erlendis að því er kom fram í tilkynningu frá Umhverfis- stofnun og sóttvarnalækni. „Það er greinileg blá móða hér. Á Fáskrúðsfirði sér maður fjöllin nán- ast hverfa í móðuna. Tunglið hefur verið rautt undanfarið og sólin dauf,“ segir Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fjöllin hverfa í móðuna  Umtalsverð SO2 -mengun og blá móða yfir Austurlandi  Jarðskálftar vísbending um að Bárðarbunga sígi enn  Samningar náðust á föstudag milli Icelandair og Félags flug- umsjónarmanna sem boðað höfðu vinnustöðvun næstkomandi mið- vikudag, hefði samkomulag ekki náðst fyrir þann tíma. Aðeins 11 manns eru í félaginu, þar af 9 starfsmenn Icelandair sem lesa í ýmis kort og tölur og útbúa þannig flugáætlanir. Launahækkanir þær sem flug- umsjónarmenn fá eru á svipuðu róli og aðrir launamenn hafa fengið á síðustu misserum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugumsjón Samið og áfram er flogið. Samið við flug- umsjónarmenn  „Það kallar alla jafna á nokkuð flókna og leiðin- lega útreikninga fyrir sjálfstætt starfandi fólk að greiða sjálfu sér laun,“ segir Ólaf- ur Páll Geirsson, forritari og einn af aðstandendum vefsins Launa- skil.is. Vefurinn býður notendum upp á einfalda leið til að reikna laun og launatengd gjöld gegn mánaðar- legri áskrift. „Forritið talar síðan við ýmis önnur kerfi, s.s. greiðslukerfi líf- eyrissjóðanna og skattstjóra, og birtast samsvarandi greiðsluseðlar í netbanka notandans,“ segir Ólaf- ur Páll og bendir á að hefðbundnari leiðir séu mun flóknari. »14 Þjónustan reiknar út launatengd gjöld Á launaskil.is má reikna út launin.  Tilraunir á nýju bóluefni við ebólu sýna að það veitir öpum ónæmi í að minnsta kosti tíu mán- uði. Tilraunir hófust á mönnum í liðinni viku í Bandaríkjunum og munu þær einnig fara fram á Bret- landi og í Afríku, að sögn BBC. Fjórum öpum var gefið mótefnið. Fengu þeir banvænan skammt af ebólu fimm vikum síðar og lifðu all- ir. 5. september höfðu 2.105 manns látist af völdum ebólufaraldursins í Afríku, helmingur þeirra í Líberíu. Bóluefni veitir öp- um ónæmi við ebólu Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í úttekt sem gerð var á Verslunar- skóla Íslands fyrir menntamálaráðu- neytið kemur fram að nemendur með laka meðaleinkunn virðist eiga litla möguleika á að sækja fram- haldsskóla með bekkjarkerfi. Aðhald bekkjarins gæti einmitt að mati höf- unda úttektarinnar hentað nemend- um með laka náms- og félagslega stöðu. Þá kemur einnig fram að nem- endur sem eiga auðvelt með nám virðast oftar ná árangri óháð kerfi. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslun- arskóla Íslands, segir mikla ásókn í bekkjarskóla á borð við Verslunar- skólann og Menntaskólann í Reykja- vík gera að verkum að þeir skólar geti að jafnaði valið úr hópi bestu nemenda úr grunnskóla. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að þegar nýir framhaldsskólar eru stofnaðir eru þeir áfangaskólar á sama tíma bekkjarkerfin eru vinsælust hjá nemendum og foreldrum nemenda. Of fáir bekkjarskólar?  Lakari nemendur eiga síður kost á aðhaldi bekkjarkerfis MBekkjarkerfi lokað »4 MRándýr tæki á gosslóð »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.