Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 10

Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ég leitaði um allt aðbrjóstagjafabol úrmerinóull þegar ég varmeð þriðja barnið á brjósti en fann hvergi,“ segir Helga Dögg Flosadóttir. Hún sá sér því leik á borði og fékk klæðskera- menntaða systur sína, Aðalheiði Flosadóttur, til liðs við sig og sam- an hófu þær að hanna og framleiða brjóstagjafaboli úr merinóull sem nefnast Gjöf undir merkinu Hlýleg. Gjöfin er hlýleg og stendur svo sannarlega undir nafni. „Þegar maður er kominn með fleiri en eitt barn og er með annað á brjósti þá þarf maður að fara út úr húsi hvernig sem viðrar hér á landi. Þá er mikilvægt að halda hlýju á brjóstunum og merinóullin er sérstaklega vel til þess fallin.“ Á fullt í hönnunina Helga Dögg benti á að bolir úr merinóull hefðu ekki auðvelt að- gengi að brjóstinu því þeir væru oftar en ekki með þröngt hálsmál og ermar. Það væri því ekki einfalt að notast við slíkar flíkur við brjóstagjöf. Ár leið frá því að systurnar hófust handa við framleiðsluna og varan kom í búðir. „Þetta hefur gerst hægar en við vildum en við vorum báðar í fullri vinnu.“ Helga Dögg starfar sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í efnagreiningu og er með doktors- próf í eðlisfræði. Aðalheiður var ráðgjafi hjá Sparnaði, en hún mun gefa sér meiri tíma í hlýlega hönn- un þennan veturinn. Merinóullin varð fyrir valinu vegna einstakra eiginleika hennar. Hún er mjúk, hlý og andar vel. Eiginleikar hennar nýtast best þeg- ar hún er sem næst húðinni. „Þetta er fínasta efni sem hægt er að fá. Allir sem þekkja hana velja hana ítrekað aftur. Það er hægt að klæðast henni inni án þess að vera að kafna. Í merinóull- inni eru einnig bakteríudrepandi eiginleikar. Það gerir það að verk- um að ekki kemur vond lykt af flík- um úr henni eins og af öðrum sem eru t.d. úr gerviefni. Þar að auki má þvo efnið sem við notum í Systur hanna brjóstagjafaboli Þegar Helga Dögg Flosadóttir var með sitt þriðja barn á brjósti fann hún hvergi hlýjan bol úr merinóull sem auðvelt var að nota við brjóstagjöf. Hún fékk systur sína, Aðalheiði Flosadóttur, til liðs við sig, en hún er með bakgrunn í klæðskera- og kjólasaumi og saman hófu þær framleiðslu á brjóstagjafabolunum Gjöf, en þeir eru úr merinóull. Þeir eru komnir á markað undir merkinu Hlýleg, og fást í versl- uninni Móðurást. Ný lína frá Hlýleg er væntanleg fyrir jólin. Brjóstagjafabolur Fallegur bolur sem einfalt er að nota við brjóstagjöf. Verðandi foreldrar velta því flestir fyrir sér hvor kosturinn sé betri fyrir barnið og umhverfið: Einnota bleiur eða fjölnota taubleiur. Þeir foreldrar sem vilja kynna sér fyrri kostinn geta fengið að gjöf pakka frá Íslensk-Ameríska, ÍsAm, sem inniheldur nýburableiur fyrir við- kvæma húð, blautklúta, fjölnota Pampers-poka og bækling fyrir verð- andi foreldra. Foreldrar geta skráð sig á vefsíðu ÍsAm og nálgast pakk- ann hjá fyrirtækinu. Auk þess er á síðunni að finna hlekk inn á breska síðu framleiðand- ans og þar má sjá ýmis ráð ætluð verðandi foreldrum. Bæði tengjast þau heilsu móðurinnar á meðgöngu, heilsu nýburans og umhirðu húðar- innar. Áhugaverðir pistlar um nær- ingu nýbakaðrar móður og eitt og annað tengt hreyfingu og heilsu al- mennt er einnig að finna á síðunni. Vefsíðan www.isam.is/pampers Morgunblaðið/RAX Ungviði Að ýmsu þarf að huga í tengslum við nýbakaða foreldra og nýbura. Fyrir verðandi foreldra Í dag, mánudaginn 8. september, er bókasafnsdagurinn haldinn hátíðleg- ur í bókasöfnum landsins og er um að gera að kynna sér dagskrá safnanna. Til dæmis má skoða söfn Borgar- bóksafnsins en í tilefni dagsins bjóða þau upp á bókmenntamola til and- legrar hressingar, glæný bókamerki, lauflétta bókasafnsgetraun auk til- boðs á lestrardagbókum á meðan birgðir endast. Í aðalsafni fer fram verðlaunaafhending Bókaræmunnar, örmyndasamkeppni um lestur og bækur fyrir 13-20 ára, kl. 17 og kl. 18 verður ljóðatorg safnsins opnað formlega á 5. hæð safnsins. Endilega … …munið Bóka- safnsdaginn Morgunblaðið/Styrmir Kári Hátíð Bókasafnsdagurinn er í dag. Síðastliðinn laugardag veitti lista- maðurinn Erró Ásdísi Sif Gunnars- dóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristins- dóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Afhendingin fór fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þegar sýning Ásdísar sem heitir Skipbrot úr fram- tíðinni/Sjónvarp úr fortíðinni, var opnuð ásamt sýningunni Erró og lista- sagan og sýningu listamannanna Moj- oko og Shang Liang, Gagnvirkur vegg- ur. Ásdís hefur sýnt verk sín víða og m.a. voru myndbandsverk eftir hana sýnd í Centre Pompidou-safninu í Par- ís. Erró stofnaði listasjóð Guðmundu til minningar um móðursystur sína og er sjóðnum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Þetta er í fimm- tánda skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til lista- konu sem þykir skara fram úr. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Ís- lands og Listasafnsins á Akureyri. Úthlutað úr sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur Sérstæður myndheimur Ásdísar Sifjar vekur víða athygli Afhending Ásdís Sif, Erró og Dagur B. Eggertsson við verðlaunaafhendinguna. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.