Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Í þessum töluðum orð-um er ég í bíltúr hérum sveitina okkar með Magnúsi bróður mín- um, sem er hér heima í fríi en hann hefur búið úti í Svíþjóð hátt í aldarfjórð- ung. Þetta svæði á í okkur hvert bein,“ segir Árni Ei- ríksson á Skúfslæk í Flóa- hreppi sem er 48 ára í dag. Þar á bæ á hann allar sínar rætur enda fór svo að leið- in lá aftur í sveitina þegar stofnað hafði verið til fjöl- skyldu. Þau Sólveig Þórð- ardóttir eiginkona hans eiga samtals fjögur börn. Segir Árni velferð þeirra hafa ráðið miklu um að þau settu sig niður á Skúfslæk. „Hér nánast á næsta bæ er skólinn okkar og árang- ur af starfi nemenda og kennara þar þykir góður, sem skapar sveitinni að- dráttarafl. Réðu skólamálin nokkrum um að ég fór að skipta mér af málum hér,“ segir Árni sem tók sæti í sveitarstjórn Flóahrepps fyrir fjórum árum. Ákvað svo eftir nokkra hvatningu að halda áfram og þróuðust mál svo, í kjölfar sigurs Flóalistans í kosningum síðasta vor, að hann var valinn oddviti. Sveitarstjórnarmálin, sem eru býsna fjölbreytt, segir Árni vera tímafrek. „Þetta verður seint sagt tómstundastarf. Ég minnkaði við mig í aðalstarfinu hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti til þess að geta sinnt hvoru tveggja,“ segir Árni. Aðspurður segir hann áhuga- málin meðal annars vera ferðalög upp um fjöll og firnindi. Áhugi á jeppum og mixi við þá hafi alltaf fylgt sér, enda hefur Árni lengi starfað við vélaviðgerðir. „Ég byrjaði í vélvirkjanámi en hvarf frá því, enda bjóst ég við að starfsvettvangur minn yrði annar. Samt hefur þetta vélabras verið rauði þráðurinn í minni tilveru, að vera með skiptilykil í annarri hendi og skrúfjárn í hinni. Og því kann ég bara ljómandi vel,“ segir Árni sem er Sunnlendingur í húð og hár, Árnesingur í föðurlegg en Eyfellingur í móðurættina. sbs@mbl.is Árni Eiríksson er 48 ára í dag Flóamaður „Fór að skipta mér af mál- um,“ segir Árni Eiríksson á Skúfslæk. Oddviti með skipti- lykil og skrúfjárn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfjörður Íris Anna Aronsdóttir fæddist 10. maí 2014 í Reykjavík. Hún vó 3.418 g og var 50 cm að lengd. For- eldrar hennar eru María Arnarsdóttir og Aron Sölvi Ingason. Nýir borgarar Guðrún Steina Sig- urbjörnsdóttir og Sara Lind Jóhannesdóttir héldu tombólu á Ísafirði og seldu fyrir 5.550 krónur sem þær gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta A nna Sigríður fæddist í Reykjavík 8.9. 1974: „Fyrstu æviárin bjó ég við Búrfellsvirkjun. Pabbi fékk vinnu við virkjunina þegar hann lauk námi úr Vélskólanum og foreldrar mínir bjuggu þar í 12 ár. Ég var því fyrsta árið mitt í Ásaskóla í Gnúpverja- hreppi. Þegar ég var sjö ára fluttum við í Hafnarfjörðinn og ég var í Engidals- skóla, Víðistaðaskóla og í Öldutúns- skóla. Ég lærði líka á klarinett og var í skátunum í Hraunbúum í Hafn- arfirði. Með skátunum fékk ég að sjá heiminn í öðru ljósi, fór t.d. á al- heimsmót skáta í Suður-Kóreu með viðkomu í Japan og kynntist þar gjörólíkum menningarheimum. Ég var þrjú sumur í sveit í Gnúpverja- hrepp en það var skemmtileg upp- lifun og ég á mjög góðar minningar þaðan. Þá var ég fjögur sumur í ung- lingavinnunni í Búrfellsvirkjun, kynntist skemmtilegum krökkum og endurnýjaði kynni mín við þá krakka sem ég hafði búið með í Búrfellsvirkjun sem barn.“ Anna Sigríður stundaði nám við Flensborg en hætti fljótlega námi og fór út á vinnumarkaðinn, vann í Lakkrísgerðinni Appolo og í bóka- búðinni hjá afa sínum, Bókabúð Böðvars. Hún hóf síðan almennt skrifstofunám við Viðskipta- og tölvuskólann 1994 og lauk þaðan prófum, lauk síðan prófum í tölvu- fræði í Iðnskólanum í Reykjavík, tók stúdentspróf, lauk prófum í við- skiptafræði með tölvufræðivali við HR í framhaldi af því, hóf síðar nám í verðbréfamiðlun við HR fyrir sex árum og lauk prófum sem löggildur verðbréfamiðlari. Meðan Anna Sigríður var í námi hóf hún störf við iðgjaldadeild í Anna Sigríður Arnardóttir viðskiptafræðingur – 40 ára Ferming Anna Sigríður og Arnar með börnunum, Maríu, Karli Ágústi og Andreu, á fermingardegi Karls Ágústs. Ánægð í ömmuhlutverki Mæðgur Anna Sigríður og Andrea í sól og sumaryl við Dettifoss. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.guinot.com HYDRADERMIE • Húðin fær aukinn raka og mýkt • Þéttir húð og gefur fallega áferð • Árangur sést strax eftir meðferð Andlitsmeðferð Snyrtistofur: www.guinot.is Guinot sérhæfir sig í árangursríkum andlits- meðferðum og snyrti- vörum sem viðhalda árangri meðferða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.