Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 24

Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki láta koma þér á óvart þótt eignir þínar skipti þig miklu í dag. Mundu að hólið skilar betri árangri en ávítur og veitir sjálfum þér meiri vellíðan. 20. apríl - 20. maí  Naut Hikaðu ekki við að grípa gæsina þegar hún gefst. Lykilviðskipti, ekki síst af fjár- hagslegum toga, ganga vel í dag og jákvætt uppgjör er í sjónmáli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Til þess að framkvæma það ómögulega þarf manni fyrst að detta í hug eitthvað óhugsandi. Ef þú lætur verða af því reyndu þá að gera það fyrri hluta dags. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að taka ekkert sem sjálfsagðan hlut ella muntu iðrast þess síð- ar. En til að forðast allan misskilning skaltu samt ræða málið við viðkomandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólk bregður á leik og sprellar en þig langar mest til þess að fara í apótek og kaupa sápu, sjampó og sitthvað smálegt. Treystu innsæi þínu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinsældir þinar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Sýndu fyrirhyggju í fjármálum. Hlutirnir ættu því að fara að ganga upp. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú er þreyttur skaltu ekkert vera að pína þig í að gera hluti sem mega bíða til morguns. Breytingar eru lögmál lífsins, hvort sem manni líkar betur eða verr. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Við viljum öll stýra því hvernig aðrir sjá okkur, en sjálfsþekking er trúlega eina stjórntæki okkar. Láttu því reyna á samstarfsvilja annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert svo önnum kafinn að þú hefur varla tíma fyrir sorgina sem eitt sinn var svo þrálát. Einhver í sérkennilegum þrætuham verður á vegi þínum og tefur fyrir þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Framlag þitt til samfélagsins skiptir miklu fyrir heildamynd þess. Með því að vasast í of mörgu sjálfur stefnir þú ár- angri af framlagi þínu í hættu. Nýttu þér meðfætt tímaskyn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hlaupabraut atvinnulífins reynir meira á en vanalega. Gættu þess að þú fáir þá hvíld sem þú þarft á að halda. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hálfnað er verk þá hafið er segir máltækið. Að taka sér of langan tíma er svo aftur munurinn á misbresti og góðum ár- angri. Davíð Hjálmar Haraldsson sagðiá Leirnum á fimmtudag, að í morgun hefðu fréttamenn tekið gleði sína á ný; – þeir fengu að fara aftur á gosstöðvarnar eftir bannið: Fréttamenn að eldfjalls yl ólmir beina tólum, hópi þeirra hleypt er til sem hrútunum á jólum. Pétur Stefánsson var í öðrum hugleiðingum. „Brennivín er böl,“ sagði hann og bætti síðan við: Ef ég bragða brennivín, brátt það dofa veldur, ófrýnn verð ég eins og svín og andinn sljór og geldur. Kaffi drekk ég, ekki öl. – Að því geri skóna; það er rugl og bölvað böl Bakkusi að þjóna. Þetta gekk fram af Friðrik Stein- grímssyni sem svaraði: Óhug nokkrum á mig slær, í mig sestur beygur, nú er Pétur orðinn ær eða jafnvel feigur. Pétur lætur ekki eiga hjá sér:. Svo þú öðlist sálarfrið, ég segi það og skrifa, batnandi mönnum best er við brennivínsskort að lifa. En Friðrik gefur sig ekki: Misjafnt lánið virðist vort, vel ég í það rýni, leitt finnst mér að líða skort líka á brennivíni. Pétur heldur sínu striki: Gæti hver að sjálfum sér, svona upp á grínið. Ljúft finnst mér að lifa hér laus við brennivínið. Áfengisvandamálið blasti öðru vísi við Ármanni Þorgrímssyni, þar sem hann var staddur í Borgarfirði eystra árla dags: Sólarfullt er sumarið, sérhver drukkinn fjallatindur, leikur golan lognið við, löngu hætt að þykjast vindur. Bjarni Stefán Konráðsson þakk- aði Ármanni fyrir skemmtilega vísu og allan kveðskapinn síðustu mán- uði, sem gaf Kristjáni Eiríkssyni til- efni til að rifja upp gamla vísu úr Borgarfirði eystra með þeim um- mælum að þannig kvað faðir þeirra landskunnu Hafnarbræðra: Þegar ég skilst við þennan heim, þreyttur og elliboginn, eg mun róa árum tveim inn í Sæluvoginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hleypt til á fjöllum og af Bakkusi og Borgarfirði eystra Í klípu „ÞETTA ER NÚ ÞAÐ MINNSTA SEM BANKINN GAT GERT EFTIR AÐ HAFA KLIPPT Á ÖLL KREDITKORTIN OKKAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ MÁTT ALVEG VERA Á UNDAN MÉR, EF ÞÚ ÆTLAR AÐ LEGGJA INN PENINGA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... gjöfin sem heldur áfram að gefa. HRAÐBANKI ÞETTA BJARNARSKINN ER Á ÚTSÖLU Í ÞESSARI VIKU OG FÆST Á ALVEG ROSALEGA GÓÐU VERÐI! ERTU VISS UM AÐ ÞETTA SÉ BJARNAR- SKINN? FRÚ MÍN GÓÐ! ERTU AÐ DRAGA ORÐ FANNARS FELDSKERA Í EFA?! NEI NEI, ÞAÐ ER BARA ÞESSI HVÍTA RÖND EFTIR BAKINU ...! GÆLUDÝRASTÖÐIN KYNNIR ... NÁTTFÖT FYRIR KETTI! HÉR ER TÁSA AÐ SÝNA FALLEG FÖT ÚR FLÓNELI. ÆI, GÓÐU BESTU ... ALDREI FÆ ÉG SVONA FÍNT. Af myndum og frásögnum aðdæma virðist flest í tívolíinu sem var í Vatnsmýrinni í Reykjavík endur fyrir löngu hafa verið frekar fátæklegt. Fjarlægð tímans hefur þó sveipað þennan stað ævintýraljóma, eins og alltaf gerist þegar minning- arnar breytist í myndir og ljóð. Og væntanlega fannst einhverjum Hörpugesta Stuðmanna sl. laugar- dagskvöld, sem staðinn muna, þeir aftur vera komnir á fornar slóðir. Fyrir hina var ekkert tiltökumál að láta sig berast á vængjum ímynd- unaraflsins í veröld sem var. Og Stuðmenn fóru létt með þetta. Á sviðinu var sungið og spilað og sér brugðið í allra kvikinda líki, en þær fígúrur mátti líka sjá á stórum myndskjá ofan við sviðið. Og svo dunaði músíkin, þar sem var sungið um Hveitibjörn, Svarta-Pétur, Vetr- argarðinn, Baldur og Konna og fleiri. x x x Stuðmenn eru tímalausir. Löginná til allra aldurshópa og á tón- leikunum um helgina var fólk alveg frá tvítugu til sjötugs, sem skemmti sér vel. Kunni lögin og frasana, söng hástöfum, smellti fingrum og sumir tóku trommusólóa á sætisbríkum. Og þegar við átti stóð fólk úr sætum sínum, stappaði niður fótunum, ruggaði sér í lendunum og sneri sér í hring. Þetta var með öðrum orðum sagt íslensk alþýðuskemmtun í allra hæsta gæðaflokki. x x x Í Hörpunni var þverskurður þjóðar-innar. Tónleikagestir voru fólk sem sinnir fjölbreyttum verkefnum í daglegum störfum sínum. Þarna hitti Víkverji og sá lækni, prest, fast- eignabraskara, kokk, bílasala, sendi- herra, húsasmið, skrifstofudömu, sjúkraþjálfara og svo mætti áfram telja. Og í þessari flóru og fjölbreyti- leika liggur hundurinn grafinn, það er að í lögum og leik Stuðmanna er eitthvað óútskýranlegt element sem flestir geta samsamað sig við. Fígúr- urnar sem sungið er um eiga sér sjálfstætt líf, líkt og af holdi og blóði séu. Og fólkinu í landinu eru Stuð- menn mikilvægir því hljómsveitin, bæði liðsmenn hennar, lög og ljóð, er á margan hátt sjálf íslenska þjóðar- sálin. víkverji@mbl.is Víkverji Já, vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, vona á Drottin. (Sálmarnir 27:14) Sérsmíðaðar baðlausnir Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is • Einangrunargler • Gluggar (Ál og PVC-plast) • Hurðir (Ál og PVC-plast) • Speglar • Gler • Hert gler • Lagskipt öryggisgler • Litað gler • Sandblástur • Álprófílar • Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu- skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.