Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Auðlind – leiklistarsmiðja frum- sýnir leikritið Róðarí eftir Hrund Ólafsdóttur í Tjarnarbíói 16. sept- ember og er það þriðja leikritið sem hún skrifar fyrir atvinnuleik- hús. Í verkinu hittast þrjár systur, einn bróðir og móðir þeirra á tí- ræðisaldri. Systkinin þurfa að hittast vegna þess að ein systirin veikist og þarf á hjálp að halda. Það reynist þeim erfiðara viðfangs að eiga samskipti og ráða fram úr málum en þau hafa búist við. Hrund stofnaði leiklistarsmiðj- una Auðlind fyrir tveimur árum: „Það gerði ég fyrst og fremst til að koma leikritinu mínu á fram- færi,“ segir Hrund. „Það er erfitt að koma nýjum íslenskum leik- ritum á framfæri í stóru leikhús- unum. Það eru svo margir að skrifa og stórmál að fá leikhúsin til að lesa leikritin og taka afstöðu til þeirra. Ég hef reyndar verið heppin því Þjóðleikhúsið keypti eftir mig leikrit árið 2005. Ekkert er samt öruggt í þessum málum og maður þarf stöðugt að vinna í því að koma sér á framfæri. Leik- húsin eru í vali sínu á verkum að reyna að gera öllum til hæfis og það kostar peninga og áhættu að frumsýna ný íslensk leikrit og það er miklu öruggara að biðja ein- hvern um að gera leikgerð af vin- sælli bók. Þannig verk geta auð- vitað verið mjög góð en það er bara ekki það sama og frumsamið leikrit eða leiksýning.“ Leikrit fyrir eldri leikkonur Fyrsta leikrit Hrundar fyrir at- vinnuleikhús var Frelsi sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 2005 og fjallaði um unglinga sem gera uppreisn gegn kerfinu, síðan kom Hústakan og núna Róðarí. Leik- arar sýningarinnar eru Margrét Guðmundsdóttir sem lék áratug- um saman í Þjóðleikhúsinu og hef- ur ekki stigið á sviðið í sjö ár, Anna Kristín Arngrímsdóttir sem lék sömuleiðis í áratugi í Þjóðleik- húsinu en lék í Ferjunni í Borgar- leikhúsinu síðastliðið vor, Guð- björg Thoroddsen sem hefur ekki leikið á sviði síðan árið 2000, Hall- dóra Björnsdóttir sem var ein helsta leikkona Þjóðleikhússins í mörg ár en stígur aftur á svið eft- ir margra ára fjarveru og Kol- beinn Arnbjörnsson sem útskrif- aðist frá LHÍ fyrir nokkrum árum Athygli vekur að allar persón- urnar og þrjár leikkvennanna eru konur á miðjum aldri, en oft er talað um að erfitt sé fyrir leik- konur sem komnar eru á þann aldur að fá góð hlutverk. „Hug- myndin að verkinu kviknaði þegar verið var að æfa leikrit mitt Frelsi í Þjóðleikhúsinu, en áður hafði ég unnið í höfundasmiðju í leikhús- inu,“ segir Hrund. „Ég sá að í Þjóðleikhúsinu var mikið af hæfi- leikaríkum leikurum sem þurfa að fá meira að gera og þar á meðal eru margar konur sem eru komn- ar yfir fertugt en afar fá hlutverk eru skrifuð fyrir þær. Leikkonur sögðu við mig: Það væri dásam- legt að fá kvenleikskáld sem skrif- ar fyrir okkur, ,,Skrifaðu fyrir okkur!“ og ég var sammála þeim um þetta. Síðan fór sú hugmynd að gerjast með mér að skrifa leik- rit fyrir eldri leikkonur um ákveð- ið efni sem hafði ásótt mig og sjö árum eftir að hugmyndin kviknaði sótti ég um styrk til Leiklistar- ráðs og Sviðslistasjóðs til að vinna verkið.“ Heljarkraftur í leikhúsinu Spurð um efni verksins segir Hrund: „Leikritið fjallar um systkini sem reyna að tala saman og leysa úr máli eftir að hafa ára- tugum saman verið á ágætum stað í lífinu, að eigin mati, en ekki átt mikil samskipi. Einn daginn þurfa þau að ákveða hvort þau eigi að taka ábyrgð gagnvart systurinni sem veikist. Þótt þau eigi sameig- inlega fortíð sem börn og systkini þá hjálpar það ekki í þessum að- stæðum því þau þurfa að takast á við vandamál sem er hér og nú. Þeir sem frétta af efni leikritsins segja mér að þeir þekki það af eigin reynslu eða hjá öðrum; að fólk þrái alltaf að eiga góð sam- skipti en eigi oft erfitt með það af einhverjum orsökum, stundum jafnvel vegna óvináttu milli fjöl- skyldumeðlima.“ Leikstjóri sýningarinnar er Er- ling Jóhannesson og Hrund ber mikið lof á hann og leikara sýn- ingarinnar. „Það er gaman að fylgjast með Erling og öllu þessu reynda fólki vinna og ég gleðst á hverjum degi. Leikararnir eru Persónur kalla á mann  Hrund Ólafs- dóttir er höf- undur leikrits- ins Róðarí sem fljótlega verður frumsýnt í Tjarnarbíói Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.