Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 6

Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 menn sem sagt var upp. „Það verður bara að segjast eins og er, að það er mjög bagalegt að fá niðurskurðinn á þeim tíma þar sem við erum að keppast við að reyna að ljúka þessu annars vegar og hins vegar þar sem við er að taka mannaflsfrek málsmeðferð fyrir dómi,“ segir hann. En var niðurskurðurinn í uppsigl- ingu? „Það hefur í sjálfu sér ekki verið gerð nein áætlun um 2015. Áætl- unargerðin sem lá fyrir 2010 tiltók bara tímabilið 2010-2014. Það er ekki ennþá búið að taka ákvörðun um framhaldið. Sem kannski væri skynsamlegast að hafa fyrir stafni áður en gerð er veruleg breyting á starfseminni hér,“ segir Ólafur. Ekki dregið úr álaginu Í maí sl. skilaði allsherjar- og menntamálanefnd áliti um skýrslu innanríkisráðherra um skipulag og tilhögum rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum en Ólafur seg- ir engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um málið síðan þá. Hann játar því að óvissa ríki um starfsemi sér- staks saksóknara á næsta ári. „Já, í raun og veru vantar annars vegar ákvörðun um þetta og hins vegar þarf náttúrlega með ein- hverjum hætti að taka þá annars vegar ákvörðun um framhaldið og hins vegar í raun og veru umbreyt- inguna frá núinu og yfir í það. Það þarf að vera eitthvert ferli, það er nú kallað eftir því,“ segir hann. Starfsmenn embættisins voru 110, auk sérfræðinga, þegar mest var í upphafi árs 2012 en verða um 50 eftir uppsagnirnar nú. Ólafur segir álagið hins vegar ekki hafa minnkað. „Nei, við sáum það nokk- uð snemma á þessu ári að máls- meðferðirnar myndu nú teygjast vel fram á næsta ár og kalla eftir mikl- um mannafla og við komum þeim sjónarmiðum á framfæri. Við sjáum það náttúrlega þegar við erum að undirbúa þessi mál sem hafa farið gegnum dómstóla að það liggur að baki alveg óvenjumikil vinna. Hún hvílir satt best að segja að mjög miklu leyti á ákæruvaldinu, sönn- unarfærslan er á okkar hendi,“ seg- ir Ólafur. Hann segir að ekki gangi að fara með alvarleg og stór mál fyrir dómstóla en kasta hendi við undirbúninginn. „Það er alveg ótæk staða,“ segir hann. Óvíst um lokaniðurstöðu Ólafur segir að fækkunin hjá embættinu muni hægja á vinnslu mála. „Það mun draga úr framleiðni sem þessu nemur og draga mál á langinn, fyrirsjáanlega. Og við höf- um náttúrlega bara af því verulegar áhyggjur. Því ég held að það skipti gríðarlega miklu máli að það verði þannig búið um hnútana að rann- sóknir á hrunmálunum fari að taka einhvern enda,“ segir hann. Ólafur segir að þrátt fyrir að fækkunin geri ráð fyrir að 50 manns verði eftir hjá sérstökum saksóknara hafi menn enga vissu fyrir því að það verði lokaniður- staðan, þar sem óvissa sé um hvort gripið verði til enn frekari niður- skurðar. En mun hann eiga viðræður við ráðherra dómsmála um stöðuna hjá embættinu? „Við höfum komið upplýsingum um verkefnastöðu og fjárhagsstöðu embættisins til ráðherra og ráðu- neytisins þannig að ráðuneytið er alveg upplýst um þessi atriði,“ segir Ólafur. „En það er orðið mjög knýj- andi að þessu verði markaður ein- hver ákveðinn farvegur,“ segir hann. Niðurskurðarhnífurinn bítur  96 mál enn í rannsókn hjá sérstökum saksóknara, þar af 39 hrunmál  Uppsagnir munu draga úr framleiðni hjá embættinu  Brýnt að ákvörðun verði tekin um framtíðarskipan mála Morgunblaðið/Ómar Sérstakur saksóknari Stefnt er að því að ljúka rannsóknum á svokölluðum hrunmálum fyrir áramót. Málaþungi » Frá því að embætti sérstaks saksóknara var stofnað hefur það tekið 637 mál til rann- sóknar. » 187 mál hafa verið send í ákærumeðferð. » 330 málum hefur verið lokið með öðrum hætti, þ.e.a.s. ver- ið vísað frá, rannsókn hætt, þau sameinuð öðrum málum eða send öðrum embættum. » 96 mál eru enn í rannsókn, þar af 39 mál sem tengjast efnahagshruninu. » Starfsmenn embættisins voru 110 þegar mest var en eru í kringum 50 í dag. » Embættið mun hafa 292 milljónir króna til að spila úr á næsta ári en áætlaður kostn- aður á þessu ári er 900 millj- ónir. VIÐTAL Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Niðurskurður á fjárveitingum til embættis sérstaks saksóknara kem- ur sér afar illa, þar sem yfir stend- ur mannfrek málsmeðferð fyrir dómstólum og unnið er að því hörð- um höndum að ljúka rannsóknum á svokölluðum hrunmálum. Þetta segir sér- stakur saksókn- ari. Átta starfs- mönnum var sagt upp hjá embætt- inu í vikunni og átta lög- reglumönnum veitt lausn frá starfi, í kjölfar þess að fyrir lá að fjárveitingar til sérstaks sak- sóknara, samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 2015, munu nema 292 milljónum króna á næsta ári en kostnaður við embættið á þessu ári verður um 900 milljónir. „Mál í rannsókn í dag eru 96 tals- ins, þar af eru 39 sem tengjast hruninu og þá er ég ekki að telja með mál sem varða sparisjóða- skýrsluna. Þau eru ekki inni í þeirri tölu. Á sama tíma erum við með þó- nokkuð mikið af málum annað hvort í ákærumeðferð eða til meðferðar fyrir dómi,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um stöðu mála. Af þeim hrunmálum sem rann- sókn er lokið á, á eftir að taka ákvörðun um saksókn í ellefu mál- um. Sjö eru rekin fyrir héraðsdómi og nokkur á leið til Hæstaréttar, þar sem fyrir liggur að rík- issaksóknari muni fela sérstökum saksóknara sókn, að sögn Ólafs. Stefnt er að því að ljúka rannsókn allra hrunmála fyrir áramót en Ólafur segir það tvímælalaust munu hafa áhrif að missa átta reynda lög- reglumenn 1. nóvember nk., þegar þeir fara á biðlaun, og þá starfs- Ólafur Þór Hauksson Andri Karl andri@mbl.is Kauphallarhermir var í fyrsta skipti notaður í dómsmáli hér á landi í gær þegar fyrsti dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi bankastjóra og þremur starfsmönnum Landsbankans fór fram. Engin sérstök ánægja var með herminn sem hrundi reglulega auk þess sem afar tafsamt er að notast við hann við skýrslutökur. Sérstakur saksóknari ákærði Sig- urjón Árnason, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, Ívar Guðjóns- son, fyrrverandi forstöðumann eigin fjárfestinga sama banka, og tvo starfsmenn eigin fjárfestinga, þá Júlíus S. Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Allir eru þeir ákærðir fyr- ir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 3. október 2008 og eru þeir sakaðir um að hafa hand- stýrt verðmyndun hlutabréfa í Landsbankanum og með því blekkt fjárfesta, kröfuhafa, stjórnvöld og samfélagið í heild. Aðalmeðferðin hófst á skýrslutöku yfir Júlíusi og heldur hún áfram í dag. Júlíus sagðist hafa unnið starf sitt í bankaum heiðarlega og eftir bestu samvisku. Frá því hann hóf störf í bankanum hafi aldrei verið gerð athugasemd við störf hans og hann skilji ekki hvernig verk hans hafi allt í einu orðið að markaðsmis- notkun 1. nóvember 2007, enda hefðu starfsaðferðir hans í engu breyst. Spurt út í 228 viðskiptadaga Áður nefndur kauphallarhermir var útbúinn fyrir sérstakan saksókn- ara og gerir hann saksóknara kleift að skoða hvern viðskiptadag fyrir sig hjá Landsbankanum á umræddu tímabili. Hermirinn er byggður á yf- irliti frá kauphöllinni yfir viðskipti með og tilboð í hlutabréf í Lands- bankanum á tilteknu tímabili. Ákært er fyrir 228 viðskiptadaga og ætlar saksóknari að spyrja Júlíus út í hvern og einn þeirra, hvers vegna hann lagði fram tiltekin kaup- tilboð í hluti Landsbankans á til- teknu verði og tilteknum tíma. Er þetta afar tafsamt og því riðlaðist dagskrá aðalmeðferðarinnar strax á fyrsta degi. Í dag á þannig enn eftir að spyrja Júlíus út í marga mánuði og þar á meðal væntanlega nokkuð ýtarlega út í síðustu daga bankans, þegar bankinn keypti hvað mest í sjálfum sér. Óbreytt starf en allt í einu orðið markaðsmisnotkun  Aðalmeðferð í Landsbankamáli hófst í gærmorgun Morgunblaðið/Golli Landsbankamál Sigurður G. Guðjónsson heilsar upp á Sigurjón Árnason, skjólstæðing sinn, í Héraðsdómi Reykjavíkur við upphaf aðalmeðferðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.