Morgunblaðið - 02.10.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 02.10.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Ómar Heimspeki Jóhann Björnsson heimspekingur og kennari mun velta upp ýmsum álitamálum sem tengast lífi án trúarbragða. Bók Richards Normans, Um húmanisma, verður höfð til hliðsjónar á námskeiðinu sem hefst í kvöld. því fyrirfram að guð sé ekki til, held- ur er námskeiðið að stórum hluta hugsað sem málstofa þannig að fólk geti leyft sér að hafa mismunandi skoðanir,“ segir Jóhann. Þarna verð- ur því kjörinn vettvangur til að þjálfa samræðulistina. Álitamál dregin fram Þar sem námskeiðið verður vettvangur fyrir heimspekilegar rökræður með gagnrýna hugsun í forgrunni segir Jóhann að tilvalið sé að draga fram ýmis álitamál tengd trúarbrögðum. „Álitamálin verða líka þess eðlis að fólk sem aðhyllist hugmyndafræði húmanismans er ekki endilega sammála um þau og það eru þá ýmis siðferðileg álitaefni sem við skoðum í því sambandi, hvað er rétt og hvað rangt? Og hvernig maður kemst að því að breyta á ákveðinn hátt í ákveðnum tilvikum þannig að þetta verður að hluta til siðfræðinámskeið líka.“ Síðast en ekki síst verður þvi velt upp hvort hægt sé að lifa góðu lífi án guðs og trúarbragðanna. „Hvernig færir fólk rök fyrir því og er það mögulegt? Maður fer af stað með nokkuð opnar spurningar sem byggjast á bókinni. Þó að höfundurinn hafi þarna ákveðnar skoðanir þá leyfum við okkur að lesa hann með gagnrýnu hugarfari og hafa mismunandi sjón- armið,“ segir Jóhann sem ritaði sjálfur formála bókarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þar er meðal annars komið inn á siðferðileg heilindi, mannréttindi og gott líf. Fengist verður við þessa lykilþætti á námskeiðinu. Í bókinni teygir Norm- an sig dálítið inn í heimspekisöguna, bæði í fyrndinni sem og á tuttugustu öldinni og því mun Jóhann einnig fara örlítið í hugmyndasöguna út frá því hverjir hafa verið að fást við svip- aðar vangaveltur og Norman. Kjarni húmanismans Siðmennt er sem fyrr segir fé- lag siðrænna húmanista á Íslandi og er ekki úr vegi að rýna nánar í inn- tak húmanismans. „Almennt ganga húmanistar ekki út frá því að til sé guð, heldur sé manneskjan ábyrg fyrir eigin velfarnaði og beri jafn- framt ábyrgð á velfarnaði annars fólks með siðferðilegri breytni. Það er kjarninn að maðurinn beri ábyrgð á sjálfum sér og samborgurum sín- um,“ segir Jóhann Björnsson. Lykilatriði í húmanismanum er að enginn annar en einstaklingurinn sjálfur, hvorki æðri vera né annað fólk geti borið ábyrgð á lífi manns sjálfs. Innan húmanismans er bæði efasemdastefna (e. agnosticism) og guðleysi (e. atheism). Þeir fyrr- greindu ganga út frá því að ekki sé til guð en útiloka það þó ekki. Hinir síðarnefndu ganga alfarið út frá því að guð sé ekki til. Siðmennt heldur úti vefsíðunni www.sidmennt.is og þar má fræðast nánar um félagið sem meðal annars tekur þátt í ýms- um veraldlegum athöfnum á borð við hjónavígslur, nafngjöf, útfarir og borgaralega fermingu. Þeir sem vilja sækja námskeiðið sem hefst í kvöld klukkan 20 ættu ekki að örvænta því enn má bæta við. Þátttökugjald er 8000 krónur og 5000 krónur fyrir meðlimi Siðmennt- ar. Bók Richards Normans, Um húmanisma, fylgir með. Hafa má samband beint við Jóhann í síma 8449211 eða með því að senda póst á johann@sidmennt.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Í dag klukkan 15 mun Ítalinn Antonio Costanzo flytja erindi í tilefni útgáfu bók- arinnar Il sacrificio di Odino sem fjallar um fórnir goðsins. Þetta er þriðja bók Costanzos um norræna goðafræði en áður hefur komið út í þýðingu hans Fóstbræðrasaga, Eddukvæði og Hávamál á ítölsku. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Bókin Il sacrificio di Odino er gefin út á Ítalíu en erindi Antonios er á íslensku og fjallar um efni bókarinnar; fórnir Óðins. Sjónum verður beint að táknmáli fórna Óðins sem lýst er í Hávamálum. Í erindinu verður einnig fjallað um tengsl fórna Óðins við sjamanisma og búddatrú og þar ætti að vera af nógu að taka. Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag Morgunblaðið/Ómar Hrafnar Þeir Huginn og Muninn fluttu Óðni tíðindi en hverjar voru fórnir Óðins? Hverjar voru fórnir Óðins? Á Íslandi er nú staddur andlegi tón- listarmaðurinn Gurunam Singh. Hann komst í kynni við andlega leiðtoga þegar hann var um tvítugt og fór fljótlega að semja trúarlega tónlist sem hentaði vel til andlegrar iðkunar. Tónlist hans er einföld og til þess fall- in að leiða sem flesta í söng. Singh hefur gefið út geisladiska með tónlist sinni og má nálgast þá á iTunes og á vefsíðu hans sjálfs, www.gurunams- ingh.com. Singh ferðast um heiminn og held- ur tónleika, segir sögur af lífi sínu, reynslu og upplifunum og hvetur til andlegrar iðkunar. Á þessu ári ferð- aðist hann um Suður-Ameríku og heimsótti Argentínu, Paragvæ, Síle, Perú, Ekvador, Kólumbíu auk nokk- urra fylkja Bandaríkjanna og Rúss- land. Nú er hann kominn til Íslands og af Twitter-síðu hans að dæma er hann býsna ánægður og spenntur að kynnast landi og þjóð í tiltölulega stuttri heimsókn. Í kvöld, fimmtudaginn 2. október, klukkan 20 leiðir Singh hugleiðslu í jógasal Ljósheima í Borgartúni 3, á fjórðu hæð. Þangað eru allir velkomnir og kost- ar ekkert inn. Áætlað er að hug- leiðslan taki um 45 mínútur. Gurunam Singh staddur hér á landi gurunamsingh.com Einfalt Tónlistin er ekki flókin og hentar vel til hugleiðslu og ann- arrar andlegrar iðkunar. Boðið upp á ókeypis hugleiðslu í félagsskap Gurunams í kvöld gurunamsingh.com Tónar Gurunam Singh er tónlistar- maður sem leikur andlega tónlist. Heimspeki er ekki hluti af aðal- námskrá grunnskóla landsins en eft- ir sem áður hafa þónokkrir skólar boðið upp á heimspekikennslu. Í Réttarholtsskóla þar sem Jóhann Björnsson starfar, er heimspeki skyldufag í 8. bekk en valfag í 9. og 10. bekk. Jóhann segir ánægjulegt að sjá að tæplega helmingur nem- enda velji heimspekina. „Sem dæmi má nefna að í núna í vetur eru sextíu nemendur úr níunda bekk sem völdu heimspeki af fúsum og frjálsum vilja. Það eru um fjörutíu og fimm pró- sent árgangsins,“ segir Jóhann. Ungt fólk virðist sækjast eftir því að læra heimspekina og fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Til dæmis sú að í heimspekitímunum fá þau að taka þátt í rökræðum og glíma við erfiðar spurningar. Í vor kom út bókin Ef þú óskar þess að fá hest í afmælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? – og fleiri heimspekilegar pælingar handa hverjum sem er. Efnið tók Jó- hann saman og hefur bókin verið notuð við kennslu auk þess sem hún er enn fáanleg í helstu bókaverslunum en bókin seldist upp hjá útgefanda. Vinsæl námsgrein HEIMSPEKI Í GRUNNSKÓLUM LANDSINS ERUMVIÐAÐ LEITAAÐÞÉR? PANTAÐUTÍMA Í SÍMA 540 1919 EÐAÁBLEIKASLAUFAN.IS #BLEIKASLAUFAN ÁRIÐ 2014 ER STAÐREYNDIN SÚAÐUMHELMINGURUNGRA KVENNA MÆTIR EKKI REGLULEGA Í LEGHÁLSKRABBAMEINSLEIT. KAUPUMBLEIKUSLAUFUNAOGHÖLDUMLEITINNIÁFRAM. Br an de nb ur g

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.