Morgunblaðið - 02.10.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 02.10.2014, Síða 16
gaman að vera hérna,“ segir Páll Gíslason. Hann var um 1980 ráðs- maður hjá skíðaskólanum í Kerling- arfjöllum. Hafði umsjón með húsa- kosti, virkjun, skíðalyftum og „… sá um að halda þessu öllu gangandi,“ eins og Páll komst að orði þegar hann sýndi Morgunblaðsmanni stað- inn á dögunum. Eðli starfseminnar í Kerlingar- fjöllum leiddi það bókstaflega af sjálfu sér að fólki sem þar starfaði varð tamt að skemmta öðrum. Þetta var skemmtilegt samfélag fólks sem lifði þótt það hyrfti til nýrra starfa. Hittist alltaf öðru hvoru upp frá því. „Stór hópur starfsmanna kom hingað eina helgi í byrjun júlí árið 2000. Í helgarlok var stungið að mér hvort ég vildi vera hér fáeina daga í viðbót og reka staðinn. Ég svaraði þessu til að aðrir yrðu að bjarga því. Ég skyldi athuga með að sjá um áframhaldandi rekstur, sem mér virtist orðinn erfiður. Með þeim orð- um má segja að teningum hafi verið kastað,“ segir Páll sem fékk ýmsa með sér í félag, gamla starfsmenn í Kerlingarfjöllum, vini, frændur og fleiri. Hefur kostað mikla vinnu Í dag eru þau Páll og Arnfríður Gísladóttir eiginkona hans með stærsta hlutinn í Fannborg ehf., en félagið á flestöll hús og aðstöðu sem svæðinu tilheyra. Á síðustu árum hefur svo verulegum fjármunum verið varið til framkvæmda í Kerl- ingarfjöllum. Í Ásgarði, litlum dal þar sem aðstaðan er, eru þrjár stór- ar byggingar, gistiskáli með veit- ingaaðstöðu, og hús sem Ferðafélag Íslands byggði árið 1938, en er í dag í eigu Fannborgar og svo aðstöðu- hús fyrir gesti. Einnig á Fannborg 11 smáhýsi sem nýtt eru sem gisti- aðstaða. Nípur eru þessi hús jafnan kölluð, en alls eru gistirými fyrir um 100 næturgesti á staðnum. „Hér erum við búin að endur- bæta margt. Þetta hefur kostað tals- verða peninga en þó fyrst og fremst mikla vinnu. Það fyrsta í minni tíð hér var að koma frárennslismálum í lag, hreinsa svæðið og fjarlægja gömlu skíðalyfturnar. Hvað húsum hér viðvíkur þá var stórum rýmum skipt í lítil tveggja manna herbergi, rétt eins og ferðamenn í dag gera kröfu um. Á þessari braut viljum við halda áfram. Byggja frekar gistiað- stöðu í herbergjum en svefnpoka- pláss í stærri rýmum.“ Svo miklu meira Síðustu árin hefur Páll unnið að kynningu á Kerlingarfjallasvæðinu í samvinnu við ferðaskrifstofur í Mið- Evrópu, svo sem Þýskalandi, Frakk- landi, Hollandi og Belgíu. „Langstærstur hluti þeirra sem SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Enn var niðdimmt í Reykjavík þegar lagt var af stað austur á bóginn. Klukkan var fimm að nóttu. Fljót- lega fór þó að djarfa fyrir degi. Aust- ur á Mosfellsheiði sást í skímu hátt á himni og þegar komið var inn á Kjal- veg nokkuð ofan Gullfoss var orðið þokkalega bjart. Og þegar komið var að skálunum í Árskarði í Kerlingar- fjöllum eftir um þriggja stunda akst- ur úr bænum var orðið bjart og him- inninn heiður og blár. Túristarnir voru komnir á stjá og voru að gera sig klára í gönguferðir. Áformað er að næsta vor hefjist framkvæmdir við byggingu 20 her- bergja gistiskála í Árskarði í Kerl- ingarfjöllum. Styrkja á svæðið enn frekar í sessi sem ferðamannastað, en þangað koma á ári hverju á bilinu 15-18 þúsund manns. Valdimar var landnemi „Kerlingarfjöll eru stórbrotinn staður og möguleikarnir miklir. Markaðssetning okkar á staðnum, sem aðallega hefur falist í samstarfi við hóp ferðaskrifstofa og ferða- skipuleggjenda, hefur leitt til þess að gestum hér á svæðinu fjölgar ár frá ári. Þetta helst ágætlega í hend- ur við þau markmið sem ferðaþjón- ustan hefur sett sér, það er að fá túr- ista til að fara víðar en tíðkast hefur til þessa. Með því má hugsanlega draga eitthvað úr því álagi á um- hverfi sem nú er á fjölsóttustu stöð- unum,“ segir Páll Gíslason verk- fræðingur sem er meðal eigenda Fannborgar hf. Starfsemin í Kerlingarfjöllum byggist á langri hefð. Valdimar Örn- ólfsson íþróttagarpur og fleiri námu þar land upp úr 1960 með starfsemi skíðaskóla og stofnuðu fyrirtækið Fannborg ehf. Uppi í fjöllunum, þar sem heitir Keis og eins á Fannborg- arjökli var frábær aðstaða til skíða- iðkunar. Flest ár var hægt að vera þarna á skíðum allt sumarið og fram í september. Hélt öllu gangandi Um aldamót voru tímarnir breyttir. Sumarsnjór í brekkunum var minni en áður. Jafnframt hafði þjóðfélagið tekið breytingum, sum- aríþróttir, golf og hestamennska höfðu sótt í sig veðrið en aðsóknin í skíði á sumrin minnkað. „Það var mikill ævintýraljómi yfir þessum stað í gamla daga og Frjálst er í fjallasalnum  Fjölsóttur staður  Áform uppi um ýmsa uppbyggingu  Ævintýraljóminn er sem fyrr yfir Kerlingarfjöllum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eigandinn „Kerlingarfjöll eru stórbrotinn staður,“ segir Páll Gíslason. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árskarð Veitingaaðstaða er í stóru byggingunum og gistiaðstaða í smáhýsum. Ýmsar framkvæmdir og uppbygging eru nú komnar á teikniborðið. „Náttúran hér hefur gripið mig sterkum tökum. Þetta er ótrúlegur staður,“ segir Brigitte Vis- beck sem í sumar hefur haft umsjón með starfseminni í Kerlingar- fjöllum. Hún er frá Hamborg í Þýskalandi og býr þar, en tengsl- in við Ísland eru sterk. Hún kom fyrst hingað til lands árið 1992, þá liðlega tvítug að aldri, og var þá í eitt á vinnukona á sveitabæ austur í Landsveit. Síðustu árin hefur hún svo komið hingað reglulega hingað og starfað víða. Í vor þróuðust mál svo að hún réði sig í vist í Kerlingarfjöllum, sem lauk um síðustu helgi. Brigitte hefur ferðast víða um landið í tímans rás og finnst sem Kerlingarfjöll standi ýmsum öðr- um áhugaverðum ferðamanna- stöðum jafnfætis. Nefnir þar Mý- vatn og Skaftafell. Brigitte finnst sem merkilegar andstæður mætist í Kerlingar- fjöllum. Þangað séu til dæmis góðar samgöngur og fjarskipta- samband ágætt „En samt er maður uppi á fjöllum, langt frá byggð, í algjörum töfraheimi. Í sumar hefur verið ljúf tilfinning á stundum að vakna fyrir allar aldir þegar þokan læðist yfir. Þá verður allt hér svo myndrænt en óraunverulegt um leið; þegar tröllin í klettunum spretta fram og álfarnir dansa í dalnum,“ seg- ir Kerlingarfjallakonan. ANDSTÆÐUR MÆTAST Brigitte Visbeck Álfarnir dansa SUÐURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.