Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Litríkar hugsanir Engu er líkara en regnboginn lýsi upp úr höfðum þessa ágæta fólks sem gekk í gær í veðurofsanum meðfram sjávarsíðu borgarinnar við sundin blá. Kannski hafa þau óskað sér.
Kristinn
Oscar Wilde
sagði eitt sinn
að hann stæðist
allt annað en
freistingar. Fá-
ir þekkja freist-
ingar jafn vel
og stjórn-
málamenn. Þó
svo að til-
gangur Alþing-
is sé að setja
lög og reglur sem tryggja
rétt landsmanna, hafa þing-
menn ekki staðist þá freist-
ingu að snúa hlutverkinu á
haus og þrengt að réttindum
borgaranna með lagasetn-
ingu sinni. Frelsisskerðingin
er hjúpuð göfugum ásetningi
til að réttlæta órétt eins og
sést best á skrifum Ögmund-
ar Jónassonar. Ef einhver al-
þingismaður efast um órétt-
læti einokunarverslunar,
ætti sá hinn sami að vinda
sér beint á heimasíðu Sam-
keppniseftirlitsins þar sem
flestar hliðar slíks reksturs
eru tíundaðar og reyndar
sektaðar. Áhugavert verður
að fylgjast með hvort næsta
fórnarlamb Samkeppniseft-
irlitsins verður sjálfseigna-
stofnunin ÁTVR úr því að
hægt var að sekta MS.
Sumir óttast að verði
einokunarverslun hins op-
inbera með áfengi lögð af
muni vöruverð hækka og úr-
val minnka. Slíkar bollalegg-
ingar eru auðvitað grát-
broslegar en menn gætu þá
allt eins spurt hvort bæta
mætti úrval og lækka verð á
öðrum neysluvörum með
einokunarverslunum á fleiri
sviðum.
Megináhyggjur einok-
unarsinna felast í að þeir
sem eigi við áfengisvanda-
mál að stríða muni eiga erf-
iðara um vik með að halda
aftur af sinni fíkn fari svo að
áfengi verði afgreitt af öðr-
um en ríkisstarfsmönnum.
Að auki muni fleiri verða
áfengisfíkninni að bráð ef
áfengi verði aðgengilegra.
Þessar áhyggjur standast
augljóslega ekki skoðun.
Fíknin er hinsvegar réttilega
skilgreind sem sjúkdómur
og meðhöndluð
sem slík. Að
spyrða ÁTVR
við hlutverk
SÁÁ er svipað
og að tengja
saman Bæjarins
bestu og Hjarta-
vernd. Auðvitað
verða ekki fleiri
„veikir“ þó svo
að áfengi verði
stillt upp í hefð-
bundnum versl-
unum frekar en
að einhver verði átfíkill af því
að horfa á matvæli í versl-
unum. Ofát veldur mun fleiri
ótímabærum dauðsföllum en
áfengi. Engum (öðrum en
meðlimum VG) dytti þó í hug
að torvelda aðgengi átfíkla
að matvælum með
einokunarmatvöruverslun
ríkisins. Ranglega seld lyf
geta valdið öruggum dauð-
daga en samt dettur engum í
hug að einungis félagsmenn í
BSRB geti afgreitt lyf. Í
annan stað eru allflestir
sammála um að ekki sé verj-
anlegt að selja eða útvega
ungmennum undir lögræð-
isaldri áfengi en eins og allir
vita hefur einokunarverslun
ríkisins ekkert með slíkt
markmið að gera enda sí-
brotastofnun á því sviði.
Ströng viðurlög eru allt og
sumt sem hið opinbera getur
viðhaft í því sambandi og
tengist augljóslega ekki
verslunarrekstri, hvort held-
ur er opinberum eða einka-
reknum. Hver hafa annars
verið viðurlög við brotum
starfsmanna ÁTVR í þessu
sambandi og hversu margir
hafa hlotið refsingu?
Verslun og viðskipti geta
verið mörgum framandi, sér
í lagi þeim sem aldrei hafa
stundað slíka starfsemi.
Þannig átta fáir sig á að t.d. í
Bretlandi selst orðið meira
af léttvínum á netinu heldur
en í verslunum og vínsjóðir
eru starfandi víða um heim
sem þjóna fjárfestum sem
dreifa vilja sparifé sínu með
stöðutöku í vínum. Að auki
er ýmis verslun og þjónusta
viðloðandi vín og það jafnvel
á alþjóðavísu. Allir hljóta að
sjá að banna slík viðskipti á
grundvelli þjóðernis er al-
gerlega galið og getur varla
staðist ákvæði EES samn-
ingsins. Í þessu sambandi
má benda á að ein-
staklingum hér á landi er
heimilt að versla vín og flytja
inn til eigin neyslu, af hvaða
erlendum vínsala sem er.
Viðskipti við innlenda inn-
flytjendur eru hinsvegar
bönnuð! Segja að sú hlið
málsins sé í takt við þá firru
að erlendir áfengisframleið-
endur geta auglýst í öllum
tímaritum, á netinu og í bein-
um sjónvarpsauglýsingum
en innlendum samkeppn-
isaðilum er meinað um slíkt
jafnræði.
Að leggja stein í götu ís-
lenskrar verslunar hefur
hingað til snúist um að hygla
úreltu landbúnaðarkerfi með
einokun og kvótakerfi. Sama
er uppi á teningnum í tilfelli
einokunarverslunarreksturs
ÁTVR. Þar er augljóslega
verið að höfða til stórs hóps
kjósenda sem hafa réttilega
áhyggjur af litlum hópi
vímuefnasjúklinga og trúa
því að ríkisvaldið nái að tor-
velda aðgengi sjúkra með
rekstri 48 verslana! (til sam-
anburðar rekur Bónus 29
verslanir) og að slíkt hafi sef-
andi áhrif á áfengissýki.
Verslanirnar eru svo stað-
settar á bensínstöðvum, í
barnafataverslunum og stór-
mörkuðum. Vímuefnunum
er svo smekklega stillt út í
glugga og verslanir auglýst-
ar í bak og fyrir einmitt til að
laða að viðskiptavini undir
formerkjum þess að hefta
aðgengi.
Eftir Arnar
Sigurðsson » Áhugavert
verður að
fylgjast með hvort
næsta fórnarlamb
Samkeppniseftir-
litsins verður
sjálfseignastofn-
unin ÁTVR úr því
að hægt var að
sekta MS.Arnar Sigurðsson
Höfundur er vín-
áhugamaður.
Áfengisfíkn og
verslunarrekstur
Á undanförnum
mánuðum hefur ver-
ið nokkur umræða
um að sameina alla
minni ríkisháskóla
landsins Háskóla Ís-
lands. Rökin eru
einkum aukin hag-
ræðing og sparn-
aður í rekstri. Þeir
sem helst andmæla
sameiningu eru
sveitarstjórnarmen
og þingmenn úr þeim byggðar-
lögum sem minni skólarnir eru
staðsettir í. Bent er á að skól-
arnir skapi störf í héraði og
styrki byggðarlögin. Einnig ótt-
ast heimamenn að verði héraðs-
skólarnir gerðir að deildum í Há-
skóla Íslands muni þeir verða
útundan, fá minna fjármagn og
starfsemin að lokum flytjast til
Reykjavíkur. Þetta virðist ekki
vera á rökum reist. Þegar Bún-
aðarskólinn á Hvanneyri og
Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins voru sameinuð í Land-
búnaðarháskóla Íslands (LbHÍ)
fyrir fáum árum störfuðu þar
130 starfsmenn, en hefur nú
fækkað í um 70, þrátt fyrir sjálf-
stæði LbHÍ og staðsetningu í
héraði. Starfsmenn þess skóla
telja starfseminni best borgið
með sameiningu við öflugan Há-
skóla Íslands. LbHÍ er mjög fag-
lega sterkur í landbún-
aðargreinum og sameining mun
auka faglega breidd Háskóla Ís-
lands.
Í þessari umræðu togast á
sjónarmið þeirra sem vilja hag-
ræða og spara annars vegar og
heimamanna sem líta á háskóla
og háskólasetur á landsbyggð-
inni sem byggðastyrki en lítið
sem ekkert hefur verið rætt um
gæði háskólastarfs. Augljóslega
á fámennur háskóli úti á landi
mun erfiðara með að ráða til sín
vel menntaða kennara til að
sinna fyrsta flokks kennslu og
stunda öflugar rannsóknir held-
ur en stór öflugur háskóli eins og
Háskóli Íslands.
Helstu rök sem heyrst hafa
gegn því að sameina Háskólann
á Akureyri Háskóla Íslands hafa
verið byggðalegs eðlis. Það muni
veikja starfsemi skólans ef hann
verður ekki lengur sjálfstæður
og bent er á þau störf sem skap-
ast hafa vegna veru
skólans á Akureyri.
Einnig er bent á þá
staðreynd að nem-
endur frá lands-
byggðinni sem
sækja sér menntun
við Háskólann á Ak-
ureyri snúi mun
frekar heim að námi
loknu en ef þeir fara
til Reykjavíkur.
Þannig hafi hlutfall
menntaðra kennara
aukist og hjúkr-
unarfræðingar og
aðrir háskólamenntaðir sérfræð-
ingar fengist til starfa á lands-
byggðinni í auknum mæli. Mik-
ilvægt atriði sem ætti að vega
þungt í umræðunni um samein-
ingu, en hefur varla verið nefnt,
er það að gæðakröfur í kennslu
og rannsóknum séu samræmdar
og tryggt sé að háskólamenntun
og hæfi háskólakennara sé af
sömu gæðum bæði á lands-
byggðinni og í höfuðborginni.
Því fer fjarri að svo sé nú og þó
þetta sé flestum kunnugt sem
vilja vita þá þora fæstir að nefna
þetta atriði. Ástæður eru marg-
ar, en einkum er um að kenna
smæð skólanna og samfélagsins
sem þeir eru í. Rétt er að rifja
upp að fjárveitingar til ríkishá-
skólanna eru reiknaðar út eftir
ákveðnu reiknilíkani og eru í
réttu hlutfalli við fjölda þeirra
nemenda sem gangast undir
próf og ljúka námi. Það er því
heilmikil samkeppni á milli há-
skólanna um nemendur. Í þeirri
keppni er mjög freistandi fyrir
minni háskólana að ráða ódýra
kennara, draga úr rannsóknum
og slá af kröfum til nemenda
þannig að allir standist próf og
reiknilíkanið skili tekjum til skól-
ans.
Minni skólar eru jafnframt
viðkvæmari fyrir niðurskurði og
áföllum. Í kjölfar kreppunnar
var áfallið sem þeir urðu fyrir
erfiðara að höndla en í Háskóla
Íslands þar sem er miklu meiri
starfsemi og unnt að jafna áhrif-
in meira út. Voru áhrifin þar þó
ærin. Við Háskólann á Akureyri
kom kreppan auk þess ofan í
mikið niðurskurðartímabil vegna
aðgerða til að rétta af mikla
framúrkeyrslu í mörg ár. Skóla-
yfirvöld tóku þá stefnu í kjölfar
kreppunnar að skera niður dýr-
ustu kennsluna þar sem þurfti
verklega kennslu og vel hæfa
kennara og leggja áherslu á svið
sem ódýrara var að kenna og
greiðslulíkanið gaf fremur háar
greiðslur fyrir miðað við til-
kostnað. Stuðningur við rann-
sóknir var einnig skorinn alveg
niður. Í kjölfarið hættu margir
vel hæfir kennarar, leituðu ann-
að eða tóku snemmbúinn lífeyri.
Í stað þeirra voru svo ráðnir
ódýrari kennarar með minna
hæfi. Skorin voru niður metn-
aðarfull kennslusvið þar sem há-
skólinn hafði haft sérstöðu, en
haldið í „auðvelda“ kennslu á
sviðum sem kennd eru við nær
alla háskóla. Innan þeirra greina
var skorin niður öll dýr kennsla
eins og raungreinar. Kenn-
aramenntun við skólann var áð-
ur mjög sterk á sviði raungreina,
en nú er einungis kennt eitt
námskeið sem gæti flokkast und-
ir raungreinar. Við aðrar deildir
er ástandið svipað. Spyrja má
hvort virkilega sé ástæða til að
kenna viðskiptafræði, lögfræði
og kennslufræði við margar há-
skóladeildir í stað þess að hafa
eina sterka deild við sameinaðan
ríkisháskóla, sem fjarkenni frá
mismunandi starfsstöðvum þar
sem sérhæfing á hverju und-
irsviði er til staðar. Með nútíma
tækni er auðvelt að kenna á þann
hátt. Sjálfstæði háskóla tryggir
ekki að háskólastarfsemi haldist
á staðnum. Slíkt má tryggja með
bundnum fjárveitingum og
reglugerðum. Aðalatriðið er að
sjá til þess að samræmt gæða-
kerfi og gæðakröfur séu notaðar
við kennslu og rannsóknir og við
mat á hæfi og framgangi há-
skólakennara. Hvers á lands-
byggðin að gjalda að fá annars
flokks kennara, lögfræðinga og
aðra háskólamenntaða sérfræð-
inga?
»Mikilvægt er að
gæðakröfur í
kennslu og rann-
sóknum séu sam-
ræmdar og tryggt sé
að þær séu af sömu
gæðum í háskólum á
landsbyggðinni og í
höfuðborginni.
Hrefna
Kristmannsdóttir
Höfundur er prófessor emeritus.
Hvers á lands-
byggðin að gjalda?
Eftir Hrefnu
Kristmannsdóttur