Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 23
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Burstað, lakkað, olíuborið, hand-
heflað, reykt, fasað, hvíttað...
hvernig vilt þú hafa þitt parket?
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Takk fyrir að leyfa
mér að taka þátt, að
vera gestur í geð-
klofahópnum í Vin. Ég
varð þess aðnjótandi
að fá að sitja einn fund
í Vin og fylgjast með
framvindu hans. Eftir
umræður tímans var
spurningu varpað á
mig: „Hvernig leið þér
að vera hérna?“ Svarið
er að mér leið bæði vel og illa.
Vel vegna þess að mér var vel tekið
og án nokkurs vafa var ég hjart-
anlega velkomin. Í þessum hópi ræð-
ir fólk sín mál, það sem vel fer og það
sem miður fer. Hér ríkir fullkomið
traust, svo ekki sé nefnt hugrekki.
Þetta var lærdómsríkur klukkutími,
eins og ég sagði við einn. „Sálfræð-
ingurinn og fræðimaðurinn Skinner
fölnar í samanburði við þessa klukku-
stund.“
Mér leið illa vegna þess að hér
upplifði ég hversu mikil þörf er fyrir
úrræði fyrir geðfatlaða og þörfin til
þess að styðja við núverandi úrræði.
Nú er komin upp sú staða að sá fag-
maður sem leitt hefur
þessa fundi í Vin mun
ekki koma til með að
stýra þeim hvern föstu-
dag eins og áður var,
heldur annan hvern
föstudag og jafnvel mun
starfsemin falla alfarið
niður um áramót.
Sem fagmaður og
verðandi þroskaþjálfi
rennur mér blóð til
skyldunnar að skrifa
þessa grein. Fag-
mennska er ekki með-
fæddur hæfileiki heldur eitthvað sem
maður öðlast meðal annars með
reynslu í gegnum uppeldi, nám, sið-
ferði og gagnrýni á eigin vinnubrögð.
Það er ástæða fyrir því að fag-
mennska nýtist á vettvangi eins og í
Vin.
Með því að tileinka sér ákveðin
vinnubrögð, rækta eigið innsæi og
siðferðisleg gildi er hægt að áorka
miklu. Það gefur möguleika á því
leiða hópa, eins og geðklofahópinn í
Vin.
Að sögn þjónustuþega er mikil-
vægt að fagmaður leiði hópinn, því
annars er hætta á því að fundirnir
missi marks. Notendur tala af eigin
reynslu og mikilvægt að fagaðili stýri
umræðunni þar sem umræðan verð-
ur oft flókin og erfið. Flestir á þess-
um fundum eru ekki í stakk búnir að
taka þá ábyrgð sem því fylgir að vera
leiðbeinendur, flestir eru í leit að að-
stoð og svörun.
Að skera niður þjónustu sem þessa
er ótækt. Að skera niður þjónustu í
geðheilbrigðismálum er ótækt.
Fundirnir sem um ræðir eru klukku-
stund á viku. Er það óyfirstíganlegt
fyrir yfirvöld/velferðarkerfið að
koma til móts við fólk þessa klukku-
stund?
Ég biðla til yfirvalda að halda
áfram þeirri góðu vinnu sem unnin
hefur verið með Vin. Byggjum okkar
fólk upp í stað þess að láta það af-
skipt, geðheilsu er ekki hægt að
leggja að jöfnu við neitt annað. Marg-
ir hverjir nýta sér ekki aðra þjónustu
en þessa. Á fundunum myndar fólk
tengsl og finnur til öryggis í jafn-
ingjahópi, hér getur fólk leitað stuðn-
ings sem það annars fengi ekki.
Að eiga vin í Vin er mikilvægt, fag-
maður er vinsamlegur utanað-
komandi aðili sem hefur það sameig-
inlega markmið með þjónustuþegum
að gera daginn og vikuna bjartari og
bærilegri. Ábyrgðin á ekki að liggja
hjá þjónustuþegum eins og nú. Aug-
ljóslega liggur ábyrgðin heldur ekki
hjá velferðarkerfinu, þar sem þjón-
ustan er dregin saman í hvívetna.
Hversu langt ætlum við að ganga á
geðheilsu fólks?
Eftir Rögnu
Ragnarsdóttur
Ragna Ragnarsdóttir
»Ég biðla til yfirvalda
að halda áfram
þeirri góðu vinnu sem
unnin hefur verið með
Vin.
Höfundur er með BA í sálfræði og er
þroskaþjálfanemi á 3. ári.
Átt þú vin í Vin?
Hafa þeir yfirgefið
flokkinn, sem settu
fram þessa stefnu-
yfirlýsingu á síðasta
landsfundi? Í þágu
heimilanna. Eða hvers
vegna er þagað?
Sem fyrrverandi
flokksmaður spyr ég:
Hvaða heimila? Þeirra
sem hafa hæstu launin
– skatturinn lækkaður
þar, stóreignafólks,
skatturinn lækkaður þar, útgerð-
armanna, skatturinn lækkaður þar,
allra annarra heimila, skatturinn
hækkaður og nýjar álögur settar á.
Ein landsfundarsamþykkt síðasta
landsfundar er mér í minni, þar sem
tillaga efnahags- og viðskipta-
nefndar var um lækkun á virð-
isaukaskatti, sem jafnframt verði í
einu þrepi. Henni var breytt á lands-
fundinum, þannig að lægra skatt-
þrepið ætti að vera óbreytt, en
lækka ætti efra þrepið. Þessi sam-
þykkt er ekki skráð inn í ályktun
landsfundarins á vef flokksins, en
hana hef ég undir höndum frá lands-
fundinum.
Hvað um aðrar samþykktir frá
þessum landsfundi svo og stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í
júní 2013? Varðandi verðtrygg-
inguna, lyklafrumvarpið, skjól fyrir
uppboðum o.fl. Hvað um samþykkt
landsfundarins varðandi eldri borg-
ara?
Staðreyndir gagnvart eldri borg-
urum og öryrkjum tala sínu máli um
að það var ekki verið að fjalla um
þeirra heimili á landsfundinum:
Lög frá 1. júlí 2009, sem skertu
sérstaklega kjör eldri
borgara og öryrkja um
a.m.k. 12 milljarða til
ársloka 2013 hafa ekki
verið numin úr gildi eða
skerðingin verið bætt. Í
ársbyrjun hækkuðu
lífeyrisgreiðslur um
3,6% en lægstu laun
hækkuðu um 5%. Frá
2009 til ársloka 2013
hækkuðu lágmarkslaun
um 40% en lífeyris-
greiðslur um 17%. Boð-
uð breyting á almanna-
tryggingum og lögum um málefni
aldraðra hefur ekki náð fram, sem
þýðir endalausar skerðingar og fá-
tæktargildru efnaminni eldri borg-
ara og öryrkja. Samhliða þessum
skerðingum hafa nær öll þjónustu-
gjöld og sjúkragjöld sem öryrkjar
og eldri borgarar eru háðir, hækkað
verulega, samhliða því að niður-
greiðsla á nauðsynlegum sjúkra-
tækjum hefur staðið nær óbreytt frá
2009.
Í þágu hvaða heimila ætlar núver-
andi ríkisstjórn að starfa og verða
minnst?
Eftir Halldór
Gunnarsson
Halldór
Gunnarsson
»Ein tillaga er mér í
minni, um virðis-
aukaskatt. Henni var
breytt, þannig að lægra
skattþrepið ætti að vera
óbreytt, en lækka ætti
efra þrepið.
Höfundur er fyrrverandi sóknar-
prestur og flokksmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Hvar eru lands-
fundarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins?
Ég er einn þeirra sjálfstæðismanna sem gáfu flokknum
atkvæði sitt í síðustu kosningum gegn því að hann stæði
við loforð sitt um að draga til baka aðildarumsókn Ís-
lands að ESB. Nú eru liðin rúm tvö ár og ennþá bólar
ekki á neinu framtaki hjá þessari ríkisstjórn okkar til að
gera hreint fyrir okkar dyrum gagnvart ESB. Ég hrein-
lega trúi ekki að þessir gömlu bandamenn (Sjálfstæð-
isflokkur og Framsókn), sem hafa frá stofnun barist fyr-
ir sjálfstæði Íslands, ætli að horfa upp á baráttu forfeðra
sinn, frelsi okkar og sjálfstæði kæft í klónum á ESB á
vakt Bjarna Ben hins yngri.
Heiðraða ríkisstjórn: Það er kominn tími til að standa
við stóru orðin og að hætta að draga lappirnar af ótta við
að missa atkvæði í framtíðarkosningum. Tilkynnið ESB
ákvörðun Íslendinga um áframhaldandi sjálfstæði með
því að draga til baka umsókn Íslands að ESB með form-
legum hætti!
Karl Jónatansson
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Efndir óskast
D
U
X
®,
D
U
X
IA
N
A
®
a
n
d
P
a
sc
a
l®
a
re
re
g
is
te
re
d
tr
a
d
e
m
a
rk
s
o
w
n
e
d
b
y
D
U
X
D
e
si
g
n
A
B
2
0
12
.
Við tökum svefninn alvarlega.
Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni,
góðu handverki, stöðugum prófunum
og vandlega völdum efnum.
Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn
á meira en 85 ára rannsóknum og þróun.
duxiana.com
DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950
Gæði og þægindi síðan 1926