Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Þegar leiðir mínar lágu til út-
landa þá kvaddi hún mig venju-
lega með þessum orðum: „Góða
ferð, elskan, og valhoppaðu nú
fyrir mig um stræti borgarinn-
ar.“
Hún kenndi mér að vera vand-
lát þegar kom að fatavali, hvort
sem var fyrir verslunina mína
eða mig sjálfa. Mér er minnis-
stætt þegar ég átti að vera
veislustjóri í brúðkaupi dóttur
vinkonu minnar. Astrid hvatti
mig eindregið til að fá mér nýjan
kjól fyrir tilefnið. Hún dreif mig
í eina af betri verslunum bæj-
arins og þar keypti ég mér kjól
og skó. Það eru 16 ár síðan og
enn þann dag í dag þjóna kjólinn
og skórnir mér vel. Í einkalífi
sínu voru þau hjónin Einar og
Astrid afar náin. Þau sýndu
hvort öðru mikla ástúð. Í ár
hrakaði heilsu vinkonu minnar
mikið. Baráttan við krabbamein-
ið var löng og ströng. Lífsviljinn
óendanlega mikill. Uppgjöf var
ekki til í hennar huga. En þegar
haustaði að, varð hún að lúta í
lægra haldi. Einar stóð eins og
klettur við hlið hennar og gerði
henni fært að dvelja heima þang-
að til yfir lauk. Þar fengum við
ástvinir hennar og fjölskylda
tækifæri til að fylgja henni síð-
asta spölinn í þessari jarðvist.
Ég sakna Astridar sárt en
minningin um einstaka vinkonu
verður aldrei frá mér tekin. Ég
er almættinu þakklát fyrir að
hafa leitt okkur saman. Þakklát
fyrir þennan góða tíma sem við
áttum.
Ég trúi því að hún valhoppi
fyrir mig um grænar grundir
Sumarlandsins og þegar ég kem
þangað þá munum við valhoppa
saman.
Takk, elsku Astrid mín, fyrir
allt og allt.
Kristín Einarsdóttir, Ditta.
Við Astrid kynntumst þegar
við vorum níu eða tíu ára. Við
vorum báðar í Laugarnesskólan-
um. Hún átti heima á Dyngju-
veginum en ég á Hjallaveginum,
svo það var stutt á milli okkar og
við skottuðumst hver til annarr-
ar á víxl. Æskuheimili hennar
var mjög fallegt; þar réð háþró-
uð smekkvísi í einu og öllu.
Börnin voru sex; fimm stelpur og
einn strákur. Þau voru óvenju
frjálsleg og gaman að vera í ná-
vist þeirra. Þetta var fjölskylda
af lífi og sál. Foreldrar Astridar
voru mjög góð við mig. Ég man
eftir stundum þar sem við sátum
allar stelpurnar í kringum móð-
ur þeirra og hún sagði okkur frá
stöðum þar sem hún hafði komið,
þá fannst mér hún vera eins og
Kathrine Hepburn. Faðir þeirra
var ekki síður glæsilegur. Ein
skemmtilegasta æskuminning
mín er þegar hann fór með okk-
ur Astrid upp á Sandskeið og
flaug með okkur í svifflugu.
Eftir að við Astrid giftumst og
eignuðumst börn og heimili urðu
samvistir okkar strjálli; við
bjuggum um árabil erlendis,
hvor í sínu landi og langt á milli
okkar. Árin liðu og æskuvinátta
okkar varð hluti af liðinni tíð. En
þessi vinátta kom oft upp í huga
minn því Astrid var ógleyman-
leg. Um leið og mér varð hugsað
til hennar byrjaði ég að brosa.
Vinátta okkar blómstraði á ný
þegar við höfðum báðar greinst
með krabbamein. Við hittumst í
Ljósinu, fórum saman á kaffihús
eða listviðburði, ókum um bæinn,
skemmtum okkur og hlógum
saman. Enginn hafði jafn smit-
andi hlátur og hún. En hún átti
líka til djúpa alvöru. Það fannst
mest þegar við fórum í Carme-
lítu-klaustrið í Hafnarfirði. Á
þeim kyrrðarstundum urðum við
mjög nánar.
Astrid var glæsileg kona með
mikla útgeislun. Hún kveikti líf
alls staðar þar sem hún kom.
Lognmolla fékk ekki þrifist ná-
lægt henni. Hún var óðara búin
að umbreyta lognmollunni í
snarlifandi samskipti, hrókasam-
ræður og skemmtun. Þetta gerði
hún að því er virtist fyrirhafn-
arlaust, bara með því einu
hvernig hún var. Hún var ein-
staklega hreinlynd og hispurs-
laus manneskja, svo hreinskilin
að sumum fannst nóg um en
þeim sem kynntust henni vel
þótti enn vænna um hana fyrir
bragðið. Samofið þessu var
gæska og elskulegheit sem lað-
aði fólk að henni. Menn fundu
hvað návist hennar var gefandi
og sóttust eftir að verða vinir
hennar.
Þegar sjúkdómurinn var langt
genginn töluðum við saman í
síma á kvöldin. Þá kvaddi hún
mig alltaf með sömu orðunum:
„Bless, engillinn minn. Svo höld-
um við bara áfram að valhoppa.“
Ég sakna hennar sárt. Við
Birgir sendum Einari og sonum
þeirra Astrid, sem og ættingjum
og vinum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Elsa Vestmann Stefánsdóttir.
Góður félagi er fallinn frá. Það
er með hlýju og kærleika sem
við félagar Astridar í Inner
Wheel Görðum minnumst góðs
félaga okkar sem nú er fallinn
frá. Hún háði glímu við illvígan
sjúkdóm sem hún ætlaði að hafa
betur gegn en lagði hana að lok-
um. Baráttan var hörð og illvíg
en Astrid tók áskorununum aft-
ur og aftur.
Hún gekk til liðs við okkur í
Inner Wheel Görðum þegar fé-
lagið var stofnað árið 1994 og var
góður liðsmaður í glaðværum
hópi kvenna sem starfa í félaginu
okkar, sem hefur vináttuna að
leiðarljósi. Astrid var lífsglöð og
jákvæð, það var aldrei nein logn-
molla þar sem hún fór, það gust-
aði af Astrid hvar sem hún fór.
Hún fylgdi málum eftir og lá
ekki á skoðunum sínum. Hún var
glæsileg í fasi og hafði fágaða
framkomu. Verkefnin sem hún
tók að sér leysti hún af trúfestu
og einlægni. Hún var góður fé-
lagi og það er skarð fyrir skildi í
hópnum okkar. Undir merkjum
Inner Wheel höfum við átt
skemmtilegt og gefandi samstarf
og vináttu sem ber að þakka. Við
félagarnir í IW Görðum eigum
saman ljúfar minningar um
ánægjuríka samveru með Astrid
og vináttu sem hlýjar á kveðju-
stund.
Minningin um ljúfan félaga
okkar, Astrid Björgu Kofoed-
Hansen, varir að eilífu. Fjöl-
skyldunni allri sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Góður Guð varðveiti Astrid
Björgu.
F.h. félaga í Inner Wheel
Görðum,
Laufey Jóhannsdóttir.
Kveðja frá Svölunum
Góður félagi í Svölunum er
fallinn frá. Við dáðumst að krafti
hennar og dugnaði í baráttunni
við erfið veikindi. Það gustaði af
henni þegar hún kom á fundi,
brosandi og geislandi af gleði.
Það fór ekki fram hjá okkur að
hún var mætt. Hún smitaði okk-
ur af gleði, allt varð skemmti-
legra. Þegar hún var spurð
hvernig henni liði var svarið allt-
af eins, ég hef það fínt. Með
áherslu á fínt. Hún tók virkan
þátt í störfum Svalanna, var boð-
in og búin í hvaða verkefni sem
var. Við munum sakna hennar en
um leið erum við þakklátar fyrir
að hafa átt hana að svo lengi. Við
munum minnast jákvæðni henn-
ar og léttleika, minnast kraftsins
sem hún bar með sér. Við sjáum
hana fyrir okkur dansa um gólf-
ið, brosandi, hlæjandi, gleðigjafa
af Guðs náð. Hún var góð fyr-
irmynd.
Það er erfitt að horfa á eftir
góðum félaga, enn erfiðara er
það fyrir ættingja. Við sendum
innilegar samúðarkveðjur til
þeirra allra.
Fyrir hönd Svalanna,
Greta Önundardóttir.
✝ Erla RagnaHróbjarts-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 23.
ágúst 1928. Hún
lést á kvennadeild
Landspítalans 14.
september 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Vilhelmína
Helgadóttir, f.
1894, d. 1986, hús-
freyja, og Hróbjart-
ur Jónasson, f. 1893, d. 1979,
múrarameistari og bóndi á
Hamri í Hegranesi. Ragna var
næstyngst af sex systkinum. Hin
eru Sigmar, f. 1919, búsettur í
Árið 1955 giftist hún Þórhalli
Þórarinssyni, f. 1926, d. 1981,
rafvirkjameistara og settust þau
að á Hvanneyri. Þau eignuðust
eina dóttur, Helgu Margréti, f.
28. janúar 1972, sem búsett er í
Frakklandi. Sambýlismaður
hennar er Frédéric Majorel, f.
1975.
Ragna vann lengst af við
ræktunartilraunir hjá Bænda-
skólanum á Hvanneyri og á
rannsóknarstofu skólans. Hún
var iðin við handverk hvers kon-
ar og var virk í starfsemi Ullar-
selsins á Hvanneyri.
Á síðari æviárum sínum
kynnist Ragna Helga Magnús-
syni, f. 1929, frá Snældubeins-
stöðum í Reykholtsdal, og áttu
þau yndislegar stundir saman
ásamt fjölskyldu hans.
Útför Rögnu fór fram í kyrr-
þey frá Sauðárkrókskirkju 20.
september 2014.
Kópavogi, Jónas, f.
1923, d. 1983, Har-
aldur, f. 1925, d.
1985, Sigrún, f.
1927, búsett á
Hamri, og yngstur
var Þór, f. 1931, d.
1940.
Ragna gekk í
barnaskóla Rípur-
hrepps. Eftir ferm-
ingu stundaði hún
nám í orgelleik hjá
Eyþóri Stefánssyni, en hún hafði
mikinn áhuga á tónlist og hafði
góða söngrödd. Hún fór í Hús-
mæðraskólann á Löngumýri og
vann við bústörf á Hamri.
Það er merkilegt hvernig líf
okkar Rögnu hefur fléttast
saman. Við krakkarnir vorum
frekar hrædd við Rögnu, enda
sagðist hún vera göldrótt. Ég
hafði því varann á mér. Síðar
vann ég með henni bæði í rækt-
unartilraunum á matjurtum og
á rannsóknastofu Bændaskól-
ans á Hvanneyri. Hún hafði un-
un af jurtum og gat fengið allt
til að lifna við og blómstra. Í
tvígang reyndu sérfræðingar að
taka afleggjara af sérstæðri rós
hjá henni en í báðum tilvikum
sölnuðu afleggjararnir á meðan
rósin lifði góðu lífi hjá Rögnu.
Fuglana passaði hún uppá, gaf
þeim reglulega og spjallaði við
þá. Síðustu árin voru tveir
hrafnar farnir að gera sig
heimakomna fyrir utan hjá
henni. Ekki leist mér á það en
nú sakna ég þeirra. Eftir að
Ragna hætti að vinna lagði ég
leið mína reglulega til hennar.
Við spjölluðum yfir kaffibolla
og fórum yfir stöðu handverks-
ins sem hún var svo ötul að
sinna. Við fórum líka saman í
nokkrar eftirminnilegar ferðir,
t.d. fórum við mæðginin með
Rögnu til Parísar árið 2000 að
heimsækja Helgu Margréti.
Dagana sem Frakkar unnu EM
í fótbolta. Það var mikil upp-
lifun fyrir alla enda mikil
stemning í borginni og margt
að skoða. Við fórum líka í ferð
vestur á firði á slóðir forfeðra
minna og á hennar heimaslóðir.
Reglulega sótti hún fundi fé-
lags eldri borgara og tók mig
stundum með. Mikið óskaplega
hafði ég gaman af. Ragna var
gjarnan fengin til að taka sama
ferðasögur félagsins enda vel
ritfær og skreytti þær gjarnan
með vísukornum. Þetta skráði
ég fyrir hana á tölvu og hún
flutti svo með tilþrifum. Í hvert
sinn sem Helga Margrét kom
til landsins skruppum við syst-
ur í spákaffi. Ragna með gler-
augun á nefinu, báðar hendur
um bollann, spariglottið sett
upp og svo kom lýsingin okkur
til mikillar skemmtunar. Frá
því ég man fyrst bölsótaðist
hún mikið yfir karlmönnum.
Þeir voru svona og þeir voru
hinsegin. Það koma því
skemmtilega á óvart þegar einn
daginn var kominn karlmaður á
heimilið. Helgi var mættur.
Bæði um áttrætt og náðu svo
óskaplega vel saman í einu og
öllu. Aldrei setið auðum hönd-
um, alltaf verið að stússast eitt-
hvað, innan húss sem utan.
Skipst á með öll eldhúsverkin
og þrifin, hann sá um tækin og
hún jurtirnar. Gantast og fíflast
eins og ástfangnir unglingar.
Ég mun ætíð þakka fyrir þann
tíma sem við áttum saman.
Sterk kona sem vann sín verk
af elju og umhyggju, gekk stolt
um og óhrædd við að takast á
við fjölmörg og óvænt verkefni
án þess að tapa reisn eða glað-
værð. Ég lýk þessu með texta
sem ég skráði eftir Rögnu fyrir
gullastokk eldri borgara: „Það
er oft sagt, „maður er manns
gaman“, og það á nú svo sann-
arlega við hérna. Við þessi hóp-
ur sem mætum í Félagsheimilið
Brún á hverjum miðvikudegi
erum búin að kynnast vel og
það er tekið eftir því ef skarð er
í hópinn, einn vantar. Og sá
sem næstur er, er spurður
„veistu af hverju hann eða hún
kom ekki?“. En, þá er svo gott
að geta sagt – „þau koma
næst“. En, stundum koma þau
skörð í hópinn okkar sem ekki
verður fyllt í nema með minn-
ingum. Þá er gott að grípa í
þann sjóð því hann er ekki
gjaldþrota.“
Ásdís Helga Bjarnadóttir.
Lóan mín góða ljúfustu ástarsöngva,
láttu svo óma glatt yfir fjöll og dal.
Fylltu af gleði friðsæla dalinn
þröngva,
fáðu þér hvíld hjá lindinni í bjark-
arsal.
Þar vil ég una örlitla stund í næði,
upplifa bernsku heillandi fagurt vor.
Kanna að nýju kosti míns lands og
gæði,
kveðja sem best mín léttustu ævi-
spor.
(Hermann Guðmundsson frá Bæ)
Þessar fallegu og hugljúfu
ljóðlínur segja svo margt og
hvísla að okkur hvernig Ragna
var og við sem þekktum Rögnu
viljum minnast hennar, um-
hyggju hennar og hlýju, bjart-
sýni, brosmildi, glaðlyndi, húm-
ors, sköpunargleði og listfengis.
Heimili hennar og Þórhalls,
eiginmanns hennar sem látinn
er fyrir mörgum árum, var
blómum skrýtt, hver hlutur á
sínum stað. Hennar sérstaka
nákvæmni og alúð við allt sem
hún snerti á heimili sínu eða
sem starfskraftur á HVE þar
sem hún starfaði í fjöldamörg
ár. Hver planta á sínum stað.
Þannig lifði hún og vildi lifa.
Þegar vetur skall á, snjór og
kuldi, var hún búin að birgja sig
upp af korni fyrir fuglana sem
hópuðust að hólnum við húsið
hennar og treystu á gjafmildi
sem aldrei brást. Ragna var
skoðanaföst og vildi að réttlæti
og virðing gagnvart minnimátt-
ar, mannréttindi og samkennd
sigruðu í þessum heimi.
Á seinni árum var Ragna ein
af driffjöðrunum í félaginu okk-
ar eldri borgara í Borgarfjarð-
ardölum. Þar var hún aldeilis
sjálfri sér lík. Full af hugmynd-
um, fór með ljóð sem hún orti
og frásagnir, sýndi fallegar flík-
ur sem hún hannaði, söng og
dansaði og geislaði af glettni og
gáska.
Þetta var henni svo eðlilegt
og meðfætt. Leiklistarhæfileik-
arnir brugðust heldur ekki.
Hún greip til þeirra án sjáan-
legrar fyrirhafnar. Á gleðistund
á Austurlandi með félaginu
okkar þegar við komum síðla
dags á hótelið okkar, flestir
þreyttir og pínulítið stirðir í
kroppnum en klæddu sig þó
upp fyrir glæsilegt kvöldverð-
arborð hótelstjórans á Raufar-
höfn.
Ragna gekk í salinn glæsileg
að vanda, leidd af sambýlis-
manni sínum, honum Helga, og
sáu allir í salnum hvað þau
ljómuðu af ást og hamingju.
Já, þá datt ferðavini í hug að
þau drifu bara í að gifta sig og
það í hvelli. Ragna svaraði að
bragði: „Já, auðvitað.“ Klappaði
á öxlina á honum Helga sínum
og sagði: „Já, Helgi minn, nú
drífum við í því.“ Hún tók
blúndudúk af einu veisluborðinu
sem brúðarslör, blóm úr vasa.
Presturinn var fundinn – sjálfur
hótelstjórinn, klæddur í síða
hempu, tónlistarmaður úr hópi
ferðafélaganna settist við hljóð-
færið. Svaramenn þurftu aðeins
að biðja um hljóð í salnum sem
breyttist fljótt í smáfuglatíst.
Þetta gerðist allt á fáeinum
mínútum. Brúðarmarsinn
hljómaði um salinn. Síðan stigu
„brúðhjónin“ valsinn og fjölgaði
fljótt á gólfinu af síkátum ferða-
félögum. Þannig var Ragna og
þannig viljum við minnast
hennar.
Við þökkum fyrir mikla
hlýju, samkennd, hvatningu og
glaðværð. Hjartans þökk fyrir
allt og allt. Hvíl í friði, Guði fal-
in. Já, sumarlandið hefur tekið
á móti Rögnu, blómum skrýtt.
Elsku Helgi, Helga Margrét
augasteinn móður sinnar, Fre-
deric tengdasonur, aðrir að-
standendur og vinir. Við send-
um ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurborg og Sigríður
Ólöf frá Báreksstöðum.
Það eru víst ekki nema um
sjö ár síðan hann Helgi afi
kynnti okkur fyrir henni Rögnu
sinni, en samt er okkur farið að
þykja svo vænt um hana að það
er eins og hún hafi fylgt okkur
með hlýju sinni og gleði alla
okkar ævi. Og þau okkar sem
yngst eru muna hana sem
Rögnu ömmu.
Við fundum svo oft mjög vel
hversu mikils virði hún var okk-
ur og hversu mikið hún gaf ekki
bara Helga afa, heldur okkur
öllum. Þannig var hún Ragna
bara. Hlý og jákvæð, greind, og
æðrulaus með ákveðnar skoð-
anir og óbilandi réttlætiskennd.
Hún studdi ávallt við aðra en
ætlaðist ekki til neins og kunni
svo vel að meta það sem fyrir
hana var gert, hversu lítið sem
það var.
Við erum afar þakklát fyrir
að hafa fengið að eiga þessi ár í
samfylgd hennar Rögnu okkar.
Hún vildi alltaf létta okkur lífið
og við þekkjum hana svo vel að
við vitum að hún vill helst af
öllu halda áfram að gera það.
Við munum því sakna hennar
mjög mikið en gleðjast þó enn
meira yfir þeim mörgu, góðu og
hlýju minningum sem þessi
vandaða og merkilega kona
skilur eftir hjá okkur.
Við erum líka mjög þakklát
Rögnu fyrir að hafa gefið okkur
tækifæri til að kynnast Helgu
og Fred, einkadóttur hennar og
tengdasyni. Okkur þykir afar
vænt um vináttu þess góða
fólks og samhryggjumst þeim
innilega.
Arnheiður, Árni Múli,
Ragnhildur, Jónas,
Jón og Ingi.
Ég kynnist Rögnu þegar ég
flutti á Hvanneyri ásamt fjöl-
skyldu minni og urðum við góð-
ar vinkonur sem hélst alla tíð
og bar aldrei skugga á. Í gegn-
um tíðina gerðum við ýmislegt
saman sem okkur þótti gaman
að rifja upp síðar. Ragna var á
undan sinni samtíð hvað varðaði
lífræna ræktun og hollustu.
Hún hafði græna fingur og
ræktaði blóm og grænmeti og
naut þess að tína ber. Þær
mæðgur komu oft á haustin til
okkar að Jafnaskarði og voru í
nokkra daga þar sem við eydd-
um tímanum í berjatínslu. Þá
var farið af stað fyrir sólarupp-
rás og ber tínd í öll þau ílát sem
fyrirfundust. Iðulega þurfti að
fara margar ferðir heim til að
tæma ílátin og hundarnir okkar,
þeir Sómi og Bjartur, eltu okk-
ur fram og til baka, upp og nið-
ur brekkurnar. Á kvöldin sátum
við svo og hreinsuðum ber við
olíulampa þar sem ekkert raf-
magn var á bænum. Þá var
mikið spjallað og hlegið.
Ragna var mikil íslensku-
manneskja og voru einar af
okkar bestu stundum þegar við
sátum saman og leystum kross-
gátur. Ragna var morgunhani,
þveröfugt við mig sem vildi
gjarnan sofa út um helgar, en
það fannst henni sóun á dýr-
mætum tíma. Hún kom stund-
um snemma á morgnana með
krossgátur eða góðgæti og lét
það fylgja að morgunstund gæfi
gull í mund.
Vinskapur við Rögnu hafði
bætandi áhrif á sál og líkama.
Það er dýrmætt að hafa fengið
að kynnast og njóta samveru-
stunda með þessari einstöku
konu.
Ég og fjölskylda mín vottum
aðstandendum hennar okkar
dýpstu samúð.
Þórfríður Guðmundsdóttir.
Erla Ragna fluttist í Borg-
arfjörð þegar hún giftist Þór-
halli Þórarinssyni, rafvirkja á
Hvanneyri, þar sem þau
byggðu sér fljótlega hús.
Helga Margrét, dóttir
Rögnu, hefur um nokkurra ára
skeið búið í Frakklandi við nám
og störf. Helga Margrét var
samt í góðu sambandi við móð-
ur sína og dvaldist hjá henni
mánuðum saman eftir að Ragna
veiktist.
Ragna féll vel að lífinu í
byggðinni, sem orðið hefur til á
skólastaðnum Hvanneyri, enda
prýddu hana margir góðir kost-
ir. Hún var laghent, hagort og
söngvin, eins og Skagfirðingar
eru kunnir fyrir.
Nokkru eftir að Ragna flutt-
ist að Hvanneyri fór hún að
vinna ýmis störf fyrir Bænda-
skólann, sem síðar hlaut nafnið
Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri. Aðallega starfaði
hún á rannsóknastofu og við
gróðurtilraunir. Tilraunirnar
snerust um að mæla og meta
margar tegundir fóður- og mat-
jurta við mismunandi aðstæður.
Ragna var duglegur starfsmað-
ur, sem hafði ánægju af starf-
inu.
Það sem ég og félagar okkar
dáðumst mikið að hjá henni var
hve næmt auga hún hafði fyrir
gróðri og dýrum. Hún var fljót
að átta sig á ef jurtirnar í til-
raununum hjá okkur skorti
áburð eða höfðu fengið of mik-
inn áburð og ef sjúkdómar eða
meindýr hrjáðu þær.
Við starfsfélagar Rögnu eig-
um góðar minningar um hana.
Fyrir mína hönd og starfsfélaga
okkar þökkum við ánægjuleg
kynni. Öllum ástvinum hennar
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Magnús Óskarsson.
Erla Ragna
Hróbjartsdóttir