Morgunblaðið - 02.10.2014, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
✝ Úlfar GunnarJónsson húsa-
smíðameistari
fæddist 24. janúar
1936 í Þverholtum,
Álftaneshreppi á
Mýrum. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 22. sept-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Jón Úlfarsson,
f. 1912, d. 1981, og
Ragna Ólafsdóttir, f. 1916, d.
1999. Systkini samfeðra eru:
Lára, f. 1942, Rannveig, f. 1944,
Sigurjón, f. 1945, Ásta, f. 1947,
Anna, f. 1949, Jóna, f. 1951,
Baldur, f. 1953, Ragnar, f. 1954,
og Hulda, f. 1958.
Úlfar Gunnar kvæntist hinn
19. apríl 1956 Charlottu Ólsen
Þórðardóttur sjúkraliða, f. í
Reykjavík 8. mars 1936. For-
eldrar hennar voru Þórður
Jón Jökul. b) Karen Ósk, f. 1990.
c) Ólafur Karl, f. 1992. d) Dagur
Kári, f. 2003. e) Eva Hrönn, f.
2005. 3) Edda Sólveig bókari, f.
1967. Börn hennar eru: a) Karl
Hrannar, f. 1987, maki Herdís
Magnúsdóttir. b) Árni Freyr, f.
1995. c) Elín Edda, f. 2007.
Úlfar Gunnar, eða Gunnar
eins og hann var ávallt kallaður,
ólst upp frá tveggja ára aldri hjá
Ágústu Ólafsdóttur og Guð-
mundi Guðmundssyni í Borg-
arnesi. Hann ólst upp í nálægð
við föður sinn Jón, seinni konu
hans, Guðlaugu Sigurjóns-
dóttur, f. 1918, d. 2007, og níu
systkini sín. Hann fluttist ungur
til Reykjavíkur, aðeins 16 ára
gamall, og vann ýmis störf, með-
al annars við sjómennsku, og
hóf svo nám í húsasmíði og lauk
meistaraprófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík. Gunnar vann alla tíð
við sína iðn og iðulega sjálf-
stætt, auk þess að vera hús-
vörður á Hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ í nokkur ár.
Útför Úlfars Gunnars fer
fram frá Fossvogskirkju í dag,
2. október 2014, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Ágúst Jónsson, f.
1896, d. 1975, og
Jósefine Charlotte
Olsen, f. 1895, d.
1971. Úlfar og
Charlotta eign-
uðust þrjú börn: 1)
Karl Ágúst læknir,
f. 1956, d. 1990.
Kona hans Henrí-
etta Haraldsdóttir,
f. 1952. Saman eiga
þau a) Charlottu, f.
1980, maki Halldór Kári
Hreimsson og eiga þau tvær
dætur, Móeiði Dóru og Sigurrós
Huldu. b) Jósefine, f. 1989. Fyrir
átti Henríetta dæturnar Jórunni
Sólveigu og Sigríði Margréti. 2)
Hulda Hrönn tölvunarfræð-
ingur, f. 1963, eiginmaður henn-
ar er Aðalsteinn Finsen, f. 1955.
Börn þeirra eru: a) Úlfar Gunn-
ar, f. 1982, maki Kristín Rut
Jónsdóttir og eiga þau soninn
Elsku pabbi, hversu erfitt er
að kveðja þig. Þú varst stoð mín
og stytta og kletturinn í lífinu.
Betri mann enn þig er ekki
hægt að finna. Þú varst ávallt
reiðubúinn að gera allt fyrir alla
sama hvernig stóð á hjá þér. Allt-
af boðinn og búinn að skutla, gera
og græja og það voru ófáir hlut-
irnir sem þú eltir, mínar hug-
myndir, með í breytingum og út-
færslum á ýmsum hlutum. Alltaf
þurftir þú að hafa eitthvað fyrir
stafni og naust þín best þannig.
Allar okkar stundir í bústaðnum í
Borgarfirði eru ógleymanlegar,
þar varst þú á þínum heimaslóð-
um og naust þín í botn. Maður
var varla vaknaður þegar þú
varst búinn að bera á pallinn,
húsið eða smíða eitthvað sem þér
fannst vanta. Allt sem þú gerðir
var gert af svo mikilli fag-
mennsku og þekkingu. Þú gerðir
aldrei neitt nema skila því frá þér
óaðfinnanlegu. Þannig varst þú,
iðinn, samviskusamur, kær þín-
um og öllum sem í vegi þínum
voru. Þú hallmæltir aldrei nein-
um og fannst kosti í öllum. Þú
varst einstakur. Lífið verður
aldrei samt, elsku pabbi minn.
Þú vissir allt um landið þitt og
voru ófár ferðirnar sem við fórum
hringveginn með Sólveigu og
Geira, sem börn, alltaf varstu að
fræða mann á leiðinni um fjöll og
firnindi. Man einu sinni þegar við
vorum á ferðalegi og þú stopp-
aðir bíllinn og raukst út til að losa
lamb sem var fast í girðingu, þú
losaðir það og brostir þegar það
hljóp laust til sinna, þú máttir
aldrei neitt aumt sjá. Einstakur
mann-, barna- og dýravinur. Við
ferðuðumst líka mikið saman er-
lendis, og er ég þakklát fyrir að
hafa farið með þér til Lundar í
Svíþjóð 2012. Margar voru ferð-
irnar okkar saman til Spánar,
voru þær okkur öllum yndisleg-
ar.
Ættfræðin var þér mikið hugð-
arefni, ófáar sögurnar sem þú
sagðir mér. Þú vissir allt um alla
hluti, sama hvar var borið niður.
Margar voru stundirnar sem þú
varst að hjálpa mér eða öðrum í
fjölskyldunni með stærðfræði, ís-
lensku eða landafræði eða bara
hvaðeina, alltaf varst þú til staðar
og vissir allt.
Lífið fór ekki alltaf um þig ljúf-
um höndum en þú lést aldrei bug-
ast og sást alltaf eitthvað út úr
hlutunum. Þegar þú misstir Kalla
þinn varstu að stappa stálinu í
okkur hin þó að bugaður værir þú
sjálfur og meira en maður gerði
sér grein fyrir á þeim tíma.
Þrátt fyrir áfallið sem dundi
yfir þér 2009 stóðstu alltaf upp og
sást það jákvæða. Þú misstir nær
alla sjón en þú sagðir: ég er alla-
vega ekki lamaður, ekta þú, sást
alltaf það jákvæða þótt erfiðleik-
arnir væru miklir.
Það eina sem huggar mig í
sorginni að þú ert núna hjá hon-
um Kalla þínum sem þú ert búinn
að sakna svo mikið öll þessi ár, og
án efa er Hulda frænka hjá ykk-
ur, það hljóta að hafa orðið miklir
fagnaðarfundir.
Ástar- og saknaðarkveðjur frá
mér og börnunum mínum, hafðu
þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi
minn.
Elska þig. Þín dóttir,
Edda.
Elsku pabbi minn. Þú varst
svo hjálpsamur, sagðir aldrei
styggðarorð við neinn eða um
neinn og sást alltaf björtu hlið-
arnar á öllum málum. Þú varst
einstaklega handlaginn og vand-
virkur. Þú gast smíðað allt, oftast
úr engu, fannst manni. Þú varst
alltaf að, alltaf að dytta að ein-
hverju. Þú varst líka fær mynda-
smiður alltaf að taka myndir sem
eru okkur nú sem fjársjóður.
Ég á mjög erfitt með að trúa
því að þú sért farinn frá okkur.
Þú varst kletturinn í lífi okkar
allra. Þú varst eins og kötturinn,
hafðir níu líf. Það var sama hvað
kom upp á, alltaf stóðstu upp og
það með stæl. Og þú barðist svo
sannarlega fram á síðasta dag.
Þú varst alltaf svo flottur, líka
síðasta kvöldið þitt, nýrakaður og
fínn og ég setti á þig rakspíra og
þú sofnaðir. Elsku pabbi, ég á eft-
ir að sakna þín um aldur og ævi.
Ég veit þú ert kominn á góðan
stað þar sem vel hefur verið tekið
á móti þér. Það þótti öllum svo
undurvænt um þig. Þú varst ein-
stakur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Með saknaðarkveðju. Þín,
Hulda Hrönn
Elsku afi Gunni er búinn að
kveðja. Ófá tár hafa streymt síð-
ustu daga en á sama tíma standa
upp úr þær fallegu minningar
sem ég á um elsku afa.
Fyrir mér var afi Gunni ein-
stakur. Hann var maður fárra
orða en styrkur hans lá í að vera
ávallt reiðubúinn að hlusta. Orð
sem koma upp í hugann þegar ég
hugsa um afa eru umburðarlynd-
ur, kærleiksríkur, vandaður og
ég tala nú ekki um hvað hann var
myndarlegur. Handlagni var afa
Gunna í blóð borin. Hann var
hæfileikaríkur húsasmíðameist-
ari sem var sérstaklega vand-
virkur og nákvæmur.
Lagði sig allan fram við það
sem hann tók sér fyrir hendur og
gerði það með gleði. Afi var alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd og
ímynda ég mér að honum hafi lið-
ið best þegar hann var að hjálpa
fjölskyldu og vinum í fram-
kvæmdum. Sjálf leit ég alltaf upp
til afa og sem lítil stelpa var
draumurinn að verða húsasmíða-
meistari. Ég var voðalega montin
af afa mínum og það lá aldrei á
milli hluta þegar velja átti á milli
námsgreina, smíði varð alltaf fyr-
ir valinu og fékk afi reglulegar
listaverkasendingar.
Þegar afi fékk heilablóðfall
fyrir fimm árum fór að halla und-
ir fæti hjá honum heilsufarslega.
Afleiðingarnar voru að hann
þurfti að hætta vinnu og sjónin
versnaði svo um munaði. Að lesa
bækur var eftirlætið hans afa en
þeirri gleði varð hann að vera án
þegar sjónin brást.
En afi minn var ekki þekktur
fyrir að láta deigan síga þrátt fyr-
ir þau áföll sem dunið höfðu á
honum og hélt hann ótrauður
áfram eins og honum var líkt.
Alltaf með puttann á púlsinum og
svo vel lesinn að hægt var að
fletta upp í honum eins og al-
fræðiorðabók.
Það var hans blessun hve ótrú-
lega skýr í kollinum hann var
fram til síðasta dags og ófá skipt-
in sem hann rakti ættfræðina fyr-
ir mig og fór yfir þjóðmálin.
Bókalesturinn leysti hann með
því að hlusta á hljóðbækur sem
við ræddum oft.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til ömmu Dódó og afa
Gunna. Móttökurnar einkennd-
ust af hlýju, góðgæti og ískaldri
kók. Oftast sátum við amma sam-
an við eldhúsborðið að spjalla á
meðan afi stóð og lagði við hlust-
ir. Eftir að ég eignaðist stelpurn-
ar mínar var afi alltaf fljótur að
ná í dótakassann fyrir þær og
léku þær sér alsælar á meðan við
amma spjölluðum. Mér þykir af-
ar vænt um að stelpurnar mínar
eigi þessar minningar með
ömmu Dódó og afa Gunna.
Ég er svo lánsöm að hafa átt
góðar stundir með ömmu og afa
nú síðast í ágúst. Afi var í góðu
formi, við spjölluðum heilmikið
saman og stelpurnar fengu tíma
með langafa sínum. Hann var
ákveðinn í að hann og amma ætl-
uðu að koma aftur í heimsókn til
okkar og hafði hugmyndir um
það hvernig breyta ætti svölun-
um. Ekki hefði mig órað fyrir að
aðeins fimm vikum seinna myndi
hann kveðja. Ég var stödd á Ís-
landi stuttu eftir að seinna heila-
blóðfallið dundi yfir og það lá
fyrir að afi ætti stuttan tíma eft-
ir. Þá fékk ég tækifæri á að
kveðja hann og segja honum
hvers virði hann var mér og fyrir
það er ég ótrúlega þakklát.
Ég minnist elsku afa Gunna
með dulið bros og glampa í aug-
unum, rólegs og hugsi. Núna er
afi kominn á betri stað, í fé-
lagsskap pabba sem beið hans og
tók honum opnum örmum og þar
sem kvillarnir síðastliðin ár hrjá
hann ekki lengur.
Ég bið Guð að styrkja og
styðja ömmu Dódó sem er búin
að standa sterk við hlið afa í
þeim áföllum sem dunið hafa á
síðustu ár. Ég kveð þig með
miklum söknuði, elsku afi minn,
en þú munt lifa áfram í hjarta
mínu. Þín,
Charlotta.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku afi, þú varst yndislegur.
Ég upplifði afa minn sem mjög
yfirvegaðan mann sem talaði
ekki mikið en styrkur hans var
þá helst að hlusta á aðra.
Kannski er ekkert skrítið að afi
hafi verið svona rólegur þar sem
hann var innan um kvennaskara
daglega sem sá þá mestmegnis
um að tala. En ég hló inni í mér
þegar afi lét svo í sér heyra og
sagði konunum „að vera ekki
með þetta mjaður alltaf hreint“.
Ég mun aldrei gleyma því
hversu ánægð ég var yfir því
hver stoltur afi var af mér þegar
ég lauk stúdentinum og varð til
þess að ég fylltist metnaði og
orku. En þrátt fyrir að afi væri
ekki maður margra orða þá var
hann óstöðvandi ef umræðuefnið
var að hans skapi. Afa þótti mjög
gaman að tala um ættfræði, enda
mikill viskubrunnur þar og var
það ein af þeim stundum sem
hann kom mér á óvart og naut ég
hverrar mínútu að hlusta á hann.
Þegar afi fékk fyrra heilablóð-
fallið fyrir fimm árum var hringt
í mig þegar ég var í skólanum og
mér sagt að ég hefði aðeins einn
dag til að koma og kveðja hann.
Það reyndist mér mjög erfitt og
sárt að koma og kveðja hann. En
það birti til og við fengum þær
gleðifréttir að hann lifði þetta
áfall af og ég fékk um leið tæki-
færi og dýrmætan tíma áfram
með afa mínum.
Afi var mjög hugrakkur og
ekki síður þegar það kom að
veikindum hans. Þrátt fyrir að
þurfa að þola mikinn sársauka
lét hann ekki á því bera. Af þeirri
ástæðu og mörgum öðrum mun
hann alltaf verða mín fyrirmynd.
Ég er ánægð og þakklát fyrir
að hafa fengið mikinn tíma með
afa og ömmu áður en afi hvarf
frá okkur. Það fyllir hjarta mitt
af hamingju.
Ég bið Guð að vaka yfir og
styrkja elsku ömmu Dódó. Ég
elska þig, hugsa til þín og sakna.
Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín,
Josefine.
Elsku afi okkar, þú varst okk-
ur svo dýrmætur. Alltaf til stað-
ar fyrir okkur og hjálpaðir okkur
í einu og öllu sem við tókum okk-
ur fyrir hendur.
Við kveðjum þig með trega,
söknuði og ómældri virðingu.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer,
þó þú sért nú horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þinn minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín barnabörn,
Úlfar, Karen, Ólafur,
Dagur og Eva.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Það er nóvember. Árið er 1967.
Ég er að leika mér við vinkonu
mína í blokkinni sem ég er ný-
flutt í. Pabbi hennar er að búa til
skautasvell fyrir aftan hús. Svona
til þess að allir krakkarnir í
hverfinu geti skautað um og
skemmt sér vel. Leikið saman,
kynnst og þroskast. Hann er líka
alltaf að laga allt í kringum
blokkina sem hann byggði, mál-
aði og allt gerði við.
Það er apríl. Árið er 1977. Ég
er enn að leika mér við vinkonu
mína sem ég kynntist þegar ég
var nýflutt í blokkina. Pabbi
hennar er að poppa fyrir okkur
krakkana í blokkinni og í hverf-
inu. Hann er poppsnillingur.
Enginn kemst nálægt honum í
poppgerð.
Það er júní. Árið er 1987. Ég
er að sýna vinkonu minni og
hennar fólki nýfædda barnið
mitt. Pabbi hennar hlær og glett-
ist og rifjar upp gömul prakkara-
strik okkar. Oft hjálpaði hann
okkur við þau. Alltaf hló hann
með okkur.
Það er september. Árið er
1997. Ég sit heima hjá foreldrum
vinkonu minnar og rifja upp
gamla tíð. Já og nýja. Við höfðum
oft hist í Englandi undanfarið þar
sem við bjuggum báðar um hríð
ég og vinkona mín sem ég hafði
verið svo lánsöm að kynnast öll-
um þessum árum áður. Þar var
ýmislegt brallað og sambandið
treyst.
Það er júní. Árið er 2007. Við
sitjum heima hjá vinkonu minni
við hjónin og foreldrar hennar.
Við tölum um börnin okkar og
barnabörn. Þau eru nú aldeilis
frábær. Við tölum um hver sé lík-
ur hverjum og mér finnst gaman
að sjá blikið í augum pabba vin-
konu minnar þegar hann segir
okkur hvað dóttursonur sinn og
nafni sé flinkur í höndunum og
góður smiður. Rétt eins og hann
sjálfur. Hvað barnabörnin öll séu
nú falleg, góð og dýrmæt. Við töl-
uðum líka um Kalla, elsta barnið;
soninn, sem lést í blóma lífsins
aðeins 34 ára gamall. Það var
ósköp sorglegt og mikið högg
fyrir fjölskylduna alla.
Pabbi vinkonu minnar var
flinkasti maður sem ég hef
kynnst. Og sá greiðviknasti.
Hann vildi allt fyrir alla gera.
Hann var einkar lánsamur í
einkalífi. Hann var sérstaklega
góður og ástríkur pabbi, góður
eiginmaður sem elskaði konu
sína afar heitt, greiðvikinn mág-
ur og traustur tengdafaðir, afi og
langafi. Hann var stakt ljúfmenni
og einfaldlega alveg yndisleg
manneskja.
Blessuð sé minning hans.
Ástvinum votta ég samúð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Ingibjörg Ásta
Gunnarsdóttir.
Úlfar Gunnar
Jónsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRGVIN THEODÓR HILMARSSON
vélstjóri,
Smáratúni 42,
Keflavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. september.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir fær heimahjúkrun á HSS.
Jóhanna Sigríður Pálsdóttir,
G. Ágústa Björgvinsdóttir, Sigmundur Guðmundsson,
Hilmar Theodór Björgvinsson, Guðný S. Magnúsdóttir,
Sigvaldi Björgvinsson, Edda Ýr Guðmundsdóttir,
Gunnlaugur Björgvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA BJÖRNSDÓTTIR,
Lindargötu 57,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum
miðvikudaginn 17. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Marsibil Harðardóttir, Elfar H. Þorvaldsson,
Guðmundur Harðarson, Kristín Snorradóttir,
Erla Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÁSTA ÞÓRGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR
ALEXANDER,
lést á heimili sínu í Skotlandi
föstudaginn 12. september.
Útförin hefur farið fram.
John Alexander,
Dora Christine Howes, Graham Howes,
Shirley Marie Stone, David Stone,
Caroline, Amanda, Alexander og Rebecca.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTJÁN ÞÓR HANSEN
málarameistari,
Hólavegi 11,
Sauðárkróki,
lést þriðjudaginn 30. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurbjörg Egilsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.