Morgunblaðið - 02.10.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.10.2014, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 ✝ IngigerðurIngvarsdóttir var fædd á Litla- Fljóti í Biskups- tungum 23. ágúst 1920. Hún lést 16. september 2014 á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Ingigerður var dóttir hjónanna Jónínu Ragnheið- ar Kristjánsdóttur og Ingvars Jóhannssonar. Hún var næstelst fjórtán systkina: Elstur var Ingvar (látinn), þá kom hún, Einar (látinn) Krist- inn (látinn), Jóhanna Vilborg (látin), Kormákur (látinn), Hörður (látinn), Hárlaugur (látinn) og tvíburabróðir hans andvana fæddur, Ragnhildur (látin), Guðrún, Elín (látin), húsi sem hét Litla Brekka en síðar byggðu þau stærra hús sem var nefnt Brekka. 1970 flutti Inga til Hafnar- fjarðar, þá höfðu þau Gunnar slitið samvistum, en einlæg vinátta ríkti alla tíð á milli þeirra allt þar til Gunnar lést í mars 1992. Þau eignuðust níu börn: Sveinn, f. 1940, Sveinbjörn Pálmi, f. 1942, d. 2002, Ingvar, f. 1943, drukknaði 1963, Jón Ragnar, f. 1944, Kolbrún Kristín, f. 1947, Hjörtur Lax- dal, f. 1948, Hrafnkell, f. 1950, Torfhildur Rúna, f. 1951, og Gunnþórunn Inga, f. 1958. Af- komendur Ingu og Gunnars eru tæplega 90. Inga vann sem verkakona ásamt því að sinna stóru heim- ili. Hún starfaði m.a. við fisk- vinnslu hjá Frosti í Hafnarfirði og síðar hjá Hval hf. allt þar til hún lét af störfum hálfáttræð að aldri. Útför hennar fór fram í kyrrþey hinn 24. september 2014 frá Hafnarfjarðarkirkju. Sumarliði og Haukur (látinn). Fjögurra ára gömul flutti hún með foreldrum sín- um og bræðrum að Halakoti (nú Hvít- árbakki) í Biskups- tungum. Þar ólst hún upp við hefð- bundin sveitastörf og gekk í barna- skólann í Reyk- holti. Hún starfaði sem vinnu- kona í Reykjavík um tíma og þar kynntist hún Gunnari Sveinbjörnssyni ættuðum úr Skagafirði og hófu þau búskap saman. Þau bjuggu fyrstu árin í Garðastræti í Reykjavík en fluttu svo í Garðahrepp (Garðabær) og bjuggu þar næstu áratugina, fyrst í litlu Yndisleg og einstök kona er búin að kveðja okkur, og hún er mamma mín. Minningar líða í gegnum hugann; gæska, dugn- aður, ósérhlífni, góður skammtur af þolinmæði. Marga aðra kosti get ég talið upp, en ég veit að mamma myndi segja að nú væri nóg komið. Ég brosi nú samt út í annað þegar ég huga um okkur í sveitinni okkar. Mín alltaf að þrífa og viðra, ansi oft fullar snúrur af þvotti. Svo allt straujað og brotið saman – og það vand- lega. Við mamma og Bjössi bróð- ir að mála skúrinn, sjálfstæð- isbláan við misjafnar undirtektir, bestu pönnsurnar, sagðar sögur úr sveitinni þegar hún var ung stúlka, þær eru dýrmætar. Teppi lagt hlýlega yfir mig þegar ég fékk mér kríu í sófanum hennar, mér sagt að lúra lengur. Vakna upp við mömmu að prjóna sokka eða vettlinga handa smáfólkinu okkar. Stelpunum okkar var hún besta amma í heimi og einn þeirra besti vinur. Mikið góð þeim og okkur Magga alla tíð, takk elsku mamma. Við höfum kvatt hvor aðra um stund, en ég veit og trúi að mamma mín sé núna umvafin englum. Bless í bili elsku hjartans mamma. Ég mun sakna þín. Þín dóttir Gunnþórunn (Púlla). Elsku hjartans amma mín Inga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég geymi þig í hjarta mér um alla tíð og varðveiti fallega vega- nestið sem þú gafst mér út í lífið. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi rænt þig minni og getu hélstu kjarna þínum allt til enda. Það sem gerði þig að þér, glæsileiki, glaðværð, söngur, snyrti- mennska og félagslyndi, var allt- af til staðar. Takk fyrir enda- lausar minningar, söng, hlátur og hlýju. Þegar ég ek um sveit- irnar með þig í hjartanu mun ég minnast þess að það eru svo margir litir til í þeim græna. Þín Særún. Elsku amma mín fallin frá. Svo margar minningar sem ég geymi í hjarta mínu enda amma ótrúleg kona, sterk og ákveðin en svo ljúf og góð. Ég hef alla mína tíð verið henni náin og margar næturnar sem ég fékk að gista hjá henni á Miðvanginum. Alltaf svo gott að borða og ís- blóm á eftir. Frá því að ég var lítil skipti hana miklu að ég fengi nægan svefn. Hún læddist fram á morgnana og ef ég sofnaði í sóf- anum blótaði hún símanum ef hann hringdi. Eftir að hún flutti á Ölduslóðina vorum við enn jafn nánar og enn eins með svefninn. Ég fór oft til hennar í hádeg- ishléinu mínu, elskaði þegar hún átti til kalt hrossabjúga, kart- öflur og sultu. Hún geymdi alltaf afganga fyrir mig. Svo varð að taka lúr eftir matinn og bað ég hana um að vekja mig til að mæta aftur í skólann. En stundum vildi amma ekki vekja litlu stelpuna sína og vakn- aði ég með teppi, vel vafið um fæturna, sein í skólann með svefnfar á kinninni. Ég er heppin að hafa fengið að eyða sumrunum í Halakotinu með ömmu, Bjössa og Frimma. Við Frimmi fengum að gera allt sem við vildum, Bjössa ekki allt- af til mikillar skemmtunar. Við sváfum í koju og amma í rúmi í sama herbergi. Við spjölluðum mikið þegar komið var upp í rúm, okkur Frimma fannst við fara fullsnemma í háttinn en amma vissi að þarna voru þreytt börn eftir daginn og þegar þessir þreyttu fætur spörkuðu af sér sænginni var eins og amma væri á verði því maður vaknaði við hana breiða sængina yfir okkur upp að kinn og yfir eyrað, bjó svo vel um fæturna. Og sama sagan þar. Þau vöknuðu eldsnemma en Frimmi mátti ekki vekja mig strax. Ég hugsaði oft um hvað amma væri sterk og að hún gæti allt. Og ég var ekki gömul þegar ég vissi að ef ég eignaðist dóttur myndir hún heita Ingi- gerður. En enginn er það sterk- ur að geta sigrast á alzheimer og því miður þurfti amma að berjast við hann. Í raun er ég að kveðja ömmu í annað sinn. Þegar amma fór að gleyma hver ég væri var hryllilegur tími. Ég varð reið og sár en þegar ég komst yfir það naut ég hverrar stundar með henni þótt hún þekkti mig ekki. Hún fékk að kynnast nöfnu sinni vel og ef alzheimerinn hefði ekki þurrkað út minni hennar svona hratt hefði Inga Sól mín kúrt hjá henni eins og ég gerði. Inga Sól og Margeir elska hana mikið og er oft talað um hana. Þeim fannst gaman að heimsækja hana og það var eins og Inga Sól hefði aldrei gert neitt annað en að hugsa um aldraða. Mjög flink að koma langömmu sinni í gott skap og spjallaði við hana þó svo að amma talaði samhengislaust. Ég og börnin fórum að kveðja á sunnudaginn áður en hún dó. Töluðum svo um hversu glöð hún væri að fá að hitta Bjössa og Ingvar aftur. Börnin hugsa hlýlega til hennar og vita og skilja að þetta var það sem hún vildi. Þetta er mér samt erf- itt, að sjá ekki ömmu mína fyrr en minn dagur kemur. En ég veit að amma er sátt og það græðir mitt sára hjarta. Ég veit að hún fylgist með okkur og verndar og ég mun aldrei hætta að hugsa um hana og rifja upp allar þær minning- ar sem ég á. Elsku amma, ég sakna þín og ég elska þig Þín ömmustelpa, Selma Sól. Ingigerður Ingvarsdóttir ✝ Helga Sigur-jónsdóttir fæddist 20. apríl 1943 á Sogni í Ölf- usi. Hún lést á Landspítalanum hinn 24. september 2014. Foreldrar henn- ar voru Magnúsína Guðrún Gríms- dóttir, f. 6. Ágúst 1909, d. 19. maí 1980, og Sigurjón Júlíusson, f. 4. maí 1914, d. 7 febrúar 1971. Systir hennar sammæðra er Júlíana Guðrún Ragnarsdóttur, f. 25. ágúst 1933. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Valur Snorrason, f. 3. ágúst 1934 að Vogsósum í Selvogi. Foreldar hans voru Snorri Þórarinsson, f. 30. apríl 1902, d. 19. október 1977, og Kristín Svava Vilhjálms- dóttir, f. 19. febr- úar 1913, d. 2. febrúar 1985. Börn Helgu og Vals eru 1) Sigurjón, f. 8. apríl 1973, kvænt- ur Luciu Guðnýju Jörundsdóttur, f. 5. ágúst 1967, 2) Freyja, f. 12. mars 1978, gift Jóni Sig- fússyni, f. 5. ágúst 1975, þeirra börn eru Vilbergur Karl, f. 28. janúar 2009, og Þórarna Vala, f. 28. apríl 2012, 3) Snorri Jón, f. 26. október 1979, og 4) Fann- ey Guðrún, f. 27. október 1983. Útför Helgu fer fram frá Kotstrandarkirkju í dag, 2. október 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Helga Sigurjónsdóttir lauk sinni göngu meðal okkar mið- vikudaginn 26. september Helga kom til starfa í Kjörís á haust- mánuðum 2001, eftir þrettán ára starf á Heilsustofnun HNLFÍ. Starfaði hún sleitulaust í okkar röðum þar til hún ákvað að hætta störfum 67 ára gömul í lok árs 2010. Ákvað hún þá að helga sig búi og fjölskyldu sinni, sem hún og gerði þrátt fyrir að veikindi sæktu á. Helga var hæglát og gekk að öllum sínum verkum með mikilli samviskusemi og dugnaði. Bar hún þannig merki sinnar kynslóðar sem við sem yngri er- um getum svo sannarlega lært af. En undir hæga fasinu var glettni og átti hún það til að vera hrekkj- ótt. Á okkar vinnustað er oft glatt á hjalla, sérstaklega yfir háanna- tímann á sumrin þegar skóla- krakkar koma í sumarvinnu. Það kom fyrir að Helga tók þátt í ærslum ungmennanna og kom þá gjarnan alveg að óvörum með vatnsslönguna. Enda ekki gott að átta sig á því að Helga ætti til slíkan prakkaraskap. Fasti punkturinn hennar Helgu var Valur sem ávallt var mættur á planið, að fylgja til vinnu eða sækja sína konu. Höfðu þau tekið sig upp á seinni árum og flutt að Vindási í Bæjarþorpinu í Ölfusi þar sem þau komu sér upp litlum búskap. Það er með söknuði og kærri þökk fyrir samfylgdina sem við samstarfsfólkið í Kjörís kveðjum Helgu og vottum Vali og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð. f.h. Kjöríss, Valdimar Hafsteinsson. Hún mamma er farin og það var nú snöggt sem hún kvaddi þennan heim. Minningarnar eru margar og þá stuðningurinn við okkur systkinin allra helst, við flest sem við tókum okkur fyrir hendur. Húmorinn var ekki langt und- an og hún gat alltaf séð eitthvað spaugilegt við hlutina. Hún var dugleg við að segja sögur af sér og sínum frá því að hún var að alast upp í sveitinni og hversu langt hún gekk í skólann þegar við vorum löt að labba sjálf til dæmis. Hún var mjög réttsýn og það fór fyrir brjóstið á henni ef komið var illa fram við einhvern. Hún laðaði að sér fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins af því að hún kom alltaf hreint og beint fram og sagði það sem henni fannst hvort sem fólki líkaði vel eða illa en samt notaði hún oft setninguna „oft má satt kyrrt liggja“ þannig að þetta var mjög fín lína hjá henni. Hún var sú sem maður gat leitað til með allt, vandamál og gleði, og hún tók alltaf vel í að hjálpa fólki. Barna- börnin veitu henni sérstaka gleði og þótti henni yndislegt að um- gangast þau og gerði margt fyrir þau. Hún kom upp mörgum sið- um hjá þeim sem ekki er hægt að víkja frá eins og það að fá alltaf nesti með sér heim úr heimsókn- um til afa og ömmu. Hún hafði marga kosti sem ég ætla að leit- ast við taka upp. Takk fyrir allt, mamma, þín verður sárt saknað. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum.) Freyja og fjölskylda. Helga Sigurjónsdóttir ✝ Ástkær faðir minn, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON vátryggingamaður, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Hjallakirkju föstudaginn 3. október kl. 15.00. Sæmundur Guðmundsson, Þorvarður Sæmundsson, Ásta Lára Leósdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir og afi, HILMAR ÁGÚSTSSON, Miðvangi 102, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 22. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bryndís Ólafsdóttir, Ágúst Hilmarsson, Berglind Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNATAN SVEINSSON hæstaréttarlögmaður, Álfkonuhvarfi 59, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 29. september. Nanna Jónasdóttir, Hróbjartur Jónatansson, Valgerður Jóhannesdóttir, Sveinn Jónatansson, Brynja Ólafsdóttir, Jónas Jónatansson, Anna Margrét Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær unnusti minn og faðir, sonur og tengdasonur, bróðir, barnabarn og vinur, GUÐMUNDUR SKÚLI GUÐMUNDSSON, lést laugardaginn 27. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Birna Björg Salómonsdóttir, Baltasar Guðmundsson, Þóra Lind Karlsdóttir, Guðmundur Hjörtur Einarss., Salómon Viðar Reynisson, Hanna Íris Guðmundsdóttir, systkini, vinir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNÓTUS KRISTJÁNSSON skipstjóri, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 29. september. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. október kl. 13.00. Ingunn Bernótusdóttir, Guðmundur Skúli Viðarsson, Kristján Þór Bernótusson, Svava María Martinsdóttir, Vilborg Lofts, Ásgeir Ásgeirsson, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA MARGRÉT BENEDIKTSDÓTTIR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 25. september. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 6. október kl. 11.00. Jón Karlsson, Ingrid Karlsson, Áslaug Lára Jónsdóttir, Scott Lamb, Axl, Lilý, Birgitta Sif Jónsdóttir, Bergþór Ásgeirsson, Sóley Sif, Salka Sif, Louise Karlsson Jónsdóttir, Deisa G. Karlsdóttir, Tommy Holl, Hanna Närhi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.