Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 815 0150 GLERFILMUR TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Flottir leðurskór á TILBOÐSVERÐI, aðeins kr. 2.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. GJAFAHALDARAR með spöngum - C - G skálar á kr. 8.990 Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14 Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 1139 Sérlega mjúkir og vand- aðir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-41. Verð: 14.685. Teg. 7308 Sérlega mjúkir og vandaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 14.885. Teg. 36555 Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Góður hæll. Litir: rautt, beige, svart. Stærðir: 36-41. Verð: 15.885. Teg. 99512 Sérlega mjúkir og vand- aðir dömuskór úr leðri, skinn- fóðraðir.Litir: brúnt og svart. Stærðir: 36-41. Verð: 15.885. Teg. 7095 Sérlega mjúkir og vandaðir dömuskór úr leðri, skinn- fóðraðir. Góð breidd. Stærðir: 36-42. Verð: 14.685. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook.          !!"#$                 Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Haustdagar í Mjódd 1.-4. október 20% afsl. af öllum vörum 1.-2 okt. Fleiri tilboð á haustdögum! Bílar 2013 Renault Trafic diesel. Ekinn 63 þús. km. Það liggja ekki á lausu nýlegir, ódýrir sendibílar. Þessi er á 2.790 þús. án vsk. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Ný sending – kristalsljósakrónur Ný sending af glæsilegum kristals- ljósakrónum, veggljósum, matar- stellum og kristalsglösum til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8. Sími 7730273 ✝ Steinunn Sig-urbjörnsdóttir Sigurdson fæddist á Akranesi 23. desember 1933. Hún lést í Vancou- ver í Kanada 13. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigur- björn Ásmundsson frá Belgsholtskoti, f. 14.1. 1898, d. 30.6. 1980, og Hildur Björns- dóttir frá Hóli í Lundar- reykjadal, f. 2.2. 1906, d. 29.8. 1990. Steinunn fór til Stokhólms 1953 og var við verslunarnám. Árið 1956 fluttist hún til Van- couver í Kanada. Steinunn giftist 7.11. 1959 Harald Erik Sigurdson, f. 30.6. 1936, d. 14.5. 2002. Þau eignuðust þrjár dætur og þær eru: 1) Hilda Margaret, f. 1963, gift Dave Andrew og eiga þau börnin Aniku og Erik. 2) Kristine Aldis, f. 1967, gift Clen Reely, börn þeirra eru Anders og Aldis. 3) Erika Sigrun, f. 1970, hennar sam- býlismaður er Jason Scultety og búa þau öll í Vancouver. Steinunn var elst sinna systkina. Næst kom Björn, f. 1936, búsettur á Akranesi, og svo Ásmundur, f. 1943, búsett- ur í Vancouver í Kanada. Útför Steinunnar hefur far- ið fram í Vancouver. Í minningu elskulegrar móð- ur, ömmusystur og frænku sem lést úr krabbameini eftir hetju- lega baráttu 13. febrúar 2014. Foreldrar hennar voru Sig- urbjörn Ásmundsson og Hildur Björnsdóttir. Steina fór til Vancouver BC í Kanada 1956 þar sem hún kynntist lífsföru- naut sínum, Harold Erik Sig- urdson, og giftust þau hinn 7. nóvember 1959, Harold lést, einnig úr krabbameini, 14. maí 2002. Þau eignuðust þrjár dæt- ur; Hildu, Kristine og Eriku, og fjögur yndisleg barnabörn; Anniku, Erik, Anders og Aldis. Steina elskaði lífið, hvort heldur það var að vinna í garð- inum eða ferðast og hitta fólk og þá sérstaklega ættingja og vini. Hún naut þess að skipuleggja ferðir og fannst mjög mikilvægt að hafa eitthvað til að hlakka til. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar að eilífu. Hilda M. Andrew, Kristine Aldis Sigurdson, Erika Sigrun Sigurdson, Björn Sigurbjörnsson, Ásmundur Sigurbjörnsson og fjölskyldur. Steinunn Sigurbjörnsdóttir ✝ Óskar Sörlasonfæddist 3. júní 1926 á Ísafirði. Hann lést á Land- spítala, Landakoti, 17. september 2014. Foreldrar Ósk- ars voru þau Sörli Hjálmarsson, f. 4. desember 1902, d. 1. mars 1984, og Unnur Hallgríms- dóttir, f. 24. desember, 1906, d. 10. mars 1965. Systkini Óskars, samfeðra, eru: Pétur, f. 23. ágúst 1927, d. 28. maí 2009, Kristmundur, f. 21. ágúst 1929, d. 19. mars 1999, Erla, f. 11. september 1931, Elín Sigurrós, f. 14. september 1933, Friðgeir, f. 16. júní 1935, Þorsteinn Rún- ar, f. 17. september 1938, Lýður, f. 10. september 1942 og Lilja Elsa, f. 12. mars 1947. Óskar giftist Þorbjörgu Jónsdóttur, f. 21. september 1916, d. 28. mars 1994. Barnsmóðir Óskars var Þórunn Aðalheiður Guðmunds- dóttir, f. 6. júní 1911, d. 22. sept- ember 1986. Sonur þeirra var Örn Guðni, f. 1. ágúst 1947, d. 1. nóvember 1991. Barnsmóðir Óskars var Vilborg Matthildur Vigfúsdóttir Ramsey, f. 29. október 1922, d. 6. mars 2012. Sonur þeirra er Ingvar Jón, f. 23. janúar 1952, eigin- kona Jóna Karen Pétursdóttir, f. 19. nóvember 1955. Óskar giftist Sig- ríði Halldórsdóttur, f. 1930, en þau slitu samvistum. Óskar giftist Láru Eð- varðsdóttur, f. 25. nóvember 1929, d. 9. febrúar 2013. Óskar ólst upp í Árneshreppi, nánar tiltekið í Ingólfsfirði, til 15 ára aldurs. Síðan lá leið hans suður þar sem hann tók sér fyrir hendur ýmis störf. Stundaði hann sjómennsku til margra ára og til að mynda vann hann hjá Ríkisskipum til 10 ára. Vann hann hjá Ístaki til margra ára þar sem hann hóf akstur vöru- bifreiða. Óskar vann hjá helstu jarðvinnuverktökum landsins á sínum tíma og tók meðal annars þátt í uppbyggingu Búrfells- virkjunar. Í mörg ár keyrði hann fóður og búvörur til bænda um land allt. Í lok starfs- ferils vann Óskar hjá útgerð- arfélaginu Ögurvík. Útför Óskars fer fram frá Grensáskirkju í dag, 2. október 2014, kl.13. Nú hefur þú, minn kæri, fengið svefninn langa eftir nokkurra vikna dvöl á Landspítalanum þar sem hlúð var að þér á meðan lífs- krafturinn þvarr smám saman. Þú komst inn í líf minnar fjöl- skyldu fyrir um það bil 14 árum þegar mamma kynnti þig fyrir okkur sem sinn vin. Sú vinátta ykkar í milli átti síðar eftir að verða að hjónabandi. Þið áttuð saman þónokkur góð ár áður en heilsu mömmu fór að hraka um- talsvert þar til hún þurfti á meiri umönnun að halda en þú mögu- lega gast veitt henni. Á þeim tíma sem hún var í umsjá hjúkrunar- heimila varst þú ætíð ekki langt undan og varst duglegur að sinna henni eftir þinni bestu getu. Verð ég þér ætíð þakklátur fyrir þá ást og umhyggju sem þú sýndir mömmu í hennar veikindum þar til hún féll frá í febrúar á síðasta ári, enda fékkst þú að heyra það oft frá mér þegar mamma barst í tal okkar í milli. Við náðum vel saman þó svo að skrápurinn væri þykkur og hrjúf- ur enda væntanlega mótaður af þeim óblíðu og erfiðu aðstæðum sem þú bjóst við frá barnsaldri fram á unglingsár. Það var áhugavert og ótrúlegt að hlusta á þig segja frá mörgu sem á þína daga hafði drifið. Undir yfirborð- inu varst þú ljúfur karl sem öllum á mínu heimili þótti mikið vænt um, enda varst þú afi Óskar og orðinn partur af okkar fjölskyldu. Takk fyrir og hvíl í friði. Kristinn Már Emilsson, Margrét Alexandersdóttir og börn. Óskar Sörlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.