Morgunblaðið - 02.10.2014, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Varastu öll gylliboð sem eiga að færa
þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Líttu
framhjá þessum tilfinningum því þær eiga
eftir að líða hjá innan tíðar.
20. apríl - 20. maí
Naut Of mikil rökvísi hamlar vexti þínum.
Gefðu þér góðan tíma og rasaðu ekki um ráð
fram. Sýndu viðeigandi þakklæti og þá færðu
meira af því sama.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nýjar uppsprettur jákvæðrar orku
finnast (þú hugsar með þér, bara ef það væru
peningar í stað orku). Verið getur að nei-
kvæðni þín hafi áhrif á yfirmenn í þínu nán-
asta umhverfi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur tilfinningu fyrir tölum og
færð snilldarlega hugdettu sem bætir nokkr-
um aukastöfum við tekjurnar. Ef einhver rétt-
ir þér verk á silfurfati skaltu njóta þess til
hins ýtrasta.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver er afbrýðisamur eða skilur þig
bara alls ekki. Af því hlýst meira frelsi og
byrðar þínar léttast.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú mátt ekki vanrækja líkama þinn; þú
færð ekki annan. Njóttu félagsskapar vina
sem eru jafn lifandi og þú. Boltinn er í þínum
höndum og því er best að koma sér að verki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu auðmjúkur því það þurfa allir að
leggja sitt af mörkum til að halda frið innan
fjölskyldunnar. Ferð án fyrirheits er vont
ferðalag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú heillast auðveldlega af sjarm-
erandi einstaklingum. Gættu þess bara að
ganga ekki of langt né á torfu annars manns.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert kannski ekki að leita að
nýjum verkefnum, en þau þefa þig uppi.
Sjáðu takmarkið fyrir þér eins og því hafi ver-
ið náð.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Njóttu þess að dytta að heimili
þínu í dag. Getur maður lagt mikið á sig án
þess að þjást af streitu? Algerlega.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Eins og það er gott þegar menn
hjálpast að getur það stundum orðið til traf-
ala þegar of margir koma að verki. Finnist þér
þú vera að bogna skaltu fá aðra til liðs við
þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Njóttu þess að vera samvistum við
fjölskylduna í dag. Verkefnin hverfa ekkert
fyrir það og aðrir geta ekkert lesið hvað þú
ert að hugsa svo segðu meiningu þína.
Það hefur oft hent mig að geymaminnisblöð svo vel að ég finn
þau ekki fyrr en löngu síðar, og þá
fyrir tilviljun! Þessi miði er frá 22.
ágúst. Á honum er haft eftir Þór-
arni Eldjárn:
„Flöguleiðbeiningum“
Reykjavíkurmaraþons fylgir þessi
líka fíni botn sem ég nú hef prjónað
framan við:
Bágt er að renna blint í sjóinn
botninn hér mun ríma:
Ef engin flaga er fest á skóinn
færðu engan tíma.
Tveim dögum fyrr skrifar Þórar-
inn, að svo sé að sjá sem yfirmenn
RÚV hafi sótt sér visku í Hávamál
(Rúnatal/Rúvatal? vísa 145):
Betra er óbeðið
en sé ofblótið.
Varðandi boltafár mættu þeir
gjarna leita ráða í sömu vísu:
Betra er ósent
en sé ofsóið.
Póst fékk ég frá Huldu Jóhannes-
dóttur, þar sem svo segir:
Ég sendi þér svolitla kviðlinga
sem mætti líkja við miðlinga
sem lesast í móum
hjá lóum og spóum
en fara ekki í fæðuval kiðlinga.
En ekkert er víst sjálfsagt.
Eitt sinn brunaði Brandur að Gili
og bað hennar Góu undir þili.
Hún sagði strax já,
en svo fór um þá
sjóferð hún endaði á kili.
Ágúst Marinósson fór í réttir:
Á Laufskálaholti var glaumur og glens
menn glöddust við pretti og raus.
Við kaupin á truntunum tekinn var séns
og trúin er skilyrðislaus.
Það er hausthljóð í Ólafi Stefáns-
syni:
Fyrir brjóstið fáum hroll,
fugla hljóðnar raustin
þegar fjöllin hvítan koll
kemba fyrst á haustin.
Einar E. Sæmundsen kallar þess-
ar vísur „Veðrabrigði“:
Yir móa, hóla og hlíð
og hamragirðing fjalla
otar nöpur norðanhríð
nauðaljótum skalla.
Seig til viðar sólin blíð,
svalir dagar fæðast.
Grundin bleika, hóll og hlíð
hjarni og svellum klæðast.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Flöguleiðbeiningar, haust-
vísur og tvær limrur
Í klípu
EKKI HAFA ÁHYGGJUR, VIÐ ERUM
SÓLARDÝRKENDUR, ÞAÐ HLÝTUR AÐ
GILDA EITTHVAÐ.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
GETURÐU HÆTT ÞESSU ÞRASI, OG RÉTT
MÉR SJÖ-JÁRNIÐ?
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...stundin sem breytir
öllu.
„HVAR HEFURÐU
VERIÐ?“
„AÐ BORÐA
LASAGNA“
„GEYMDIRÐU
AFGANG
HANDA MÉR?“
„SÆL, ÉG HEITI
GRETTIR,
ÉG HELD AÐ VIÐ
HÖFUM EKKI
HIST ÁÐUR.“
ÉG HEF ALDREI SÉÐ FYRR,
HVERSU FALLEG AUGUN
Í ÞEIM ERU Í NÁVÍGI...
Varmenninu Víkverja var varpaðút af fyrirlestri á dögunum. Í
auglýsingunni sem fylgdi fyrirlestr-
inum stóð að áhugasamir væru
hvattir til þess að mæta, en þegar
Víkverji mætti á svæðið, tilbúinn til
þess að skrifa sína frétt um efnið,
varð honum ljóst, að gert hafði verið
helst til of mikið úr þessum tiltekna
fyrirlestri, sem var þá eingöngu
hugsaður sem venjulegur háskóla-
fyrirlestur í tíma, og að orðið
„áhugasamir“ í auglýsingunni átti
við um nemendur í öðrum greinum,
en ekki almenning eða forvitna
blaðamenn með ljósmyndara í eftir-
dragi.
x x x
Hefur þeim þremur nemendumsem þá voru mættir til þess að
hlusta á fyrirlesturinn eflaust þótt
nokkuð gaman að vandræðum blaða-
mannsins, þar sem hann stóð og út-
skýrði erindi sitt fyrir fyrirlesar-
anum. Kom í ljós að efnið sem um
ræddi var ekki á sérstöku sérsviði
fyrirlesarans, og hann vildi engan
veginn tjá sig um það við alþjóð. Því
var nokkuð ástæðulaust fyrir blaða-
manninn að reyna að rekja úr hon-
um garnirnar síðar með sérstöku
viðtali. Víkverji sneri því aftur
„heim“ í Hádegismóana, einni frétt
fátækari, og einum Víkverjapistli
ríkari.
x x x
Íslandsmótinu í knattspyrnu lýkurum helgina. Miðað við veðrið í vik-
unni má nánast gera ráð fyrir að
mæting á fimm af leikjunum sex
verði í nokkru lágmarki. Undan-
tekningin hefði þá verið úrslitaleikur
mótsins, en slíkir leikir trekkja oftar
en ekki nokkuð betur að en aðrir
leikir. Það er auðvitað nokkuð mikið
afrek hjá toppliðunum tveimur að
hafa farið taplaus í gegnum allt mót-
ið til þessa.
x x x
Víkverja finnst það hins vegarvera óskiljanleg ákvörðun hjá
FH-ingum að selja ekki miða inn á
leikdegi og að takmarka fjöldann við
6.000 manns. Víkverji hafði til dæm-
is hugsað sér að koma við í Krik-
anum eftir að leik hans manna lýkur
en dettur ekki einu sinni í hug að fá
sér miða í forsölu.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín.
(Sálmarnir 146:1)
sem gleður
Rennibekkir, standborvélar, bandsagir,
hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar,
röravalsar, legupressur, fjölklippur,
sandblásturstæki og margt fleira.
Sýningarvélar á staðnum
og rekstrarvörur að auki
- fyrir fagfólk í léttum iðnaði
og lítil verkstæði
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is