Morgunblaðið - 02.10.2014, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Von er á sextán nýjum titlum frá
Bókaútgáfunni Sölku nú á haust-
mánuðum. Í flokki barna- og ung-
lingabóka er væntanleg Nikký og
baráttan við bergmálstréð eftir
Brynju Sif Skúladóttur sem er sjálf-
stætt framhald af Nikký og slóð
hvítu fjaðranna sem kom út í fyrra.
„Hér halda ævintýri Nikkýjar áfram
þar sem galdrar og dularfull öfl taka
völdin í litríkum sirkusheimi,“ segir í
tilkynningu frá Sölku.
Njála – riddarasaga nefnist ný
bók eftir Evu Þengilsdóttur, ævin-
týri sem fjallar um hvernig beittustu
vopn geta snúist í höndunum á okk-
ur til hins betra. Þegar er komin út
Leitin að geislasteininum eftir Ið-
unni Steinsdóttur sem er sjálfstætt
framhald á Varið ykkur á Valahelli.
Guðrún Hannesdóttir, sem árið
2007 hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör,
sendir senn frá sér sína fjórðu ljóða-
bók. „Vísun í þjóðsögur og annan ís-
lenskan menningararf er áberandi í
verkum Guðrúnar. Tilfinningin í
ljóðum hennar er ávallt skörp,
stundum alvöruþrungin en þó oftar
kímin og hefur hún hlotið frábæra
dóma gagnrýnenda.“
Nenni ekki að elda
Salka sendir á næstu vikum frá
sér sjö bækur sem flokkast sem
handbækur sem og bækur um hann-
yrðir og matargerð. Þetta eru Vak-
andi veröld – ástaróður eftir Mar-
gréti Marteinsdóttur og Rakel
Garðarsdóttur, hannyrðabækurnar
Slaufur eftir Rannveigu Hafsteins-
dóttur og Tvöfalt prjón – flott báð-
um megin eftir Guðrúnu Maríu Guð-
mundsdóttur, Stóra alifuglabókin
eftir Úlfar Finnnbjörnsson mat-
reiðslumeistara, Nenni ekki að elda
eftir Guðrúnu Veigu Guðmunds-
dóttur, Í lok dags – verkefnabók eft-
ir Birnu Björgvinsdóttur og loks
ljósmyndabók um Druslugönguna
eftir Rúnar Gunnarsson með texta
eftir Maríu Rut Kristinsdóttur og
stýrihóp göngunnar.
Jörðin hægir á sér
Nýverið kom út hjá Sölku bókin
Handan minninga eftir Sally Magn-
usson í þýðingu Ragnheiðar Mar-
grétar Guðmundsdóttur. Þar segir
höfundur sögu móður sinnar, Ma-
mie, og frá baráttu hennar við Alz-
heimer-sjúkdóminn frá því hún
greindist og þar til hún lést 2012.
„Mamie var þekktur blaðamaður í
Bretlandi en einnig þekkt sem eig-
inkona sjónvarpsmannsins íslenska
Magnúsar Magnussonar. Þessi op-
inskáa og einlæga saga snertir les-
andann á einstakan hátt og lýsir því
hvernig sjúkdómurinn breytir per-
sónuleika sjúklingsins sem hverfur
smám saman inn í lokaðan heim
handan minninga.“
Í sjálfsævisögunni Villt eftir Che-
ryl Strayed í þýðingu Elísu Jóhanns-
dóttur fjallar höfundur um göngu
sína frá Kambaslóðinni við Kyrra-
hafið, frá Mojave eyðimörkinni í
gegnum Kaliforníu og Oregon til
Washington, alls rúmlega 1.600 km
leið. „Bókin endurspeglar gleði og
hættur sem unga konan gengur í
gegnum á ferðalagi, sem þegar upp
er staðið bæði styrkir hana og
heilar.“
Skáldsagan Tími undranna eftir
Karen Thompson Walker í þýðingu
Davíðs Þórs Jónssonar fjallar um
viðbrögð almennings og yfirvalda
þegar í ljós kemur að snúningur
jarðar hefur hægt á sér. „Dagar og
nætur lengjast sífellt meira, þyngd-
arafl jarðar eykst og heimurinn virð-
ist í uppnámi. Ríkisstjórnin sendir
út tilmæli um að fólk skuli fylgja
klukkunni og horfa fram hjá gangi
sólar en margir neita og halda áfram
að fylgja sólarhringnum. Þannig
skiptast íbúarnir í tvær fylkingar.“
Líf eða dauði nefnist spennusaga
eftir Karin Alfredsson í þýðingu
Jakobs S. Jónssonar sem fjallar um
hættur sem fylgja hjálparstarfi í
Afríku. silja@mbl.is
Druslugangan
og Nikký
Bókaútgáfan Salka sendir frá sér 16
nýja bókatitla á næstu vikum
Brynja Sif
Skúladóttir
Guðrún
Hannesdóttir
Sally
Magnusson
Eva
Þengilsdóttir
Rakel
Garðarsdóttir
Úlfar
Finnbjörnsson
Textílfélagið opnar sýningu í SÍM-salnum,
í Hafnarstræti 16, í dag milli kl. 17 og 19.
„Félagið er 40 ára á þessu ári og fagnar
því m.a. með röð sýninga víðs vegar um
landið. Sýningin í SÍM-salnum er sú fjórða
og síðasta af þessu tilefni. Hinar sýning-
arnar stóðu yfir í sumar í Eyjafjarðarsveit,
á Siglufirði og í Vík í Mýrdal,“ segir m.a. í
tilkynningu.
Þar kemur fram að Textílfélagið er eitt
af aðildarfélögum SÍM, Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna, og eitt þeirra
félaga sem standa að Hönnuarmiðstöð Ís-
lands. „Í dag eru félagskonur 75 talsins.
Tuttugu og átta listakonur taka þátt í
þessari sýningu Textílfélagsins í SÍM-
salnum og sýna þar bæði myndverk og
hönnun.“
Sýningin stendur til 24. október og er
opin virka daga milli kl. 10 og 16.
Síðasta afmælissýningin á árinu
Fjölmenni Alls taka 28 listakonur þátt í þessari síðustu afmælissýningu
ársins. Þeirra á meðal er Anna Gunnarsdóttir með verk sitt Gaddur.
Örvarpið, örmyndahátíð
RÚV á netinu, blæs til frum-
sýningargleði á Stofunni í
kvöld kl. 21. Hátíðin er vett-
vangur fyrir upprennandi,
skapandi og framsækið fólk í
kvikmyndalist. Á næstunni
verður ein mynd vikulega
valin inn á hátíðina til birt-
ingar á vefnum og alls tíu
myndir birtar út haustið. All-
ar nánari upplýsingar um há-
tíðina má finna á vefnum ruv.is/orvarpid. Á Stof-
unni í kvöld verður auk frumsýningarmyndarinnar
sýnd örmyndin Kjöt eftir Heimi Gest Valdimarsson,
sem hlaut í mars sl. Örvarpann eftir fyrsta tímabil
Örvarpsins.
Örvarpið hefst á ný í kvöld
Blóðugt Stilla úr Kjöti.
Uni Stefson leikur í kvöld kl. 23 á Bost-
on og verða tónleikarnir sendir út í
beinni í Funkþættinum á X-inu FM 97.7.
Með tónleikunum kynnir Uni Stefsson
fyrstu plötu sína.
„Undrabarnið Unnsteinn Manuel
mætti nú kallast undrafullorðinn. Sköp-
un hans í Retro Stefson hefur alltaf snú-
ist um hreyfingu, um partíið og stemn-
inguna, að fá þig til að dansa og syngja
og dilla þér við gleðilegar melódíur
þeirra. Sem rígfullorðinn maður, stranglega agaður og í
sífelldri þróun sem tónlistarmaður höfum við séð Unnstein
þar sem hann finnur þörfina til að kanna aðrar brautir og
tilfinningar með sköpun sinni. Það er þar sem við finnum
Uni Stefson, sjarmerandi, ómótstæðilegt og lágstemmt
sólóverkefni hans,“ segir í tilkynningu.
Uni Stefson leikur í beinni
Unnsteinn Manuel
Hollar vörur úr náttúrunni
í hæsta gæðaflokki
Hamp fræ Kinoa fræ Chia fræ Möndlumjöl
H-Berg efh | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
FRÁBÆR
T
VERÐ
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM
EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í
HEIM EITURLYFJASALA
LIAM NEESON
ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON
L
12
EQUALIZER Sýnd kl. 8 - 10:40
TOMBSTONES Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
MAZE RUNNER Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20
PÓSTURINN PÁLL 2D Sýnd kl. 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar