Morgunblaðið - 08.10.2014, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 235. tölublað 102. árgangur
KOLFÉLL FYRIR
FITKID FYRIR
FJÓRUM ÁRUM
HANDVERKSSLÁTURHÚS SUNNA OG ORN-
STEIN KYNNTUST
Á TWITTER
GÆÐI FREKAR EN MAGN 14 SAMAN MEÐ ÞRENNA TÓNLEIKA 31FYRIR 6-16 ÁRA KRAKKA 10
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Lántaka Ríkisútvarpsins undanfar-
in þrjú ár vegna rekstraráranna
2012, 2013 og 2014 er að sliga
rekstur fyrirtækisins, þannig að
það getur ekki lengur staðið í skil-
um með afborganir af lánum sínum.
Viðmælendur segja að RÚV sé í
raun gjaldþrota.
Lántaka RÚV undanfarin tvö ár,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, nemur um 1.400 milljón-
um króna og eru vextir á lánunum
7,35%. Um er að ræða annúitetslán
til 20 ára.
Upphæðin sem RÚV þarf að
borga af skuldabréfi Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins er 380 millj-
ónir króna á ári. RÚV þarf að
greiða 80 milljónir króna af lánum
frá Landsbankanum á ári og vaxta-
kostnaður RÚV á ári er 133 millj-
ónir króna. Samtals þarf fyrirtækið
því að greiða 593 milljónir króna af
lánum sínum og skuldabréfi árlega.
Bakdyramegin aftur inn
Fjöldauppsagnir fyrirtækisins í
nóvember í fyrra og hagræðing-
araðgerðir áttu að skila RÚV um
hálfum milljarði króna. Fram hefur
komið að svo varð ekki. Viðmæl-
endur Morgunblaðsins segja eina
helstu skýringu þess að fjöldaupp-
sagnirnar frá í fyrra hafi skilað jafn
takmörkuðum árangri og raun ber
vitni þá að stofnunin hafi ráðist í
mikil kaup á vinnu frá verktökum
og þannig sé fjöldi starfsmanna
sem var sagt upp í fyrra kominn
aftur til starfa hjá RÚV, bakdyra-
megin.
Magnús Geir Þórðarson útvarps-
stjóri mun halda fund með starfs-
mönnum RÚV í dag, þar sem hann
mun kynna þeim stöðu fyrirtæk-
isins.
Vigdís Hauksdóttir, formaður
fjárlaganefndar, segir að stjórn
RÚV komi á fund nefndarinnar í
næstu viku og geri nefndinni grein
fyrir stöðu fyrirtækisins.
Lánagreiðslur RÚV
593 milljónir á ári
133 milljónir í vaxtakostnað Starfsfólki kynnt staðan í dag
MRÚV í raun gjaldþrota »4
Morgunblaðið/Kristinn
Erfið staða Rekstur Ríkisútvarps-
ins hefur verið þungur síðustu ár.
Niðurstöður
breskrar rann-
sóknar, sem
hófst árið 1997
og náði til
3.000 barna,
sýna að leik-
skólanám hef-
ur áhrif á náms- og félagslega
hæfni seinna á skólagöngunni. Þá
skipta gæði skólanna máli, en þau
ráðast m.a. af hlutfalli leikskóla-
kennara.
Arna H. Jónsdóttir, lektor í leik-
skólafræðum við Háskóla Íslands,
segir að enn eimi af því viðhorfi
að leikskólinn sé gæsla fremur en
skólastig. „Það má alveg leggja
áherslu á að þarna fer fram nám,
þótt það sé ekki formleg kennsla,“
segir hún um starfið. »18
Leikskólabörn fá
betri einkunnir
Fiskvinnsla hefst á næstu vikum í
frystihúsinu á Breiðdalsvík eftir
nokkurra ára hlé. Fyrirtækið saltar
fisk með samningi við útgerðir á
staðnum sem sjá um hráefnisöflun.
Byggðastofnun er að láta gera
frystihúsið upp og endurskipu-
leggja. Því er skipt niður og þar
rúmast nú fjölbreytt starfsemi. Tré-
smíðaverkstæði hefur tekið til
starfa í húsinu og verið er að inn-
rétta stóran veislu- og ráðstefnusal.
Einnig eru bundnar vonir við að
þar geti fyrirtæki fengið skrifstofu-
aðstöðu og lítil iðnfyrirtæki komið
sér fyrir. »12
Frystihúsið í Breið-
dal fær hlutverk
Lifnar við Störfum fjölgar á Breiðdalsvík.
Fyrir f lottan málstað
er bleikur miði
hugsaðu um heilsuna
200KR.
húð, bein og l iði .
www.gulimidinn.is
Samanlagt framlag ríkisins til Ríkis-
útvarpsins ohf. frá árinu 2007 nemur
25,8 milljörðum króna. Um er að
ræða nefskatt sem lagður er á lands-
menn, svonefndar þjónustutekjur.
Þetta kemur fram í aðsendri grein
Óla Björns Kárasonar, varaþing-
manns Sjálfstæðisflokksins, um Rík-
isútvarpið í Morgunblaðinu í dag.
„Frá stofnun hefur Ríkisútvarpið
ohf. tapað um 1.632 milljónum króna
á föstu verðlagi. Samanlagðar heild-
artekjur hafa hins vegar numið um
40.683 milljónum króna,“ skrifar Óli
Björn um reksturinn hjá RÚV.
„Á fyrstu sex mánuðum yfirstand-
andi reikningsárs jukust skuldir
Ríkisútvarpsins um 746 milljónir eða
um 124 milljónir króna að meðaltali í
hverjum mánuði … Ríkisfyrirtækið
tapaði um 219 milljónum króna á
þessum sex mánuðum. Öllum má því
vera ljóst að staða Ríkisútvarpsins
er grafalvarleg,“ skrifar Óli Björn
sem kallar eftir breytingum. »19
Framlagið
er um 26
milljarðar
Tapið 1,6 millj-
arðar frá 2007
Hópur drekaskáta í skátafélaginu Mosverja var
leiddur í allan sannleikann um hversu mikilvæg
samvinna er á námskeiði í Mosfellsbæ í gær.
Krakkarnir, sem eru allir níu ára gamlir,
reyndu fyrst að draga jeppa einir síns liðs með
fyrirsjáanlegum árangri. Því næst tóku þau sig
tuttugu saman og drógu jeppann áfram. Ekki
var annað að sjá en að skátarnir upprennandi
skemmtu sér hið besta við lexíuna.
Aflraunir ungra skáta í skátafélaginu Mosverja í Mosfellsbæ
Morgunblaðið/Golli
Kátir skátar lærðu um mikilvægi samvinnu